Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1986, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 1986. Utlönd Færeyingurinn hafði það af til hafmeyjunnar Fagnað sem hetju í Kaupmannahöfn eftir 1800 kílómetra róður Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmannahofn: Hin nýja þjóðhetja Færeyinga OveJoensen var þreyttur en yfir sig ánægður er hann lagði að landi í báti sínum, Dana Victoria, við Löngulínu í Kaupmannahöfh í síð- ustu viku. Að baki hafði hann lagt rúmlega 1800 kílómetra, róandi frá Færeyjum til Danmerkur. Tók ferðin 41 sólarhring og hafði Ove Joensen heitið því að stíga ekki í land fvrr en hann legði að landi hjá hafmeyjunni í Kaupmannahöfii. Fékk litla frúin rembingskoss hjá sjóhetjunni, við mikinn fögnuð nær- staddra. Um tíu þúsund manns voru mætt við hafmeyjuna til að taka á móti Ove. Var og fjöldi Færeyinga á staðinum, þar á meðal móðir hans og fjölskylda. Færeysk þjóðhetja Var færeyskum fánum veifað og færeyski þjóðsöngurinn sunginn, við undirleik lúðrasveitar á nærliggj- andi snekkju. Voru um hundrað bátar af öllum stærðum og gerðum á siglingu umhverfis til að hylla sjó- hetjuna sem lá við að rataði ekki í land fyrir bátamergðinni. Er í land var komið dreif að heilla- óskaskeyti og fjölmargar gjafir úr öllum áttum. Borgarstjóri Kaupmannahafhar, Egon Weidekamp, flutti ávarp þar sem hann bauð Ove Joensen vel- kominn og bauð honum „góða nótt“. Kaupmannahafnarborg gaf kapp- anum nefnilega forláta tvíbreitt rúm svo að hann gæti hvílt lúin bein al- mennilega eftir afrekið. Ove reyndi nýja rúmið samstundis á hafiiar- bakkanum, en náði þó ekki að festa blund. Síðan fylgdi hver ræðan af annarri og loks var Ove ekið í opinni hesta- kerru framhjá Amalíenborgarhöll, framhjá Nýhöfii, þar sem hann hvarf inn á krá til að létta á sér, og loks að Hótel Admiral, þar sem hann gist- ir ffítt í eina viku. Síðan mun Ove fljúga í boði SDSS skipafélagsins til Færeyja. Á blaðamannafúndi sagðist Ove vera hamingjusamasti maður í heimi. Þó sagðist hann ekki hafa ástæðu til að vera sérstaklega stolt- ur. „Ósköp smár“ „Þegar maður situr í árabát á miðju Atlantshafi er maður ósköp smár og því er ég ánægðastur yfir að hafa náð takmarki mínu.“ Gamall sjógarpur Ove Joensen fékk hugmyndina að siglingunni árið 1977 en reyndi fyrst að sigla til Danmerkur árið 1984. Sú tilraun mistókst og einnig önnur til- raun ári síðar, vegna veðurs. í hvorugt skiptið komst kappinn lengra en að Shetlandseyjum. Vegna óhagstæðs veðurs munaði minnstu að Ove hætti við í þetta skiptið en lagði þó í hann. Veðrið seinkaði ferðinni nokkuð, einnig hinar veglegu móttökur er hann fékk allstaðar á leiðinni. Ove er frá eynni Nolsö sem er rétt utan við Þórshöfn og býr þar aðeins 341 maður. Þaðan komu um fimmtíu manns til Kaupmannahafhar til að hylla hetjuna. Hefúr hann alið nær allan sinn aldur á sjónum, eða ffá þrettán ára aldri. Er hann þekktur fyrir alls konar uppátæki á ferðum sínum. Átti hann títt til að hanga lengst upp í reiða er hann sigldi með gömlu skólaskipi í eina tíð og lék hann þar ýmsar listir. Blöð í Danmörku kalla hann gjaman vitlausa Færeyinginn, en Ove Joensen er ekki vitlausari en aðrir ævintýramenn. Sumir klífa tinda, en hans afrek er ekki minna þó á lárétta veginn sé. Verkin tala Ekki hefur verið unnið slíkt afrek á norðurslóðum frá tímum víking- anna og þó eru ekki til neinar heimildir um róður eins manns um svo stóran hluta Norður-Atlants- hafsins. Það sem Winston Churchill á að hafa sagt þykir einkennandi fyrir Ove Joensen. „Maður á ekki að stæra sig af fyrirætlunum sínum, maður bíður þar til þær hafa verið framkvæmdar." Tvíbreiða rúmið frð Kaupmannahafnarborg var óneitanlega mjúkt, en ekki festi þó sjóhetjan blund. Svo mikil var örtröð smábáta er fagna vildu færeysku sjóhetjunni síðustu metra siglingarinnar að Ove Joens- en átti fullt í fangi með að rata lokasprettinn. DV-myndir Haukur Lárus Hauksson Átján hundruð kflómetra róöri iokið. Færeyski ævintýramaðurinn Ove Joensen loks kominn f höfn og haf- meyjan föömuð. Þúsundir fögnuöu kappanum við Löngulinu. Umsjón Hannes Heimisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.