Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1986, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUE. 9. ÁGÚST 1986. „Þetta er eins og skák, það getur allt oltið á einum leik," sagði Magnús D. Ólafsson, verkstjóri i hvalstöðinni í Hvalfirði, þegar DV ræddi við hann. Þannig hefur líka saga hvalveiðanna verið frá upp- hafi. Þetta er stormaaamur at- vinnuvegur og umdeildur en einnig svolítið ævintýralegur í leiðinni. Hugmyndir um hvalveiðibann eða takmarkanir af einhverju tagi hafa fylgt nútímahvalveiðum eins og skugginn allar götur frá því að þær hófust. Áður hefur andstaðan við hvalveiðarnar ná svo langt áð þær hafa yerið bannaðar með öllu. Þannig fór hér á landi fyrir rúmum 70 árura. Þann 1. október árið 1915 gekk í gildi bann við hvaiveiðum frá íslenskum bækistöðvum og fyrsta og umsvifamesta skeiði ís- lenskrar hvalveiðisögu lauk. Þá liðu 20 ár þar til undanþága fékkst frá banninu og hvalveiðar hófust aðnýju. Nú er tvísýnt um hvort hvalveið- um verður hætt og enn tvísýnna en var árið 1915 hvort þær hefjast nokkru sinní að nýju ef svo fer. Hvaiveiðibanníð árið 1915 spratfc af andstöðu íslendinga við veiðam- ar. Þegar bannlögin voru sam- rrioaoir f i q lc lf £* lf*l Y þykkt á Alþingi árið 1913 náði andstaðan, sem lengi hafði verið að gerjast með kndsmönnum, þvi marki að meirihluti þingmanna var veiðunum andvígur. Reyndar gengu þeir ekki með háleitar hug- myndir um náttúruvemd. And- stæðingarnir gengu fram undir kjörorðinu: ísland fyrir Islendinga og reyndist mun vænlegra til fylgis en frómar tílfiwiingar í garð hval- anna. Þá talaði enginn um að þeir væru gáfaðir og góðhjartaðir. Þegar hvalveiðibannið gekk í gildi voru Norðmenn nær einráðir á hvalamiðunum við ísland. And- stæðingum hvalveiða óx gróði þeirra i augum. Þegar frumvarpið um hvalveiðibannið var flutt á þingi var flutningur arðsins af hvalveiðunum úr landi ein helsta röksemdin. Hvalveiðibannið átti að þjóna þeim tilgangi að „geyma fyrir okkur og auka þennan feikna- raikla höfuðstól: hvalina". Þannig orðaði foringi friðunarmanna. Guðmundur Eggertz, skoðun sinna manna. En hugmyndir friðunarmanna einskorðuðust ekki við arð af hvai- veiðum. Þeir töldu sig hafa örugga vissu fyrir að hvalirnir hefðu ann- an og merkilegri tilgang á sundi sínu um höfin en að hafa það náð- ugt. Hvalimir vom einnig „fisk- rekar" í augum aldamótamann- anna. GuðmundurEggertzítrekaði á þingi skoðun sem mátti heita al- menna trú meðal landsmanna. Þeir töldu sig hafa öragga reynslu fyrir því „að á fjörðum inni stekkur sfld- in frá djúpinu inn að landi þegar hvalur gengur inn firðina". Þessi tru á aðstoð hvala við sfid- veiðar var öllum sfldveiðimönnum heilög sannindi. Úr þeirra hópi komu margir helstu andstæðingar hválveiðanna. Þeir töldu ófærfc að fórria meiri hagsmunum fyrir mínni með því að halda hyalveiðum áfram. Norðmenn höfðu gengið nærri hvalastofnunum við landið með útgerð allt að 30 skipa um langt árabil. Þeim vár því farið að fekka hvölunum sem áttu að reka silfur hafsins í nætur síldveiði- manna. Friðunarmaðurinn Guðmundur Eggertz vár þingmaður Suður- Múlasýslu þar sem bæðí hvalveiðar og síldveiðar stóðu með mestum blóma. Hann taldi aðþað þjónaði best hagsmunum síns héimahéraðs að banna hvalveiðamar. Hvalveiðíbannið gekk í gildi án teljandi andstöðu. Hvalveiðar Norðmanna við ísland voru þá þeg- ar komnar á fallanda fót og hval- fangararnir hvort eð var á. leið suður í höf á vit nýrra ævintýra. -GK „Við eigum að mæta yfirgangi Bandaríkja- manna með hörkuá< - segir Sigurbjörn Árnasoit hvalveiðiskipsfjóri „Þetta er auðvitað bölvaður yfir- gangur af þjóð sem á að teljast til bandamanna okkar. Það virðist vera fulleinhliða gagnið að þessu banda- lagi." Það er Sigurbjörn Árnason hval- veiðiskipstjóri sem sendir grannan- um í vestri kveðjuna. Hvalveiðimenn eru ekki vanir því að sitja heima í, stofu um háannatímann og láir þeim enginn þó vemdarinn eigi ekki up|fi á pallborðið hjá þeim þessa stundihá. „Ég tel sjálfsagt mál að láta féyha á samstarfið við Bandaríkjamenn og svara þessum yfirganf,'i með því að hóta þeim að herinn verði látinn fara. Staðan núna er hliðsfcæð þvi sem var í þorskastríðunumyið Breta.; Allir vita að lausn faánSt ekki é þeirri deilu fyrr en Kaniöhvarfarinn að óttast um herinn. ... Bandarikjamenn líkja Jandinu við ósökkvandi fugmöðurskip, svo óskemmtílegt sem J|ið öú er. En núna held ég að komínn sé tími til að láta þá leita sér að <>ðru skipi." Sigurbjörn er rólyndur ráaður en greinilega fastur fyrir. Hann e.r fús til að ræða umskípín, eiginleika þeirra og kosti. Hanri hefur verið skipstjóri og þar með skytta á Hval 6 og Hval 8. Síðast mr hmn með Hval 6 sem núna er búið að )e<í!?ja. Þessa vertíð, sem ef til vill verður sú síðasta, er hahn þvi stýrimaðúr é Hval 9. „Þetta eru góð sjtíp sem fara vel í sjó," segir skipstjórinn fyrir framan myndir af þeim. Sjðmenn Mta skjpin sín öðrum augun|;:eníándkrabbamtt. Þegar talið berst að stöðyun hval-. veiðanna verður ekki gengiðframhjá viðhorfi landsmanna tfl þeirra. „Síðan er það þe^i fcafBhúsamór- all sem er orðin svo ríkur hjá okkur. Hér er ákveðinn hópur manna and- vígur hvalveiðunum. Þetta er fólk sem veit ekki hváðátt peningaráir, sem við lifmn á, koinai Þetta er fólk sem aldrei hefur unnið neina vinnu og er einhvers staðar uppi í skýjun' um. Hvalir em auðlind eins og hver önnur. Auðvitað þarf 8ið» pýta haria skynsamlega en ég hef ekki séð nein skynsamleg rök gegn hvalveiðum. Málið er að landsmenn eí|í alltaf að færast fjær frumatvinnuvegunum. Við höfum bara ekki eíhi á að gleyma þeim. Við lifum á því sem kMur úr sjónum." - Hefur þú orðið var við að þessi hópur sé tengdur einum stjórnmála- fiokki öðrum fremur? „Það þarf ekki að fara í neinar grafgötur með það að kaffihúsaklík- an er tengd Alþýðuhandálagmu. Það ber miklu mínna á þessu í öðrum flokkum," '- En Vað með frammistöðú Hall- dórg Asgrímssonar. Ertu sáttur við hanshlut? „Já, en ég er saint ekki bjartsýnn. á að niðurstaða malsinsverði á ersd- anum ökkur í hag. Það er augljóst að staðan í þessu máli er mjög. erfið. Ég-get ekki neitað þvi að sfcððv.un veiðanná svona fyrirvaralaúst, eins og gerðist núna, gerir mann svart- sýnan." ' -r Það hafa oft komið fram efasemd- ir um réttmæti vísihdayeiðanna. Er. raunvemlega þörf á að ve'iða hvali í þessum mæíi til að ránnsaka hvala- stofninn? „Já, hvalimir yerðaekkirannsak- aðir til neinaar hlífcar án þess að veiða þa. Sem dæmi má nefna að eina leíðín fcil að komást að hvað kven- hvalur hefur átt margá unga er að veiða hann. Það sést ekki á loft- myndum eins og allirhljotaað skilja. Vítneskja um þetta atríðí gefur affcur á móti vfebendingar um viðkomu. stpfnsins,; kynþroska og almennt ásigknrnulag. Það má heldur ekki gleymast að ef á að reka hvalhátana til.að ranns- aka hvalina verður eitthvað að veiðasfcfcil að hafa uppí kostnað. Þáð leggur enginn allt þetfca fé í rann- sóknir á hvoium án þess að fá eihhverjar fcekjur á móti." Sigurbjörn fór fyrst á hvalvertíð árið 1955. Það yor iauk hann námi i Stýrimannaskóianum Kennari hans þar var JLhgðlfur Þórðarsoftsem á sumrum var skjpstjórj á eínum hvalbátanna. SJgurhjomiréð sig tii hans sem háseti Þetta var á þéim árum sem hvalyeíðimenn minnast sem blómatíma hvalveiðanna, „Ég var búinn með skólann og vantaðí skipsrúm. Það mátti búast viðgéðum.tekjum í hvalnum. Þannig byrjaði þetta hjájáer," segir Sigur- björh. Ævintýraíjóminn, sem gjam- 'ijöí' hefur fylgt hvalveiðunum, spillti auðvitað ekki fyrir en „þetta er sjó- mennska eins og hver önnur. Það er ekki fyrr en menn em komnir í hæfi- lega flarlægð sem farið er að líta þessa vinnu einhverjum öðrum aug- um." Samt er það svo að hvalveiðisögur eru með bestu veiðisögum. Sigur- bjöm kann þær margar og þegar eftir er gengið fáum við eina frá fyrstu vertið hans með Ingólfi Þórðarsyni „Þannig var að við lentum í elfcing- arleik við stóran og mikinn búrhval. Búrhvalir eru yfirleitt erfiðastir við- fangs. Þessi kom örakamma stund upp á yfirborðið til að anda og kaf- aðisíðan hvað eftar annað, alltaf i nákvæmlega 43 mínútur. Á þeim tíma synti hann 3 mtlur en vandinn var að átta sig á í hvaða átt hann fór. Því gerist það nokkrum sinnum að við vorum ekki í skotfæri þegar hann kom upp. Á endanum þóttist Ingólfur viss um stefnuna sem hval- urinn tók. Þá var siglt í 3 milur i þá átt og beðið þar til mínúturnar 43 vom liðnar. Þetta stóðst, hvalurinn kom upp rétt við skipið og við náðum honum." Aðrir hvalir hafa þó reynst erfiðari viðfangs. Sigurbjörn man eftir búr- hval sem hélt sig jafhan grunnt undan iandi og lét hvalveiðimenn ekki leika á sig. „Við reyndum oft að ná honum á leiðinni á miðin en hann slapp alltaf. Á endanum vorum við hættir að eyða miklum tima í hann og ég veit ekki til að hann hafi nokkum tíma náðst. Þannig gengur þetta við hvalveið- amar. Þrátt fyrir alla tækni nútím- ans á hvalurinn alltaf undankomu- leið. Það er ólfkt því sem nú gildir um aðrar veiðar. Hvalveiðar eru allt- af eltingarleikur. Mannlegt eðh birtist að sjálfsögðu í þeim leik." - En ef hvaiveiðar leggjast nú af. Að hverju hverfa þeir sem eytt hafa mestallri starfsævinni við þennan veiðiskap? „Nú eitthvað verða menn að gera. Ekki lifum við á loftinu frekar en aðrir. Sjálfur er ég um sextugt. Sjálf- sagt er ekki auðhlaupið fyrir menn á mínum aldri í aðrá vinnu. Eg var á togumm fyrir daga skuttogaranna en nú mörg ár hef ég verið allt árið hjé Hval h/f eins og margir þeirra sem lengst hafa verið hjá fyrirtæk- inu. Við verðum sjálfsagt að fara á stúfana i atvinnuleit ef það á að lúffa núna," sagði Sigurbjöm Ámason. -GK „Við hðfum ekki efni á þessum kaffihúsamóral," segir hvalveiðiskipstjórinn Sigurbjörn Arnason. DV-myndir Óskar örn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.