Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1986, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1986, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986. 23 Hin hliðin •Ásgeir Eliasson langar mest til að hitta Bob Paisley, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Liverpool. „Gummi Torfa er uppáhalds- söngvarinn minn“ - segir Ásgeir Bíasson, þjálfari Fram í knattspymu Ásgeir Elíasson verður að teljast til merkari íþrótta- manna þessa lands. Um langt árabil hefur hann ver- ið í eldlínunni, eins og sagt er, en nú hefur hann loks lagt knattspyrnuskóna á hilluna. Hann hefur gert það gott í sumar sem aðalþjálfari Fram í 1. deildinni í knatt- spyrnu og sem stendur er lið hans í efsta sæti deildarinn- ar og hefur reyndar verið það um nokkurt skeið. Þeg- ar við fórum þess á leit við Ásgeir að hann svaraði eft- irfarandi spumingum brást hann vel við og svörin fara hér á eftir: Fullt naíri: Ásgeir Elíasson. Aldun 36 ára. Maki: Soffia Guðmundsdóttir. Laun: Þokkaleg. Bifireið: Suzuki Fox jeppi. Helsti veikleiki: Verð að teljast heldur latur á sumum sviðum. Helsti kostur. Rólyndi. Hvað myndir þú gera ef þú ynnir tvær milljónir i happdrætti? Vænt- anlega borga skuldir til að byrja með og reyna að byggja bílskúr yfir bílinn. Langar þig til að verða ósýnilegur í einn dag? Nei, það held ég ekki. Mestu vonbrigði í lífinu: Að Fram skyldi ekki hafa orðið íslandsmeist- ari í íyrra. Mesta gleði í lífinu: Til dæmis þeg- ar krakkamir fæddust. Mestu mistök sem þú hefur gert í lífinu: Maður hefur gert þau mörg, get ekki nefht einhver ein mistök. UppáhakLsmatUr: Hangikjöt með baunum, öriitlu rauðkáli, örlítið sætu uppstúfi og kartöflum og ekki er verra að hafa smálaufabrauð með. Uppáhaldsdrykkur: Drekk einna mest af kaffi og Egilsbjór. Uppáhaldslag: Eitthvert Bítlalag, enda flest góð. Uppáhaldshljómsveit: Bítlamir. Uppáhaldssöngvari: Guðmundur Torfason. Umsjón Stefán Kristjánsson Uppáhaldsstjómmálamaður: Guð- mundur J. Guðmundsson. Uppáhaldsíþróttamaður: Pele. Uppáhaldssjónvarpsmaður ómar Ragnarsson. Uppáhaldsblað: DV. Uppáhaldstimarit: fþróttablaðið. Uppáhaldsrithöfundur, íslenskur: Jónas Ámason. Ef þú yrðir bóndi á morgun, með hvaða skepnur vildir þú helst búa og af hverju? Helst vera með hesta og geta lifað af því. Mér finnst þeir skemmtilegastir. Við hvaða skepnur ert þú mest hneddur? Ekki hneddur við neitt af þessu. Ég var í sveit í mörg ár. Ætlar þú að kjósa sama flokk í komandi alþingiskosningum og þú kaust síðast? Geri ekki ráð fyrir því. Hlynntur eða andvígur núverandi ríkisstjóm: Frekar á móti henni eins og er. Hlynntur eða andvígur núverandi meirihluta í Mosfellssveit: Hvorki með eða á móti. Hvaða verk ert þú ánægðastur með af verkum þínum í sumar? Ánægð- astur með að hafa hreinsað kartöfl- ur frá í fyrra, sem voru orðnar frumskógur af spírum, úr kjallaran- um hjá mér. Eitthvað séretakt sem þú stefnir að næsta vetur. Stefhi að því að byggja bílskúr og klára hann í vetur. Ef þú yrðir að syngja eitt lag á Amarhóli að viðstöddu fjölmenni, hvaða lag myndir þú velja þér? Lík- lega ólaf liljurós. Myndir þú telja þig góðan eigin- mann? Þokkalegan. Vaskar þú upp fyrir eiginkonuna? Já, það geri ég oft. Besta bók sem þú hefur lesið: Bók Guðmundar Daníelssonar um heimsmeistaraeinvígið í skák 1972. Fallegasti kvenmaður seni þú hefur séð: Konan. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Bob Paisley, fyrrverandi stjóra hjá Liverpool. Hvað gerðir þú í sumarfríinu: Ég fór í Landmannalaugar og að Klaustri. f lokin œtla ég að biðja þig um að semja eina stöku: Illa Stefán að mér sótti, átti að skrifa í blaðið grein. Var það sem að verst mér þótti að vera skyldi staka ein. -SK SJÚKRAHÚSIÐ HÚSAVÍK Starf hjúkrunarforstjóra við sjúkrahúsið í Húsavík er laust til umsóknar. Upplýsingar gefur framkvæmda- stjóri í síma 96-41333. KENNARAR Kennara vantar við Grenivíkurskóla. Almenn kennsla í 1.-9. bekk. Frítt húsnæði í boði í góðri íbúð. Upplýsing- ar gefur Björn Ingólfsson skólastjóri í síma 96-33131 á kvöldin. ATVINNA Lausar stöður á Dalvík: Eftirtaldar stöður hjá Dalvíkurbæ eru lausar til um- sóknar: Bæjarritari I starfinu felst dagleg stjórnun bæjarskrifstofu, umsjón með fjárreiðum bæjarsjóðs og rekstri. Góð bókhalds- þekking auk þekkingar á sviði tölvunotkunar nauðsyn- leg. Launakjör skv. launakjörum Starfsmannafélags Dalvíkurbæjar. Aðalbókari í starfinu felst umsjón með bókhaldi bæjarsjóðs og bæjarfyrirtækja auk færslu bókhalds. Launakjör skv. launakjörum Starfsmannafélags Dalvíkurbæjar. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf sendist til bæjarstjórans á Dalvík fyrir 12. ágúst. Allar frekari upplýsingar gefa bæjarritari og bæjarstjóri. Dalvíkurbær, Ráðhúsinu, 620 Dalvík. Cirkus Arena sýnir í Reykjavík Vestan við hús T.B.R. og Glæsibæjar, Laugardaginn 9. ágúst kl. 16.00 oi Sunnudaginn 10. ágúst kl. 16.00 oi Mánudaginn 11. ágúst kl. 20.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.