Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1986, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 1986. Fréttir Stíga of Það var múgur og margmenni sem lagði leið sína í Öskjuhlíð um kl. 18.30 á laugardag tii að sjá sem best flugsýningu frönsku flugsveitarinnar Patroill de France. Menn voru á einu máli um að sýningin hefði verið hin glæsilegasta. Veður var með allra besta móti og nutu listræn brögð flugmannanna og marglitar flugstrokurnar sin frábærlega vel í sólskininu. Herþoturnar tólf komu hér við á leið frá Bandaríkjunum og fóru áleiðis til meginlands Evrópu um miðjan dag í gær. -Ró.G. þétt á pinnann „Radarmælingar okkar sýna að öku- menn stíga heldur þétt á pinnann," segir varðstjóri lögreglunnar í Kópa- vogi. „Á föstudaginn var einstaklega gott og yndislegt veður en samt tókum við á skömmum tíma nítján ökumenn fyr- ir of hraðan akstur - auk þeirra sem við gáfum áminningu. Þetta var aðal- lega á tveimur götum, Álfhólsvegi og Kársnesbraut. Ökumenn fóru þetta á allt upp í áttatíu og fimm kílómetra hraða en leyfilegur hámarkshraði er ftmmtíu kílómetrar." Þannig urðu þvi nítján manns tólf til fimmtán hundruð krónum fátækari þennan föstudag því það er núverandi sekt við þessu umferðarlagabroti. DV-mynd KAE -baj Heimsmeistaraeinvígið: Karpov féll á tíma Jón L. Ámason, DV, London: Heimsmeistarinn ungi, Gam' Kasparov, tefldi af hvílíkum krafti í Peningamarkaöur VEXTIR <%) hæst Innlán óverðtiyggð Sparisjóðsbækur óbundnar &-9 Ui Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 8.5-10 Ab.Lb.Vb 6 mán. uppsögn 9.5—12.5 Ab.Vb 12 mán. uppsögn 11-14 Ab Sparnaður - Lánsréttur Sparað í 3-5 mán. 8-13 Ab Sp. i 6 mán. og m. 9-13 Ab Ávísanareikningar 9-7 Ab Hlaupareikningar 3-4 Lb.Sb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1 Allir 6 mán. uppsögn 2.5-35 Lb Innlán með sérkjörum 8-16 Innlán gengistryggð Bandarikjadalur 6-7 Ab Sterlingspund 9-10.5 Ab.Vb Vestur-þýsk mörk 3.5-4 Ab Danskar krónur 6-7.5 Ab.Lb.Sb Útlán óverðtryggö Almennir vixlar(forv.) 15.25 Allir Viðskiptavixlar(forv.)(1) kge og 19.5 Almenn skuldabréf(2) 15.5 Allir Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir Hlaupareikningar(yfirdr) 7-9 Utlán verðtryggð Skuldabréf Að2.5árum 4 Allir Til lengri tima 5 Allir Utlán til framleiðslu Isl. krónur 15 SDR 8 Bandarikjadalur 8.25 Sterlingspund 11.25 Vestur-þýsk mörk 6 Spariskirteini 3ja ára 7 4ra ára 8.5 6ára 9 Með vaxtmiðum(4 ár) 8.16 Gengistryggð(5 ár) 8.5 Almenn verðbréf 12-16 Húsnæðislán 3.5 Lifeyrissjóðslán 5 Dráttarvextir 27 VlSITÖLUR Lánskjaravisitala 1463 stig Byggingavísitala 272.77 stig Húsaleiguvísitaia Hækkaði 5% 1. juli HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnverðs: Eimskip 200 kr. Flugleiðir 140 kr. Iðnaðarbankinn 98 kr. Verslunarbankinn 97 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá fiestum bönkum og stærri sparisjóðum. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðar- bankinn, Ib = Iðnaðarbankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Otvegsbankinn, Vb = Verslunar- bankinn, Sp = Sparisjóðimir. Nánari upplýsingar um peninga- markaðinn birtast í DV á fimmtudög- um. áttundu einvigisskákinni í London á föstudag að Karpov náði ekki að leysa vandamálin á tilskildum tíma. Er hann fór yfir tímamörkin hafði hann aðeins leikið þrjátíu leiki - átti enn tíu leiki eftir til þess að ná tilskildum fjölda. Kasparov tefldi glannalega í tímahraki Karpovs í lok skákarinnar og uppskar eftir þvi. Kcirpov varð gripinn örvæntingu og er hann féll á tima var staða hans töpuð. Það er sjaldgæft að skákklukkan eigi síðasta orðið er teflt er um heimsmeistaratitil. Minnugir höfðu á orði að síðast hefði Botvinnik fall- ið á tíma á móti Tal fyrir sextán árum. Þ.e.a.s. ef önnur einvígisskák- in í Reykjavík er undanskilin, er Fischer hreinlega mætti ekki til leiks. Það er kannski engin tilviljun að andstæðingar Tals og Kasparovs skyldu hljóta þessi örlög. Vandamál- in í skákum þeirra eru oft á tíðum svo erfið úrlausnar að rétta vömin kemur ekki í ljós fyrr en löngu eftir að skákinni er lokið. Áttunda skákin fór rólega af stað, með drottningarbragði, og svartsýn- ustu menn í áhorfendasalnum vom famir að spá jafntefli. En það var öðm nær en að teflt væri til jafntefl- is. Kasparov fómaði peði og blés til sóknar og með snjallri taflmennsku tryggði hann sér mun betri stöðu. Eftir tuttugu og einn leik átti Kasparov tuttugu og sjö mínútur eftir á klukkunni en Karpov aðeins íjórtán mínútur. Kasparov gat unnið skiptamun en eitthvað stóð á því að hann léki. „Ég skil ekki hvað hann er að hugsa um,“ sagði Timman í skákskýringasalnum, þvi að með skiptamunarvinningnum var ljóst að hann ætti góð vinningsfæri þótt staða Karpovs væri traust. En Kasparov vildi meira. Eftir fimmtán mínútna umhugsun kom leikurinn, sem engum í salnum hafði komið til hugar, biskup til Bjami fimm. Áhorfendur tóku andköf af spenningi og stuðningsmönnum Kasparovs var hætt að lítast á blik- una því að spekingar vom fljótir að sjá að leikurinn væri slæmur. „Hvað er Kasparov að gera?“ var öskrað í blaðamannaherberginu og áhyggju- svipurinn á andliti Dorfmans, aðstoðarmanns Kasparovs, leyndi sér ekki. Biskupsleikurinn kom Karpov greinilega ekki síður á óvart en áhorfendum. Hann eyddi dýrmætum fimm mínútum á augljósan svarleik sinn óg nokkrum leikjum síðar hugs- aði hann aftur í fimm mínútur. Þá átti hann aðeins þrjár mínútur eftir og staðan viðkvæm. í slíkri aðstöðu grípa minni spámenn oft til örþrifa- ráða og svo var einnig um Karpov. í stað þess að treysta vömina, eins og hann er einmitt þekktur fyrir, óð hann fram völlinn - lék „geðveikan hróksleik", eins og einn áhorfandinn orðaði það. Staðan hmndi og Karpov hefði getað gefist upp er skákklukkan kom honum til bjarg- ar. Kasparov var vitaskuld sæll og glaður að skákinni lokinni og Dorf- man varpaði öndinni léttar. Hann sagði að Kasparov hefði lýst því yfir fyrir skákina á föstudag að hún og svo næsta skák gætu ráðið úrslitum í einvíginu. Nú væri svo komið að báðir yrðu að fara að breyta bytjun- um sínum og þá kæmi í ljós hvor væri betur undirbúinn. Kasparov reyndist sannspár að þessu leyti, þvi að Karpov lagði Nimzo-indversku vömina á hilluna í áttundu skák- inni. Annars sagði Dorfman að Kasparov væri í góðu baráttuskapi og sjálfstraustið væri gríðarlegt, eftir sjöundu skákina, er hann slapp með skrekkinn. „Af þeim fimm tímum sem við tefldum var ég kannski með tapað tafl í fjórar klukkustundir og fjörutíu og fimm mínútur,“ sagði Kasparov um sjöundu skákina. Dorfman sagði að eftir þá skák væri Kasparov sannfærður um það að hann gæti ekki tapað fyrir Karpov. Þar væri skýringin komin á glanna- legri taflmennsku hans á föstudag. Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Anatoly Karpov Drottningarbragð l.d4 d5 2x4 e6 3.Rc3 Be7 4.cxd5 exd5 5,Bf4 í síðasta einvígi fengu þeir þessa stöðu upp í þremur skákum í röð en nú hafa þeir teflt svona tvisvar. Það er annars athyglisvert að í Moskvu lék Karpov jafhan 5.-c6 í þessari stöðu en Kasparov lék 5.-Rf6. í Lon- don hefur þetta snúist við. 5,-Rf6 6,e3 0-0 7,Bd3 Karpov lék 7.RÍ3 og 7.Dc2 í tveim skákum í Moskvu. 7,-c5 8.Rf3 Rc6 9.0-0 Bg4 Einkennilegt þótti að Karpov sat og horfði út í loftið í nokkrar mínút- ur áður en hann lék þennan leik, eins og hann væri að rifja upp gaml- ar rannsóknir. Eftir 9.-cxd4 10.Rxd4 Rxd4 ll.exd4 stendur hvítur ívið betur að vígi. Hvítur vildi ekki drepa strax á c5 því að þá hefur svartur möguleika á að leika d5-d4 síðar. lO.dxc.5 Bxc5 Þessi staða er þekkt með hvíta biskupinn á e2 í stað d3, en þá leik- ur svartur biskupi sínum til e6 - þannig tefldu t.a.m. Fischer og Spassky í einni skákinni hér um árið. U.h3 Bxf3?! Eftir framhaldinu að dæma eru þessi uppskipti hæpin. Betra er 11- Bh5, sem hvítur svarar sennilega bestmeð 12.Be2. Peðsránið 12.g4 Bg6 13. Bxg6 hxg6 14.g5 Rh5 15.Dxd5 Rxf4 16.exf4 Bd6 17.Hadl Bxf4 18. De4 Db8, eða 15.Rxd5 Dd7! 16.Kg2 Had8 kemur litlu til leiðar. 12.Dxf3 d4 13,Re4 Be7 Tímanotkun jöfn, báðir hafa eytt liðlega klukkustund. Leikur Karpovs er sá traustasti þótt margir spekinganna við „stórmeistara- hringborðið" hafi talið sig finna rakið jafntefli þannig: 13.-Rxe4 14. Bxe4 dxe3 15.Dh5 (hótar máti og biskupnum) exf2+ 16.Khl f517.Bxf5 g6 18.Bxg6(ef 18.Be6+ Kh819.Dxc5, þá 19.-Hxf4) hxg6 (ekki 18.-De7 19. Bxh7+! Dxh7 20.Dxc5 Hxf4 21. Dg5+ og vinnur) 19.Dxg6+ Kh8og þeir töldu að hvítur ætti ekkert betra en jafhtefli með þráskák. Dorfman brosti tvírætt er hann var spurður um þetta afbrigði, sem virðist nokk- uð þvingað. Hvítur virðist jú geta teflt áfram með 20.Hadl Bd4 (ef 20- Df6þá21.Dh5+ og 22.Hd5 með sókn) 21.Dh5 + Kg8 22.Dg4+ Kh8 23.Be3! og vinnur manninn aftur eða biskup- inn eftir 23.-Bxe3 24.Hxd8 Haxd8 25.Dh4+ Kg7 26.Dg3+ og síðan 27. Dxe3. En þetta var útúrdúr. 14. Hadl Da5 Margir vildu skella skuldinni á þennan leik. Til greina kemur 14- Db6 og ef 15.Bd6!? með hugmyndinni 15. -Bxd6 16.Rxf6+ gxf6 17.Dg4+ Kh8 18.DÍ5 og mátar eða 15.-Rxe4 16. Bxe7 Rxe7 17.Dxe4 Rg6 18.Dxd4 með sælu peði meira, þá er 15.-Rd5!? athyglisvert þótt svörtu mennimir virðast hanga í lausu lofti. 15, Rg3! dxe3 Veikir peðastöðu hvíts en opnar f-línuna honum í hag. Ef 15.-g6 þá er 16.Bh6 Hfe8 17.RÍ5 öflugt svar. 16, fxe3 Dxa2 Hirðir peð og reynir að koma drottningunni í vöm. Nú væri 16. -g617.Bh6 Hfe818.Re4! afar slæmt. 17, RÍ5 De6 18,Bh6! Re8 19,Dh5 g6 20.Dg4 Þvingað vegna yfirvofandi mát- hættu á h7. En nú kemst svartur ekki hjá skiptamunartapi. 20.-Re5 21,Dg3 Bffi 22,Bb5(?!) Eins og þruma úr heiðskíru lofti. Allir bjuggust við að hann dræpi hrókinn eða léki 22.Rd4 fyrst. Þá hefur Karpov að vísu peð gegn skiptamuninum og vera má að hann nái að veijast. Eftir þennan bjart- sýna leik i skákinni gæti Kasparov hins vegar tapað. 22, -Rg7 23,Bxg7 Afbrigðið 23.Rd4 Db6 24.Hxf6 Dxf6 25. HÍ1 strandar á 25.-Rh5! sem er eini leikurinn en um leið fullnægj- andi. 23, -Bxg7 24,Hd6 Db3 25.Rxg7 Dxb5 26. RÍ5 Had8! 27.HÍ6!? Kasparov hefur vitanlega sóknar- færi fyrir peðið en ef nú 27.-Hd7! yrði erfitt að brjótast í gegn, ef það er þá hægt. Svartur gæti hæglega snúið taflinu sér í vil. Karpov átti aðeins þrjár mínútur eftir og teflir veikt. 27. -Hd2? 28.Dg5 Dxb2 29.Khl! Kh8? Enn var e.t.v. ekki of seint að bjarga taflinu með því að leiðrétta mistökin og leika 29.-Hd7! í vömina. Nú átti Karpov aðeins mínútu eftir. 30.Rd4! Hxd4 31.Dxe5! Og í þessari stöðu féll Karpov á tíma. Hann á hins vegar enga björg- un. Eftir 31.-Hd2 32.De7 Hdd8 33.Hxf7 Hxf7 34.Hxf7 Kg8 35.Hxh7 (35.e4 vinnur einnig) Hf8 36.Hh6 Hfl+ 37.Kh2 Df6 38.De8+ Df8 39. Dxg6+ Dg7 40.De6+ er stutt í endalokin: 40.-HÍ7 41.Hg6; eða 40.- Df7 41.Dg4+ Kf8 42.Dc8+ Ke7 43.Hh7; eða 40.-KÍ8 41.Dc8+ og vinnur. jlÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.