Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1986, Blaðsíða 10
f^Ma/ítigjg^^ ._. ._.. . .. ... ¦^. i iníiiriWiii'ifiniiifymtfr 10 MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1986. UÚönd Vestur-þyskir sósíaldemókratar: Nú er röðin komin að Evrópu Vestur-Þýskaland er tákn alls ills í Evrópu. Það er skoðun manna í Washington og allra minnst geðjast mönnum að flokki sósíaldemókrata. Þessi gremja í garð flokksins hófst reyndar ekki í nóvember 1983 þegar sósíaldemókratar greiddu atkvæði gegn því að Pershing-eldflaugum Bandaríkjanna yrði komið fyrir í Þýskalandi en sú ákvörðun markaði tímamót. Flokkurinn virti ekki að- eins að vettugi eigin heíðir heldur einnig þá samstöðu um öryggismál sem ríkt hafði í landinu frá því á sjötta áratugnum. En í þeirri sam- stöðu fólst einnig skilyrðislaus hlýðni við Bandaríkin. í stjómarandstöðu 1 janúar næstkomandi eru kosn- ingar í Vestur-Þýskalandi. Sósíal- demókratar hafa verið í stjómarand- stöðu frá 1982. Til þess að geta tekið þátt í baráttunni þurfa þeir að kynna aðra stefnu i öryggismálum en þá sem hafhað heíur verið. Sú stema þarf ekki aðeins að sannfæra Vest- ur-Þjóðverja sjálfa heldur einnig að vinna traust bandamanna. , Hvað sem sósíaldemókratar taka sér fyrir hendur hefur það áhrif á gang mála í Evrópu. Og þegar sósíal- demókratar tjá sig um framtíðina er ástæða til að leggja eyrun við. Það gera þeir að minnsta ^osti í Banda- ríkjunum. Nýstefnuskrá I sumar lagði flokkurinn fram uppkast að nýrri stefnuskrá þar sem allar mikilvægar skoðanir innan flokksins eru kynntar. Reynt er að skapa þann einhug sem með þarf til þess að úrslit kosninganna í janúar verði fiokknum hagstæð. Núverandi stefnuskrá var samþykkt í Bad Godesberg árið 1959. Þá var mörgum heilögum kúm slátrað. Arf- inum frá Marx var kastað fyrir borð og frjálslyndi í markaðsmálum var í hávegum haft. Aðild að Atlants- hafsbandalaginu var samþykkt og einnig stefna kristilegra demókrata í utanríkismálum. Flokkur sósíal- demókrata vildi sem sagt vera öllum opinn. Gullöld Gullöld fiokksins var á áttunda áratugnum. Þá voru þeir Willy Brandt og Helmut Schmidt kanslar- ar og nutu álits sem fremstu leið- togar Evrópu. Willy Brandt kom á betri samskiptum við lönd Austur- Evrópu og tókst þar með að létta á spennunni. Sundrung hefur ríkt innan flokks- ins á níunda áratugnum. Hugsjónir hefur vantað. Deilt hefur verið um stefnu í öryggismálum, umhverfis- mál, efnahagsmál og samband flokksins við græningja. Mest hefur þó verið deilt um öryggismálin. Þegar Brandt fór að beita sér fyrir betri samskiptum við Sovétríkin lagði hann áherslu á að hann nyti trausts bandamanna. En á miðjum áttunda áratugnum fór að gæta tor- tryggni í garð Sovétríkjanna af hálfu Bandaríkjanna vegna áframhald- andi vígbúnaðar þeirra fýrrnéfhdu. Vestur-Evrópa og Bandaríkin litu ekki sömu augum á Sovétríkin. Hljóölátar kröfur Schmidt reyndi ekki einu sinni að dylja hvaða álit hann hafði á Carter Bandaríkjaforseta. En áhersla Cart- ers á mannleg réttindi var svolítið viðkvæmt mál fyrir sósíaldemókrata. Þeir gátu ekki almennilega vísað slíkum kröfum á bug. En vegna við- leitninnar til að halda góðum samskiptum við lönd Austur-Evrópu var talað um slíkar kröfur í lágum hljóðum. Takmörkuðust kröfurnar við það að Vestur-Þjóðverjum yrði leyft að flytja frá Austur-Evrópu. Þar sem borgað var fyrir greiðann var heldur ekki svo erfitt að verða við honum. Schmidt var raunsær stjórnmála- maður. Það var hann sem benti bandamönnum á SS 20 eldfiaugar Sovétmanna. Þar sem Sovétríkin höfðu náð Bandaríkjunum í víg- búnaðarkapphlaupinu þyrfti að gera ráð fyrir að Bandaríkin yrðu ekki jafh fús til þess að taka á sig hættu vegna Evrópu. Með því að koma fyrir Pershing II eldflaugunum í. Evrópu myndi árás Sovétríkjanna sjálfkrafa verða til þess að Banda- ríkin tækju þátt í vörninni. Ákvörðun Atlantshafsbandalags- ins frá 1979 fól í sér að eldflaugunum skyldi ekki komið fyrir fyrr en reynt hefði verið að telja Sovétríkin á að fjarlæga sínar eldflaugar. Schmidt og flokkurinn höfðu feng- H? Líklegi þykir aö Helmut Kohl fari meö sigur af hólmi í næstu kosningum. Willy Brandt stuðlaöi að betri samskiptum við Austur-Evrópu. Friðarganga í Vestur-Berffn 1983, sama ár og sósíaldemókratar greiddu atkvæði gegn Pershing II eldflaugunum. Sú ákvöröun markaði tímamót í stefnu fiokksins. ið vilja sínum framgengt. En vegna þessarar ákvörðunar varð misklíð í flokknum. Friöarhreyfing Það sem kynti undir friðarhreyf- ingunni í Evrópu voru athugasemdir frá Bandaríkjunum sem túlka mátti þannig að Bandaríkin væru að und- irbúa takmarkað kjarnorkuvopna- stríð í Evrópu. Ógnunin kom ekki lengur frá Sovétríkjunum. Ógnunin kom frá hættunni á því að stórveldin myndu berjast á vestur-þýskri grund. Nú hafa viðræður um að draga úr vígbúnaðarkapphlaupinu hafist aft- ur. En traust sósíaldemókrata á Bandaríkjunum hefur minnkað. Það að vera háður Bandaríkjunum hefur einnig leitt til tortryggni í þeirra garð. Það eru margir sósíaldemókratar sem vilja að Vestur-Þýskaland segi upp aðild sinni að Atlantshafs- bandalaginu eða hætti að minnsta kosti hernaðarlegri samvinnu. I uppkastinu að nýrri stefhuskrá er gert ráð fyrir áframhaldandi aðild en áhersla lögð á að áhrif Banda- ríkjanna þurfi að minnka. Hags- munamál Evrópu og Bandaríkjanna séu ekki þau sömu. En Evrópa verð- ur sjálf að verða sterkari til þess að geta aukið áhrif sín. Þess vegna þurfi ríki Evrópu að sameinast um stefnu í utanríkis- og öryggismálum. Skoðanakönnun Þeir eru fáir sem telja að sósíal- demókratar nái meirihluta á þingi. Því hefur verið spáð að þeir hljóti 40 prósent atkvæða en kristilegir demókratar 46 prósent. Samkvæmt síðustu könnun voru tölurnar 41 prósent fyrir sósíaldemókrata og 45 fyrir kristilega demókrata. Græn- ingjar fengu 6 prósent en frjálsir demókratar, sem eru tengdir kristi- legum, fengu 7 prósent' Kanslaraefni flokksins, Johannes Rau, hefur gefið þá yfirlýsingu að hann muni ekki mynda stjórn með stuðningi græningja. Þegar Willy Brandt kynnti upp- kastið að nýrri stefhuskrá flokksins viðurkenndi hann að sósíaldemó- kratar hefðu tekið mið af stefnu græningja. En hann lagði áherslu á að þau markmið sem báðir flokkarn- ar berðust við að ná gætu aðeins náðst af „reyndum" flokki. Virðist nú sem sósíaldemókratar ætli sér að ná stuðningsmönnum græningja með því að taka að hluta til upp stefhu þeirra. Það sem helst ber á milli er sann- færing græningja um að ekki sé hægt að ná markmiðunum nema með gagngerum breytingum á þjóð- félaginu. Flest bendir til að Helmut Kohl og Hans Dietrich Genscher sitji áfram við völd næstu fjögur árin. En það þýðir ekki að sósíaldemó- kratar verði valdalausir þegar litið er á stefnuskrá þeirra. Og það virð- ist sem menn í Washington hafi gert sér grein fyrir því. Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.