Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1986, Blaðsíða 8
8 ,99|r H7raj/r.'?TcT33 .st auoAcmvrAM MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1986. Útlönd dv Eftir jarðskjálftann í Grikklandi: Tugir þúsunda sváfú á götum úti Að minnsta kosti 17 manns létu lífið og 300 slösuðust í jarðskjálfta er varð í hafharborginni Kalamata í suður- hluta Grikklands á laugardagskvöld- ið. Flogið var með hjúknmarfólk og björgunarútbúnað í skyndi frá Aþenu og var unnið að því alla nöttina að bjarga fólki úr rústunum. í gærmorgun voru 6 manns enn graf- in undir rústum fimm hæða hárrar byggingar sem hrundi eins og spila- borg í jarðskjálftanum sem mældist 6,2 stig á Richtersskala. Meðal hinna sex var 10 mánaða gamalt bam og grófú björgunarmenn með berum höndum eftir þvi til þess að bamið hlyti ekki frekari meiðsl, að því er sjónarvottar sögðu. Sólarhring eftir að jarðskjálftinn varð tókst björgunarmönnum að bjarga 10 daga gömlu bami. Hafði það öflug sprengja sprakk á flugvell- inum í Seoul í Suður-Kóreu í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar biðu 5 manns bana og 26 særðust af völdum sprengjunnar. Hálftíma áður en sprengjan sprakk lenti Boeing 747 frá Japan með 277 manns innanborðs á flugvellinum. Tilkynnt var að engir útlendingar né íþróttamenn hefðu verið meðal þeirra sem særðust en nú em aðeins sex dagar þar til Asíuleikamir hefj- augsýnilega legið í fangi látinnar konu sem fundist hafði áður í rústunum. Jarðskjálftinn varð rétt fyrir klukk- an hálf níu á laugardagskvöldið þegar flestir borgarbúar sátu að snæðingi á fullsetnum veitingastöðum eða í heimahúsum. Að sögn húsmóðurinnar Nikoletta Bakas var hún á leið út í eldhús er hún heyrði dmnur og á næsta augna- bliki hafði húsið hrunið yfir fjölskyld- una. Þremur klukkustundum seinna hafði björgunarmönnum tekist að grafa Nikoletta, eiginmann hennar og böm þeirra þrjú upp úr rústunum. Var síðan flogið með þau til Aþenu til að gera að meiðslum þeirra. Sjónarvottar sögðu að borgin liti út eins og eftir sprengjuárás og tilkynnt hefur verið opinberlega að tala skemmdra og eyðilagðra húsa sé 1.154. Af ótta við frekari skjúlfta svaf fólk ast í Seoul. Um sex þúsund íþrótta- menn og starfsmenn frá 28 löndum sækja leikana. Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa gefið í skyn að Norður-Kórea gæti reynt að trufla leikana með einlivers konar hryðjuverkastarfsemi. Sprengjunni hafði verið komið fyr- ir í rusladalli nálægt inngönguhliði. Að sögn sjónarvotta var sprengjan svo öflug að fólk flaug út í gegnum gluggarúður. undir berum himni um nóttina í svefri- pokum eða með ábreiður yfir sér. Unnið var að því að koma upp 10.000 tjöldum handa heimilislausum íbúum Kalamata en íbúafjöldinn þar er um 45.000 manns. Ekki hefur verið tilkynnt að ferða- menn hafi látist eða orðið fyrir meiðslum. Fyrir tveimur vikum létu tveir lífið og rúmlega 500 slösuðust í jarðskjálfta í Moldavíu í Sovétríkjunum. Upptök þess skjálfta voru í Rúmeníu og mæld- ist hann einnig 6,2 stig á Richterskala. Að sögn sovéskra yfirvalda misstu um 12.500 manns heimili sín í jarðskjálft- anum. Minniháttar breytingar í sambandi við húsbyggingar geta takmarkað af- leiðingar jarðskjálfta eins og þess sem nú varð í Grikklandi, að sögn sérfræð- inga. Meira en 100.000 lögreglumenn út úm allt land eru með aukinn við- búnað vegna leikanna. Miklar öryggisráðstafanir eru viðhafðar í kringum bústaði þátttakenda en margir þeirra hafa þegar flutt inn, þar á meðal 154 manna lið frá Kína sem er traustur bandamaður Norð- ur-Kóreu. Róttækir stúdentar hafa hótað að senda árásarsveitir til þess að trufla leikana. Kennsla verður því lögð Á ráðstefnu jarðskjálftafræðinga, sem haldin var í Ankara í Tyrklandi núna í september, var það skoðun manna að það mikla manntjón sem varð í jarðskjálftanum í norðaustur- hluta Tyrklands 1983 hefði verið vegna þess hve veigalitlar byggingar eru þar um slóðir. En í þeim jarðskjálfta fór- ust 1.155 og tala slasaðra var 1.142. Um ein og hálf miljón tyrkneskra húsa eru svo veigalítil að þau myndu skemmast eða hrynja við vægan jarð- skjálfta og er tyrkneska stjómin að skipuleggja kennslu í endurbótum á húsunum. Síðastliðna hálfa öld hafa 56.545 manns beðið bana í 46 jarðskjálftum í Tyrklandi og 312.674 hús hafa skemmmst. niður næstu þrjár vikumar til þess að koma í veg fyrir að stúdentar efhi til mótmælaaðgerða. Álasa stúdentar Chun Doo Hwan forseta fyrir að nota Asíuleikana og ólympíuleikana, sem fara eiga fram í Seoul 1988, sér og stjóm sinni til uppdrúttar. Segja stúdentar að betra sé að veija þeim milljörðum dollara, sem leikamir kosta, til þess að styðja fútæka verkamenn og bændur. Skólum lokað af yflrvöklum YÐrvöld í Suður-Afríku til- kynntu í gær að 13 skólum blökku- manna hefði verið lokað þar sem nemendur sóttu ekki skólana. í síðustu viku var 20 skólum lokað af yfirvöldum. Af þeim 13 skólum sem lokað hefúr verið í viðbót em 10 í Soweto. Framhaldsskólanemar hafa mót- mælt stjóminni í Suður-Afríku og eftir að neyðarástandi var lýst yfir í júní hafa hermenn verið sendir í nokkra skóla og nemendur hand- teknir. Samkvæmt upplýsingum yfir- valda í gær hafa tveir blökkumenn í viðbót látist vegna átaka. Nú hefúr alls 291 látið lífið í óeirðum frá því að neyðarástandinu var lýst yfir. Embættismaður ræðismanns- skrifstofú fraks beið bana í Karachi í Pakistan í gær er sprengja sprakk í bíl hans. Farþegi í bílnum særðist og var hann flutt- ur á sjúkrahús. Sprengjan sprakk nálægt ræðis- mannsskrifetofu Saudi-Arabíu í Karachi en þar i kring er aðsetur margra sendifúlltrúa Arabaríkja. Viðræð- urnarí kyrrstöðu Samningaviðræðum til undir- búnings fríðarviðræðunum sem halda áttu áfram á föstudaginn í Sesori í E1 Salvador hefúr verið hætt að því er báðir aðilar til- kynntu í gærkvöldi. Embættismenn stjómarinnar saka skæmliða um að hætta við viðræðumar vegna andstöðu gegn þeim öryggisráðstöfunum sem stjómarmenn stungu upp á. Á fundi með blaðamönnum sögðu skæruliðar að þeir hefðu boðist til þess að halda aftur fúnd með nefnd stjómarinnar innan næstu 10 daga til að ryðja úr vegi hindrunum fyrir friðarviðræðum. Síðast vom friðarviðræður haldnar í október og nóvember 1984 en þær enduðu í kyrrstöðu þar sem aðilamir sökuðu hvor annan um að notfæra sér viðræð- umar í áróðursskyni. Víkinga- sveitir tll Bretlands? Bandaríkjamenn hafa beðið um samþykki bresku stjómarinnar til að staðsetja víkingasveitir í Bret- landi sem lið í herferð þeirra gegn hryðjuverkamönnum, að því er sagði í breska blaðinu The Sunday Telegraph. Kom þessi beiðni í kjölfar flug- ránsins í Karachi þann 5. septemb er síðastliðinn en þá komu víkingasveitir Bandaríkjamanna of seint til þess að geta orðið að liði. Bresk yfirvöld vilja ekkert láta hafa eftir sér um málið. Víkingasveitimar, sem myndaðar vom í lok sjöunda áratugarins, hafa bækistöðvar sínar í norður- hluta Karólínu. Með því að hafa aðsetur i Bretlandi vonast banda- rísk yfirvöld til að sveitimar geti náð fljótar á vettvang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.