Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1986, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1986, Blaðsíða 40
FRETTASKOTIÐ 62 25 25 Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Hafir þú ábendingu eða vitneskju umfrétt- hringdu þá í síma 62-25-25 Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greiðast 1.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 3.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Japanir era búnir . að kaupa - segir Kristján Loftsson „Það er ekkert mál að selja hvalaaf- urðimar úr landi. Það er þegar búið að því,“ sagði Kristján Loftsson, for- stjóri Hvals hf., í samtali við DV. Eins og kunnugt er eru það nú ein- ungis 49% afurðanna sem selja má úr landi en afgangsins verður að neyta innanlands. Að undanfömu hefur mikið verið spáð í hugsanlega kau- pendur en mikil óvissa hefúr ríkt á þeim miðum. Japanir, sem hingað til hafa verið aðalkaupendur, hafa sagt að þeir muni ekki kaupa af ótta við refsiaðgerðir Bandaríkjamanna en nú virðist annað hljóð í strokknum, sam- ’ ''•kvæmt upplýsingum Kristjáns Lofts- sonar. „Auðvitað em það Japanir sem kaupa, annars kemur fólki þetta ekk- ert við. Það em allir orðnir hundleiðir á þessari vitleysu sem hvalamálið er orðið,“ sagði Kristján. - Þú segir að Japanir ætli að kaupa, hvenær fer fyrsti farmurinn? „Það kemur þér ekkert við.“ - En Japanir ætla að kaupa? „Já, já, þeir ætla að kaupa og ég er löngu búinn að selja þessar afurðir en /fS^þetta kemur fólki bara ekkert við,“ sagði Kristján Loftsson. -KÞ A sjukrahús eftir eldsvoða Kona var flutt meðvitundarlaus á sjúkrahús eftir að eldur kviknaði í húsi við Fjólugötu 2 á Akureyri. Þeg- ar slökkviliðið var kallað út kl. 23.45 logaði allmikill eldur í húsinu sem er kjallari og ein hæð. Reykkafarar bmtust inn í húsið og fundu konuna meðvitundarlausa en hún var ein í húsinu. Vel gekk að r—^jlökkva eldinn. Húsið, sem er gamalt, bámjámsklætt timburhús, er mjög illa farið af eldi og reyk. Talið er að eldur- inn hafi átt upptök sín í kjallaranum en ekki er vitað hverjar orsakir hans em. -BTH Ávallt feti framar SIMI 68-50-60. ÞRDSTIIR SIÐUMULA 10 LOKI Ég fer líka í frí í dag! Banaslys a Patreksfirði E3in Oddsdóttir, DV, PatrekÆrdi sínu og lent á grindverki á móts við látist samstundis. Hann var með Aðalstræti 6 með þeim afleiðingum hjálm á höfði og vélhjólið fúllnægði Atján ára piltur lét lífið á Patreks- að hjólið og hann kastaðist tvær öllum helstu öryggiskröfúm. firði um hádegisbilið á sunnudag. húslengdir. Ekki er hægt að birta nafn piltsins Hann var á ferð eftir Aðalstrætinu að SVo stöddu. og virðist hafa misst vald á vélhjóli Talið er fullvíst að pilturinn hafi ~baj Frjálst, óháö. daqblað MANUDAGUR 18. AGUST 1986. Rússar á Borgarsprtalann Tveir Rússar vom fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Borg- arspítalann með innvortis meiðsli eftir bílveltu sem varð á laugardag við Ytri-Kóngsbakka í Helgafells- sveit. Þriðji Rússinn slapp ómeiddur. Talið er að þeir hafi misst vald á bifi'eiðinni í lausamöl. Að sögn Geirs Ólafesonar, læknis á Borgarspítal- anum, em mennimir ekki lífehættu- lega slasaðir og líður eftir atvikum veL Þeir hlutu báðir rifbrot og Iungnaáverka og liggja á gjörgæslu- deild. -baj/DV-mynd S Veðrið á morgun: Á morgun verður hægur vindur um land altt Á morgun verður hæð suðvestur af landinu en grunnt lægðardrag fyrir jiorðan land. Vindur verður hægur og úrkomulaust um nær allt land. Hitastig verður á bilinu 9-15 stig. Bátsvelta í Skerjafirði Bát, sem var að draga fallhlíf á loft í Skeijafirði, hvolfdi á laugardaginn. Stjómandi bátsins og fallhlífarmaður- inn í toginu lentu báðir í sjónum en var fljótlega bjargað á þurrt af lögregl- unni í Reykjavík. Óhappið varð er stjómandi bátsins, sem hafði siglt upp í vindinn, ætlaði að snúa við en fékk um leið vindhviðu í fallhlífina. Mennimir vom báðir í blautbúningum og varð ekki meint af volkinu. Meðfylgjandi DV-mynd tók S þegar báturinn var dreginn í land. Hann reyndist óskemmdur. -baj Samveldismótið: Jóhann efstur 4 Jón L. Ámason, DV, Landon; Að loknum sjö umferðum á opna breska samveldismótinu í London er Jóhann Hjartarson efetur ásamt bandaríska stórmeistaranum Nick de- Fermian með sex vinninga. ísraels- maðurinn Murey er í þriðja sæti með fimm og hálfan vinning. Tefldar em níu umferðir á mótinu sem lýkur á morgun. Jóhann gerði jafntefli við Englend- inginn Stuart Conquest í fimmtu umferð en vann síðan tvær síðustu skákir sínar, Murey í sjöttu umferð og enska stórmeistarann Plaskett í gær. Jóhann hafði svart í skákinni við Plaskett sem var fjörug og spennandi. Undir lokin sneri Jóhann á Englend- inginn og vann. „Hann lék öllu af sér í tímahraki," sagði Jóhann í samtali við DV. Jóhann tapaði fyrst þegar hann tefldi við Plaskett en síðan hefur hann unnið Englendinginn fimm sinnum í röð. Skákin var rúmir 30 leikir og var lokið rétt áður en rafmagnslaust varð á hótelinu þar sem teflt er. Auk Jóhanns teflir Akureyringurinn Jón G. Viðarsson á mótinu. Hann vann í gær og hefur hlotið þrjá og hálfan vinning. í dag verður aftur teflt. Efetu menn, Jóhann og deFerm- ian, tefla þá saman og hefur Jóhann svart. Bflskúrsbruni á Skaganum Eldur kom upp í bílskúr við Dal- braut á Akranesi á laugardag. Fljót- lega tókst að ráða niðurlögum eldsins en eignatjón varð talsvert. Óvíst er um eldsupptök. -baj 4 4 4 í í 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.