Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1986, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.1986, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986. 35 ákaflega vingjamlegur við alla og er alls staðar nálægur. „Ég er ekki viss um að Lucena sé rétti maðurinn en hann er áreiðanlega betri en Campomanes," er viðkvæði margra hér í London. Sjálfur heldur Campo- manes sig í felum utan hvað hann hóaði saman til blaðamannafundar á þriðjudag. Að tefla við tómarúm Kasparov er vinsælli hér en Karpov og hann er almennt talinn sigurstranglegri, eins og glöggt kem- ur fram í bókum Mecca-veðmang- arafyrirtækisins. Ef einhver hefði veðjað einu pundi í upphafi einvígis- ins á að Kasparov myndi sigra 6-0 (jafnefli ekki talin með), og haft rétt fyrir sér, hefði sá hinn sami fengið 16 pund að launum. Mun minni líkur voru aftur á móti taldar á að Karpov sigraði með fullu húsi. Þá hefði eitt pund í veðbankann gefið af sér 250 stykki. Líkumar em endurskoðaðar eftir hveija skák. Eftir sigur Kasp- arovs í 4. skákinni fann Skotinn David Levy það út að 85% líkur væm fyrir því að Kasparov héldi heimsmeistaratitlinum. í skemmtilegum sjónvarpsþætti í BBC-2 sl. laugardag vom saman- komnir Miles, Keene, Hartston og fleiri kúnnir skákmenn. Miles var spurður að því hvemig honum liði að sitja andspænis Karpov og Kasp- arov. Hann sagði að honum fyndist erfiðara að tefla við Kasparov. „Það er eins og að tefla þijár venjulegar kappskákir að tefla eina við Kasp- arov,“ sagði hann. Hann hafði á orði að Kasparov legði sig allan fram og reiknaði afbrigðin alveg til enda. Hann nefndi fyrstu einvígisskákina við hann í Basel á dögunum. Kasp- arov átti þá aðeins 5 mínútur eftir en Miles hálfa klukkustund og staða hans var í góðu lagi. „Það var hreint ótrúlegt hvað honum tókst að reikna á þessum stutta tíma,“ sagði Miles. „Maður skynjar líkamlega nær- vem Kasparovs," sagði Miles. „Að tefla við Karpov er aftur á móti eins og að sitja andspænis tómarúmi - en smám saman breiðist tómarúmið yfir borðið uns það nær tökum á rnanni." Og Miles taldi Kasparov sigurstranglegri. Skák Jón L. Ámason Skákfréttir utan úr heimi í blaðamannaherberginu í London er fylgst með skákmeisturunum að tafli á sjónvarpsskjá og annar skjár sýnir stöðuna. Með segultækni koma leikir þeirra samstundis upp á sýningartöflu milliliðalaust og einn- ig „analýsa" skáksýrandans, sem situr við að því er virðist ósköp venjulegt tafl - sannarlega bylting- arkennd tækni. Margir blaðamanna hafa litla skákþekkingu og em fljót- ir að gleypa við orðrómi sem breiðist um salinn: „Karpov er að vinna,“ heyrðist einhvem tíma og spennan varð kynngimögnuð í nokkrar mín- útur. Eric Schiller, sem tefldi á Reykja- víkurskákmótinu er „herra" blaða- mannaherbergisins og sér um að hlutimir gangi fyrir sig á eðlilegan hátt. Aðstæður em góðar: Tíu ný- tískulegir fjarritar með tölvuskjám, ijöldi símtækja, voldugar rafmagns- ritvélar og nokkrum mínútum eftir hveija skák fá blaðamenn í hendur afrit af skákinni með skýringum Maxims Dlugy, heimsmeistara ungl- inga. Skákfréttir utan úr heimi em einn- ig vel þegnar ef litið er að gerast í einvígisskákinni. „Pétursson efstur í Gausdal," var ein orðsendinganna uppi á töflu og úrslit í enska meist- aramótinu í Southamton berast daglega. Fylgst var með alþjóðlega skákmótinu í Biel í Sviss, þar sem Polugajevsky og Lobron deildu sigr- inum og Ohra-mótinu í Amsterdam sem er nýlokið. í efsta flokki tefldu sex skákmeist- arar og þessi varð niðurstaðan: 1. Ljubojevic 6,5 v. 2. Van der Wiel 6 v. 3. Ribli 5 v 4.-5. Vaganjan og Tim- man 4,5 v. 6. Hellers 3,5 v. Hér er fjörug skák frá mótinu þar sem Ljubojevic fer á kostum. Hvítt: Ljubomir Ljubojevic Svart: Jan Timman Sikileyjarvöm l.e4 c5 2.RÍ3 d6 3.d4 cxd4 4.Rxd4 RfB 5.Rc3 e6 6.g4 h6 7.h4 Be7 8.Bg2 g6 9.g5 hxg5 10.Bxg5 a6 U.Dd2 e5 12.Rde2 Be6 13.0-0-0 Rbd7 14.f4 Da5 15-Kbl Hc8 16.Hhfl b5 17.b3 exf4 18.Hxf4 Rh5 abcd ef g h 19.Bxe7! Upphafið að glæsilegri. fléttu. Framhaldið er þvingað því 19- Kxe7? er svarað með 20.Rd5+ og vinnur drottnirvguna. 19.-Rxf4 20.Dxf4 Kxe7 21.Dxd6+ Ke8 22.Rd5! Bxd5 Eftir 22.-Dd8 23.Ref4 er hvíta sóknin einnig afar sterk. 23.Bh3!! Dc7 24.Bxd7+ Dxd7 25. De5+ De6 26.Dxh8+ Ke7 27.Dd4 Bb7 28.Rf4 Dxe4 29.Dd6+ Ke8 30. Hd2! Hótunin 31.He2 er. of sterk. Hvítur vinnur. 30.-Del+ 31 .Kb2 De7 32.He2 Hxc2+ 33.Kxc 2 Be4+ 34.Hxe4 Dxe4+ 35.Kd2 b4 36.DÍ6 a 5 37.Rd3 Dg2+ 38.DÍ2 Dd5 39.Dg3 Kd7 40. Dg5 Dxg5+ 41.hxg5 Ke6 42.Rc5+ Kf5 43.Rb7 Kxg5 44.Rxa5 og svart- ur gafst upp. -JLÁ V estur-Barðastrandarsýsla V erslunarhúsnæði Til leigu eða sölu nú þegar er 110 fm verslunarhús, full- búið tækjum til verslunarreksturs. Húsið er staðsett í þéttbýliskjarna Barðastrandarhrepps, Krossholti. Áður í eigu og rekstri Kaupfélags Vestur-Barðstrendinga. Upplýs- ingar um verð svo og mögulegt umfang verslunar á staðnum veitir eigandi, Ragnar Guðmundsson, Bijánslæk, sími 94-2033 eða 94-2020. Þórshöfn Nýr umboðsmaður fyrir Vikuna og Úrval: VESTUR ÞÝSKAR T0RPEMA LOFT PRESSUR HAGSTÆTT VERÐ GREWSUIKJÖR © MARKAÐSÞJÓNUSTAN SKIPHOLTI19-105-REYKJAVk-S.26911 Matthildur Jóhannesdóttir, Austurvegi 14, Þórshöfn. Sími 96-81183. k3TTKtiV alla vikuna i VARA'i’ i ' i HlUIIR r OPIÐIDAG KL9-2 VARAHLUTAVERSLUNIN RÍLMULI IfsíÐUMÚLA 31 0 3 7 2 7 3 VARMÁRLAUG Sundkennsla fyrir fullorðna hefst miðvikudaginn 13. ágúst 1986 kl. 8.00-9.00 fyrir hádegi. Námskeiðið er í 10 skipti og taka nemendur sundstig að námskeiðinu loknu. Skrásetning fer fram í sundlauginni og í síma 666254. Opnunartími mánudaga 6.30-21.30 gufa fyrir almenning 18.00- 21.30 þriðjudaga 6.30-21.30, gufa fyrir konur 18.00-21.30 miðvikudaga 6.30-21.30, gufa fyrir karla 18.00-21.30 fimmtudaga 6.30-20.00, kvennatími 20-21.30, gufa fyrir konur 18-21.30 föstudaga 6.30-19.30 laugardaga 10-17.30, gufa fyrir karlmenn 10-17.30 sunnudga 10-15.30, gufa fyrir almenning 10-15.30. Vatnsrennibraut á staðnum. ffl FREEPORTKLÚBBURINN lOára afmælisfagnaður Freeportklúbbsins verður að Hótel Sögu nk. þriðjudagskvöld, 12. ágóst, og hefst með borðhaldi kl. 20.00. 4 Ræða kvöldsins: Dr. Frank Herzlin. Aðgöngumiðar eru seldir í versluninni Bonaparte, Austurstræti 22-og í Bílaleigu Akureyrar, Skeifunni 9. Félagar fjölmenni og taki með sér gesti, enda allir velunnarar klúbbsins velkomnir. (Ath.: Hófið er að Hótel Sögu, EKKI Á ÞINGVÖLLUM eins og upphaflega var áætlað). SELJUM NÝJA OGNOTAÐA BÍLA Tegund BMW 732i automatic 1981 BMW 728i automatic 1980 BMW 528i automatic 1981 BMW 520i automatic 1982 BMW 520 automatic 1981 BMW 518 1982 BMW 323i 1982 BMW 320i 1983 BMW 320 1982 BMW 318i 1982 BMW 318i 1981 BMW 316 1982 Renault 9 GTS 1982 Renault 5 TL 1982 Opið laugardag 1 — 5. KOMIÐ SKOÐIÐ OG REYNIÖ VIÐSKIPTIN KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 686633

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.