Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1986, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1986, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986. 17 Fomariomb græðginnar Barbara Walters hefur það hlutverk hjá ABC sjónvarpsstöðinni banda- risku að leita uppi og ganga í skrokk á stórmennum um víða veröld. Hún tók fyrstu sjónvarpsviðtölin við An- war Sadat eftir að hann varð forseti Egyptalands og hún hefur tekið Ara- fat, Hussein og Castro á beinið. í sumar mátti hún glíma við að fá viðtal við Duvalier hjónin frá Haiti eftir að þau hröktust frá kjötkötlun- um í heimalandi sínu í útlegð til Frakklands. Á þeim tíma voru for- setahjónin eyðslusömu mjög milli tannanna á fólki. Arftakarnir á valdastóli á Haiti fluttu umheimin- um næsta ótrúlegar sögur um meðferð þeirra á fjármunum ríkisins. Birt voru gögn sem sönnuðu fiutning þeirra á fjármunum úr opinberum sjóðum á einkareikninga í svissnesk- um og bandarískum bönkum. Kaupæði frúarinnar virtust engin takmörk sett og nægði eitt sér til að kveikja neista byltingarinnar á Ha- iti. Þrátt fyrir þetta voru Duvalier- hjónin mjög fráhverf því að bera hönd fyrir höfuð sér. Andstætt því sem yfirleitt gildir um valdhafa og fyrrverandi valdhafa þá virtust þau ekki koma auga á þann möguleika að skýra mál sitt í sjónvarpinu fyrr en seint og um síðir þegar lögfræð- ingur þeirra hafði tekið málið í sínar hendur. Á endanum bauðst forsetafrúin fyrrverandi til að mæta í viðtal og að hafa bóndann með. Þegar hneykslunaröldurnar vegna kaup- gleði frúarinnar risu hvað hæst duldist fáum að það var frúin sem réð ferðinni meðan þau hjón voru að spila rassinn úr buxunum í heima- landinu. Nærvera forsetans átti að sýna að hann hefði ekki verið vilja- laust verkfæri í höndum frúarinnar. Þetta skapaði þó þann vanda að ráða þurfti túlk til að koma máli hans til skila því forsetinn var mjög fákunnandi í ensku. Þegar viðtalið var sýnt kom í ljós að það var forset- anum mjög í vil. Rödd túlksins bætti það upp sem á vantaði til að gera Duvalier að einkar geðþekkum manni. Fyrir viðtalið taldi Barbara Walt- ers ráðlegast að myndatökumennirn- ir reiknuðu með að geta tekið allt viðtalið upp án þess að stoppa hvað sem á gengi. Walters reiknaði með að hjónin gripu til þess ráðs að svara öllum spurningum á sama veg og stjórn- málamenn gera oft þegar nærri þeim er gengið. Það eru þá sem svör eins og „því miður er málið á of við- kvæmu stigi" birtast. Þótt Walters hefði farið í saumana á öllum ásök- unum sem þau hjón höfðu verið borin reyndu þau ekkert til að sleppa auð- veldlega frá spumingunum. Svo virtist sem þau vissu ekki til að þau hefðu gert nokkuð af sér. Frúin svaraði ásökunum um spill- ingu og sóun með því að visa til að þetta hefði verði venja í landinu. „Ég bjó þetta kerfi ekki til. Þetta hefur alltaf verið svona á Haiti." Og lengra varð ekki komist. Eftir að viðtalinu var lokið varð Walters ekki annarrs vör en að Duv- alierhjónin hefðu talið sig færa fram gild rök sem réttlættu gerðir þeirra. Þau virtust ekkert tillit taka til þess að viðhorf almennings til þeirra væri mjög neikvætt og að þetta viðtal gæti ekki orðið til annars en að auka á andúðina. Græðgi og siðleysi voru orðin sem til þessa höfðu verið notuð til að lýsa valdaferli Duvalierhjón- anna og nú mættu þau í viðtal til að staðfesta að sá dómur var réttur. Eftir á sagðist Walters ekki vera laus við samviskubit vegna útkom- unnar. Duvalierhjónin hefðu aug- ljóslega enga reynslu í að nota möguleika sjónvarpsins til að lappa upp á ímyndina í augum almennings. Þau væru í röð seinustu valhafa sem ekki kynnu að nota sér sjónvarpið. Snarað úr NY Times. Michelle Duvalier og Barbara Walters á heimili forsetahjónanna frá Haiti í Frakklandi. ii T------¦ i - -^i n\m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.