Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1986, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJALS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 450 kr. Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Fjöllin vaxa á víxl Kjötfjöll íslendinga eru nú komin upp í rúm 6000 tonn og hafa nærri tvöfaldazt frá því fyrir réttu ári, þegar þau voru 3.500 tonn. Fjöllin nema nú sem svarar ársneyzlu 100 þúsund manna. Síðan er sláturtíð fram undan og þá verður slegið íslandsmet í kjötfjöllum. Tvennt hefur gerzt á þessum tíma. Til viðbótar við önnur kjötfjöll er nú komið hvalkjötfjall, sem nam um 1000 tonnum, þegar hlé var gert á veiðum um daginn. Ennfremur hefur ráðamönnum landbúnaðar tekizt að færa hluta af dilkakjötfjallinu yfir í önnur kjötfjöll. Kindakjötfjallið er þó enn stærsta kjötfjallið og hefur raunar stækkað nokkuð frá sama tíma í fyrra. Þá tald- ist það 2635 tonn, en nemur nú 3200 tonnum. Næst að mikilfengleika kemur nautakjötfjallið, sem mældist 664 tonn í fyrra, og er nú komið upp í 1234 tonn. Hið þriðja í röðinni er 1000 tonna hvalkjötfjallið nýja. Síðan er það fuglakjötfjallið, sem var 100 tonn og hefur farið upp í 500 tonn. Hrossakjötfjallið er svip- að og áður, 89 tonn. Lestina rekur svínakjötfjallið, sem nam 33 tonnum í fyrra og er nú komið í 61 tonn. Arið hefur einkennzt af tilraunum til að koma fjöllum í verð á víxl. I febrúar var haldin dilkakjötútsala. Til að verjast henni lækkuðu kjúklinga- og svínabændur sitt kjöt í sama mæli. Niðurstaðan þá varð eins konar jafntefli, því að þjóðin torgaði ekki meiru en áður. Aftur var útsala á dilkakjöti í sumar. í það skiptið gátu kjúklinga- og svínabændur ekki keppt, enda njóta þeir ekki niðurgreiðslna, aukaniðurgreiðslna og við- bótarniðurgreiðslna eins og hinn hefðbundni land- búnaður. Þannig urðu til svína- og fuglafjöll. Framleiðslustýringin á dilkakjöti beinist að þessu leyti mest að því að auka neyzlu þess á kostnað annars kjöts. Söluaukningin í sumar stafaði af verðlækkun, sem skattgreiðendur borguðu, en ekki af sjónhverfmgunni um,- að fóðurkálsfitukeppir væru fjallalömb. Þetta hefur sogað annað kjöt inn í vandamálið. Til skamms tíma hafa svína- og kjúklingabændur látið verð- sveiflur á markaði eyða birgðum jafnóðum. En þeir ráða ekki lengur við hörkuna í hinum hefðbundna land- búnaði, sem hefur fjármagn skattgreiðenda að baki sér. Þjóðarleiðtogar, sem vildu baða sig í sól þjóðernis- hyggju hvalastríðsins, hafa svo fært okkur hvalkjöt- fjallið til viðbótar við önnur fjöll. Hin mikla neyzluaukning þess er farin að koma niður á neyzlu nautakjöts, unninna kjötvara og raunar alls kjöts. Samningar, sem landbúnaðarráðuneytið hefur gert og er að gera fyrir hönd langhrjáðra skattgreiðenda við valdamiðstöðvar hins hefðbundna landbúnaðar, gera ráð fyrir, að ríkið ábyrgist sölu á miklu meira magni en það getur. Þess vegna vaxa fjöllin á víxl. Búnaðarfélag Islands, Stéttarsamband bænda og Framleiðsluráð landbúnaðarins munu herða kröfur sín- ar um að fá að stjórna allri búvöru í landinu eins og þessir aðilar hafa stjórnað afurðum kinda og kúa með hrottalega dýrum afleiðingum fyrir skattgreiðendur. Undanfarin ár hafa ríkisstjórnir í vaxandi mæli látið skattgreiðendur koma til skjalanna á miðjum fjárlaga- árum til að bjarga vandamálum af þessu tagi fyrir horn. Ástandið er nú verra en nokkru sinni fyrr og á eftir að verða enn verra á næsta ári. Fjöllin munu enn vaxa. Eini kosturinn við þetta feigðarflan er, að það flýtir þeim degi, er kjósendur sameinast um að varpa af sér oki hins hefðbundna landbúnaðar kúa og kinda. Jónas Kristjánsson Eru nýju fjölmiðlamir viðbót og þá viðbót i hverju, kiukkustundum, auglýsingum eða efni? Dylg|að um Bylgju Hvergi í heiminum eru samankomn- ir jaihmargir fslendingar á einn stað og á fslandi. Afleiðing þessa mann- söfrmðar er meðal annars sú að á okkar 103 þús. ferkílómetra kletti í Norðuratlantshafinu er einhver al- stærsti markaður fyrir íslenskt menningarefhi sem um getur í víðri veröld - hvort sem er í hljóði, á prenti eða myncþ markaðxir uppá um 240 þús. neytendur. Að vísu hafa nokkrir menningarlega sinnaðir bölsýnismenn og nöldurseggir vfljað halda því íram að mikill hluti þessara neytenda sé kúltúrelt stórgallaður og benda í því sambandi á þann alkunna sannleik að til þess að bók seljist á íslandi þurfi hún annaðhvort að vera af gerð- inni Elskast í kross eftir Barböru Kartnögl, Dauður maður í Dalakofa eftir Afiðster Maðkfin eða sjálfsævi- saga einhvers Meðaljónsins þar sem hann úthúðar samferðarmönnum sín- um undir titlinum „Öll fíflin sem ég hef hitt um dagana“. Þetta er að sjálfsögðu hörmuleg staðreynd fyrir þjóð sem legið hefúr undir ábmði um að vera bókmennta- þjóð í þúsund ár og reyndar lagt sig í fima við að viðhalda þeirri þjóðsögu á erlendri grund, sérstaklega á seinni tímum. En útgefendur gefa auðvitað út það sem þeir telja fólkið vilja, og fólkið kaupir það sem það heldur að það vilji af því það er sérstaklega gef- ið út handa því en heima sitja rit- höfúndamir og skrifa eitthvað sem enginn vill lesa, hvað þá kaupa og eru dæmdir tilað éta horinn úrnefinu á sér frekar en ekkert. Að minnsta kosti er langt um fiðið síðan íslensk skáld- saga var með söluhæstu bókum á þessum ólukkans jólamarkaði. Hvað gera rithöfúndamir þá? Þeir fara að semja slagorð í auglýsingar. Ffyrir sín- ar eigin bækur? Nei, fyrir eitthvert drasl sem Milfifiðafélag íslands eyðir gjaldeyristekjum þjóðarinnar í að flyfja inn - eða í hæsta lagi eitthvað sem mettar líkamann en skilur sáfina eftir hungraðri en áður. Og neyslan sem textasemjendumir ýta undir verður svo auðvitað til þess að fólk í talfæri Kjartan Ámason leiðist síður útí að kaupa bækumar sem þessir sömu menn skrifh. En þrátt fyrir allt má þó kannski segja að náðst hafi takmark fyrrum menntamálaráð herra: að stuðla að gerð listrænna auglýsinga. Og nú geta skríbentar af öllum geið- um farið að fita glaðari daga því auglýsingamarkaðurinn er að tútna svo verulega út um þessar mundir að enginn þarf lengur að skrifa bækur nema kannski í hjáverkum. Hér á ég við loftfjölmiðlaviðbótina sem er að verða eða verður orðin þegar þetta birtist á prenti; á þessum vettvangi geta allir helstu pennar landsins látið að sér kveða og í stað þess að verða sífellt að vera að finna uppá einhverj- um upplognum sögum geta þeir nú farið að leita sannleikans í vörukynn- ingum af því tæi sem við þekkjum þegar úr útvarpi og sjónvarpi og em ekkert síðri skáldskapur en menn em að kaupa dýrum dómi fyrir jófin. Útvarp Bylgjan tók til starfa á fimmtudaginn og íslenska sjónvarps- félagið byijar sínar sendingar von bráðar og mér skilst að þeirra dagskrá verði að hluta alveg rugluð. Það er auðvitað hreint gasalega gaman að fa nýtt útvarp en ég fe samt ekki betur séð en að hvað efhi varðar sé viðbótin nánast engin. Á tæpum þremur árum hefúr rás ríkisúfi varpsins númer 2 náð að staðna svo gjörsamlega að maður gæti grátið; dag eftir dag og mánuð eftir mánuð hefúr maður þurft að þola að sama fólkið sé að flytja sömu þættina á sama tíma og sama hátt; og svo loksins þegar nýtt útvarp tekur til starfa er engu fikara en það hafi kfippt saman gaml- ar dagskrár ríkisútvarpsins og meira að segja lokkað til sín eitthvað af fólk- inu þaðan. Dagskrá Bylgjunnar er eins og bergmál: Á morgnana frá 7-9 er morgunþáttur svipaður þeim sem hafe verið á rás 1, frá 9-12 er morgun- þáttur svipaður þeim sem hafe verið á rás 1, fiá 9-12 er morgunþáttur al- veg eins og hlustendur þekkja af rás 2; í hádeginu eru fréttir, síðan neyfi endaþáttur, svipaður og á rás 1, þá músíkþáttur i stíl rásar 2 og loks þátt- ur með léttu spjalfi um atburði fiðandi stundar - alveg eins og á rás 1. Á kvöldin verða léttmenningarlegir þættir um ýmislegt sem er að gerast í skemmtanalífi borgarinnar (sbr. rás I og 2), unglingaþættir - og viðtals- þættir í nákvæmlega sama dúr og á rás 2 á fimmtudagskvöldum; svo leik- rit, spumingaþættir og fleira sem allt er því marki brennt að vera endurtek- ið efhi. Mér sýnast brunnar útvarps- efnis hér til lands vera þurrir orðnir og hrópa fikt og maðurinn úr eyði- mörkinni: Hvar er viðbótin?! Ég er náttúrlega löngu búinn að gefe svarið sjálfiir. Hin raunverulega viðbót figg- ur í fleiri klukkutímum - og auglýs- ingunum. Hvað annað? En vitanlega langar mig ekki til að vera svartsýnn fyrirfram - atvinnulausir rithöfúndar geta tíl að mynda látið sig hlakka til fiflegrar textagerðar. Hvergi í heiminum eru samankomn- ir jafnmargir Islendingar á einn stað og á íslandi. Og hvergi í veröldinni er hlustað jafnfitið á jafhmarga riL höfimda sem skrife fyrir jafnfáa. Nema þeir skrifi auglýsingatexta. Svei mér þá. Kjartan Ámason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.