Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1986, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1986, Blaðsíða 39
í ;i«ji truoa 8t íJtTOA(TlTMAM MÁNUDAGUR 18. ÁGÚST 1986. 39 Utvarp - Sjónvarp Veðiið Jón Sigurbjörnsson leikari kynnir há- tiðardagskrána á Arnarhóli í kvöld. Sjónvaip kl. 20.35: Bein útsending frá Arnarhóli Sjónvarpsdagskráin í kvöld er til- einkuð afmælinu og hef'st bein útsend- ing frá hátíðarhöldunum á Amarhóli strax eftir fréttir. Fylgst verður með því þegar skrúð- göngur koma inn á hátíðarsvæðið og Reykjavíkurlagið verður sungið. Jón Sigurbjömsson leikari kynnir dag- skrána af hálfu borgarinnar en hún hefst klukkan 21.00 með ávarpi Magn- úsar L. Sveinssonar, forseta borgar- stjómar. Síðan frumflytur Sinfóníu- hljómsveit íslands, ásamt 80 manna kór, verk eftir Jón Þórarinsson. Forseti Islands, Vigdís Finnboga- dóttir, flytur ávarp, nýtt leikrit verður flutt eftir Kjartan Ragnarsson um Skúla fógeta og upphaf Reykjavíkur, Gunnar Þórðarson og fleiri leika fyrir dansi og grínaramir Karl Ágúst Úlfs- son og Þórhallur Sigurðsson sprella. Dagskránni lýkur síðan með ávarpi Davíðs Oddssonar borgarstjóra og flugeldasýningu á miðnætti. Kynnar í sjónvarpinu verða Jón Hákon Magnússon, Karítas Gunnars- dóttir og Jón Gústafsson. Borgarbúar geta stigið dans í kvöld, hvort sem þeir verða staddir á Arnarhóli eða við útvarpstækin heima hjá sér. Til dæmis er tilvalið að bregða sér í einn tangó eins og parið hér á myndinni hefur gert. Útvarp kl. 22.20: Afmælisdans Eftir veðurfregnir í kvöld munu þeir Magnús Einarsson og Sigurður Ein- arsson kynna afmælisdanslög fram til eitt eftir miðnætti. Útsending fer fram í stúdíói eitt, með útsýni yfir Amarhól þar sem hátíðarhöld á vegum borgar- innar fara fram. Fyrir utan tónlist af plötum verða fluttar fréttir af gangi mála á Amarhóli og rætt við gesti þar. Nokkrir borgarstjórar Reykjavík- ur munu velja sér óskalög, lesið verður úr annálum og frásögnum sem tengj- ast borgarlifinu og leitað fregna í síma í öðrum bæjum sem halda þennan dag hátíðlegan, svo sem á ísafirði og Eski- firði. Þorgeir Astvaldsson verður á meðal dagskrárgerðarmanna sem sjá um útvarp frá afmælishátiðarhöldum Reykjavíkurborgar. Útvaipy rás 1, rás 2, svæðisútvarp, kl.14.00: Utvarps- stöðvamar saman í eina Á afimælisdegi nefnist dagskrá á vegum rásar 1, rásar 2 og svæðisút- varps Reykjavíkur og nágrennis sem verður útvarpað milli klukkan tvö og sex í dag í tilefni afrnælisins. Þar verða leikin lög sem tengjast borginni og útvarpað verður mörgu af því sem fram fer á fjölskylduhátíð- inni í miðbænum en þar verða alls kyns skemmtiatriði, tónleikar, íþróttasýning og margt fleira. Hver veit nema hægt verði að heyra í út- sæng varpinu smjattið í borgarbúum þegar þeir gæða sér á tertunni löngu. Dagskránni verður útvarpað um dreifikerfi allra útvarpsstöðvanna þriggja og dagskrárgerðarmenn eru frá öllum vígstöðvum, en þeir eru Sverrir Gauti Diego, Kristín Helga- dóttir, Margrét Blöndal, Ólafúr Þórðarson, Ragnheiður Gyða Jóns- dóttir, Þorgeir Ástvaldsson og Þorgeir Ólafsson. Stjómandi útsend- ingar verður Stefán Jökulsson. Veðrið 1 dag verðúr hæg breytileg átt á landinu. Skýjað verður einkum með austurströndinni og á annnesjum norðanlands en víða bjart veður ann- arsstaðar. Hiti á bilinu 8-15 stig j. Akureyri léttskýjað 9 Egilsstaðir alskýjað 5 Galtarviti skýjað 8 Hjarðarnes skýjað 4 Keflavíkurflugvöllur skýjað 10 Kirkjubæjarkla ustur hálfskýjað 7 Raufarhöfn skýjað 6 Reykjavík skýjað 9 Sauðárkrókur léttskýjað 4 Vestmannaeyjar skýjað 8 Útlönd kl. 6 í morgun: Helsinki skýjað 13 Kaupmannahöfn léttskýjað 13 Osló skýjað 10 Stokkhólmur skýjað 12 Útlönd kl. 18 gær: Algarve léttskýjað 22 Amsterdam hálfskýjað lö — Barcelona þokumóða 27 ' (Costa Brava) Berlín skýjað 20 Chicago léttskýjað 25 Frankfurt skýjað 25 Glasgow skvjað 15 London rigning á 20 síðustu klst. Los Angeles heiðskírt 23 Luxemburg skýjað 22 Malaga heiðskirt 30 (Costa DelSoI) Mallorka þokumóða 27 (Ibiza) Montreal léttskýjað 28 New York alskýjað 29^' Nuuk þoka í gr. 6 París þrumuveð- 19 Róm ur heiðskírt 26 Vín hálfskýjað 22 Winnipeg léttskýjað 19 Valencía heiðskírt 33 Gengið Gengisskráning nr. 152-15. ágúst 1986 kl. 09.15 Einingkl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi Dollar 40,600 40,720 41,220 Pund 60,738 60,917 60,676 Kan. dollar 29,203 29,290 29,719 Dönsk kr. 5,2177 5,2331 5,1347 Norsk kr. 5,5167 5,5330 5,4978 Sænsk kr. 5,8594 5,8768 5,8356 Fi. mark 8,2420 8,2663 8,1254 Fra. franki 6,0417 6,0595 5,9709 Belg. franki 0,9485 0,9513 0,9351 Sviss. franki 24,3815 24,4535 23,9373 Holl. gyllini 17,4286 17,4801 17,1265 Vþ. mark 19,6420 19,7000 19,3023 ít. líra 0,02852 0,02861 0,02812 Austurr. sch. 2,7933 2,8015 2,7434 Port. escudo 0,2771 0,2780 0,2776 Spó. peseti 0,3032 0,3041 0,3008 Japansktyen 0,26338 0,26416 0,26280 írskt pund 54,443 54,603 57,337 SDR 49,0502 49,1954 48,993^- ECU 41,4546 41,5772 40,900o Símsvari vegna gengisskráningar 22190. \ MINNISBLAÐ Muna eftir að fá már eintak af

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.