Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1986, Blaðsíða 2
2 <T'ycr9‘/*’Zfrri(JrJZ2 ,rr 07 J'~\ <Y' VÆ X l*.ff MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1986. Fréttir „Mig langar í prdf- kjör í Reykjavík' - segir Eyjólfur Konráð Jónsson Eyjólfur Konráð Jónsson hefur ákveðið að fara fram í Reykjavík en ekki á Norðurlandi vestra eins og hann hefur gert undanfarin 20 ár. „Mig langar að fara í prófkjör í Reykjavík þar sem Sjálfstæðisflokkur- inn hefur mest og öruggast fylgi og þar sem ég hef starfað og búið nær allan minn aldur,“ sagði Eyjólíúr Kon- ráð í viðtali við DV. Eyjólfúr Konráð skýrði frá þessari ákvörðun sinni á stjómarfúndi kjör- dæmisráðsins á Norðurlandi vestra sem haldinn var um helgina. Þar hefúr hann verið í framboði sl. 20 ár og þing- maður í 13 ár. Hann sagði að það væri bæði gott fyrir sig og flokkinn að opna fyrir nýja frambjóðendur úti á landi. Ljóst væri að möguleiki væri á átta þingsæt- um í Reykjavík. Aðeins hefðu íjórir af þingmönnum flokksins þar gefið yfirlýsingar um prófkjörsþátttöku. I Reykjavík væru því fjögur þingsæti laus þessa stundina. „Ég hef áhuga á að vinna áfram þeim málum fylgi sem ég hef barist fyrir í langan tíma; að komast út úr vítahring verðbólgunnar og tilbúinni kreppu og hafréttarmál. Ég vil gjaman hafa styrk á bak við mig til að vinna mínum málum brautargengi," sagði Eyjólfur Konráð. -APH Algengasta loðnu- verðið 1750 kiönur Allflestar loðnuverksmiðjumar hafa tilkynnt loðnunefnd að þær séu tilbún- ar að greiða 1750 krónur fyrir tonnið af loðnunni. Aðeins ein verksmiðja, ríkisverksmiðjan á Reyðarfirði, er til- búin að taka á móti loðnu fyrir 1850 krónur. Ríkisverksmiðjunar á Siglufirði, Raufarhöfn og Seyðisfirði bjóða upp á 1750 krónur. Þetta verð er miðað við 15% þurrefnisinnihald og 16% fitu- magn. Verksmiðjur í einkaeign á Eskifirði, Neskaupstað, Seyðisfirði, Bolungarvík og Grindavík bjóða einn- ig 1750 krónur. Sama verð er einnig í boði í Reykjavík en þar er greitt að- eins á annan veg við breytt fitu- og þurrefnisinnihald loðnunnar. Nú hafa um 30 bátar hafið loðnuveiðar. Þessa stundina eru þeir að fá loðnuna úti undir miðlínu norður af Kolbeinsey. í gær var búið að landa 107 tonnum frá upphafi vertíðar. -APH Enn vantar kenn- ara í Reykjavík Nokkur úrlausn er komin á kenn- araskortinn í Reykjavík en enn vantar þar kennara í nokkrar stöður. Ástand- ið fer batnandi og hreyfing er i stöðumar frá degi til dags. Að sögn Ragnars Georgssonar hjá Skólaskrifstofu Reykjavíkur er ekki hægt að nefna fjölda þeirra kennara sem enn vantar þar sem staðan breyt- ist daglega. „Þótt vandamálið sé ekki leyst em þetta ekki margar stöður sem eftir er að fylla og sumar þeirra hluta- störf,“ sagði hann. -FRI Reynir Kristofersson vann urslitarioihnn með miklum glæsibrag. Mikil stemmning í hjólastólaralli Það ríkti mikil stemmning á hjóla- stólaralli því er Sjálfsbjörg, lands- samband fatlaðra, efadi til í Laugardalshöll í gær. Um 800 áhorf- endur vom í höllinni, þegar mest var, og hvöttu þeir keppendur óspart. Þá vom ýmis skemmtiatriði á dagskránni. Bjössi bolla og Ómar Ragnarsson komu fram, Diddú söng og sýnt var karate. Þeir sem kepptu til úrshta í hjóla- stólarallinu vom Reynir Kristófers- son, sem keppti fyrir Kristján Ó. Skagfjörð, Eiríkur Hauksson, sem keppti fyrir Innkaup hf., Felix Bergs- son, sem keppti fyrir Toyota-umboð- ið, Guðný Guðnadóttir, sem keppti fyrir Teiknistofuna hf„ Halldór Gíslason, sem keppti fyrir Ford- umboðið, og Jón Gauti Jónsson sem keppti fyrir Fönn hf. Fóm leikar þannig að Reynir sigraði með mikl- um glæsibrag. Hann er bundinn í hjólastól og má geta þess að í fyrra- dag fór hann ásamt nokkrum félög- umsínumí gúmmíbátniðurHvítá. athygli á þeim hindmnum sem þeir Hjólastólaralhð var haldið til þess eiga við að glíma úti í þjóðfélaginu. að kynna málefni fatlaðra og vekja -JSS Eiríkur Hauksson keppti fyrir Innkaup hf. Hér sést hann í hörkukeppni. DV-myndir Brynjar Gauti Heimsmeistaraeinvígið: en leiðinlega Heimsmeistarinn ungi, Garrí Kasparov, hélt auðveldlega jafntefli í 15. einvígisskákinni við Karpov, sem tefld var í Leningrad á föstu- dag. Kasparov, sem hafði svart, beitti Grúnfelds-vöm í sjöunda sinn í ein- víginu og þótt Karpov reyndi að breyta út af komst hann ekkert áleiðis. Eftir 29 leiki blasti jafntefli við á borðinu. Kasparov stóð upp eftir leik sinn og gekk áhyggjulaus um sviðið, að því er virtist brosandi. Er Karpov leit svo upp frá taflinu varð öllum ljóst hvað var að gerast. Kasparov skildi bendinguna, gekk að borðinu og þeir innsigluðu jafii- teflið með handabandi. Framan af tafli hermdu þeir félag- ar eftir frægri skák Botvinniks og Fischers frá ólympíuskákmótinu í Vama í Búlgaríu 1962. Þá var Bo- tvinnik heimsmeistari en Fischer á hraðri uppleið. Minnstu munaði að honum tækist þar að leggja heims- meistarann að velli. Botvinnik átti tapaða stöðu en bjargaði sér meist- aralega í hróksendatafli. Þessi skák var vitaskuld rifluð upp í Leningrad á föstudag er Karpov og Kasparov sátu að tafli. Það var ekki fyrr en í 12. leik sem Karpov brá út af taflmennsku Botvimiiks og sýndist sitt hveijum um það hvor hefði betur. Jakob Estrin, fyrrum heimsmeistari í bréfskák, sló á þráð- inn til Botvinniks sjálfs sem nú er orðinn 75 ára gamall. „Svartur er ekki í neinni hættu," sagði Botvinn- ik og hann reyndist hafa á réttu að standa. Annar reyndur meistari, Davíð Bronstein, haföi á orði að skákin hefði verið vel tefld á báða bóga. Hins vegar var hún ekki sérlega skemmtilega tefld, sem e.t.v. má skrifast á reikning stöðunnar í ein- víginu. Nú er svo komið að með hverju jafhtefli þokast Kasparov nær sigri. Hann hefúr 8,5 vinninga gegn 6,5 vinningum Karpovs og nægir 3,5 vinningar til viðbótar úr 9 skákum. Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Garrí Kasparov Grúnfelds-vöm. I.d4 Rffi 2.c4 g6 3.Rc3 d5 4.RÍ3 Bg7 5.Db3 Einhverju sinni var þetta helsta afbrigði hvíts gegn Grúnfelds-vöm- inni en síðan hefúr mikið vatn runnið til sjávar. Þetta er þó kær- komin tilbreyting frá þeim afbrigð- um sem Karpov hefur fram að þessu teflt í einvíginu. 5.-dxc4 6.Dxc4 0-0 7.e4 Bg4 Þessi og næsti leikur svarts eru runnir undan rifjum fyrrum heims- meistara, Vassily Smyslov, og eru nú almennt viðurkenndir sem besti leikmáti svarts. 8.Be3 Rfd7 9.Hdl Rc6 10.Be2 Rb6 11. Dc5 Dd6 12.e5 Þannig hefur verið teflt í nýlegum skákum. í skák Botvinniks og Fisc- hers varð framhaldið: 12.h3 Bxf3 13. gxf3 Hfd8 14.d5 Re5 15.Rb5 Df6 16.f4 Red7 17.e5 Dxf4! og Fischer nældi sér í peð þótt afleiðingamar yrðu óljósar. Botvinnik féll vita- skuld ekki í gildruna 18.Dxb6? De4! 19.f3 Dh4 + 20.BÍ2 Db4+! og vinnur drottninguna. 12. -Dxc5 13.dxc5 Rc8! Að líkindum nýr leikur. Ef hins vegar 13.-Rd7, þá er 14.e6! Bxe6 15.Rg5 hættulegt. 14. Rb5 Hb8 Eftir 14.-Bxf3 15.Bxf3 Bxe5 16.Hd7 Bxb2 17.Rxc7 Hb8 18.Ra6! bxa6 19.Bxc6 em hvítu biskupamir sterk- ir og frelsinginn á c-línunni en riddarinn svarti kemst ekki úr borð- inu. Kasparov fómar ekki biskupap- arinu fyrir vesælt peð sem hlýtur að falla hvort eð er. 15.Rxc7 abcdefqh 15.-e6! Það er einkenni snjallra skák- meistara að þeir flýta sér hægt. Aftur gat hann unnið peð með 15.-Bxf3 16.Bxf3 Bxe5 17.Hd7 Bb2 en eftir 18.Ra6! er sama staða komin upp og í athugasemdinni við 14. leik. Þessi sterki leikur kom Karpov til að hugsa í 40 mínútur. Kasparov kemur vandræðahrossinu á c8 í leikinn áður en hann hugar að e-peðinu. Hann hefur þegar náð að jaína taflið. 16. Rb5 R8e7 17.Hd2 Hróki hvitur stutt er rétta tæki- færið fyrir svartan að drepa e-peðið með riddaranum - biskupinn á e2 er valdlaus. 17. -b6 18.cxb6 Kannski var síðasti möguleikinn fólginn í stuttri hrókun. Eftir texta- leikinn og einnig næsta leik Karpovs leysist taflið upp í jafntefli. 18. -axb6 19.Bg5 Rf5 20.b3 h6 21.Bf6 Eða 21.Bf4 g5 og hvítur missir biskupaparið. 21.-Bxf3 22.Bxf3 Rxe5 23.Bxe5 Bxe5 24.0-0 Hfd8 25.Hfdl Hxd2 26.Hxd2 Hc8 27.g3 Hcl+ 28.Kg2 Kf8 29.Be4 Ke7 - Og jafntefli samið. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.