Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1986, Side 40
FRÉTTASKOTIÐ
62 25 25
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Hafirþú ábendingu eða
vitneskju um frétt -
hringdu þá i síma 62-25-25
Fyrir hvert fréttaskot, sem
birtist eða er notað í DV,
greiðast 1.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í
hverri viku greiðast 3.000
krónur.
Fullrar nafnleyndar er gætt.
Við tökum við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986.
„Gullæði“
hjá líf-
eyris-
sjóðunum
Segja má að hálfgert gullasði
hafi gripið um sig hjá lífeyris-
sjóðunum síðust þrjá'dagana því
á þessum tíma hafa þeir keypt
ríkisskuldabréf fyrir tæplega 257
milljónir króna af byggingar-
sjóðunum.
„Það má segja að það hafi grip-
ið um sig gullæði hjá sjóðunum
því þetta er metsala á svo stutt-
um tíma,“ sagði Jóhannes
Jensson, skrifetofustjóri Veð-
deildar Landsbankans, í samtali
viðDV.
Ástæðan fyrir þessu írafári er
sú að á mánudaginn lækka vext-
ir af þessum skuldabréfúm úr 8
prósentum í 6,5 prósent. Það var
því til mikils að vinna hjá sjóð-
unum. Eins og kunnugt er verða
þeir nú að verja allt að 55 pró-
sentum af ráðstöfúnarfé sínu til
skuldabréfakaupa af byggingar-
sjóðunum svo sjóðsfélagar eigi
kost á hámarks húsnæðislánum.
Að sögn Jóhannesar voru all-
margir sjóðir sem keyptu upp í
þennan kvóta á þessum dögum.
-APH
Tæknisýn-
ing á
síðasta
snúningi
Um 40 þúsund manns hafa þeg-
ar séð Tæknisýninguna í Borg-
arleikhúsinu en henni lýkur
klukkan 22 á sunnudagskvöld.
Þrátt fyrir fjölda óska reynist
ekki unnt að framlengja sýning-
una þannig að nú fer hver að
verða síðastur að líta þau tækni-
undur sem þar er að sjá.
-EIR
Ávallt feti framar
SÍMI 68-50-60.
LOKI
Já, þetta er mikll leynd.
Veðrið á mánudag:
Þurrt verð-
ur á Aust-
ur-og
Suðaust-
uriandi
Á mánudag verður vestlæg átt og
skýjað og víða skúrir á Vestur- og
Norðvesturlandi. Skýjað með köfl-
um en þurrt á Austur- og Suðaustur-
landi. Hiti verður á bilinu 7-13 stig.
Leyniför Greenpeace:
Vilja við-
ræður við
Halldórog
Steingrím
Greenpeace-mennimir tveir,
sem hér em staddir í leyniför til
að kynna sér hug íslendinga Lil
hvalamálsins, reyna mikið til að
hafa tal af íslenskum frammá-
mönnum. Hafa þeir meðal
annars re>mt að fá viðtöl bæði
við Halldór Ásgrímsson og
Steingrím Hermamisson, en án
árangurs hingað til.
í fyrradag áttu þau tveggja
klukkustunda viðtal við Jakob
Jakobsson, forstjóra Hafrann-
sóknastofhunar. Að sögn hans
voru þetta málefnalegar viðræð-
ur og sagðist Jakob hafa reynt
að skýra fyrir þeim alvöm hvala-
rannsóknanna. Á mánudag
munu þau svo ræða við Jóhann
Sigurjónsson, líffræðing hjú
stofnuninni.
Þau munu mikið hafa reynt að
ná í ráðherrana tvo sem fyrr eru
nefhdir en þeir munu ekki hafa
fúndið sér tíma til að ræða við
þau. Þó má vera að Halldór gefi
sér tíma tál viðræðna við fólkið
eftir helgina. -KÞ
Viss um að hann er á lífi
- ítölsk kona leitar eiginmanns síns og býður 6 milljónir
Veðrið á moigun:
Stinnings-
kaldi
verður
á landinu
Á morgun verður vestan stinn-
ingskaldi á landinu, skýjað og víða
skúrir á vestanverðu landinu, en
þurrtaustantil. Hiti verður á bilinu
9-14 stig.
„Ég er viss um að hann er á lífi,
hann hlýtur að vera einhvers stað-
ar. Ég heiti 6 milljón króna verð-
launum þeim sem getur sagt mér um
afdrif hans,“ sagði Annamaria
Panada, ítölsk kona, sem hingað er
komin til að leita eiginmanns síns.
Eiginmaður Annamaria tók þátt í
siglingakeppni í júní í sumar ásamt
vini sínum. Var lagt upp frá Plymo-
uth í Englandi áleiðis til Newport í
Bandaríkjunum. Þegar þeir félagar
voru komnir vel á veg yfir hafið
varð sambandslaust við skútu
þeirra. Var þegar hafin leit og fannst
skútan á hvolfi úti fyrir Biskayaflóa
21. júlí. Björgunarbátamir voru hins
vegar hvergi sjáanlegir. Var leitað
lengi og meðal annars tóku Slysa-
vamafélag Islands og Landhelgis-
gæslan þátt í leitinni en án árangurs.
- En hvers vegna ertu komin til
íslands?
„Vegna þess að mér hefúr verið
sagt að straumar og vindar á þessu
svæði að undanfömu hafi allir leitað
til íslands. Ég er viss um að þeir
hafa komist í björgunarbátana,"
sagði Annamaría.
Annamaria er um fertugt og býr í
Napoli. Maður hennar hefúr starfað
við fjölskyldufy'rirta-ki þar í borg.
Þau eiga þrjú böm, tvær dætur og
son. í gær fór hún í fimm tíma flug
með Landhelgisgæslunni. Átti að
fljúga með ströndinni og síðan suð-
vestur í átt til hafe.
„Ég vona að við finnum eitthvað
því ég veit ekki hvað ég get gert
meira. En ég vil skila þakklæti til
íslendinga, sem hafa sýnt mér mik-
irm skilning," sagði þessi hnuggna
ítalska kona. -KÞ
Annamaria Panada og túlkur hennar, dr. John Petri, benda á korti á staðinn þar sem skútunni hvolfdi. Að baki
þeim er flugvél Landhelgisgæslunnar, sem fór með þau í leitarflugiö. DV-mynd PK