Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1986, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1986, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 1986. MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 1986. Keflvíkmgar sigruðu íþróttir • Magnús Ólafsson. Glæsilegt íslandsmet hjá Magnúsi Halþór Guámundssan, DV, Madrid; Magnús Olafsson setti nýtt glæsilegt íslandsmet í 200 m skriðsundi á heimsmeistara- keppninni í sundi í Madrid í gær. Magnús bætti met sitt um tvær og hálfa sekúndu. Hann synti á 1:55,09 mín. en gamla metið hans var 1:57,83 mín. „Mér tókst vel upp í sundinu," sagði Magnús eftir sundið en hann synti mjög vel. Magnús var skráður nr. 46 af 60 keppendum fyrir sundið. Eflir sundið var hann kominn upp í 37 sætí þahnig að hann ílaug upp eílir listanum. Eðvarð Þór Eðvarðsson keppti í 100 m bringusundi í gær sem er ekki aðalgrein hans. Hann lagði ekki mjög mikla áherslu á sundið, mætti órakaður til keppni. Eðvarð Þór synti vegalengdina á 1:08,92 mín. -sos. Magnus GÉlason, DV, Suðumfisjum: Keflvíkingar sigruðu Víði í nokkuð dauíúm leik hér í Keflavík í gær- kvöldi. Voru leikmenn beggja liða nokkuð kærulausir á köflum. Það mátti reyndar búast við hörðum og spennandi leik því bæði liðin urðu að vinna þennan leik. Bæði liðin reyndu að leika knattspymu en það gekk brö- suglega. Keflvíkingar náðu tveggja marka forystu í byrjun fyrri hálfleiks og kom það fram í leik þeirra. Þeir urðu varkárari í sóknaraðgerðum sín- um og Víðismenn komust meira inn í leikinn. Sterk vöm og góður mark- vörður sá til þess að stigin þrjú urðu eftir í Keflavík. Þetta var þýðingar- mikill sigur fyrir Keflvíkinga en þeir hafa nú góðan möguleika á Evrópu- sæti. Keflvíkingar vom mun ákveðnari í upphafi leiksins og fengu fljótlega gott marktækifæri þegar Bjöfgvin Björg- vinsson komst á auðan^sjó en Gísli varði vel. • Á 13. mínútu kom fyrsta mark Keflvíkinga. Gunnar Oddsson fékk þá boltann fyrir utan vitateig Víðis- manna og lék inn í teig þar sem hann skaut óvæntu skoti í vinstra mark- homið - óverjandi fyrir Gísla mark- vörð. Þama bjuggust flestir við þvi að Gunnar gæfi boltann en hann af- greiddi hann þá laglega inn. • Þrem mínútum síðar kom annað mark Keflvíkinga. Sigurður Björg- vinsson komst þá inn að endamörkum og gaf fyrir á Freyr Sverrisson sem skallaði boltann laglega inn. Víðismenn sækja Víðismenn gerðu eina breytingu í hálfleik þegar þeir settu Gísla Eyjólfs- son inn á og Daníel Einarsson var færður fram. Á 48. mínútu átti Daníel einmitt þrumuskot á mark ÍBK úr aukaspymu. Þorsteinn Bjamason kallaði „farinn“ en í því skall knöttur- inn í þverslána og endasentist þaðan út á völl. Víðismönnum tókst þó lítið að komast áleiðis gegn sterkri vöm Keflvíkinga sem beittu helst fyrir sig skyndisóknum. • Það var ekki fyrr en þrjár mínút- ur voru eftir til leiksloka að Víðs- mönnum tókst að skora. Eftir lipurt þríhymingaspil Víðismanna afgreiddi Grétar Einarsson boltann inn með glæsilegu skoti. Hjá Keflvíkingum átti Gunnar Oddsson bestan leik. Hann vann vel og skapaði sér færi. Þá átti hann margar góðar sendingar. Þorsteinn stóð sig vel í markinu og þeir Valþór, Sigurður og Freyr léku allir þokka- lega. Hjá Víðismönnum var Óli Róberts- son góður en Dam'el var góður á meðan hann var í vömini. Guðjón og yilberg áttu einnig ágætan dag. Áhorfendur: 1120 Dómari: Baldur Scheving og dæmdi hann vel. Liðin: Þorsteinn Bjamason, Gísli Grétarsson (Jóhann Magnússon á 76. mín.), Einar Ásbjöm Ólafsson, Valþór Sigþórsson, Sigurjón Sveinsson, Sig- urður Björgvinsson, Rúnar Georgsson, Freyr Sverrisson, Gunnar Oddsson, Óli Þór Magnússon, Björgvin Björg- vinsson (Skúli Rósantsson á 67. mín.). Víðir: Gísli Heiðarsson, Ólafur Ró- bertsson, Vilhjálmur Einarsson (Gísli Eyjólfcson á 46. mín.), Daníel Einars- son, Klemenz Sæmundsson, Grétar Einarsson, Mark Duífield, Guðjón Guðmundsson, Bjöm Vilhelmsson, Vilberg Þorvaldsson (Helgi Bentsson á 79. mín.) Maður leiksins: Gunnar Oddsson ÍBK. -SMJ 21 Iþróttir Eru Framarar að i missa af lestinni? - gerðu jafntefli við FH og hafa misst foiystuna til Valsmanna rétt eina ferðina enn Kristinn Jónsson sést hér skora fyrra mark Fram gegn FH. DV-mynd Brynjar Gauti „Það er erfitt að segja hvað er að. Við spiluðum vel i bikarkeppninni en ekki núna. Það var ákaflega slæmt að missa þessi stig. Þetta er hins vegar allt opið ennþá. Við verðum að hafa það hugfast að enn em eftir þrjár umferðir, “ sagði Guðmundur Steins- son fyrirliði Fram eftir að Framarar höfðu gert 2-2 jafntefli gegn FH. Það var dapurleg stemmning í herbúðum Framara eftir leikinn. Ekki nema von, forysta sú sem öllum virtist ætla að duga Frömurum til að vinna fyrsta íslandsmeistaratitilinn síðan 1972 er horfin. Framarar hafa misst forystuna til Valsmanna sem nú leiða deildina með eins stigs forystu. FH-ingar fengu „Fram fékk gefíns tvö víti“ - sagði Ingi BJöm Aibertsson „Það er auðvitað ergilegt að Frömurum voru hrein- lega geíhar þama tvær vítaspymur. Ég skil til dæmis ekki seinni vítaspymuna en þá fór boltinn í andlitið á Ólafi Kristjánssyni og síðan í höndina á Viðari Þorkels- syni Framara. Boltinn fór aldrei í höndina á FH-ingi,“ sagði Ingi Bjöm Albertsson, þjálfari F'H-inga, eftir leik- inn en það var þungt í FH-ingum út af þessum víta- spymudómum en tvær vítaspymur vom dæmdar á þá í leiknum. Eftir að Þóroddur dómari hafði flautað leik- inn af var hann umkringdur af leikmönnum og liðsstjór- um FH og var greinilegt að þeir vom mjög ósáttir við dómgæslu Þórodds. „Annars er ég ánægður með fá stig gegn toppliðinu í deildinni og það á þeirra heimavelli. Þetta var ágætur leikur hjá okkur og við áttum meira í leiknum lengst af. Ég gerði ákveðnar breytingar á liðinu fyrir leikinn og þær gengu uppsagði Ingi Bjöm sem fékk að sjá gula spjaldið í leiknum og verður því að öllum líkindum í banni í næsta leik. -SMJ Þóroddur Hjaltalin sýnir Inga Bimi gula spjaldíö. þama hins vegar dýrmætt stig í fall- baráttunni. Leikurinn í gær var ekki vel leikinn en spennandi var hann. • Framarar vom mun sprækari í byrjun og náðu forystunni á 10. mín- útu. Var þar að verki Kristinn Jóns- son. Ormar Örlygsson gaf þá fasta sendingu fyrir markið. Þar tók Krist- inn við boltanum og tók hann laglega niður, sneri á einn vamarmarm og skaut undir Halldór í marki FH. Á 26. mínútu fengu Framarar vítapymu eft- ir að Ingi Bjöm, sem lék í vöminni að þessu sinni, hafði verið að kljást við Guðmund Torfason út við endalínu í vítateignum. Þetta var strangur dóm- ur. Ekki virtist ljóst í fyrstu hver tæki vítaspymuna en að lokum var það fyrirliðinn Guðmundur Steinsson sem það gerði. Hann virtist eitthvað óör- uggur og skaut framhjá markinu. FH skorar tvö mörk á tveim mínútum I seinni hálfleik voru Framarar mun meira með boltann framan af en gekk illa að skora enda var FH-vömin traustari nú en undanfarið og Halldór í markinu var mjög ömggur. • FH-ingar jöfnuðu síðan óvænt á 66. mínútu. Var þar að verki Hörður Magnússon eftir góða sendingu frá Ólafi Danivaldssyni. Hörður afgreiddi boltann laglega inn af stuttu færi. • Tveim mínútum síðar skorað Ól- afur Danivaldson furðulegt mark. Magnús Pálsson gaf þá sendingu inn í vítateig þar sem Ólaíúr virtist vera rifinn niður af vamarmanni. Hann náði þó að teygja sig í boltann og ýta honum að markinu. Friðrik rann til, náði ekki í knöttinn og hann „lak“ inn. Þetta var ákaflega klaufalegt hjá Friðrik. Nú höfðu svo sannarlega skipast veður í lofti hjá Frömurum og urðu þeir að fara að sækja af fúllum krafti en áður virtist einhver dofi vera yfir sóknaraðgerðum þeirra. Þeir vildu fá vitaspymu þegar Guðmundi Steins- syni var skellt við vítateig en Þórodd- ur dómari taldi brotið hafa verið utan vítateigsins. Hann dæmdi þvi auka- spymu þrátt fyrir áköf mótmæli Framara. • Á 85. mínútu náðu síðan Framar- ar að jafna leikinn og kom það mark úr umdeildri vítaspymu. Þóroddur dómari taldi að boltinn hefði farið í hendina á vamarmanni FH en þeir \dldu hins vegar meina að hann hefði farið i hendina á Viðari Þorkelssyni Framara. Að þessu sinni tók Guð- mundur Torfason spymuna og þrumaði hann boltanum inn. Framarar virðast haldnir einhverju sleni nú um þessar mundir. Að vísu virðist þetta slen aðeins birtast í deild- arkeppninni. í bikarkeppninni leika Framarar enn af réttri getu. Þeim gengur illa að ljúka sóknum sínum og vörnin er ekki nógu traust. Þá gera sumir vamarmanna Fram sig seka um að hanga alltof lengi á boltanum í stað þess að koma honum í sóknina. Pétur átti góðan leik framan af en datt síðan niður. Þá voru þeir Viðar og Ormar frískir og komu vel fram í sóknina. Ingi Bjöm gerði töluverðar breyt- ingar á liði sinu og þær virtust heppnast ágætlega. Hann spilaði nú sjálfur sem aftasti maður og var sterk- ur í þeirri stöðu - það var greinilegt að hann vissi hvað varnarmennimir ætluðu sér. Ingi Bjöm var nokkuð harðskeyttur í vöminni og fékk að sjá gula spjaldið fyrir vikið. Þá kom Ólaf- ur Jóhannesson sterkur út en hann kom nú inn aftur eftir að hafa verið í fríi. Þá vom þeir Hörður og Pálmi ógnandi frammi. Áhorfendur: 890 Dómari: Þóroddur Hjaltalín Liðin: Fram: Friðrik Friðriksson. Ormar Örlygsson, Jón Sveinsson, Þorsteinn Þor- steinsson. Viðar Þorkelsson. Steinn Guðjónsson. Kristinn Jónsson. Gauti Lax- dal (Öm Valdimarsson). Pétur Ormslev. Guðmundur Steinsson (Arrdjótur Daviðs- son). Guðmundur Torfason. FH: Halldór Halldórsson, Magnús Pálsson. Ingi Bjöm Albertsson, Ólafur Jóhannesson. Leifur Garðarsson. Guðmundur Hilmarsson. Kristján Gíslason. Hörður Magnússon (Hlynur Eiríksson). Pálmi Jónsson, Ólafur Kristjánsson. Ólafur Danivaldsson. Maður leiksins: Halldór Halldórsson. FH -SMJ TIL HAMINGJU 200 metraafmælistertaog „kamivalstemmning1 í miðbæ Reykjavíkur er nokkuð sem við ætlum ekki að missa af! Við sendum Reykvíkingum og öðrum landsmönnum hamingjuóskir í tilefni 200 ára afmælis höfuðborgarinnar og væntum þess að hitta sem flesta viðskiptavini okkarog samstarfsmenn í hátíðarskapi. EIMSKIP *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.