Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1986, Side 34
V 34
LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986.
Frá London til Leningrad
- heimsmeistaraeinvígið hálfnað
Heimsmeistarinn ungi, Garrí Ka-
sparov, fær vinning í veganesti til
Leningrad, þar sem heimsmeistara-
einvíginu verður fram haldið eftir
viku vopnahlé. Að loknum skákun-
um tólf í London hefur hann 6,5
vinninga en Karpov hefur 5,5 vinn-
inga. Kasparov stendur því óneitan-
lega vel að vígi, því að jafnvel þótt
einvíginu ljúki með jafntefli heldur
hann heimsmeistaratitlinum.
Skákimar í London voru margar
hverjar frábærlega skemmtilega
tefldar og spennan var slík í skák-
salnum á stundum að „einvígi
aldarinnar" í Laugardalshöllinni
kom ósjálfrátt upp í hugarrn. í fjórum'
skákum í röð sýndu meistaramir
snilldartakta. Það kom a.m.k. marg-
oft fyrir að tugir stórmeistara við
hringborðið fræga niðri í kjallara
sáu ekki næsta leik fyrir, þótt þeir
hefðu hrært í stöðunni í hálfa
klukkustund eða lengur.
Gangur einvígisins
Kannski hefur óvænt byrjanaval
Kasparovs sett mestan svip á ein-
vígið til þessa. Hann lagði drottning-
arbragðið gamla góða á hilluna, að
einni skák undanskilinni, en tefldi
Grunfelds-vöm, sem hann hefur ekki
teflt áður í alvarlegri kappskák svo
vitað sé. Fischer kom Spassky á
óvart á sínum tíma með því að tefla
ekki Grunfelds-vömina í einvíginu i
Reykjavík en nú snýr Kasparov
hlutunum við. Grunfelds-vömin
þykir ekki jafntraust byrjun og
drottningarbragð en leiðir oílar til
flóknari baráttu og fellur því ágæt-
lega að skákstíl heimsmeistarans.
Strax í fyrstu skákinni lagði Kasp-
arov Grunfelds-spilin á borðið.
Karpov brást fljótt við eins og ekk-
ert hefði ískorist en brátt kom þó í
ljós að hann lumaði ekki á neinum
nýjum sannindum. Kasparov jaihaði
taflið léttilega og jafntefli var samið
eftir tilþrifalitla skák.
1 annarri skákinni, er Karpov hafði
svart, var komið að honum að sýna
hvað hann hafði fram að færa gegn
drottningarpeðsbyijun Kasparovs.
Það kom spekingum á óvart að hann
skyldi tefla Nimzo-indverska vöm,
sem reyndist honum afar illa í siðara
einvíginu í Moskvu. Hann reyndi á
nýjan leik en lenti brátt í sömu
ógöngunum og fyrr í þessari byijun.
Kasparov náði vinningsstöðu en rétt
áður en tímamörkunum var náð lék
hann gróflega af sér er hann átti
kost á vinningsleik. Skákin fór í bið
í stöðu þar sem líkumar fyrir sigri
Kasparovs vom jafhmiklar og að
Bikarkeppni BSÍ:
BræðrasveHin frá Siglufirði féll á einum impa
Sveit Pólaris varð fyrst til þess að
tryggja sér sæti i fjögurra sveita und-
anúrslitum bikarkeppni Bridgesam-
bands íslands.
Það gekk hins vegar ekki þrauta-
laust því bræðrasveitin frá Siglufirði,
styrkt með Ragnari og Sævin úr Kópa-
vogi, barðist eins og ljón og þegar upp
var staðið skildi aðeins einn impi
sveitimar.
í hálfleik var sveit Pólaris 12 impa
yfir en þriðju lotuna vann bræðra-
sveitin með 24 impa mun, reyndar
endaði hún 24-6 og munaði mest um
þessa slemmu.
Allir utan hættu/norður gefur.
Vestir
*KG104
^K86
*9652
Norður
* ÁD6
K109653
<> AD9
* G
Austuh
* 9532
^8
0 10532
* KD74
SUÐUR
A 87
ÁD74
0 G74
*Á1083
Ragnar og Sævin vom fljótir að
skella sér í hana:
Norður Austur Suður Vestur
ÍH pass 3H pass
3S pass 4L pass
4T pass 4H pass
5L pass 6H pass
pass pass
Bikarmeistaramir 1985.
Vetrarstarf að hefjast
Vetrarstarf Bridgefélags Breið-
holts hefst þriðjudaginn 9. sept.
Spilaður verður eins kvölds tví-
menningur og hefst spilamennska kl.
19.30 stundvíslega.
Spilað verður i Gerðubergi.
Aðalfundur félagsins verður hald-
inn mánudaginn 15. sept. kl. 20 í
Gerðubergi.
Félagar - mætið vel og stundvís-
lega.
Austur spilaði út tígli og þar með
var ellefti slagurinn kominn. Sá tólfti
var hins vegar ömggur með því að
trompa spaða og þegar spaðakóngur
lá rétt vom 13 slagir upplagðir.
Pólaris-menn slepptu þessari og það
vom 11 impar til bræðranna.
Hinir þrír leikimir em á milli sveita
■Sigfúsar Amar Ámasonar og Jóns
Haukssonar, Samvinnuferða-Land-
sýnar og Ásgeirs P. Ásbjömssonar,
Jóns Hjaltasonar og Sigtryggs Sig-
urðssonar.
Undanúrslitin verða síðan spiluð 6.
sept. og verður dregið um hveijír spila
saman á staðnum. Úrslitaleikurinn fer
síðan fram daginn eftir en spilað er á
Hótel Loftleiðum.
Opna Hótel Akranes-mótið
Dagana 27. og 28. september nk.
verður haidið opið mót á vegum
Bridgefélags Akraness og Hótel
Akraness. Gert er ráð fyrir 24-30
para barómeter með 3-4 spilum á
milli para. Spilað verður í hótelinu
og hefst spilamennskan kl. 12 laugar-
daginn 27. sept.
Þremur efstu pömnum verða veitt
peningaverðlaun auk þess sem spilað
verður um silfurstig. 1. verðlaun
verða kr. 20.000, 2. verðlaun kr.
12.000 og 3. verðlaun kr. 8.000. Það
er Hótel Akranes sem leggur til verð-
lunin.
Þátttökugjald verður kr. 2.000 á
Bridge
Stefán Guðjohnsen
par en innifalið í því verði er mið-
degiskaffi á laugardeginum. Fyrir
aðkomumenn býður H.A. upp á
pakka á kr. 2.000 fyrir manninn en
innifalið í því verði er kvöldverður
á laugardag, gisting í eina nótt,
morgunverður og hádegisverður á
sunnudag.
Keppnisstjóri verður Vigfús Páls-
son en um tölvuútreikning sér
Baldur Ólafsson. Þátttökutilkynn-
ingar þurfa að hafa borist fyrir 20.
september í síma 93-1080 (Einar) á
kvöldin og um helgar.
Bridgefélag Akraness
Aðalfundur Bridgefélags Akraness
1986 verður haldinn í Kiwanissaln-
um við Vesturgötu fimmtudaginn 18.
september nk. kl. 19.45.
Að loknum venjulegum aðalfund-
arstörfúm og verðlaunaafhendingu
fyrir mót á síðastliðnum vetri verður
spilaður léttur tvímenningur. Allir
bridgeáhugamenn em hvattir til að
koma á fundinn og sérstaklega eru
verðlaunahafar beðnir um að koma
og taka við verðlaunum sínum.
Hulda og Þórarinn efst
Hæstu skor hlutu:
A-riðill: Stig:
Arnar Kristinsson -
Leó Jóhannesson 121
Hulda Hjálmarsdóttir -
Þórarinn Andrewsson 121
Baldur Guðmundsson -
Óskar Sigurðsson 119
Guðrún Bergsdóttir -
Sigríður Pálsdóttir 114
Bragi Kristjánsson -
Steinunn Snorradóttir 113
Meðaiskor 108
B-riðill:
Stig:
Hallgrímur Hallgrímsson -
Steingrímur Jónasson 229
Karen Vilhjálmsdóttir -
Þorvaldur Óskarsson 176
Ármann 'Lárusson -
Helgi Víborg 175
Kristinn Rúnarsson -
Oddur Jakobsson 174
Guðrún Hinriksdóttir -
Haukur Hannesson 170
Meðalskor 165
Efst að heildarstigum eru nú:
Hulda Hjálmarsdóttir 17
Þórarinn Andrewsson 17
Steingrímur Jónasson 11,5
Arnar Ingólfsson 11,5
Magnús Eymundsson 11,5
Spilað er á þriðjudögum í Drangey,
Síðumúla 35.
Spilamennskan hefet kl. 19.30 stund-
víslega.
Opið Vestfjarðamót í tvímenn-
ingi
Árlegt Vestfjarðamót í tvímenningi
verður spilað á Þingeyri dagana 6.-7.
september nk. Spilað verður eftir
barómeter-fyrirkomulagi, með þrem-
ur spilum milli para, allir v/alla
(miðað við 32 pör eða minna). Spila-
mennska hefet kl. 18 á laugardaginn
og lýkur tímanlega á sunnudag.
Keppnisstjóri verður Ólafur Lárus-
son.
Þátttökutilkynningum skal komið
til Gunnars Jóhannessonar á Þing-
eyri í síma 8124 heima og 8220 í
vinnu. Hann gefur jafnframt allar
nánari upplýsingar. Vakin skal at-
hygli á því að skráningu lýkur
mánudaginn 1. september. Eftir þann
tíma geta spilarar ekki búist við að
fá að vera með.
Opið Þjóðviljamót í bridge
Þjóðviljinn mun gangast fyrir opnu
stórmóti í bridge í tilefni 50 ára af-
mælis blaðsins laugardaginn 20.
september. Spilað verður í Gerðu-
bergi í Breiðholti og hefet spila-
mennska kl. 18. Keppnisstjóri verður
Ólafur Lárusson en Vigfús Pálsson
mun annast tölvuútreikning. Mótið
verður opið öllu bridgeáhugafólki
meðan húsrúm leyfir en aðeins verð-
ur spilað í stóra salnum þannig að
þátttakan verður takmörkuð við það
pláss. Aðeins verður spilað á laugar-
dag, með matarhléi, tvær umferðir
eftir Mitchell-fyrirkomulagi. Vegleg
verðlaun eru í boði, auk silfurstiga.
Keppnisgjaldi er stillt í hóf, ca
500-600 kr. á spilara.
Skráningu annast Ólafur Lárusson
hjá Bridgesambandi Islands og í
sumarbridge. Þetta verður fyrsta
opna stórmótið í Reykjavík á nýju
starfeári. Spilarar eru hvattir til að
láta skrá sig tímanlega.
Opna mótið að Kleppjárns-
reykjum
Jón Baldursson og Sigurður Sverr-
isson eru í banastuði þessar vikurn-
ar. Þeir báru öruggan sigur úr býtum
í opna stórmótinu sem haldið var að
Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði um
síðustu helgi. Aðeins 22 pör mættu
til leiks, þar af 15 frá höfuðborgar-
svæðinu. Að sögn Þorvalds Pálma-
sonar eru aðstandendur mótsins
ákaflega óhressir með þátttöku eða
þátttökuleysi heimamanna á svæð-
inu. Loksins þegar ráðist er í það
stórvirki að fá marga af bestu spilur-
um landsins til þátttöku í keppni
utan höfuðborgarsvæðisins mæta
heimamenn ekki til leiks.
Að öðru leyti urðu úrslit efetu para
þessi:
Stig
1. Jón Baldursson-
Sigurður Sverrisson Rvk 1179
2. Björn Theodórsson-
Jakob R. Möller Rvk 1127
3. Sigurður Vilhjálmsson-
Sturla Geirsson Rvk 1122
4. -S. Anton R. Gunnarsson-
Friðjón Þórhallsson Rvk 1084
4.-6. Baldur Ásgeirsson-
Magnús Halldórsson 1084
6. Kristinn Sölvason-
Stefán Gunnarsson Rvk 1058
7. Hjálmar S. Pálsson-
JÖrundur Þórðarson Rvk 1058
8. Böðvar Magnússon-
Þorfínnur Karlsson Rvk 1042
Mótið fór ákaflega vel fram. Vigfús