Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1986, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1986, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 1986. Hesturinn er efstur. Skriðjöklar Spútnikhljómsveitin hér norðanlands, Skriðjöklar á Akureyri, er ekki af baki dott- in. Piltarnir eru loksins komnir með Hestinn sinn í efsta sæti á vinsældalista rás- ar2. Menn þakka það stór- skemmtilegu myndbandi sem sýnt var í sjónvarpinu sl. mánudagskvöld. Jöklarnir unnu að myndbandinu daginn áður, á sunnudeginum. Öllu var hespað af og myndbandið sent suður í hasti. Og árang- urinn lét ekki á sér standa. Gott á þá á rás 2 eftir allt svindltalið, er nú álit Akur- eyringa sem eru stoltir af hljómsveitinni sinni. Veðurskeyti frá Grímsey Vilborg Sigurðardóttir, sem hefur séð um veðurathuganir í Grímsey, er nú í sumarleyfi. Ekki fékkst afleysingamaður fyrir hana, þannig að nú eru engin veðurskeyti send frá Grímsey. Smábátaeigendur við Eyjafjörð, sem veiða drjúgt við Grímsey, eru óhressir með gang mála. Mörgum finnst nú óþarfi að þeir séu að gera veður út af þessu. Skyldu SUF-arar skamma Steingrim? Frammarar Þing Sambands ungra Framsóknarmanna verður haldið að Hrafnagili í Eyja- firði dagana 29.-30. ágúst. Búist er við hasarfundi þar sem flokksforystan verður gagnrýnd. Finnur Ingólfsson, aðstoð- armaður sjávarútvegsráð- herra og formaður SUF, lætur af störfum sem formaður. Þeg- ar er komið framboð í for- manninn og er það Gissu'r Pétursson, fyrrum fréttamað- ur og starfsmaður SUF, sem býður sig fram. Gissur er bróð- ir Helga Péturssonar, fyrrum fréttamanns og núverandi blaðafulltrúa Sambandsins. Tannpíndir tannar „Munum ekki beygja okk- ur,“ sagði formaður tann- lækna í Morgunblaðinu á dögunum um tannlæknadeil- una svonefndu. Það verður greinilega erfitt að fara til tannlæknis á næst- unni. Sólartann- læknir Ingvi Jón Einarsson er ein- hver vinsælasti tannlæknir- inn á Akureyri og þykir hann sérlega lipur. Það skemmti- lega við tannlæknastofu hans er að þar er hann líka með sólbaðsstofu. Eru mörg dæmi þess að sjúklingar hans hafi farið beint úr tannlækna- stólnum og yfir á sólbekkinn. Gott framtak hjá Ingva. Halldór skoraði Halldór Áskelsson, lands- liðsmaður í knattspymu, hjá Þór á Akureyri, skoraði loks- ins mark í sumar. Það var í síðustu viku þegar Þór og KA kepptu í Akureyrarmótinu. Ótrúlega óheppinn í sumar, Halldór, því að sögn fróðra hefur hann átt vel yfir tíu stangarskot í sumar. Hárgreiðsla Gríðarleg ásókn er í hár- greiðslunám við Verkmennta- skólann á Akureyri. Alls 30 umsóknir bárust fyrir vetur- inn en einungis 12 komast að. Að sögn kennslustjórans hefðu enn fleiri umsóknir bor- ist, ef ekki hefðu ve'rið sett þau skilyrði að væntanlegir nem- endur væru á samningi í faginu, eða hefðu loforð um samning. Júlí- sprengja „Júlí var algjör sprengja," sagði Bersi Þorsteinsson, hót- Sandkom elstjóri á Blönduósi, i samtali við Dag í síðustu viku um ferðamannastrauminn til Blönduóss í júlí. Um rekstur hótelsins sagði Bersi að senni- lega hefði hann aldrei verið betri og „væri hagnaðurinn langt umfram verðbólgu." Oft er talað um mikinn hagnað, eða að tekjur séu langt umfram gjöld, én nýja mælieiningin er semsé að hagnaðurinn sé langt umfram verðbólgu. Hversu mikill hagnaður skyldi það nú ann- ars vera? Þær eru nákvæmar í peninga- málum i kvöldsölunni hjá KEA. Tilbage Það hlýtur að vera ná- kvæmt uppgjörið í kvöldsöl- unni í kjörbúð KEA við Ráðhústorgið á Akureyri. 1 síðustu viku kom þar við- skiptavinur og keypti fyrir 707 krónurog 10 aura. Hann borg- aði með 1000 króna ávísun. Og eins og fóik gerir oft tíndi hann jafnframt til sjö krónur og fann síðan í vasánum fimm- aur til viðbótar sem hann lét einnig fylgja. Allt gert til að fá sléttar 300 krónur til baka. En viti menn, afgreiðslu- stúlkan lét hann frá 299 krónur og 95 aura til baka. SennilegamunarKEA nú ekki um fimmaurinn en lík- lega er ástæðan sú að stúlkan er aðeins „tilbage" i afgreiðsl- unni. Umsjón: Jón G. Hauksson SIÆKKUM 1 5AMDÆGUR5 Mú stæKKum við litmyndir samdægurs. Eftir að hafa framKallað litmyndir í 5 ár er oKKur það sérstöK ánægja að Kynna þessa nýju þjónustu sem er einsdæmi hér á landi. Þú Kemur með filmuna þína framKallaða fyrir Kl. 11 að morgni og við stæKKum myndirnar samdægurs eftir þínum ósKum. Að sjálfsögðufærðu ráðleggingar um myndir og myndatöKur í Kaupbæti. V/erð á stæKKunum: 13 x 18 cm 140 kr. 18 x 24 cm 210 Kr. 20 x 25 cm 250 kr. 24 X 30 cm 420 kr. 28 x 35 cm 570 kr. 30 x 40 cm 810 kr. Eins og áður getur þú skotið filmunni þinni inn til okkar og skroppið í bæinn. Eftir klukkutíma eru myndirnj tilbúnar og þú tekur þaer á leiðinni heiml Þægilegra getur það varla verið. EXPftE L I T M Ym Póstsendum um allt land S ára reynsla V IÐ SETJUM MYMDQÆÐIH OFAR ÖLLU á óOmínútu í HÚSI HÓTEL ESJU SUÐURLANDSBRAUT 2 S. 82219 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 31., 34. og 44. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign- inni Brekkulandi 8, Mosfellshreppi, þingl. eign Auðar K. Viðarsdóttur og Sturlu Rögnvaldssonar, fer fram eftir klöfu Guðmundar Óla Guðmundssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 21. ágúst 1986 kl. 15.30. _____________________Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 31., 34. og 44. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign- inni Lækjarmót Elliðakotslandi, Mosfellshreppi, þingl. eign Bimu Magnús- dóttur, fer fram eftir kröfu Amar Höskuldssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 21. ágúst 1986 kl. 17.30. _________________________Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 31., 34. og 44. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign- inni Neströð 1, Seltjarnarnesi, þingl. eign Teits Lárussonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka islands og Ólafs Gústafssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 21. ágúst 1986 kl. 14.45. ________________________Baajarfógetinn á Seitjamamesi. Gunnar Ásgeirsson hf. Suöurlandsbraut 16 11? 91-35200 Hvaó er heimili ,, án Husqvarna? Eigum nú fyrirliggjandi: Husqvarna Classica 100 á kr. 14.274,- Husqvarna OPTIMA 150 á kr. 17.999,- Husqvarna OPTIMA 190 á kr. 21.808,- Husqvarna PRISMA 980 á kr. 45.395,- Husqvarna PRISMA 950 á kr. 35.292,- (h) Husqvarna saumavélar borga sig

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.