Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1986, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1986, Síða 11
LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986. 11 í Hollywood um helgar Þeir skutust upp á topjSinn i miðj- um júlímánuði, strákamir í Bítla- vinafélaginu, og eru enn í efstu sætum á þeim eina vinsældalista hér á landi sem skiptir máli. Þegar ég heyrði lagið fyrst varð mér hálfbilt við. Ekki þar fyrir að það væri verra en gengur og gerist. En textinn! Drottinn minn dýri. Hann segir frá stráknum sem fer í ljós þrisvar í viku og reglulega í líkamsrækt og fer í Hollywood um helgar með mynd af bílnum í vasanum. Það þarf ekki mikið brageyra til að uppgötva leirburðinn. Annað eins hefur ekki komið inn fyrir mínar dyr síðan Stína stuð söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar með þeirri alkunnu ljóðlínu að koma kagganum í lag, strax í dag. Eða var það kannski þegar poppsöngvaramir í gamla daga slógu í gegn með þvi að syngja: ég vildi ég væri hænuhanagrey! Það hefur cddrei verið ýkja hátt risið á dægurlagatextunum og ekki lagt mikið upp úr bragfræðinni. En það duttu af mér allar lýs þegar hann fór í ljós þrisvar í viku, strák- urinn þeirra í Bítlavinafélaginu, án þess að hirða um stuðla eða höfuð- stafi, hvað þá rím og andagift. Þetta glumdi daginn út og daginn inn í hvert skipti sem maður neyddist inn á rakarastofu eða bílaverkstæði, svo ekki sé talað um menningarlegri við- komu eins og sjoppur og skyndibita- staði. Og svo komu Skriðjöklamir á eftir Bítlavinafélaginu og vom vændir um svik og pretti á vinsælda- listanum og allt fór á annan endann. Blöðin fylltust af lesendabréfiim og krakkamir skiptust í tvær fylkingar, með og móti strákunum að norðan; rétt eins og þjóðin og þjóðimar skiptast í stríðandi fylkingar með og móti Atlantshafsbandalaginu, nema hvað afstaðan til Skriðjöklanna var bæði eindregnari og ákveðnari. Virt- ist þar sameinast bæði ástríða og norðlensk föðurlandsást af heilagri sannfæringu þeirra sem best þekkja og allt vita. Fullorðið fyrir aldur fram Ég fór að leggja betur við hlustim- ar. Ekki vegna þess að tónlistar- smekkur minn væri á þessu plani, það mundi ég aldrei þora að viður- kenna, jafnvel þó hann væri þar, heldur af hinu að ég uppgötvaði allt í einu húmorinn og glaðværðina í þessum einfalda texta um strákinn með mynd af bílnum í vasanum, stælgæjann sem sló í gegn, og reynd- ar í öllum hinum textunum sem ískra af ísmeygilegri fyndni hver um ann- an þveran. Ég uppgötvaði sömuleiðis annað. Textamir endurspegla þá veröld sem táningamir eiga út af fyrir sig, um leið og þeir skopast að veröld okkar hinna. Veröldina þeirra þekkjum við ekki, fullorðna fólkið, nema af afspum. Við erum hér, þeir em þar, i tveim aðskildum heimum, þótt öll spígsporum við hvert innan um annað frá morgni til kvölds. Hugðarefhin em önnur, lífsstíllinn og jafnvel málið sem við tölum. Ekki er við unglingana að sakast þó þeir lifi í sínum eigin heimi. Hvaða kynslóð hefur ekki gert hið sama? Ekki er það þeim að kenna þótt fullorðna fólkið verði allt í einu svo gamalt að það skilji ekki útrás- ina sem æskan fær í dægurlögunum og kunni ekki að meta þá veraldar- vitund sem æskan lagar sig að. Það er ekki henni að kenna þótt full- orðna fólkið verði fullorðið fyrir aldur fram. Maður stendur sjálfan sig að því axarskafti að gleyma því í áranna rás hvað það er að vera ungur. Þó þykist ég hvorki gamall né afdank- aður - gýt augunum þegar falleg stelpa labbar fram hjá, sletti úr klaufúnum eins og kálfamir á vorin og er alltaf jafrihissa þegar bama- böm eiga foreldra sem vom með manni í bamaskóla. En samt, samt hefur maður hægt og sígandi dregist inn í aðra veröld, annað lífsmunstur, annars konar stíl, og hætt að fylgjast með tískunni, og böllunum og framtíðinni. Maður heilsar niður fyrir sig, ef svo má segja, þekkir jafrialdrana en tekur ekki eftir ungviðinu - þekkir Ragga Bjama en spyr hver þessi Eiríkur sé, man eftir Hljómum en kannast ekki við Greifana. f stuttu máli sagt: Maður hefur ekki hugmynd um það sem er þýðingarmest í huga unga fólksins, meirihluta þjóðarinnar, sjólfri hringiðu bæjarlífsins; hvorki meira né minna. Aðskilnaður kynslóðanna Og satt að segja held ég að þetta sé gagnkvæmt. Unga fólkið, ungl- ingamir, hefur ekki minnsta áhuga á því sem við hinir eldri teljum merkilegast. Pólitíkin fer fyrir ofan garð og neðan, hvaladeilan er óskilj- anlegt þmgl, byggðastefha, skatta- mál, húsnæðispólitík er veröld sem kemur því ekki við. Fullorðna fólkið er leiðinlegt upp til hópa, fer syfjað í vinnuna og kemur þreytt heim ó kvöldin, drekkur sig fullt um helgar og er fegið meðan tóningurinn þeg- ir. Það besta sem gerist er þegar karlinn lánar þeim bílinn af því að Ellert B. Schram hann er dottinn í það og getur ekki keyrt. Það óþægilegasta sem getur komið fyrir em heimskulegar spum- ingar um hvað gerst hafi í gærkvöldi og hvort búið sé að læra fyrir morg- undaginn. Samneytið er í lógmarki, aðskiln- aðurinn milli kynslóðanna er djúp- stæðari heldur en apartheitið í Suður-Afiíku. Og þegar vandamálin standa allt í einu inni á eldhúsgólfi í gervi pléttrar unglingsstelpu eða í sporum ölvaðs frumburðar þá standa foreldramir ráðþrota og örvinglaðir og horfa hver á annan í angist þeirr- ar uppgötvunar að þekkja ekki bamið sitt, svo ekki sé talað um þá skelfingu þegar hálfstálþaður strák- urinn er borinn heim í öngviti vímugjafans og faðirinn hafði gleymt að taka eftir því að litli drengurinn hans var ekki lengur lítill og hafði engan átt að, nema í hummi og hai og ónotum, þegar stráksi vildi lóta ‘ taka eftir sér í miðjum fréttunum. Gælukrúttið, sem hafði verið þægt og gott í sakleysi ómegðarinnar, pabbakúturinn, sem hafði komið upp í rúm til að láta bía sig í svefh og var stoltið hans pabba síns þegar hann fór að ganga og segja amma, amma í viðurkenningarskyni við bamapíuna, sem nennti að segja baminu sögur, þetta litla grey, eftir- lætið á hveitibrauðsdögunum, hafði týnt foreldrum sínum einhvers stað- ar á leiðinni í hvunndagsönnunum. Réttara var kannski að foreldramir höfðu týnt baminu sínu sem stóð nú allt í einu á gólfinu fyrir framan þá og reif kjaft við þetta ókunna fólk sem þóttist eiga það. Hvað hafa margir foreldrar upplif- að þessa lífsreynslu þegar það er orðið of seint? Hvað hafa margir týnt bömunum sínum og hafa ekki hugmynd um hverjar langanir þeirra em og þrór, hvar þau ala manninn, hvert þau em að fara eða koma? í raun og vem er það eitt af undrum nútímans hvemig unglingamir sleppa klakklaust í gegnum freist- ingamar og villumar sem á vegi þeirra verða, svo hjálparlausir, ráð- villtir og móttækilegir sem þeir em. Unglingarnir útundan Sem betur fer leiðir kynslóðabilið ekki nærri alltaf til ófamaðar. En það er þá unglingunum sjálfum að þakka. Æskan er miklu betri en af er látið. Nú er verið að býsnast yfir óreglunni um verslunarmannahelg- ina. En hver man ekki eftir ólátun- um á Húsafelli og eyðileggingunni í Þórsmörkinni í gamla daga eða darraðardansinum á Hreðavatni og Logalandi í gamla, gamla daga þegar unglingamir kútveltust í fylliríun- um um verslunarmannahelgar eða unnu spellvirkin í miðbænum á gamlárskvöld? Ekki vom brodd- borgaramir í dag bamanna bestir þegar þeir vom böm - og komust þó flestir til manns - hlupu af sér homin. Nei, ungdómurinn í dag er ekki öðmvísi heldur en ungdómur allra tíma en stendur að því leyti verr að vígi en fyrri kynslóðir að hann þarf að hafa ofan af fyrir sér sjálfur. Full- orðna fólkið og foreldramir annars vegar og táningamir hins vegar áttu meiri samleið áður fyrr. Þá var ekk- ert sjónvarp og þá var lífsgæðakapp- hlaupið öðmvísi. Fjölskyldumar máttu vera að því að hittast og deila með sér tómstundum og heimurinn var einfaldari og einhæfari; ekki þó einangraðri vegna þess að sjónvarp og æðibunugangur nútímaneysl- unnar hefúr stuðlað að einangrun einstaklinga, ungra sem gamalla. Enginn má vera að því að fara í heimsókn, enginn má vera að því að taka á móti heimsókn. Tímaþjó- famir, brauðstritið, stressið, tauga- veiklunin yfir því að missa af einhverju, rekur alla á flótta undan sjálfum sér. Það er leitun að manni sem kann að halda uppi samræðum, það er vandfundinn sá einstaklingur sem er upptekinn af öðm en sjálfum sér. Unglingamir gjalda þessa. Full- orðna fólkið hefur vanið sig við þetta og bömin njóta þroskaleysisins. En unglingamir verða útundan, kyn- slóðin sem stendur á miðju þroska- skeiðinu, á vegamótum hins óræða, fær enga leiðsögn aðra en þá að vera ekki fyrir. Þess vegna er henn- ar vandi meiri heldur en jafnald- ranna frá því í gamla daga. Þess vegna er ástæða til að votta henni aðdáun fyrir að halda enn sönsum. Svarthvíta hetjan mín Æskan í dag hefur tekið til sinna eigin ráða. Unglingamir leita uppi hver annan, hópa sig saman, búa sér til hugðarefni og veröld sem tekur ekki mark á vitlausu alvörunni hjá fullorðna fólkinu og lýsir frati á verðmæti hégómans. Æskan eignast sínar svarthvítu hetjur og heyr sitt tískustríð og er þeirri stundu fegnust þegar hún fær að vera í friði fyrir ófriðnum hjá þeim eldri. Það er þessi æska, þessir táningar, sem er nú að búa til gríntexta um sjálfa sig, mála upp myndina af stráknum með myndina af bílnum í vasanum og fer í Hollywood um helgar. Táningamir kæra sig koll- ótta um hefðbundna ljóðagerð af því þeir leggja meira upp úr efrii en formi. Vinsældalistar þeirra em ekki með nöfnum stjómmálamanna eða lýðskrumara, yrkisefni þeirra er hvorki um her né hel, tómstundir þeirra em ekki fylltar með lífsleiða eða löstum. Táningamir em lausir við metnaðarfullan rembing, sýndar- mennsku eða hræsni hins tvöfalda lífemis. Upp til hópa koma ungling- 'amir til dyranna eins og þeir em klæddir í bókstaflegri merkingu þess orðs og bjóða jafnvel tískunni byrg- inn ef því er að skipta. Og þeir hafa fengið húmorinn í lið með sér og strákinn sem fer í Hollywood um helgar með mynd af bílnum í vasan- um. Það besta við þetta allt saman er þó hitt að strákurinn sjálfur hefúr enga minnimáttarkennd af því að vera eins og hann er. Það er hans stíll. Hann er eins og jafnaldramir og hinir táningamir - hann sjálfur. Ellert B Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.