Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1986, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 1986. Fréttir Komið hefur verið upp skemmtilegu hliði við inngang Reykjavíkursýningar- innar að Kjarvalsstöðum. DV-myndir Bj.Bj. Reykjavík í fortíð og nútíð Reykjavík í 200 ár nefnist sýning sem opnuð var á Kjarvalsstöðum á laugardag en þar getur að líta svip- myndir mannlífs og byggðar. Þetta er stór og fjölbreytt sýning þar sem gott tækifæri gefst til að bera saman Reykjavík í fortíð og nútíð. Þar eru margar ljósmyndir, líkön og upp- drættir af ýmsu tagi. Auk þess eru fyrirlestrar og líflegar frásagnir oft á dag. -KÞ Engar kappræður Ekkert varð úr kappræðufúndi þeim sem Samband ungra jafnaðarmanna boðaði til á milli formanna Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags á Þing- völlum. Davíð Bjömsson, formaður SUJ, sagði í samtali við DV í gær að ekk- ert svar hefði fengist frá Æskulýðs- fylkingu Alþýðubandalagsins um hvort hún myndi mæta til kappræðna eður ei og hefðu jafnaðarmenn því ákveðið að fara til Þingvalla og sjá hvað úr yrði. Æskulýðsfylkingin mætti ekki til kappræðnanna og héldu því ungir jafhaðarmenn sinn eigin stjómmála- fund þar sem rædd var stjómmálaþró- un á Siglufirði, pólitískt hugrekki og önnur mál. Að sögn Sölva Ólafssonar hjá Æsku- lýðsfylkingunni var Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, til- búinn að mæta til kappræðna á Þingvelli en þeir hjá Æskulýðsfylk- ingunni hefðu verið búnir að fá nóg af öllu því vafstri sem fylgt hefði uppr- unalegu hugmyndinni, að halda sameiginlega skemmtiferð þessara fé- laga, og því ákveðið að fara hvergi. -Ró.G. „Reykjavíkurfoss* ‘ og tækniundur Á tæknisýningu Reykjavíkur- borgar, sem opnuð var í Borgar- leikhúsinu síðdegis í gær, getur að líta mörg helstu tækniundur 20. aldarinnar. Fullkomnar tölvur og talandi vélmenni eru þar á meðal. Einnig gefst fólki kostur á að kynna sér starfsemi veitustofnana borgarinnar, Landsvirkjunar, Reykjavíkurhafnar, gatnagerðar- innar, Skýrsluvéla og skógræktar- innar, svo eitthvað sé nefnt. Komið hefur verið upp fjölmörgum líkön- um; meðal þeirra má nefna stórt líkan af íslandi, líkön af gömlum togurum, borholum, sem Hitaveit- an hefur látið útbúa, og líkan af Reykjavíkurhöfn þar sem fjarstýrð skip og bátar sigla um. Landsvirkj- un hefúr virkjað og sett upp fimm kílóvatta foss sem setur skemmti- legan svip á sýninguna. Myndbönd, myndvarpar og litskyggnumyndir eru notuð óspart og er lagt mikið upp úr því að hafa myndir stórar svo fólk geti skoðað þær úr mikilli fjarlægð. Unnið hefur verið dag og nótt nú síðustu viku við að koma sýn- ingunni upp en undirbúningur hefur staðið yfir á hátt á annað ár. Eins og gefur að skilja er gríðar- mikið fyrirtæki að koma upp sýningu af þessu tagi, ekki síst þeg- ar hún er sett upp í hálfkláruðu húsi. Það er Þórður Þ. Þorbjarnarson borgarverkfræðingur sem átti hug- myndina að þessari sýningu en Baldur Hermannsson hefur séð um framkvæmdastjórn. -Ró.G. Olafur Skulason dómprófastur og Pétur Sigurgeirsson, biskup Islands, virða fyrir sér „Reykjavikurfossinn“ sem Landsvirkjun hefur virkjað og sett upp á Tæknisýningu Reykjavíkurborgar sem opnuð var i Borgarleik- húsinu í gær. DV-mynd Bjarnleifur í dag mælir Dagfari 1 dag halda Reykvíkingar upp á afmæli. Fæstir vita í rauninni út á hvað þetta afinæli gengur, sem gerir ekki svo mikið til meðan fyrirtæki keppast um að gefa fólki frí frá vinnu og borgin býður upp á ókeypis af- mælistertu. Þar að auki er búið að bjóða hundruðum utanbæjarmanna til borgarinnar til þessarar afinælis- hátíðar og eru hótelin öll yfirtroðin af fólki sem býr þar frítt á kostnað borgarsjóðs. Þetta verður sem sagt lukkulegur dagur og sannkölluð þjóðhátíð. Lukkuleg fyrir alla nema alkóhól- istana sem eru afturbata. Það hefúr nefhilega komið í ljós að afmælis- tertan er bragðbætt með sém'i sem hefur leitt til þess að SÁÁ hefur varað félagsmenn sína stranglega við því að falla í þá freistingu að fá sér bita. Jafiivel þótt hann sé ókeyp- is. Það gæti orðið til þess að kökubitinn geti sprengt þá í bindind- inu. Allir vita að minnsti dropi af áfengi getur reynst afturbata drykkjumönnum dýrkeyptur, jafiivel þótt hann sé falinn innan um hveiti- deig og ijómaskreytingu á saklausri afinælisköku. Verður það að teljast vítaverð framkoma hjá borgaiyfir- völdum að bjóða borgarbúum og gestum þeirra upp á áfenga köku í ljósi þeirrar áhættu sem því fylgir að éta hana. Fyrir nú utan það ábyrgðarleysi að lokka böm og unglinga undir lögaldri til tertuáts sem getur komið æskunni út á veg óreglunnar og drykkjuskaparins. Bendir reyndar flest til þess að kakan verði það stór og vel útilátin að borgarbúar allir ráfi um bæinn, meira og minna drukknir af köku- áti. Maður hélt nú satt að segja að borgarstjómin ætti að ganga á und- an með góðu fordæmi og draga úr áfengisneyslu, í stað þess að örva hana með svo lævíslegum hætti að lauma sém'i út í rjómatertur og bjóða ókeypis í þokkabót. Nú er það að vísu svo, að margt verður boðið upp á í fjölbreyttri af- mælisdagskrá sem ástæða er til að þakka. Það er ekki á hveijum degi sem Reykvíkingar fá að hlusta á ræðuhöld ókeypis. En ef að líkum lætur munu ræðumar og skemmti- prógrammið hverfa í skuggann af því fylliríi sem tertuátið mun skapa og kemur þá enn einu sinni að þeirri ömurlegu staðreynd að þjóðin virðist ekki geta skemmt sér nema vín sé haft um hönd. Og það jafnvel með rjómablönduðu sém'i. Hefði nú ekki verið nær, úr því gerð er svo grímu- laus tilraun til að fá Reykvíkinga til að detta í það, að bjóða einfaldlega upp á almennilega sjússa, í stað þess að vera sulla sérríinu út í kökudeig og þeyttan rjóma, undir allt öðm yfirskini? Við sem erum ekki orðin aflurbata ennþá sjáum enga ástæðu til að fela drykkjuskap okkar á bak við nokkur hundmð metra langa afrnælistertu ef við ætlum að fá okk- ur neðan í því á annað borð. Setjum nú svo að hann rigni eftir hádegið, sem engum þarf að koma á óvart í Reykjavík. Það þarf enginn að búa í tvö hundruð ár í höfuð- borginni til að vita að í hvert skipti sem útihátíð er haldin byrjar hann að rigna. Og ef veðurguðimir halda uppteknum hætti og skvetta yfir okkur rigningarsuddanum, hvemig haldið þið þá að rjómatertan með sém'inu líti út þegar líða tekur á daginn? Rjóminn mun flæða út um allar götur og það sem verra er: sém'ið rennur niður í göturæsin án þess að Davíð og kompaní komi nokkrum vömum við. Þar færi gott sém' fyrir lítið og enda þótt afturbata alkóhólistar létu sér fátt um finnast og grétu þurrum tárum yfir þeim vínfongum sem þannig fæm til spillis er eins víst að hin helmingurinn af borgar- búunum, sem leggur leið sína í bæinn til að detta ókeypis í það, tel- ur það fremur ólystilega aðferð til að njóta afinælisins og drykkjunnar að lepja ijómann upp úr göturæsun- um til heiðurs borginni sinni. Hitt er svo annað mál, og kemur þessu fyrirhugaða fylliríi ekki við, að Skúíi fógeti og þær fáu hræður, sem bjuggu hér í kvosinni fyrir tvö hundmð árum hafa sennilega aldrei reiknað með því að afkomendur þeirra gerðu sér glaðan dag á götum úti með sameinuðu tertuáti, þótt Danakonungur hafi af vorkunnsemi leyft þessu volaða útkjálkaplássi að versla upp á eigin spýtur til að hafa í sig og á. Þeir mundu ekki einu sinni hafa lyst á tertunni. Jafnvel þótt hún sé sémblönduð. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.