Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1986, Blaðsíða 16
16
LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986.
Rokkspildan
„Súpersveitin" Dúndur byrjaði á aö endurvekja fimmtudagskvöidin i Borgartúni.
DV-mynd Kristján Ari
Alltaf á fimmtudögum
Tónlistarkvöldin í ákveðnu húsi
við Borgartún hafa nú verið endur-
vakin. Nú er þar til húsa skemmti-
staðurinn Evrópa og hefur meðal
annars á skemmtanaskrá sinni lif-
andi tónlist. Tilvalið þótti að nota
fimmtudagskvöldin til að fá hljóm-
sveitir til að spila enda voru þau
kvöld afar vel sótt hér í eina tíð.
Á fimmutdagskvöldið tók hljóm-
sveitin Dúndur upp þráðinn þar
sem honum var sleppt á sínum tíma
og var Bjarni Tryggva þeim til full-
tingis. Bjarni bauð jafnframt
Bubba Morthens að stíga rétt sem
snöggvast á svið, sem hann og
gerði.
Dúndrið tók síðan við. Sveitin hef-
ur innan' sinna vébanda marga
reyndustu tónlistarmenn landsins
og var uppákoman í fyrrakvöld
fyrstu spor meðlima í þessu sam-
starfi. A efhisskránni voru innlend
og erlend lög og var tónlistin leikin
af miklum krafti. Nafn sveitarinnar
er sannarlega réttnefni. Skothelt
dansband.
Stefnuskráin
Á stefnuskránni er að allar
þekktustu sveitir landsins spili í
Evrópu á næstkomandi vikum og
mánuðum, svo sem Bítlavinafélag-
ið, MX 21, Skriðjöklar, Rikshaw
og Greifarnir. Jafnframt verður
ungum sveitum gefinn kostur á að
koma fram. Er áhugasömum tón-
listarmönnum bent á að hafa
samband við Pétur Kristjánsson
sem sér um að skipuleggja þessar
uppákomur.
-ÞJV
MX 21 leikur á afmælishátíðinni. Myndin er tekin á nokkurra daga afmæli sveitarinnar.
DV-mynd PK
Átta sveitir
á afmælishátíö
Nú hafa verið valdar þær hljóm-
sveitir sem eiga að leika á afmælis-
hátíð Reykjavíkurborgar 19. ágúst.
Auglýst var eftir umsóknum hljóm-
sveita og sérstök dómnefnd hefur
valið átta sveitir úr þeim hópi.
Hátíðin hefst klukkan sjö og er
áætlað að hún standi fram til
klukkan eitt. Meðal þeirra sveita
sem ríða á vaðið í upphafi eru Byl-
ur, Rauðir fletir, Tic Tac og
Vunderfoolz. Þá taka Greifarnir
út hluta verðlauna sinna á Músíkt-
ilraunum, hver voru að fá að leika
á umræddri hátíð. Seinast á dag-
skrá kvöldsins verða svo MX 21 og
Stuðmenn. Nýja bandið hans
Bubba kom einmitt fram í fyrsta
skipti á Gauknum um síðustu helgi
og Stuðmenn léku, eíns og flestum
er kunnugt, fyrir dansi á Gulleyj-
unni. Þessar tvær sveitir verða
hápunktur kvöldsins.
Þarfaþingið
Að sjálfsögðu verður hið um-
deilda hljóðkerfi borgarinnar
notað við þetta sérstaka tilefni,
jafnt sem á öðrum uppákomum á
afmælinu. Sannarlega þarfaþing.
Þá hefur heyrst að sjónvarpið
hyggist senda beint út frá tónleik-
unum frá klukkan níu um kvöldið.
Af hverju á borgin ekki oftar stór-
afmæli?
-ÞJV
SMM
Guð sá
til þín,
vonda barn
Heldur hljótt var um hljómsveitakeppnina að Laugum um versl-
unarmannahelgina. Sex sveitir tóku þátt í keppninni og bar ein
þeirra sigur úr býtum, eins og vera ber. Það var sveitin Guð sá
til þín, vonda barn, frá Vopnafirðí. „Við erúm mjög ánægðir með
sigurinn en ekki eins ánægðir með nafnið, það er frekar óþjélt,"
viðurkenndi Svanur Kristbergsson, söngvari og bassaleikari, í
samtali við DV. „Það gefur heldur ekki góða mynd af okkur sem
tónlistarmönnum. Við spilum ekkert Jesúpopp. Kunningi okkar
stakk bara upp á þessu. Fyrsta barnabókin, sem gefin var út á
Isiandi, hét víst þessu nafni"
Aðrar sveitir i keppninni á Laugum hétu reyndar ekki síðri
nöfnum: Marcos, Hross í haga, Merarnar, Grandmaster gámur og
Kyndararnir. Röð þeirra í keppninni var samkvæmt þessari uppt-
almngu. Röð sveita í keppninni skipti hins vegar ekki máli þegar
allt kom til alls. Engin verðlaun voru greidd vegna bágs fjárhags
hátíðarmnar - alveg með eindæmum.
Undir öðru nafni
Guð sá til þín, vonda barn (skammstafað GSTÞVB, boriðTram
gstþvb), samanstendur af Svani Kristbergssyni, Magnúsi Olfari
Kristjánssyni, Viðari Siguriónssyni og Sigurjóni Ingibjörnssyni.
Svanur og Magnús voru áður í hljómsveitinni Coma sem meðal
annars tók þátt f tveim hljómsveitakeppnum í Atlavík. Viðar og
Sigurjón hafa einnig komið við sögu í þeirri keppni.
„Tóniistin hefur lést mikið miðað við það sem við Magnús vorúm
að gera með Coma," sagði Svanur. „Textarnir eru nú á íslensku
og iögin meira gripandi. Við erum nú komnir með átta laga pró-
gramm og stefnum að því að halda tónleika á Vopnafirði í lok
ágúst. Síðan höfum við sett stefhuna á næstu Músíktilraunir. Við
erum ákveðnir í að láta heyra í okkur aftur, þó líklega verði það
undir öðru nafni."
-ÞJV
hættír"
„Við viljum fyrir alla muni leiðrétta þann misskilning að Rödd-
in hafi lagt upp laupana. Við erum alls ekki hættir. Þrátt fyrir
brottför Davíðs songvara höldum við þrír, sem eftir erum, áfram
samstarfi. Við erum ákveðnir í því," sagði Einar Ármannsson,
trommuleikari Raddarinnar, í samtaíi við DV.
Eins og skýrt hefur verið frá sagði Davíð Traustason söngvari
skilið við sveitina fyrir skemmstu. Hann hefur nú stofnað nýtt
band, Rauða fleti, ásamt tveim meðlimum úr Lalla og ljósastaura-
genginu. Hinir þrír hyggjast halda ótrauðir áfram samstarfi og
leita nú logandi Ijósi að nýjum raddara. Röddin heyrir sem sagt
ekki sögunni til.
„Tónlist Raddarinnar á eftir að breytast," sagði Einar. „Við þrír,
sem eftir erum, viljum nú fást við þyngri og harðari tónlist. En
þetta skýrist allt saman é næstunni. Við látum heyra frá okkur
inrtan tíðar."
-ÞJV
Ameríski
draumurinn
Slík er yfirskrift tónleika í Roxzy á firamtudagskvöldið. Pram
koma Svart/hvítur draumur, Professor X og amerísk sveit, Gold
Box.
Þetta-yerða að öllum líkináum seinustu tónleikar SH draums
hér í bili. Sveitin heldur senn í vetrarfri en ekkí er loku fyrir það
skotið að áður verði haldið í hljóðver. Professor X er ný sveit sem
öskar Þórisson, áður í Taugadeildinni, og Pétur Hallgrímsson, sem
var í Cosa Nostra, standa að ásamt fleirum. Gold Box skipa hins
vegar amerísk hjón sem leika bæði á gítar og hafa segulband sér
til fulltíngis.
Tónleikarnir hefjast klukkan tíu. Aðeins er krafist rúllugjalds
við innganginn. Ódýrir draumar en athyglisveröir draumar atarna.
-þjv
Umsjón:
Þorsteinn Vilhjálmsson