Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1986, Page 16
16
LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986.
Fram og ÍA leika til úrslita í
Mjólkurbikarkeppninni á Laug-
ardalsvellinum kl. 14.00 á
morgun, sunnudag. Þetta eru
gamalreyndir berserkir í bikar-
keppni sem og öðrum þar sem
bolta er sparkað. Síðast kepptu
þessi sömu lið til úrslita í bikar-
keppninni, sem þá var ekki farið
að kenna við mjólk, árið 1984.
Þá fóru Skagamenn með sigur
af hólmi í baráttuleik, með tveim-
ur mörkum gpgn einu.
Getspakir menn hafa auðvitað
séð fyrir hver úrslitin verða á
morgun og sýnist sitt hverjum.
Það kemur víst aldrei í ljós fyrr
en allt er um garð gengið hveijir
eru réttnefndir spámenn og
hveijir ekki.
Við höfum leitað áhts hjá tveim
spámönnum sem fyrirfram var
þó vitað að væru svolítið hlut-
drægir þegar þessi hð eru annars
vegar. Þetta eru þeir Sigurður
Valur Halldórsson, eitilharður
Skagamaður, og Hörður Einars-
son, sem fylgt hefur Fram svo
lengi sem sögur herma. Þessa
menn vantar aldrei á völlinn þeg-
ar hðin þeirra keppa.
Stuðningsmenn hðanna eru
þegar búnir að setja sig í stelling-
ar fyrir leikinn. Þeir Hörður og
Hans verða á vellinum að hvetja
sína menn eins og alltaf og þá
kemur í ljós hversu sannspáir
þeir hafa reynst.
Fram sigrar 3—1
— spáir Hörður „Castro“ Einarsson
Höröur Einarsson - hef aldrei spáð Fram öðru en sigri.
„Ég bæði spái því og vona að við
sigrum Skagann, 3-1,“ sagði Hörður
Einarsson, einn traustasti stuðn-
ingsmaður Fram um áraraðir, í
samtali við DV. „Ég hef aldrei farið
á völlinn þegar Fram leikur án þess
að spá mínum mönnum sigri og hef
allra síst ástæðu til að gera það
núna,“ bætir hann við. „Við töpuð-
um að vísu síðasta bikarúrslitaleik
gegn Skaganum í hittifyrra en Fram-
liðið er miklu betra núna.“
Castro
Áhugamenn um knattspymu
þekkja Hörð betur af viðumefhinu
Castro þar sem hann stendur við
völlinn, umkringdur dyggum hópi
félaga sinna. Þar er sagt að 10-15
manns víki ekki frá honum. „Þeir
standa þama mér til samlætis," segir
Hörður. Hann fer aldrei í stúku,
hvemig sem viðrar, þegar Fram
keppir. „Það er ólánsmerki því Fram
hefur aldrei unnið leik þegar ég er í
stúkunni. Það er því langt síðan ég
hef setið þar á leikjum Fram. Hins
vegar kann ég vel við mig í stúkunni
á öðrum leikjum.“
En Hörður er tregari á að gefa
skýringar á viðurnefninu, Castro.
Það er og verður leyndarmál nema
í þröngum hópi Framara. „Þetta við-
umefni er á engan hátt tengt knatt-
spymunni þótt tiltekinn maður í
Fram hafi gefið mér það,“ segir
Hörður. „En ég hef ekkert á móti því
að vera kallaður Castro og þykir auk
þess bara vænt um nafiiið og nafna
minn einnig. Það er ekkert launung-
armál að ég er vinstrimaður en þessi
nafngift er samt með öllu ópólitísk."
Hörður er einn þeirra sem fæddust
fylgismenn síns liðs og hefur ekki séð
ástæðu til að breyta því. Þannig var
með stuðningsmenn knattspymuliða
til skamms tíma og er enn, þótt þeir
gömlu telji að hollustan sé ekki eins
afdráttarlaus og áður. „Það hefur
aldrei hvarflað að mér að styðja ann-
að lið,“ segir Hörður, hálfhneykslað-
ur á spumingunni. „Ég veit auðvitað
ekki hvort það er betra að vera í
öðrum félagsskap því ég hef aldrei
haft áhuga á að kynna mér það. Ég
veit að Fram er besta félagið."
Tryggð viðfélagið
Hörður ólst upp í Kleppsholtinu
þar sem höfuðvígi Fram var á árun-
um um 1950 og er enn. Allir strákar
þar gengu til liðs við Fram og hafa
flestir haldið tryggð við félagið gegn-
um súrt og sætt. Þá sóttu knatt-
spymufélögin styrk sinn í einstök
hverfi og leituðu ekki eftir liðsstyrk
hjá nágrönnunum. „Núna er meira
um að menn skipti um félög,“ segir
Hörður. „Ég veit ekki hvort það
stafar af betri samgöngum í borginni
eða að fólk er einfaldlega lausara í
rásinni. Núna er líka ýmislegt í boði
fyrir leikmenn sem freistar þeirra til
að skipta um félög. Það er sjálfsagt
erfitt að sanna þetta með einstökum
dæmum en það er altalað engu að
síður.“
Oft er talað um að knattspyrnan
sé á síðustu árum ekki nærri eins
fjörug og skemmtileg og hún var fyr-
ir tuttugu til þrjátíu árum. Hörður
tekur undir þetta. „Skemmtilegustu
liðin, sem ég hef séð, vom Skagaliðið
á ámnum milli 1950 og 1960 og KR
- sérstaklega sumarið 1960. En síð-
ustu tvö árin er aftur að lifna yfir
liðunum. Fram hefur spilað mjög
skemmtilega knattspymu tvö síð-
ustu árin og í sumar er enginn vafi
á að það er með besta liðið. Það em
þó ekki alltaf þeir bestu sem sigra,
eins og við fengum að reyna í sumar.
Annars er mjög erfitt að bera liðin,
sem núna spila, saman við gömlu lið-
in frá gullaldarámnum. Það hefur
svo mikið breyst á þessu tíma. Takt-
íkin er allt önnur og núna er mikið
meira lagt upp úr leikkerfum. Áður
bar meira á einstaklingum í liðunum
og knattspyman var frjálsari. En það
var gaman að sjá til manna sem bám
uppi heilu liðin. Núna æfa leikmenn
miklu meira og knattspyman er ag-
aðri.“
Hávaði en ekki slagsmái
- Og hver er svo eftirminnilegasti
leikurinn sem þú hefur séð?
„Ætli það sé ekki úrslitaleikurinnn
í íslandsmótinu árið 1962. Þá sigmð-
um við Val, 1-0, í aukaleik um
meistaratitilinn. Þessi leikur er ef til
vill eftirminnilegastur vegna þess að
hann var háður í hörkuroki. Fram
lék undan vindi í fyrri hálfleik og
náði að skora eina markið."
- Er rígur milli félaga jafnmikill
og áður?
„Við, þessir hörðustu stuðnings-
menn, höldum enn með okkar liðum
en rígur eða óvild milli félaga er,
held ég, óþekktur. Við höfum auðvit-
að hátt eftir bestu getu en slagsmál
þekkjast ekki svo ég viti. Sem betur
fer erum við laus við æsinginn sem
t.d. er í Englandi og ég hef ekki mikla
trú á að svoleiðis nokkuð berist hing-
að.
Fjöldi áhangenda með hverju liði
ræður nokkuð gengi þeirra hverju
sinni. Fasti kjaminn, sem fylgir
Fram, er svona 2-300 manns þegar
illa gengur eins og þegar við féllum
í aðra deild. En þegar vel gengur er
hópurinn, sem mætir á alla leiki,
miklu stærri - yfir 1000 manns. Mér
þykir satt að segja sumir ekki vera
nægilega fastir fyrir á erfiðu ámnum
og gleyma því að liðið þarf alltaf
stuðning. En þetta á við um öll félög-
in.
Okkar hörðustu menn fylgja liðinu
á leiki á Suðumesjum og uppi á
Skaga en hópurinn fer að þynnast
þegar lengra er að fara. Við mætum
auðvitað mótspymu á útileikjunum
án þess að ég minnist þess að hafa
orðið fyrir aðkasti eða sérstakri and-
úð. í nágrannabæjunum eru fylgis-
menn liðanna mjög ákafir og háværir
og oft virðast Skagamenn eiga fleiri
aðdáendur hér í Reykjavík en heima-
liðin. Staðreyndin er sú að margir
Reykvíkingar tóku ástfóstri við
Skagaliðið þegar best gekk hjá því
og hafa ekki skipt um skoðun síðan.“
Undarleg alpahúfa
- Hafið þið ekki komið ykkur upp
búningum eða einhverjum einkenn-
um svo þið þekkist á vellinum?
„Nei, ekki hjá Fram en sum önnur
félög em að myndast við slíkt. Ég fór
þó með alpahúfu á völlinn í sumar
þangað til Fram tapaði fyrir Val, þá
henti ég henni. Þá tók annar hana
upp og hefur borið húfuna með mik-
illi reisn enda hefur ekki tapast
leikur síðan. Hann fær heldur ekki
að fara inn á völlinn núna nema
hafa húfuna. En ég þarf ekki að
merkja mig sérstaklega. Það vita all-
ir að ég er framari.“
- Þú hefur trúlega ekki alltaf látið
þér nægja að styrkja lið þitt úr áhorf-
endastæðunum. Varstu ekki um tíma
með í Framliðinu?
„Ég spilaði með yngri flokkunum
og síðan eitt ár með meistaraflokki
sumarið 1960 en ekkert eftir það. Þá
voru menn oft í erfiðri vinnu með
spilamennskunni. Ég vann þá í Stál-
smiðjunni og var eftir keppnistíma-
bilið sendur austur á land að vinna
við síldarverksmiðju, þannig að ég
missti af framhaldinu. Þannig getur
það verið erfitt að sameina allt.“
Ekkert nema knattspyrna
- En af hverju þessi áhugi á knatt-
spyrnu frekar en öðrum íþróttum?
„Ég hef aldrei verið í vafa um að
knattspyman er langskemmtilegasta
íþróttin. Þar er alltaf eitthvað að
gerast, spenna og hraði. Ég fylgdist
þó með handboltanum lengi vel en
finnst hann orðinn svo leiðinlegur
að ég er hættur að fara á leiki. Sum-
ir segja að ég hafi misst áhugann
vegna þess að Fram gengur illa um
þessar mundir en ég tek ekki undir
það. Handboltinn er bara ekki eins
skemmtilegur og hann var, meðan
fjörið er allt í knattspyrnunni."
- Þú spáir Fram sigri í Mjólkur-
bikarkeppninni. En hverjir verða
íslandsmeistarar?
„Ef við vinnum bikarinn þá verðum
við líka íslandsmeistarar. Akurnes-
ingar sigra Valsmenn á Skaganum í
síðasta leiknum. Framarar fá aftur á
móti öll stigin úr síðustu tveim leikj-
unum og þá er Islandsmeistaratitill-
inn í höfn. Valsmenn eru höfuðand-
stæðingamir núna. Þeir hafa verið
okkur erfiðir síðustu tvö sumur en
nú stöðva þeir okkur ekki.“
GK