Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1986, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1986, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 1986. MÁÍ* Iþróttir Húsvík- ingar á LSfT^* i Anna GaxöaraiótCr, DV, Húsavík Völsungar náðu forystunni í 2. deild með sigri sínuni á Þrótti á föstudagskvöldið. Þetfa var slakur leikur hjá Húsvíkingum en sigurinn var eigi að síður sætur. Mikil stemrnning var á leíknum en um 400 manns mættu á völlinn og hvöttu sína menn vel. Það var Kristján Olgeirsson sem skoraði sigurmarkið. Völs- ungur fékk þá hornspyrnu sem Grétar Jónsson tók. Hann gaf á Kristján sem skoraði með þrumuskoti utan úr teig. Fallegt mark. Eftir markið sóttu Þrótt- arar meira enda drógu Völsung- baka. Völsungum voru þeir •istján, Sigurgeir Stefánsson og Birgir Skúlason bestir en Sverrir Brynjólfsson var bestur Þróttara. -SMJ Siglfirð- ingar felldu toppliðið Siglfirðingar unnu sanngjarn- an sigur á toppliði 2. deildar á Siglufirði á föstudagskvöldið. Það er greinilegt að lið sækja ekki guil í greipar þeim Siglfirð- ingum og eru þeir erfíðir heim að sækja. Leiknum lauk 2-0 eftir 5 heimamertn höfðu náð tveggja rka forystu. Siglfirðingar skoruðu sitt fyrsta mark á 28. mínútu og var þar Óli Agnarsson að verki. Og fimm mínútum síðar bætti Haf- rár Kolbeinsson við öðru marki. seinni hálfleik koiiiust Selfyss- ingar meira inn í leikínn og náði þá gamla kempan Tómas PáJsson að minnka muninn. Sigur Sigl- firðinga yar sanngjarn en þeir Hafþór, ÓJi og þjálfarinn, Gústaf Björnsson, voru bestir heima- manna. -SMJ Maricaregn í Laugardal Það var mikið markaregn í I^augardalnum í leik Vfkings og Njarðvíkmga í 2. deildinni Mörkin urðu 10 áður en yfir lauk. Varnir liðanna og mark- menn voru ekki í sínu besta formi og fengu ýmisleg furðuleg mörk að sjá dagsins Ijós. Ekkert mark var sérkennilegra en ann- að mark Njarðvíkinga. Það skoraði Ragnar Hermannsson með skoti af rúmlega 40 metra færi. Boltinn hafnaði efst í norni Víkingsmarksins. Markvörður- inn misreiknaði boltann allveru- léga og taldi að hann færi yfir markíð. Mörk Vfkings í leiknum voru skoruð af þrem mönnum. Elías Guðmundsson skoraði þrjú mörk, þár af tvö úr vítum. Andri Marteinsson og Jón Bjarni Guð- mundsson skoruðu tvö mörk hvor. Unnar Stefáhsson og Jón P, Jónsson skoruðu hin mörk Njarðvfkinga. Elías og Andri voru bestir hjá Víkingum en yfir- leitt gekk leikmönnum illa að fóta sig é hálu gervigrasinu en mikið rigndi á meðan á leik stóð. -SMJ 4»WH «Wt|F» ®<®*i*- rnm***- • Björn Rafnsson skoraði sigurmark KR-inga úr vítaspyrnu. DV-mynd Brynjar Gauti Heimir hetja KR-inga - í sigurieík í Kópavogi KR-ingurinn ungi, Heimir Guðjóns- son, var heldur betur í sviðsljósinu þegar KR-ingar lögðu Breiðablik að velli, 2-1, í Kópavogi. Heimir, sem átti skot í þverslána á marki Breiðabliks í upphafi leiksins, jafnaði, 1-1, fyrir KR og síðan fiskaði hann vítaspyrnu rétt fyrir leikslok. Það var Björn Rafhsson sem skoraði sigurmark KR úr vítaspyrnunni. Leikurinn, sem fór fram við bestu aðstæður, var frekar slakur. Lítið sást af samleik heldur einkenndist leikur- inn af langspörkum og hlaupum. Guðmundur V. Guðmundsson skoraði mark Breiðabliks í upphafi seinni hálf- leiksins með góðu skoti - knötturinn fór út við stöng án þess að Stefán Jóhannesson, markvörður KR, ætti möguleika að verja. Maður leiksins var Heimir Guðjóns- son. Púað á Souness og leikmenn Rangers - á Ibrox þar sem Dundee Utd vann sinn fýrsta sigur í sex ár Róbert Roheiisscm, DV, Skotiandi: Lærisveinar Graeme Souness hjá Glasgow Rangers máttu sætta sig við tap, 2-3, fyrir Dundee United á Ibrox Park á laugardaginn. Þetta var fyrsti sigur Dundee-liðsins á Ibrox í sex ár. Lengi framan af leilcnum leit út fyrir öruggan sigur Rangers þar sem Ally McCoist skoraði tvö mörk fyrir liðið. Leikmenn Rangers léku mjög vel í fyrri hálfleiknum og voru áhorfendur mjög ánægðir. I seinni hálfleik sóttu leikmenn Dundee Utd í sig veðrið og þeir skor- uðu þrjú mörk á síðustu 20 mín. leiksins. Öll mörkin komu eftir mistök varnarmanna Rangers. Kevin Gailacher skoraði tvö og Ian Redford, fyrrum miðherji Rangers, skoraði sig- urmarkið með skalla rétt fyrir leiks- lok. 44 þús. áhorfendur fóru óhressir heim. Þeir hrópuðu og púuðu á leik- menn Rangers. Það er greinilegt að stuðningsmenn Rangers eru ekki á- nægðir með gengi Hðsins sem er dýrasta lið Skotlands. Aftur á móti voru stuðningsmenn Celtic ánægðir eftir 1-0 sigur Celtic yfir Clydebank. Mo Johnston skoraði markið. Aberdeen vann sigur, 2-0, yfir Ham- ilton. Billy Stark skoraði bæði mörkin. Jim Leighton, markvörður Aberdeen, varð að fara af leikvelli í seinni hálf- leik. Hann fékk sár á höfuðið eftir að hafa lent í samstuði við Willie Jamie- son. -SOS Tottenham og Everton vilja Gough Röbeit Róberlssan, DV, Sœtlaridi: Tottenham og Everton keppast nú um að fá til sín skoska lands- liðsmanninn Richard Gough frá Dundee United. Tottenham bauð 700 þús. pund í Gough, sem er tal- inn besti varnarmaður Skotlands. Watson. Norwich vildi fá milljón í gær bauð Everton 760 þús. pund í hann. Mikil meiðsli eru hjá leikmönn- um Everton og eru fjórir varnar- menn á sjúkralista. Everton bauð Norwich 700 þús. pund fyrir Dave pund fyrir kappann. Everton var ekki tilbúið að greiða þá upphæð, þannig að ekkert varð úr því að Watson færi til Everton -sos •Graeme Souness. sigrar Bayern Múnchen og Hambuiger - og Bayer Uerdingen á toppnum í V-Þýskalandi • Brehme skoraði sitt ryrsta mark fyrir Bayern. Aöi ISmaiæon, DV, Þýskaiandi Bayer Uerdingen hefur nú foryst- una í Bundesligunni eftir að tvær umferðir eru búnar. Þess ber þó að geta að Uerdingen hefur leikið gegn báðum þeim liðum sem komu upp úr 2. deild. Nú um helgin unnu þeir Blau- Weiss Berlín, 2-1. Þetta var fyrsti leikur Uerdingen á nýuppgerðum heimavelli þeirra og var leikur þeirra ekki sannfærandi. Mikið treyst á markaskorararan Stefan Kuntz í framlínunni. Með horium þar lék yngsti leikmaður Bundesligunnar, Witecek, en hann er aðeins 17 ára. Hann stóð sig illa í leiknum. Það var Funkel sem skoraði bæði mörk Uerd- ingen. Ath stóð sig sæmilega en var skipt út af í seinni hálfleik. Hann fékk 3 og 4 í einkunn hjá þýsku blöðunum. Bayern Múnchen vann Fortuna Dússeldorf, 3-0, en meistararnir náðu þó ekki að skora fyrr en á 68. mínútu. Þeir voru varkárir í leik sínum enda töpuðu þeir báðum leikjum sínum gegn Dússeldorf í fyrra. Það er greini- legt að miðjuspil Bayern Múnchen er ekki eins öflugt og í fyrra enda Sören Lerby horfinn á braut. Reinhold Mathy skoraði tvö mörk og Andreas Brehme eitt. Lið Werder Bremen lélegt Óvæntustu úrslit helgarinnar voru sigur Hamburger SV á Werder Brem- en. Yfirburðir Hamborgarliðsins voru miklir og lauk leiknum 3-0. I?yrir tímabilið var Hamborgarliðinu ekki spáð mikilli velgengni og er greinilegt að lið Werder Bremen er ekki eins sterkt og undanfarin ár. Þá söknuðu þeir greinilega varnarmannsins sterka, Bruno Pezzey, í þessum leik. Gruendel skoraði tvö mörk og Man- fred Kaltz skoraði eitt fyrir Hamborg. Eftir leikinn sagði þjálfari Bremen að þetta hefði verið lélegasti leikur Brem- en- liðsins undir hans stjórn. önnur úrslit urðu þau að Kaisers- lautern og Borussia Mönchenglad- bach gerðu 1-1 jafntefli. Nurnberg og Bochum gerðu 3-3 jafntefli en Schalke vann Waldorf Mannheim, 3-1. Á föstudagskvöldið urðú tvö 0-0 jafn- tefli. Hjá Borussia Dortmund og Bayer Leverkusen og einnig hjá Köln og Eintracht Frankfurt. Þykir mörgum nóg um lélegt gengi Kölnarmanna nú í upphafi en liðið keypti mikið af leik- mönnum til sín fyrir tímabilið. Morten Olsen var bestur Kölnara. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.