Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1986, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1986, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986. „Alveg ömurlegir fimmaurabrand- arar," sagði einn táningurinn. „Æðislega skemmtilegir þættir," sagði annar þegar helgarblaðið spurði hóp af krökkum hvernig þeim fyndust Poppkornsþættirnir sem sjónvarpið sýnir á mánudagskvóld- um. Þættir þessir hafa verið nokkuð umdeildir. Annaðhvort fi nnst fólki þeir fyrir neðan allar hellur eða óskaplega fyndnir. Sj álfír segjast umsjónarmennirnir, þeir Gísli Snær Erlingsson og Ævar Orn Jósepsson, halda að meirihluti áhorfendanna sé nokkuð sáttur við þættina. Helgarblaðið fylgdist með upptök- um á einum Poppkornsþætti og ræddi við Gísla og Ævar um Popp- korn, fimmaurabrandara og þá sjálfa. Fimmaurabrandarar I dagskrárkynningum sjónvarpsins segir um Poppkorn að þetta sé tón- listarþáttur fyrir táninga og að hlutverk þeirra félaga sé að kynna músíkmyndbönd. Sannleikurinn er hins vegar sá að sjaldnast kynna þeir nokkurn skapaðan hlut heldur skjóta inn á milli laga stuttum leikn- Hm, hvernig eigum við eiginlega að hafa þetta? Gisli og Ævar ráðfæra sig við Jón Egil, stjórnanda þáttanna. Hvemig í óskópunum kemur þessi vitleysa eiginlega út á mynd? „Og hvenær getur þú svo byrjað?" Ævar örn ræður krossgátu. Spartlað yfir stærstu gallana. Guðrún sminkari tekur Ævar í meðferð. um bröndurum. Og það er einkum þessi hluti Poppkornsþáttanna sem menn hafa ekki verið á eitt sáttir um þó vissulega hafa verið rifist um lagavalið í þáttunum líka. „Auðvitað er ekki alveg að marka það sem við heyrum," sagði Ævar örn, „en ég held að meirihluti þeirra sem á annað borð horfa á þessa þætti sé nokkuð sáttur við það sem við erum að gera. Menn verða líka að gera sér grein fyrir því að sjónvarpið er fiárvana stofhun og það er um að gera að hafa brandarana eins ódýra og hægt er. Útkoman er, og nú glott- ir Ævar rosalega, fimmaurabrandar- ar." Bætir síðan við: „Auðvitað má vinna þessa þætti öðruvísi en við ákváðum að gera þetta svona, með sprelli á milli laga, fremur en að leggja einhverja ofuráherslu á kynn- ingu á lógunum sjálfum. Annars kynnum við stundum. Við ætlum til dæmis að kynna eitt lag í þessum þætti af því þar er á ferðinni alveg óþekktur flytjandi. Ef við erum með eitthvertspennandi efni í hönd- ununi þá tökum við okkur til og kynnum það." Detta í það á þriðjudögum En hvaðan fá þeir hugmyndirnar? „ Við dettum reglulega í það á þriðjudögum og þá leggst venjulega eitthvað til," segir Ævar grafalvar- legur. „Nei, annars í alvóru. Hugmyndirnar bara koma. Stundum er það eitthvað í fréttunum sem er kveikjan en oftast er þetta eitthvað alveg út í loftið, eitthvað út í hött." Gísli Snær kinkar kolli. „Það virðist ganga best í fólk, eitthvað nógu geð- veikislegt." Hugmyndir sínar ræða þeir félagar síðan við Jón Egil Bergþórsson, stjórnanda þáttanna, sem segir til um hvort þær séu framkvæmanlegar eður ei. Leggi Jón Egill blessun sína yfir málið er bara að taka upp. En kemur það fyrir að Jóni Agli finnist einum of langt gengið í vit- leysunni og segi nei? Þeirfélagar litu hlæjandi hvor á annan. „Það ermjög sjaldgæft. Ann- ars er best að spyrja Jón um það. Við kjósum helst að gleyma öllu slíku." Jón Egill kannast ekki við neina ritskoðun af sinni hálfu enda sannfærðist blaðamaður fljótlega um það að Jón Egill væri engu minni sprellari en þeir vinirnir, Ævar og Gísli og ekki ólíklegt að hann eigi einhvern þátt í „djókinu" sjálfur þó hann þræti fyrir það. Rjómatertuatriðið skemmti- legast Upptökur fara yfirleitt fram á föstudögum. Þó ekki séu Poppkorns- þættirnir langir í sýningu þarf hreint ótrúlegan mannskap í kringum upp- tökur: sviðsstjóra, sviðsmenn, kvikmyndatökumenn, hljóðmenn, sminkara og fleiri, allt í allt fimmtán manns. Þegar helgarblaðið kom við í stúd- íói sjónvarpsins var þó óvenjulega fámennt. „Hér er oft ofsastemmn- ing," segir Gísli Snær. „Núna eru svo margir í sumarfríi og ekki eins mikið fjör í mannskapnum." Ekki verður þó betur séð en þeir félagar skemmti sér ágætlega og þeir reyta af sér brandarana allan tímann meðan ver- ið er að vinna við þættina. „ Já, auðvitað finnst okkur þetta gaman. Þetta er virkilega skemmti- legt starf. Annars værum við ekki í þessu," segir Gísli Snær með áherslu. Tækniliðinu virðist ekki leiðast heldur þó ekki komi til þess að stöðva þurfi upptökur vegna hlátur- krampa í þeirra hópi. „Mér fannst skemmtilegast þegar við vorum að taka upp atriðið með rjómatertu- kastinu. Það var alveg æðislegt," segir ein kvikmyndatökukonan og hlær við tilhugsunina. Það hnussar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.