Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1986, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 1986. 15 Meingallað lífeyrissjóðakerfi Lífeyrissjóðakerfi íslendinga er slíkt kraðak að undrun sætir. Vænt- anlega hafa fáir gert sér ljóst hversu gallað kerfið er. Það eru starfandi 90 sjóðir með mjög mismunandi réttindum bæði á pappírunum og í framkvæmd. Marg- ir þeirra eru svo illa staddir fjár- hagslega að þeir geta greinilega ekki greitt þann lífeyri sem þeir hafa heit> ið sjóðfélögum sínum. Takmarkanir á áunnum rétti og varðandi flutning á rétti eru þannig að margir sjóðfélagar greiða væntanlega verulegar fiárhæðir í lífeyrissjóði án þess að öðlast nema skertan rétt út á það. Hins vegar býður hið margfalda lífeyris- sjóðakerfi upp á að menn tíni saman rétt sinn úr ótal sjóðum þegar að greiðslu lífeyris kemur enda teljast nú um 7300 manns aðilar að sex sjóð- um eða fleiri. Fjölskrúðugt kerfi Svoneftid nafriaskrá lífeyrissjóða 21. nóv. 1984 gefur yfirlit yfir núver- andi lífeyrissjóðakerfi. Af því má m.a. ráða eftirfarandi varðandi ástandið í árslok 1983: a. Lífeyrissjóðimir eru 91 talsins. b. Sjóðfélagar teljast 171.360, þar af eru 13.155 ekki á þjóðskrá lifenda! c. Utan sjóða eru 25.021 eða 14% þeirra sem á þjóðskrá eru. KjaUarinn Kjartan Jóhannsson þingmaður fyrir Aiþýðuflokkinn lýsingar gefa tilefni til að ítreka fáein einkenni kerfisins: a. Það er til marks um hversu skil- virkt kerfið er að til sjóðfélaga teljist 13.155 einstaklingar sem ekki eru í tölu lifenda. b. Sú ofrausn að ætla 240 þús. manna samfélagi um 90 lífeyrissjóði leiðir til þess að langstærstur hluti sjóð- anna er mjög fáliðaður og van- burða. Hjá hinum fámennari sjóðum má nánast ekkert út af bera til þess að þeir lendi ekki í vandræðum og greiðsluþroti. frú hverjum. Þegar kemur að elli- lífeyris- eða örorkulífeyrisgreiðsl- um þeirra 7.300 einstaklinga sem eru í sex sjóðum eða fleiri munu væntanlega um 50 þús. greiðslur fara út mánaðarlega til þeirra. Eiga menn að ganga í sex til níu staði um hver mánaðamót eða fá jafnmargar ávísanir í pósti? Lélegur réttur og réttindasvipting Algengt er að krafizt sé ákveðins „Sjóðfélagar teljast 171.360, þar af eru 13.155 ekki á þjóðskrá lifenda!“ d. 218 eru í 10 lífeyrissjóðum eða fleiri, 7.088 eru í sex til níu lífeyris- sjóðum, 54.403 eru i þremur til fimm lífeyrissjóðum. e. 48 lífeyrissjóðir með færri en 1.000 sjóðfélaga og 29 lífeyrissjóðir með færri en 500 sjóðfélaga. Einkenni kerfisins Ekki er ástæða til að ætla að ástandið í lífeyrissjóðakerfinu hafi tekið umtalsverðum breytingum síð- an þetta yfirlit var unnið. Þessar c. Hið íjölskrúðuga lífeyrissjóðakerfi leiðir vitanlega til þess að margir safna réttindum í mörgum sjóðum. Það má þá vera umhugsunarefhi hvemig fólkinu í landinu gengur að halda til haga réttindum sínum og e.t.v. rifja það upp nokkra ára- tugi aftur í tímann í hvaða lífeyris- sióði það hafi verið á hverjum tíma. Á hinn bóginn felst vitaskuld í kerfinu að þegar þar að kemur skuli fólk tína lífeyrisgreiðslur sín- ar úr ýmsum áttum, sína ögnina lágmarkstíma t.d. fimm ára iðgjalda- greiðslu til þess að fólk öðlist rétt til lífeyris. Þegar sjóðfélagi hættir þátttöku í lífeyrissjóði, t.d. vegna starfsskipta, er algengast að réttindi falli niður ef ekki eru uppfyllt skil- yrði um tiltekið lágmark greiðslu- tíma. Þótt skilyrðum um lágmarks- réttindatíma sé fullnægt breytist réttarstaðan að ýmsu leyti við úr- göngu. Algengast er að réttur til bamalífeyris eða örorkulífeyris falli niður. 1 sjóðum, þar sem réttindi em framreiknuð, fellur slíkur fram- reikningur niður við úrgöngu, og í sumum sjóðum verður verðtiygging einskis virði. Af þessu mú ráða að mörg iðgjal- dagreiðslan ber ekki ávöxt í réttind- um. Sá sem yfirgefur tiltekinn sjóð of snemma vegna þess að hann skipt- ir um starf kann að hafa greitt í sjóðinn til einskis því að réttur hans hefur ýmist aldrei orðið neinn eða rýmar og glatast að meira eða minna leyti vegna ýmissa mjög mismunandi sérákvæða. Flutningur réttinda milli sjóða var mjög algengur um skeið, en á undan- fömum árum hafa flestir sjóðimir stöðvað flutning réttinda til sín. Þess vegna fjölgar nú þeim stubbum og stúfum af iðgjaldagreiðslum sem veita engin eða mjög takmörkuð réttindi. Má þetta vera til marks um hversu öfugsnúið núverandi lífeyriskerfi er þegar fólki er gert skylt að greiða í lífeyrissjóði en í rauninni er undir hælinn lagt hversu mikil réttindi það hlýtur að launum vegna þess að uppsafhaður réttur við starfsskipti verður að engu. Að mínum dómi er meira en mál til komið að stokka þetta kerfi upp. Einfaldast, ömggast og rökréttast er að hafa einn lífeyris- sjóð fyrir alla landsmenn. Kjartan Jóhannsson Fjallalamb auglýsingamanna Fólk um allt land hlær að fjalla- lambinu svokallaða. í rúmlega ellefu aldir hafa íslendingar étið lambakjöt og talað um lambakjöt án þess nokkm sinni að minnast á fjallgarða í sama mund. Auglýsingamennimir og markaðs- nefhdarmennimir, sem fimdu upp á því að fara að kalla íslensku sauð- kindina fjallalamb, gerðu mikla skyssu með því. Þeir tóku ekki með í reikninginn að jafhvel máttur aug- lýsinganna er ekki svo mikill að hann fái breytt aldagamalli mál- venju með nokkrum Mogga- og sjónvarpsauglýsingum. Léleg fagmennska Auglýsingamennimir sýndu lélega fagmennsku þegar þeir fóm að kynna fjallalamb án þess að kanna fyrst hvemig hugtakið mundi leggj- ast í fólk. Þeir hugsuðu ekki um að hvert mannsbam hefur alist upp með sauðfjárafurðir á matborðinu. Þar hafa hlutimir heitið sömu nöfnum alla tíð. Þess vegna hittir maður svo ekki mann að viðkomandi hlæi ekki að nýju fjallalambsnafhgiftinni. Ef ég hef auglýsingamennina fyrir rangri sök þá er það jafhvel ennþú verra fyrir þú. Ef þeir höfðu í raun og vem hugsað út í afleiðingamar, þá hefðu þeir auðvitað aldrei átt að leggja upp í herferðina. örvænting Söluherferðin á lambakjötinu lýsir mikilli örvæntingu söluaðila og framleiðenda. Þeir ganga svo langt að búa til nýtt nafii á afurðina í von um að hinn nýi hljómur selji betur. Minnkandi sala á lambakjöti er eðlileg afleiðing af því að aðrar fæðutegundir fást ódýrari. Það er eðlilegt að fólk fái leið á sauðfjár- afurðum, því að þar til fyrir nokkrum árum var lítið annað kjöt að fá á skaplegu verði. Kinda- og lambakjöt hefhr alltaf verið misjafnt að gæðum, og æ fleiri hugsa sig um tvisvar áður en þeir leggja sér harða dýrafitu til munns. En heimskuleg afskipti stjómvalda af hefðbundnum 'andbúnaði hafa valdið því að offramleiðsla er á sauð- fjárafúrðum. Bændum er haldið í ánauð með ríkisstyrkjum til að fram- leiða vöm sem selst minna og minna. Þetta á einnig við um mjólkiufram- leiðsluna. Kjallariim Fjallalambið seldist ekki Fjallalambsherferðin mistókst. Sala á lambakjöti hélt áfram að minnka þrátt fyrir nýjar pakkningar og auglýsingaskothríð í Mogganum og sjónvarpinu. Milljónum hefur verið eytt til ónýtis. Fjallalambið var dauðadæmt frá byrjun, og það hefðu aðstandendur söluátaksins átt að vita. Hins vegar ber minna á hinni sölu- herferðinni fyrir lambakjötinu. Hún felst í 20% verðlækkun á kinda- og lambakjöti, og kostar skattgreiðend- ur nokkur hundmð milljónir króna. Fyrir þessi hundmð milljóna hefði mátt fá nokkra vömbíla til að aka með umframkjötbirgðimar út í sjó. Fyrir afganginn hefði mátt bjóða bændum í svo sem einni sýslu að velja um tvennt: að bregða búi og græða vel á því, eða fara út í eitt- Ólafur Hauksson ritstjóri og útgefandi hjá Sam-útgáfunni „Söluherferðin á lambakjötinu lýsir mik- illi örvæntingu söluaðila og framleið- enda.“ hvað annað en hefðbundinn land- búnað. Þegar til lengdar lætur hefði það þar að auki sparað niðurgreiðsl- ur í framtíðinni. Neytendur hefðu ekki tapað þótt lambakjötið hefði ekki lækkað um 20%. Þeir hefðu í staðinn getað haldið áfram að kaupa fugla-. svína- eða nautgripakjöt, og þannig tiyggt framleiðendum þeirra afúrða áfram góða sölu, svo þeir gætu haldið verð- inu lágu áfram. Lækkað verð fæst nefhilega með mikilli og hagkvæmri framleiðslu. Lækkunin á lambakjötsverðinu veldur því að minna selst af öðru kjöti. Framleiðendur þess þurfa að mæta því tapi með því að selja hverja einingu á hærra verði en ella. Þegar niðurgreiðslumar hætta er hringn- um lokað og þá hafa allir tapað. Ólafur Hauksson » ' ' T' „Bændum er haldið i ánauð með rikisstyrkjum til að framleiða vöru sem selst minna og minna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.