Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1986, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1986, Qupperneq 15
LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986. 15 Kleif Malloiy Everest á undan Hillary? Ein af óleystum gátum fjallgöngu- sögunnar er hvort Bretunum George Malloiy og Andrew Irvine lánaðist að klífa tind Everest árið 1924 áður en þeir létu lífið á §allinu. Bandaríski auðjöfurinn Thomas Holzel er sannfærður um að þeir Mall- ory og Irvine hafi verið fjTstir á hæsta fjall jarðar. Hann hefur sett saman leiðangur sem leggur á Everest nú eftir helgina í leit að líkum Bretanna og umfram allt myndavélinni þeirra. „Ef við finnum líkin þá tel ég vist að myndavélin finnist líka. Það er ólíklegt að þeir hafi skilið hana við siger haft eftir Holzel. „Ef mynda- vélin finnst er fullvíst að það sést á filmunum hvort þeir hafa tekið mynd af toppnum. Filmumar hafa legið í frosti þessa áratugi sem liðnir eru síð- an Mallory og Irvine fórust." Fjallgöngukappinn Georg Mallory varð á sínum tíma frægur fyrir svar sitt við spumingunni til hvers hann ætlaði að klífa Everest. „Af því að það er þama,“ svaraði hann fyrir sig og alla fjallgöngumenn á öllum tímum. Meðal fjallgöngumanna hefur Mall- ory löngu verið settur á bekk með Sir Edmund Hillary, sem með vissu kom fyrstur á tind Everest ásamt Tensing Norgay árið 1953 eftir að hafa fundið betri leið en Mallory. Malloiy var 37 ára þegar hann fórst. Hann var skólakennari að atvinnu en var þekktari í heimalandi sínu fyrir afrek í heimsstyrjöldinni fyrri. Arum saman vann hann að því hörðum höndum að gera út leiðangur á tind Everest. Sumarið 1924 lagði hann til atlögu við tindinn. Leiðangursstjóri í ferðinni var landi hans, Edvard Nor- ton, en Mallory gekk honum næst að völdum. Það var hins vegar hlutverk Mallorys að fara á tindinn. „Malloiy var lífið og sálin í þessum hópi,“ sagði leiðangursstjórinn, Norton, síðar. „Ég held að hann hafi alltaf litið þetta verkefni öðrum augum en við félagar hans. Allt líf hans snerist um þessa ferð.“ Leiðangursmenn vörðu nokkrum mánuðum vorið 1924 til að koma upp búðum aðeins um 700 metra frá tindin- um. Þaðan lögðu þeir Malloiy og Irvine upp þann 6. júni í seinasta áfangann á toppinn. f för með þeim áleiðis upp var aðstoðarmaður sem sá þá seinast 244 metra frá tindinum. Þar hurfú þeir sjónum í hríðarmuggu og veit enginn hvað gerðist síðan. Holzel, sem nú leitar að lausn á gát> unni, telur að eftir að svo stutt var á toppinn hefði ekkert átt að hindra för Mallorys á toppinn. Hann var þraut- reyndur fjallgöngumaður og ákveðinn í að komast alla leið. Þeir sem síðar hafa lagt til atlögu við Everest hafa flestir farið aðra leið en þeir Mallory og Irvine. Þó er vitað að Kínverji reyndi að fara þessa sömu leið árið 1979. Hann halði samband við aðstoðarmenn sína í talstöð og r sagðist hafa gengið fram á lík af Eng- lendingi. Kínveijinn hlaut síðan sömu örlög og Malloiy og Irvine og lét lífið á fjallinu. Leiðangur Holzels á samkvæmt áætlun að hefja gönguna á sjálft fjall- ið um mánaðamótin ágúst/september. Gert er ráð fyrir að ferðin upp taki allt að þremur mánuðum. Ferð á tind Everest er og verður þrekvirki þrátt fyrir að útbúnaður til fjallgöngu hafi Sumir trúa því að nærri tindi Everest leynist sönnun þess hver fór fyrstur á tindinn. batnað stórum síðan fyrst var reynt við tindinn. Að því er best er vitað hafa 175 menn komist alla leið en 75 menn hafa látið lífið á þessari erfiðu leið. „Ég er orðinn 45 ára,“ segir Holzel, „og þarf því ekki að gera ráð fyrir að komast alla leið. Ég fer eins langt og ég get.“ Hann er þó viss um að kom- ast þangað upp sem líkið af Mallory eða Irvine sást um árið. „Ef það er jafhhátt uppi og við höldum þá held ég að flestir muni trúa því að Malloiy hafi komist á tindinn," segir Holzel. Og jafnvel þótt ekkert finnist þá er Holzel þeirrar skoðunar að ferðin hafa engu að síður ekki*verið erindisleysa. „Það er leitin sem skiptir máli,“ segir Holzel. „Ég fer ekki í þennan leiðang- ur vegna þess að fjallið er þama eins og Mallory orðaði það. Það er löngun- un til að afhjúpa leyndardóm sem rekur mig áfiam.“ Reuter/-GK Verð kr. 32.750 (stgr.) Góðir afborgunarskilmálar. Borgartúni 20 Heilsugæslustöðin Fossvogi Breytt símanúmer Frá og með mánudeginum 11. ágúst verður síma- númer stöðvarinnar 696780 Reykjavík, 7. ágúst 1986. Borgarspítalinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.