Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1986, Blaðsíða 34
±r 34
LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986.
Að tefla við tómarúm
Skákmenn hvaðanæva að úr heim-
inum eru þessa dagana samankomn-
ir í London til þess að fylgjast með
heimsmeistaraeinvíginu í skák. Ein-
vígið vekur geysilega athygli og
hefur fengið mun meiri umfjöllun í
fjolmiðlum hér en skipuleggjendur
þess þorðu að vona. í upphafi hverr-
ar skákar safhast þyrping blaðaljós-
myndara og kvikmyndatökumanna
saman fyrir framan sviðið og yfir-
dómarinn Lothar Schmid, á í mestu
erfiðleikum með að reka stóðið brott
eftir þær þrjár mínútur sem leyfilegt
er að mynda. Hlutverk hans hér er
þó afar lítilfjórlegt miðað við ein-
vígið i Laugardalshöllinni 1972.
Skákmeistararnir hafa vitaskuld
kvartað yfir hávaða fyrstu mínút-
urnar en þar fyrir utan hefur allt
verið með ró og spekt. Nema hvað
Kasparov hafði orð á því að stóll
sinn væri of hár. Ur þvi var snarlega
bætt og stóllinn var styttur um tvo
sentímetra og skipti þá engu að hann
er hundrað og fimmtíu ára forngrip-
ur.
Stól! Karpovs er aftur á móti ann-
arrar gerðar og svipar reyndar til
Fischer-stólsins fræga, sem snúa
mátti í hringi og halla aftur að vild.
Hann var svartur en Karpov hefur
látið sér nægja h-stól. Taflborðið
sjálft er ósköp venjulegt að sjá og
skákklukkan er sömu gerðar og
Fischer og Spassky notuðust við
Prúðmannleg framkoma
Enginn efast um að tveir fremstu
skákmeistarar heims eigast við í
London en spennan er þó langtum
minni en i Laugardalshöllinni '72.
Þar náði sálfræðilegi skæruhernað-
urinn langt út fyrir, 64 reiti tafl-
borðsins og hver dagur bar í skauti
frá heimsmeistaraeinvíginu í London
sér ófyrirsjáanleg atvik - duttlungar
Fischers réðu þar mestu.
Karpov og Kasparov haga sér mun
betur. Þeim var prýðilega til vina
er þeir hófu fyrsta einvígi sitt fyrir
tveim árum en síðan hefur smám
saman slest upp á vinskapinn. Þó
eru þeir engir hatursmenn, eins og
t.d. Karpov og Kortsnoj. Og fram-
koma þeirra við taflborðið er ávallt
prúðmannleg og í sönnum íþrótta-
anda - ef undan eru skildar örfáar
illilegar augnagotur á báða bóga.
Skákirnar hér í London hafa einn-
ig verið mun varlegar tefldar heldur
en í einvígi Fischers og Spasskys.
Þá komu skákmeistararnir „sér-
fræðingum" hvað eftir annað á óvart
með leikjum sem enginn sá fyrir og
þeir hleyptu taflinu upp til skiptis. í
London er undiraldan þyngri en
sjórinn lygn á yfirborðinu. Svo gæti-
lega tefldu þeir að eftir fyrsta jafh-
teflið, er stórmeistarinn Kavalek var
spurður að því hvenær hann byggist
við fyrstu vinningsskákinni, svaraði
hann: „á næstu öld" og stökk ekki
bros.
Campo vill peninga
Verðlaun i einvíginu nema 1,8
milljónum svissneskra franka og
fær sigurvegarinn 5/8 af þeirri upp-
hæð en sá sem bíður lægri hlut fær
3/8. Meistararnir hafa báðir lýst
yfir því að þeir muni láta verðlaun-
afé sitt renna óskert í sjóð til
styrktar fórnarlömbum Tsjernó-
bíl-kjarnorkuslyssins. Sagt er að
Kasparov hafi riðið á vaðið og
þetta hafi ekki eingöngu verið gert
af góðvild heldur einnig og ekki
síður til þess að angra Karpov, sem
hefur alla tíð verið talinn sínkur á
fé. Auðvitað gat Karpov ekki verið
minni maður og þar með rann verð-
launaféð úr höndum hans. Aðrir
segja að þetta komi Karpov vel því
að eftir að hann missti heimsmeist-
aratitilinn hafi hann átt undir högg
að sækja og með þessu móti nái
hann að skapa sér velvild heima
fyrir.
Florencio Campomanes, forseti
FIDE, Alþjóðaskáksambandsins, er
ekki jafhrausnarlegur og skákkapp-
arnir. Hann hefur lýst því yfir að
eins og í síðasta einvígi muni FEDE
skattleggja hvert jafhtefli með ein-
Karpov og Kasparov við upphaf einvigisins.
um hundraðshluta af verðlaunafénu,
burtséð frá því hvort barist er í skák-
inni eða ekki. „Engum hefði getað
komið slík vitleysa í hug nema
Campomanes," sagði Nigel Short
frammi fyrir fjogur hundruð manns
í skákskýringasalnum og síðan hefur
hann ekki fengið að skýra skákirn-
ar. Short er fremur illa við FEDE-
forsetann eftir að hann skammaði
hann fyrir að mæta í stuttbuxum í
eina skákina á millisvæðamótinu í
Biel í fyrra.
Auk verðlaunafiárins eiga skák-
meistararnir möguleika á að vinna
sér inn tíu þúsund pund (yfir sex
hundruð þusund íslenskra króna)
með því að tefla fallega. Það er fyrir-
tækið Save og Prosper, sem hefur
lagt til svo ríkuleg fegurðarverðlaun
sem eru þau hæstu í skáksögunni.
Fyrstu fegurðarverðlaun í heims-
meistaraeinvígi voru veitt Steinitz
fyrir 8. skákina í einvígi við Tsígorín
1889 og námu þau 300 frönskum
frönkum.
Skákpólitískt andrúmsloft
Andrúmsloftið í London dregur
keim af því að í haust fara fram
kosningar um forseta Alþjóðaskák-
sambandsins samhliða ólympíu-
skákmótinu í Dubai. Skipuleggjend-
ur einvígisins, einkum stórmeistar-
inn Raymond Keene, vinna að því
öllum árum að hnekkja veldi
Campomanesar. Sjálfur hefur Keene
verið virkur innan FIDE og vera
má að hann bjóði sig fram til forseta
innan tíðar. Nú hefur hann og fleiri
hins vegar fundið heppilegan mót-
frambjóðanda, sem er brasilískur
hagfræðingur og skákblaðamaður -
Lincoln Lucena. Hann hagar sér
eins og þingmaður fyrir kosningar,
Epson heimsmeistarakeppnín:
Sjötíu þúsund bridgespilarar í sömu keppninni
Að fá 70 þúsund bridgespilara til
þess að spila í bridgekeppni á sama
tíma víðs vegar í heiminum virðist
heldur ólíklegt, en það tókst skipu-
leggjendum EPSON heimsmeistara-
keppninnar hinn 14. júní sl.
Sömu spil voru spiluð alls staðar
og var bridgemeistarinn og film-
stjarnan Omar Sharif fenginn til þess
að semja skýringar með þeim. Eftir
keppnina fékk síðan hver þátttak-
andi bók með öllum spilunum, en
spilararnir gátu reiknað út árangur
sinn jafhóðum eftir fyrirfram gefinni
stigagjöf.
Það voru tveir Frakkar, Frainais
og Bouteille, sem unnu, en þeir náðu
78,8% skor.
En við skulum skoða eitt spil frá
keppninni með skýringum Sharif s.
Vestur gefur - a-v á hættu:
NoRÐUR
AG9
<?A1052
OK1086
? 1085
VtSTl K Austuk
* D1053 ? 8762
«>K6 ^8
OD4 OAG75
+ D7643 + AKG2
SUBUR
* AK4
<? DG9743
0 932 •
+ 9
„Það verður áreiðanlega mikil
samkeppni í sögnunum. Þetta er góð
sería:
Vestur Norðui ¦ Austur Suður
pass pass 1T 1H
1S 3H 3S 4H
4S pass pass pass
Það er tvennt sem ræður því að
suður segir frekar eitt hjarta en tvö.
í fyrsta lagi þá gætu tvö hjörtu verið
veikari spil á hagstæðum hættum.
Og í öðru lagi, þá vill suður ekki
láta líta svo út, að hann eigi fáa
varnarslagi, því Á K í spaða eru góð
varnarspil. Vestur getur sagt einn
spaða við hjartasögninni, eða doblað
(Sputnik), sem sýnir nákvæmlega
fjóra spaða. Hvað sem skeður, þá
stekkur norður í þrjú hjörtu og aust-
ur getur ekki látið stinga upp í sig
og lokasamningurinn verður því
fjórir spaðar.
-----------sommmKOFmm-------------
EPSON
.ORLDBRIDGECHAMPIONSHIP
Jt*æ 14» 1966
Erfiður samningur en ekki óvinn-
andi. Norður gæti spilað út hjartaás
sem gæfi vestri möguleika á því að
sýna snilldina. Norður skiptir í lauf,
blindur drepur og spilar trompi. Suð-
ur lætur lágt og vestur gæti hugsað:
Til þess að vinna spilið, þá verður
norður að eiga tígulkónginn og þá
er líklegt að suður eigi tvo hæstu í
spaða. Hann setur því spaðadrottn-
ingu og meiri spaða. Seinna svínar
hann tíglinum og vinnur sitt spil. Sá
árangur gefur 87% skor og 97%, ef
hann hefur verið doblaður.
Varkár pör í a-v gætu látið suður
spila fjögur hjörtu, sem eru einn nið-
ur, ef vestur spilar út tíguldrottn-
ingu, en vinnast ef hann gerir það
ekki. í síðastnefhda tilfellinu er
íhaldsseminni refsað með 10% skor
til a-v.
EPSON heimsmeistarakeppnin
verður haldin aftur laugardaginn 16.
maí 1987 og þá held ég að væri ráð
fyrir ísland að vera með.
Bridae
Stefán Guðjohnsen
Bikarkeppnin
Nú eru kunn úrslit í 3 viðureignum
í 16 sveita (þriðju) umferð bikar-
keppninnar. Auk Samvinnuferða/
Landsýnar eru komnar áfram sveit
Ásgríms Sigurbjörnssonar, sem vann
Grím Thorarensen, Kóp., 121-75, og
sveit Sigfúsar 'Arnar Árnasonar,
Rvk, sem velti sveit Delta úr vegi,
104-68. Búast má við að þeir 5 leik-
ir, sem er ólokið, verði spilaðir þessa
helgi.
Fyrirliðar sigursveita eru hvattir
til að koma úrslitum áleiðs í síma
41507 (Hermann) strax og leikjum er
lokið.
Opið mót á Egilsstöðum
Öpið mót, hið annað í röðinni fyrir
austan, hefur nú verið sett á helgina
5.-7. sept. Af ástæðum, sem ekki varð
við ráðið, hefur það nú verið flutt frá
Hallormsstað í Egilsstaðakauptún.
Það ætti þó ekki að rýra orðstír
fyrsta mótsins því að sögn er inikill
hægðarauki að flutningunum.
Fyrirkomulag verður með líku
sniði og í fyrra; 32-36 para barómeter
með veglegum verðlaunum. Stefht
er að tveggja nátta móti, þ.e. spilað
föstudagskvöld og laugardag til 8,
og kvóldinu síðan varið í léttu tómi
við að rifja upp eða öllu heldur
gleyma spilunum. Síðan skilja leiðir
á sunnudag. Keppnisstjórar verða
Hermann Lárusson og Björn Jóns-
son. Nánar síðar.
Opna mótið í Kleppjárns-
reykjaskóla
Enn er skráð af kappi í helgarmót
Ferðaþjónustunnar og Bridgefélags
Borgarfjarðar. Útlit er fyrir góða
aðsókn af höfuðborgarsvæðinu en
eitthvað virðist niðja Egils skorta
kjarkinn og svo virðist sem Skaga-
menn þori ekki heldur á hólminn.
Það væri illt ef „heimamenn"
spilltu góðu áræði.
Mótið verður tölvureiknaður
Mitchell í vönum höndum Vigfusar
Pálssonar.
Heildarkostnaður (keppnisgjöld,
gisting, matur) er sem fyrr áætlaður
2.700 kr. á spilara.
Við skráningu tekur Þorvaldur
Pálmason, Kleppjárnsreykjum, (s:
93-5174) og veitir frekari upplýsingar.
Sumarbridge
Það virðist ekki hamla bridgeá-
hugafólki neitt þótt hlaupið sé með
húsnæði fyrir spilamennskuna um
bæinn, að Jsfirðingum undanskild-
um, auðvitað.
Þessa vikuna auðnaðist 54 pörum
að finna nýja Sóknarhúsið að Skip-
holti 50a, vestan Sjómannaskóla, en
ætla má að húsnæðið rúmi ríflega
60 pör vandkvæðalaust.
Urslit urðu þessi sl. fimmtudag:
A. stig
' Guðlaugur Sveinsson-Magnús Sverrisson 187
Birgir Sigurðsson-Hjörtur Cýrusson 174
Ragnar Björnsson-Þórarinn Árnason 171
Baldur Árnason-Sveinn Sigurgeirason 166
Steingr. Þóriss.-Eyjólfur Magnúss. 156
B.
Lárus Hermannsson Óskar Karlsson 208
Esther Guðmundsd.-Valg. Kristjánsd. 189
Vilhjálmur Sigurðsson Þráinn Sigurðsson 180
Magnús Ólafsson-Páll Valdimarsson 178
Sigfus Þórðarson-Þórður Sigurðsson 177
C.
Guðm. Thorsteinss.-Tómas Sigurjónss. 131
Jacqui McGreal-Þorlákur Jónsson 124
Högni Torfason-Sigmar Jónsson 117
Daði Björnsson-Guðjón Bragason 113
D.
Júlíus Sigurjónss.-Hrannar Þ. Erlingss. 260
Magnús Aspelund- Steingrímur Jónasson 245
Andrés Þórarinsson-Halldór Þórólfsson 242
Baldur Ásgeirsson- Magnús Halldórsson 239
Ingólfur Lillendahl-Jón I. Björnsson 229
Böðvar Magnússon-Þorfinnur Karlsson 229
Þessir spilarar leiða nú stiga-
keppnina á fimmtudögum: Lárus
Hermannsson, 174, Lárus Arnórsson
og Ásthildur Sigurgísladóttir, 154,
Sigfús Þórðarson, 148, Magnús
Aspelund og Steingrímur Jónasson,
103.
Ekki verður spilað nk. þriðjudag
en að vanda hefst spilamennska um
sexleytið á fimmtudag og er skráð
meðan húsrúm leyfír (til hálfátta).
Bridgedeild
Skagfirðinga
Spilað var í tveimur 16 para riðlum
og einum 12 para riðli. Hæstu skor
hlutu:
A. riðill.
1. Jakob Kristinss.-Jón Björnss. 273
2. Björn-Stefán 244
3. Albert Þorsteinss.-Kristófer Magnúss. 240
4. Ármann Láruss.-Helgi Viborg 231
B.-riðill.
1. Bragi M. Bragas. Reynir Hermannss. 255
2. Hulda Hjálmarsd.-Þórarinn Andrewss. 237
3. Ragnar Björnss.-Sævin Bjarnas. 235
4. Bernódus Kristinss.-Þórður Björnss. 228
C. riðill.
1. Óskar Karlss.-Sveinn Sveinss. 201
2. Steingr. Jónss.-Þorfinnur Karlss. 189
3. Haukur Harðars.-Sigrún Steinsd. 183
4. Hrefna Eyjólfsd. Sæmundur Björnss. 173
Meðalskor A + B 210
Meðalskor C 165
Alls 44 pör. Efst að stigum eru nú:
Hulda Hjálmarsdóttir 12.5
Þórarinn Andrewsson 12.5
Hjörtur Cýrusson 11
Sigmar Jónsson 11
Næsta þriðjudag 12. ágúst verður
stillt upp fyrir þrjá 16 para riðla og
lokað þegar þeir eru fullir. Spilað er
í Drangey, Síðumúla 35.