Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1986, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1986, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 1986. KIMAC sambyggö trésmiöavél, 3ja fasa, er með 3 mótorum, sem hver er 3 h., og einum mótor sem er 'A h. KIMAC trésmiöavélin er einnig fáanleg með 1 fasa mótorum. Sýningarvél fyrirliggjandi. ÍIS'BO'RC sf Umboðs- og heildverslun Smiðjuvegi 11 Sími 91-64 1212 200 Kópavogur « ,i RÍKISSPÍTALARNIB lausar stöður Hjúkrunarfræðingar óskast við Geðdeild Landspítal- ans. Sjúkraliðar óskast við Geðdeild Landspítalans. Starfsmenn óskast á Geðdeild Landspítalans til vinnu inni á deildum. Starfsmenn óskast til ræstinga við Geðdeild Landspft- alans. Einnig óskast hjúkrunarfræðingar til fastra næturvakta á Geðdeild Landspítalans. Um er að ræða ýmsar deildir á Landspítalalóð og að Kleppi. Upplýsingar um ofangreind störf veitir hjúkrunarfor- stjóri Geðdeildar Landspítalans frá kl. 10 til 12 í síma 381 60. . Læknaritarar óskast við Barnaspítala Hringsins. Stúd- entspróf eða hliðstæð menntun áskilin ásamt góðri kunnáttu í íslensku og vélritun. Upplýsingar veitir skrifstofustjóri Barnaspítala Hrings- ins í síma 29000. Sendimaður óskast í fullt starf við vakt- og flutninga- deild Landspítalans frá 1. september nk. Upplýsingar veitir verkstjóri vakt- og flutningadeildar í síma 29000. Aðstoðarmaður iðjuþjálfa óskast á iðjuþjálfun Geó- deildar Landspítala 31 C. Tilvalið fyrir þá sem hyggja á nám í iðjuþjálfun síðar. Upplýsingar veitír yfiriðjuþjálfi Geðdeildar Landspítala 31 C í síma 29000. Skrifstofumaður óskast við Blóðbankann. ^ Upplýsingar veitir skrifstofustjóri Blóðbankans í síma 29000. Starfsfólk óskast í eldhús Landspítalans. Upplýsingar veitir yfirmatráðsmaður Landspítalans í síma 29000. Sjúkraliðar óskast við lyflækningadeild Landspítala 11 A. Fastar morgunvaktir og/eða fastar næturvaktir koma til greina. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri Landspítalans í síma 29000. Fóstrur og starfsmenn óskast á dagheimili rikisspítala að Kleppi. Upplýsingar veitir forstöðumaður dagheimilisins í síma 38160. Starfsmaður óskast til lagerstarfa við Birgðastöð rík- isspítala, Tunguhálsi 2. Upplýsingar veitir birgðastjóri í sífna 671362. Reykjavík, 18. ágúst 1986 Merming____________ Vináttuleikur Norræna húsið 13. ágúst kl. 20.30: Bokjoo Cho lék á píanó, Sónötu I F-dúr eftir Ha- ydn, Sónötu í Fis moll op. 2 eftir Brahms, Le Tombeau de Couperin eftir Ravel og Mephistowalzer eftir Liszt Bokjoo Cho tók sig til og hélt tón- leika á Höfh í Homafirði og í Borgarfirði auk tónleikanna sem hér um ræðir. Það er lofsvert framtak og er vonandi að hún hafi fengið greitt fyrir í náttúrufegurð. Hún er enn við nám við tónlistarháskólann í Köln. Heimsókn hennar hingað er því í senn hugsuð sem æfingaferð og vináttuleikur og ekki er ætlun mín að taka slíku með smásjárrýni. Þegar nemendur em enn undir handleiðslu kennara síns um túlkun tónverkanna er mikilvægasta fram- lag þeirra sjálfra skilningurinn og sannfæringin. Það getur aldrei verið í kennarans höndum að gæða flutn- inginn endanlegu lifi hversu vel sem Tónlist Atli Ingólfsson hann kann að segja til um einstök atriði túlkunarinnar. Nemandinn verður alltaf sjálfur að safha vís- bendingum kennarans saman í heild, það er hann sem leikur og hefur endanlega yfirsýn yfir afleiðingar. eigin leiks. Þá heyrist oftast hvort nemendum hefur tekist að ná sam- bandi við sjálfa sig gegnum hand- leiðsluna. Þegar nemandi er sannfærður og ánægður fer tónlist að anda eðlilega og ekkert er leikið af kæruleysi. Nemandinn andar og slær hljóm og allir sannfærast um réttmæti hljómsins í því samhengi. Bokjoo Cho komst í flesta staði vel frá tónleikum sínum, þótt framan af, í Haydn og Brahms, hafi mér ein- mitt þótt skorta nokkuð á nærveru hennar sjálfrar í tónlistinni. Án þess að ég þykist vera píanósérfræðingur, myndi ég einnig ráðleggja henni að leggja rækt við aðgreiningu tóna og hendinga með ólíkum tónblæ eða áherslum. Slíkt hefði sérstaklega notið sín í Brahms sónötunni, sem auðvitað býr yfir kynngimagni, Það er ekki nóg að vinna með styrk og hraða hendinganna ef svipur þeirra sjálfra er ekki skýrt dreginn fram. í „Le tombeau de Couperin" eftir Ravel þóttu mér eiginleikar Bokjoo Cho njóta sín vel í framköllun ljóss- ins sem býr í tónlist Ravels. Hér nota ég orðið „ljós“ sennilega um flæðandi hryn og yfirtóna sem eru eins og birta þegar þeir eru látnir heyrast eins og títt er í tónlist Ra- vels. Hér átti Bokjoo tilskilinn léttleika og fágun. Mephisto valsinn eftir Liszt var og leikinn með tilþrifum þótt sums staðar hefði mátt taka dýpra í ár- inni. En við þökkum Bokjoo Cho fyrir ánægjulega kvöldstund. Sendibillinn frá Bretlandi er óvenju litríkur og skemmtilegur aö sjá. DV-mynd KAE Hóstasaftin á Islandsmið- um varð eftirsótt sælgæti Versti óvinur breskra fiskimanna á íslandsmiðum hér fyrr á tímum var kvefið og hálsbólgan. Sjómenn í breska fiskibænum Fleetwood fengu lyfsala bæjarins, James Lofthouse, til að búa til hóstasaft til að lífið yrði þeim bærilegra. Hann varð við þeirri ósk og nú er hóstasaftin orðin að brennisælgætinu „Fisherman’s Fri- end“, vinur fiskimannsins. Nafnið varð til meðal sjómannanna en upp- haflega var varan nafhlaus og var sett á meðalaglös. Glerið reyndist illa í vondum veðrum hér við land og sjó- mennimir, sem voru orðnir hrifhir af brennivökvanum, báðu Lofthouse lyf- sala að breyta vökvanum í fast form. Það var gert og nú fæst brennið í öll- um heimsálfum sem sælgæti. Einnig hefur „Fisherman’s Friend" reynst vel þeim sem hafa verið að hætta að reykja. Það er framleitt í þremur teg- undum og þar af er ein sykurskert. Frá Lofthouse fyrirtækinu, sem nú er eitt af stærstu fyrirtækjunum í Fleet- wood, er kominn fom sendibíll sem er óvenju litríkur og skemmtilegur. Hann verður hér í mánuð og ætlar umboðið, XCO hf., að nota hann til vörukynningar. JFJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.