Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1986, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1986, Page 8
8 LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986. Ferðamál Er draumastaðurínn eyja í Karabíska hafinu? Hvaða rómantískan mann hefur ekki dreymt um að vera staddur á lítilii eyju á suðrænum slóðum með elskunni sinni? Synda i sjónum, sigla, borða ávexti af trjánum líkt og Adam og Eva, bara láta timann iiða. Liklega er þetta draumasumarfrí margra. En af hverju ekki að láta drauminn rætast? íslenskar ferðaskrifstofur hafa lengi boðið upp á ferðir til suðrænna eyja. Margir þeir staðir eru fyrir löngu búnir að missa sinn uppruna- lega sjarma og eru orðnir algjörir „túristastaðir", þó að enn njóti þeir mikilla vinsælda eins og landanum er að öllu kunnugt. Þær eyjar sem „færri heimsækja" virka oft meira spennandi. Við ætlum einmitt að spá í nokkra þannig möguleika. Hægt er að komast til þessara staða meðal annars gegnum bandariskar ferða- skrifstofur og er það minna mál en margan grunar. Látum við því fylgja símanúmer hjá þeim ferðaskrifstof- um sem sérhæfa sig í ferðum til viðkomandi eyja og er þá ekkert annað en að hafa samband við þær. Þegar minnst er á eyju í Karabíska hafínu fer einhver sérstakur fiðring- ur um hugi og hjörtu fólks. Bahama- eyjar eru þar á meðal. Eyjaklasinn samanstendur af um 700 hundruð eyjum, stórum sem smáum og eru á þeim stærri fyrsta flokks hótel og öll önnur aðstaða mjög góð. Stilltur sjórinn gerir hvers kyns vatnsíþrótt- ir mjög ákjósanlegar enda eru þær mikið stundaðar þar. Hvort sem þú „Að vera staddur á lítilli eyju í Karabíska hafinu..." Þannig er algengt að fólk svari aðspurt um draumaferðina. Einhver sérstakur fiðringur fer um hugi og hjörtu fólks við tilhugsunina. kýst að stunda fjörugt næturlíf eða skoða magnað náttúrulíf, þá er það á staðnum. Viljurðu hins vegar meiri friðsæld, svona ekta rómantískt, þá skaltu spyrjast fyrir um hvernig þú kemst á smærri eyjarnar. Þú getur örugglega fengið að fara á einhverja mjög fáfama eyna til að vera út af fyrir þig, þú hefur bara með þér nesti og baðar þig í sjónum. Yfir sumartímann fer hitinn ekki niður fyrir 25 gráður að næturlagi og ekki upp fyrir 35 gráður að degi til. Nánari upplýsingarhjá: Bahamas News Bureau, (212)-708 -6217. Af öðrum eyjum í Karabíska hafinu má nefna Barbados sem er lítil eyja nokkru sunnar en Bahamaeyjarnar. Þar er líkt og á Bahamaeyjum frábær aðstaða til að stunda til dæmis sjó- skíði, einnig að kafa undir yfirborð sjávar sem og allar aðrar vatns- íþróttir. Gnægð er glæsilegra hótela og veitingastaða og mikið um þjóð- legar uppákomur landans á götum úti. Hitastig á eyjunni er svipað og á Bahama, þó örlítið svalara. Nánari upplýsingar hjá: Barbados Board of Tourism, (212) 986-6516. Cancún er öllu vestar í Karabíska hafinu en Barbados. Cancún er lítil mexíkönsk eyja rétt við Mexíkó- skaga. Þrátt fyrir hve um smáa eyju er að ræða er aðstaða öll hin glæsi- legasta og ýmsir möguleikar í boði fyrir gesti hennar. Tennisvellir, glæsilegur golfvöllur, lúxushótel á ströndinni, sérstakir veitingastaðir og verslanir. Margar elstu og falle- gustu byggingar Mexíkó eru á eynni. Nánari upplýsingar hjá: Mexican Government Tourism Ofiíce, (212) 755-7261. Þá er bara um að gera að byrja að safna fyrir draumaferðinni og láta hugann reika á meðan. -Ró.G. Ferðaiðnaður í Kína á lágu plani Tvö síðastliðin ár hefur ferða- mannastraumur til Kína aukist um allt að 30 prósent miðað við fyrri ár. Það sem af er þessu ári hefur aukn- ing erlendra ferðamanna aftur á móti ekki verið mikil og virðist allt benda til þess að vinsældir Kína sem ferðamannalands séu að dvína veru- lega. Sérfræðingar í ferðamálum landans benda á nokkrar ástæður. Undanfarið hefur ferðamannaiðn- aðurinn í Kína mátt þola mikla gagnrýni en hann er ekki talinn vera á háu plani. Öll þjónusta við ferða- fólk er bágborin. „Þjónarnir önugir, skítug hótel, illa þjálfaðir fararstjór- ar“ er meðal þess sem fólk kvartar yfir. Hingað til hafa flestir erlendir ferðamenn verið frá Japan en nú kjósa þeir frekar að fara til Vestur- landa þar sem staða japanska yens- ins er hagstæð og hafa nú fleiri Japanir efni á að róa á þau mið. Jap- önum ofbýður léleg þjónusta í Kína og finnst þeim verðlag allt of hátt miðað við þægindin. Ríkir Amerík- anar hafa einnig verið í hópi þeirra sem fjölmennt hafa til Kína en þar sem Kaninn fer nú alls ekkert út fyrir eigin landamæri láta þeir auð- vitað Kína alveg vera sem áfanga- stað. að landið þeirra sé hætt að laða eins að og undanfarin ár. Hótelherbergin óhrein Ferðamenn í Kína segja hreint al- veg ótrúlegar sögur frá ■ heimsókn þeirra þangað. Breskur ferðamaður, sem var þar á ferð í febrúar síðast- liðnum, segist hafa komið inn á stórt hótel og ætlað að fá leigt herbergi. í móttökunni var honum tjáð að ekk- ert væri laust en er hann í bræði sinni arkaði upp á fimmtu hæð hót- elsins kom í Ijós að þar var hvert einasta herbergi laust. Norðmaður segir að eftir að hann ásamt félögum hafi eytt gífurlegum tíma í að leita að hótelherbergi hafi hann loks feng- ið eitt en þá hafi aðkoman á hótel- herberginu ekki beint verið glæsileg; rúmfótin verið óhrein, handklæðin Fyrir um það bil 15-20 árum, þegar Kína varð fyrst vinsælt sem ferða- mannaland, voru ferðamennimir flestir bakpokaferðamenn sem ferð- uðust ódýrt og eyddu eins litlu og mögulegt var. Undanfarin ár hefur aðallega verið um efnað fólk að ræða sem heimsótt hefúr landið vegna þess hve dýrt það þykir og hefur það fólk eytt miklum peningum sem vitaskuld hefur verið Kínverjum góð tekjulind. Þannig v-1-:- KfHvprrhm súrf íslendingar myndu nú liklega ekki skilja mikið talað mál i kínversku leikhúsi en heimsókn i eitt slíkt kæmi örugglega til með að gleðja Þó að þjónusta við ferðamenn i Kina sé ef til vill ekki eins og hún geristj best þá er örugglega mikið ævintýri að upplifa og kynnast kinverskri menn- ingu og siöum. útötuð fótsporum og baðherbergið skítugt. Forsvarsmenn kínversks ferðaiðn- aðar hafa ekki lokað eyrunum fyrir þessari gagnrýni en taka aftur á V)£tvf 'r.rífSf» CP brotinn í þjónustu við ferðafólk. Bjartsýnir horfa þeir þó fram á veg- inn og hafa nú hafið átak í að upphefja ferðamannaiðnaðinn aftur til vegs og virðingar. r»f' Hvert ferðu í sumarfrí? Sigurður Baldursson, starfsmaður Helgarpóstsins: „Er rétt nýkominn úr fríi. Ég fór til Orlando, Parísar og Lúx- emborgar. Það var æðislega gaman. Að vísu hefði ég viljað vera lengur, var til dæmis að- eins fjóra daga í Bandaríkjun- um og einn dag í París. Þetta var þó stutt og skemmtilegt og hafði góða veðrið þar sitt að segja." Halldóra Karlsdóttir skrifstofustúlka: „Ég er rétt að byrja sumarfrí- ið mitt og var að koma vestan af Snæfellsnesi þar sem ég hef verið í nokkra daga. Annars er nú ekkert ákveðið hvað ég geri það sem eftir er frísins en lík- lega fer ég í einhverja skottúra hér innanlands. Yfirleitt nota ég sumarfrí til að ferðast um landið og á ég eftir að koma á marga staði, eins og til dæmis til Austurlands en þangað lang- ar mig að fara næst. Uppáhalds- staður minn er Skaftafell, þar er svo sérlega fallegt." Brynja Pálsdóttir, starfsmaður Brauðgerðarinnar: „Innan skamms fer ég í frí og fer þá í sumarhús á Egilsstöð- um. Þangað hef ég aldrei komið áður og verður eflaust mjög gaman að prófa það. Ég ferðast mjög mikið innanlands, bæði í langar og stuttar ferðir. Norð- urlandið er í uppáhaldi hjá mér.“ -Ró.G. DV-myndir Óskar Örn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.