Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1986, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1986, Side 31
LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986. 31 Það er ekki á hverjum degi sem fólki gefst tækifæri til að gista i þrjár nætur á góðu hóteli fyrir litinn pening, segir efnislega í auglýsingu frá Hótel Örk. r ,ífrS |r iii «19 Málfar auglýs- inga og fleira Hótel Örk i Hveragerði er að verða æði þjóðsagnalegt hús i eiginlegri merkingu þess orðs, bæði hvað varð- ar byggingarhraða og mannaráðn- ingar, enda ganga um það margar og misjafnar sögur sem magnast á ferðalagi sínu milli manna. Ekki ætla ég að fjalla um sögur þessar heldur um auglýsingu frá Örk. Auglýsing þessi hefur birst í dag- blöðum undanfarið. Auglýsingin er alls ekki vitlaust orðuð en afar klaufaleg. Hún er um það kostaboð hótelsins að þar megi gista þrjár nætur fyrir óvenjulega lágt verð. Eiginlega hót- elherbergi á kynningarverði. í auglýsingunni er þetta orðað svona: „Það er ekki á hverjum degi sem hægt verður að gista á Hótel Örk í þrjár nætur fyrir aðeins 4.800 krónur.“ Þetta kemur satt best að segja von- andi engum á óvart. Ég held að það sé aldrei unnt að gista þrjár nætur á einum og sama deginum. Mér finnst það vera deginum ljósara. Og það jafnvel þótt íslenskar sumamæt- ur séu stuttar og indælar og eitt af því fáa sem gerir landið byggilegt. Síðar í sömu auglýsingu segir: „Innifalið í verðinu er gisting fyrir einn ásamt morgunverði (continen- tal).“ Það kemur heldur varla nokkmm á óvart að innifalið í leigu á hótel- herbergi skuli vera gisting. Nema hvað? Á fólk ef til vill að greiða fyr- ir herbergið og tjalda svo úti á túni? Mér finnst svo eðlilegt að fólk fái að sofa í herbergi sem það leigir að ekki þurfi að vera að hafa orð á því í auglýsingu. Nú kann einhver að segja sem svo að ég sé að snúa út úr orðalagi aug- lýsingarinnar og það er að vissu leyti rétt. En það er orðalag hennar sem gerir mér það kleift. Það má skilja hana á tvo vegu. Hún er einstaklega klaufalega orðuð þannig að það má misskilja hana og leggja hana út á vondan veg. Nú er það svo að margræður texti getur verið hið mesta augnayndi og skemmtilegur. En þá þarf hann að vera smekklegur og vel úr garði gerður. Textinn, sem ég hef gert að umtals- efni hér, er á hinn bóginn afar klaufalega saminn. íslensk tunga Eiríkur Brynjólfsson Um Örkina sjálfa Nafn hótelsins fellur mér hins veg- ar vel í geð en það er náttúrlega mitt vandamál. Orðið örk er germanskt orð, líklega runnið undan rótun latneska orðsins arca sem þýðir kista. Orðið hefur þrjár merkingar í ís- lensku: kista, skipið hans Nóa gamla og pappírsblað af mismunandi stærð. Ef til vill er nafnið hugsað út frá Örkinni hans Nóa og það er svo sem vel við hæfi því eins og öllum er kunnugt þá rignir stundum á landinu eins og hellt sé úr fötu og slíkt hlýt- ur að hafa átt sér stað í syndaflóðinu forðum. Þá er einnig talað um að senda menn út af örkinni og ef marka má sögur þá hafa að minnsta kosti tveir menn verið sendir út af örkinni í Hveragerði. Nóg um það og ég óska síðan af heilu hjarta að gestir hótelsins sofi rótt og fái vel útilátið í mat og drykk, hvort heldur þeir gista eina, tvær eða þrjár nætur á dag. Orðalag auglýsinga Þessar bollaleggingar leiða hug- ann að auglýsingum almennt. Eðli og hlutverk þeirra er að hrífa athygli okkar og burt úr hvunndeg- inum og á vit drauma um að eyða peningum sem við eigum ekki í þarfa eða óþarfa hluti. Góð og vel gerð auglýsing er ein- mitt sú sem getur hrifsað til sín athygli okkar og talið okkur trú um að okkur sé bráð lífsnauðsyn að eignast tiltekinn hlut eða njóta um- ræddrar þjónustu. Til þess eru notaðar ýmsar aðferð- ir. Undarlegar og grípandi fyrirsagn- ir, oft tvíræðar, eiga að leiða okkur á vit textans. Tvennt er það í auglýsingamáli sem mig langar að nöldra ofurlítið yfir. Það fyrra er notkun hástafa í fyrir- sögn auglýsinga. Hér er dæmi úr dagblaði nýlega: Draumur Okkar Allra. Þama var verið að auglýsa nýjan bíl. Þessi hástafanotkun er sjálfsagt til komin af löngun auglýsandans til að ná athygli lesandans. Vel kann líka að vera að um ensk áhrif sé að ræða en þar má sem kunnugt er nota hástafi í nafnorðum í titlum. Þetta er hins vegar með öllu óleyfi- legt samkvæmt íslenskum reglum um stafsetningu. Þar fyrir utan er þetta að mínu mati ljótt. Annað atriði lýtur að skiptingu orða milli lína. Það er algengt að sjá slíkt í auglýsingum án þess að notað sé handstrik á eftir fyrri hluta orðs- ins. Hér er dæmi úr nýlegu dagblaði: Stein blóm er lista smíð Þetta ætti að vera svona: Stein- blóm er lista- smið Mér skilst að auglýsingagerðar- menn agnúist út í bandstrikin vegna þess að þau skemmi útlit textans, brjóti upp form hans. Einnig stafar þetta af aukinni tölvunotkun við textagerð. En hverjar svo sem ástæðurnar kunna að vera þá langar mig til að skora á auglýsendur og textagerðar- menn að hugsa sinn gang og nota hástafi í hófi og bandstrik þar sem það á við. Kennarar Kennara vantar að Reykholtsskóla í Biskups- tungum. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 99-6831. Verslanir athugið Getum bætt við okkur nokkrum viðskiptamönnum við útleysningar á vörum í sept.-des. þ.á. Þeir sem áhuga hafa vinsamlegast sendið blaðinu upplýsingar og óskir yðar fyrir 20. þ.m. merkt „Inn- flutningur 1 5". KENNARA VANTAR að Stóru-Vogaskóla, Vogum, Vatnsleysustrandar- hreppi. Meðal kennslugreina: eðlisfræði, líffræði og tungumálakennsla (enska, þýska). I sveitarfélaginu eru um 650 íbúar. Þaðan eru um 35 km til Reykjavík- ur. Nánari upplýsingar veita Hreiðar Guðmundsson, sími 92-6520, og María Jónsdóttir, sími 92-6505. SKRIFSTOFUSTARF Óskum að ráða skrifstofumann frá 1. september nk. Starfið er einkum vinna á tölvum við bókhald, rit- vinnslu og reikninga, en einnig almenn skrifstofustörf. Umsóknir sendist í pósthólf 5016 125 Reykjavík fyrir 14. ágúst. Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar Hátúni 12, Reykjavík. Orðsending til bænda Þeir bændur, sem hafa framleiðslu í mjólk og kindakjöti samanlagt undir 300 ærgildisafurðum á verðlagsárinu 1984/1985 og meirihluta tekna sinna af þeirri framleiðslu, geta sótt um viðbótarfullvirðisrétt í mjólk til Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins sbr. 3. tölulið 13. gr. reglugerðar nr. 339/1986 sem bændur hafa nýlega fengið senda. Umsóknar- eyðublöð fást á skrifstofum búnaðarsambandanna. Þeir bændur, sem telja sig eiga rétt skv. 14. gr. sömu reglu- gerðar, skulu sækja um aukinn rétt til viðkomandi búnaðarsambands. Umsóknarfrestur er til 1. september nk. Framleiðsluráð landbúnaðarins. Nám í flugumferðarstj órn Flugumferðarstjórn hyggst taka nokkra nemendur til náms í flugumferðarstj órn í byijun árs. Skilyrði fyrir inntöku í námi í flugumferðarstj órn er að umsækjandi hafi lokið stúdentsprófi, tali skýrt mál, riti greinilega hönd, hafi gott vald á íslenskri og enskri tungu og fullnægi tilskildum heilbrigð- iskröfum. Miðað er við að umsækjendur séu á aldrinum 21-30 ára. Námið fer að mestu leyti fram við erlendar mennta- stofnanir og að hluta sem starfsþjálfuná vinnustöð- um hérlendis. Þeir er áhuga hafa á slíku námi og starfa vilja við flugumferðarstj órn sæki umsóknargögn, útfylli umsóknareyðublað og skili ásamt staðfestu stúd- entsprófsskírteini og sakavottorði til Flugmála- stjórnar á Reykj avíkurflugvelli fyrir 25. ágúst nk. Umsóknargögn liggja frammi á afgreiðslu Flug- málastjórnar á 1. hæð í flugturninum á Reykjavík- urflugvelli. 16.7. 1986. Flugmálastjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.