Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1986, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986.
Stjómmál
Alþýðuflokkur:
„Þingflokk-
urinn mun
gjörbreytast‘ ‘
„Ég geri ráð fyrir að það verði geysi-
legar breytingar á þingflokknum því
hann mun að öllum líkindum tvöfald-
ast eða jafrivel þrefaldast," sagði Jón
Baldvin Hannibalsson, formaður Al-
þýðuflokksins.
Allir núverandi þingmenn Alþýðu-
flokksins segjast munu gefa kost á sér
í komandi prófkjörum. Alþýðuflokk-
urinn kemur vel út úr síðustu skoð-
anakönnun Helgarpóstsins og eykur
þar fylgi sitt úr 15,4%, frá könnun fé-
lagsvísindadeildar Háskólans sem
gerð var fyrir bæjarsjómarkosningar,
í 19,0%. Flokkurinn virðist þar hafa
bætt við sig á Reykjanesi, heldur svip-
uðu striki úti um landið en fær nokkuð
minna fylgi í Reykjavík en áður.
Alþýðuflokkurinn hefúr nú sex þing-
menn í fjórum kjördæmum. Búið er
að ákveða að haldin verða opin próf-
kjör á Norðurlandi eystra og Norður-
landi vestra en búast má við að fyrstu
prófkjörin verði haldin um miðjan
október.
Engin ákvörðun hefúr verið tekin
um prófkjör í Reykjavík en að sögn
Jóns Baldvins er líklegast að það verði
haldið á tímabilinu október til nóv-
ember. -S.Konn.
■
Jón Baldvin, formaður Alþýöuflokksins, ætlar sinum flokki stóran hlut I næstu alþingiskosningum og gerir sér
vonir um aö fylgið eigi eftir að þrefaldast.
Johanna Sigurðardótir:
Mikill hugur
í mönnum
„Ég geri fastlega ráð fyrir því að
gefa kost á mér og er mjög bjartsýn á
okkar gengi. Ég tel okkur vera í mik-
illi sókn og það er mikill hugur í
mönnum alls staðar um landið. Mér
finnst straumamir liggja til flokks-
ins,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir,
þingmaður Alþýðuflokksins, úr
Reykjavík. Hún sagðist ekkert frekar
búast við að um einhverja samvinnu
yrði að ræða hjá hinum svokölluðu
A-flokkum en sagði þó að ekkert ætti
að útiloka í stjómmálum. JFJ
Kaii Steinar Guðnason:
Bjartsýnn á
næstu kosningar
„Ég gef kost á mér í næstu kosning-
um það er alveg ömggt,“ sagði Karl
Steinar Guðnason, þingmaður Al-
þýðuflokksins á Reykjanesi. Hann
bjóst ekki við verulegum átökum um
framboðslistann. „Hjá okkur alþýðu-
flokksmönnum er mikil samstaða og
ég er bjartsýnn á næstu kosningar.
Ég tel nauðsynlegt að það verði kosið
sem fyrst og við erum tilbúnir til að
takast á við þau verkefni og vandamál
sem bíða. Það þarf að leysa úr þeim
vandamálum sem blasa við og greiða
úr þeim flækjum sem þessi ríkisstjóm
hefúr komið efnahags- og kjaramálum
í“ JFJ
Eiður Guðnason:
Ekki aðrar
ráðagerðir
„Ég hef ekki neinar aðrar ráðagerð-
ir núna á þessu stigi og geri fastlega
ráð fyrir því að ég muni gefa kost á
mér,“ sagði Eiður Guðnason, Alþýðu-
flokki og 5. landskjörinn þingmaður
úr Vesturlandskjördæmi.
„En auðvitað em það stuðnings-
menn Alþýðuflokksins í Vesturlands-
kjördæmi sem ráða þessu.“ -APH
Kjartan Jóhannsson:
Verð áfram
í framboði
„Það er alveg klárt að ég gef áfram
kost á mér,“ sagði Kjartan Jóhanns-
son, þingmaður úr Reykjaneskjör-
dæmi, og vildi ekki fjölyrða meira um
það. JFJ
í dag mælir Dagfari____________________
Útvarpsrekstri ekki raskað
Starfsmenn útvarpsins mega ekki
vatni halda af hrifinngu yfir því að
hafa verið sýknaðir í undirrétti af
kröfúm ákæmvaldsins um refsingu
fyrir að leggja niður vinnu áður en
verkfall BSRB hófst á sínum tíma.
Ögmundur og félagar em nú hinir
vígreifustu og segjast hafa farið með
sigur af hólmi gegn frjálsræðispost-
ulum og afturhaldi, að því manni
skilst af fréttum. Nú, og ef þessi dóm-
ur verður staðfestur í Hæstarétti
má búast við að starfsmenn Ríkisút-
varpsins telji sér heimilt að hætta
útsendingum þegar þeim sýnist.
Segja má að margt verra geti hent
þjóðina en það að missa Ríkisút-
varpið út, allavega skiptir það engu
máli úr þessu því aðrir munu halda
áfram útvarpsrekstri.
Þeir áttust aðeins við í morgun-
þætti á Rás 1, eins og það heitir víst,
í gærmorgun, Ögmundur og Jónas
DV-ritstjóri. Ekki höfðu þeir beint
uppi nein blíðmæli hvor við annan
en gættu þó hófe og fóm ekki í per-
sónulegt skítkast eins og oft vill
verða í hitamálum.
Þetta leiðir hins vegar hugann að
því hve verkfallsheimild til handa
ríkisstarfsmönnum er fáránleg og
virðist raunar óþörf eftir þennan
dóm því útvarpsmenn fóm í verkfall
áður en verkfallið hófst löglega. Ef
til vill verður skjárinn svartur á
mánudagskvöldið út af því að þeir
sem verða á vakt fúlsa við smurða
brauðinu í niðurgreiddu mötuneyti
starfsmanna. Varla er hægt að dæma
menn til að éta vont brauð og enn
síður hægt að dæma þá fyrir að neita
að vinna á fastandi maga. Til að
forðast misskilning skal tekið fram
að Dagfari hefur aldrei heyrt neitt
misjafiit um fæðið í sjónvarpinu.
Þvert á móti er því haldið fram að
þar sé framreitt kóngafæði og selt á
spottprís. Þær niðurgreiðslur fara
fram gegnum innheimtukerfi út-
varps og em því aldrei gerðar að
umtalsefni þegar aðrar niðurgreiðsl-
ur em á dagskrá.
En það fyndnasta í fyrmefndum
dómi er það að í honum segir að
ákærðu hafi ekki af ásetningi raskað
útvarpsrekstri. Nú hefúr manni ski-
list hingað til að forsenda útvarps-
reksturs sé sú að emhverju sé
útvarpað. Dómininn segir hins vegar
að svo sé ekki. Þegar starfsmenn
vilja ekki útvarpa þá hefur útvarps-
rekstri ekki verið raskað þótt engu
sé útvarpað.
Kannski það sé komið svo að ekk-
ert geti raskað útvarpsrekstri nema
það að útvarpa. En þá staldrar mað-
ur við og les dóminn yfir aftur og
rekur þá augun í að ákærðu hafi
ekki gert þetta af ásetningi, það er
að raska útvarpsrekstri. Þar með
verður maður enn hissari (til at-
hugunar fyrir Moggann) og rennir
helst grun í að það hafi verið óvilj-
andi sem menn lögðu niður störf.
Enginn hafi áttað sig á því að út-
varpið hélt ekki áfram að senda út
fréttir, tónleika og tilkynningar
svona bara af sjálfu sér. Það er ljóta
apparatið, þetta útvarp, að hætta
störfum um leið og aðrir starfsmenn.
Þar hlýtur allavega að hafa verið
um að ræða ásetningsbrot og engin
ástæða til að halda hlífiskildi yfir
útvarpinu þótt svo sé gert við starfs-
menn sem auk þess stilltu sig um
að vinna spjöll á tæknibúnaði út-
varpsins, eins og segir í dóminum.
Það gerir sök útvarpsins enn þyngri
þegar sannast hefur að tæknibúnað-
urinn var óspjallaður.
Verknaðar- eða aðgerðaleysi fólks
er ekki lagabrot að mati dómsins og
þar hafa menn þetta á hreinu og
geta hagað sér samkvæmt því.
Um þetta þarf ekki að hafa fleiri
orð að sinni en það verður fróðlegt
að vita hvað hinir vísu dómarar í
Hæstarétti segja þegar málið kemur
til þeirra kasta. Varla verður það
þó fyrr en eftir nokkur ár ef miða á
við venjulegan hraða mála gegnum
dómskerfið hér. Á meðan bíðum við
og sjáum til hvort útvarpsrekstri
verði áfram raskað með því að halda
áfram að útvarpa.
Dagfari