Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1986, Blaðsíða 14
14 Frjálst, óháö dagblaö Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr. Verð í lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. íslenzk stéttaskipting Algengt er, að í fjögurra manna fjölskyldu hafl heim- ilisfaðirinn 65 þúsund króna og húsmóðirin 35 þúsund króna mánaðartekjur. Hans tekjur eru tekjur fyrirvinn- unnar og hennar eru viðbótartekjur, sem fást fyrir vinnu í ýmsum störfum, einkum svonefndum kvennastörfum. Þetta er nálægt því að vera vísitölufjölskylda, hjón með tvö börn, samtals 3,66 manns að nákvæmni tölfræð- innar. Slík fjölskylda hefur einmitt 65 þúsund plús 35 þúsund eða samtals 100 þúsund króna tekjuþörf sam- kvæmt búreikningum, sem framfærsluvísitala byggist á. Þessir reikningar segja til dæmis, svo að hinar ná- kvæmu tölur séu notaðar, að vísitölufjölskyldan noti 223.007,54 krónur á ári í mat og 143.111,68 krónur í rekst- ur bíls. Að meðtöldum sköttum fara heildarútgjöldin á ári upp í 1,2 milljónir króna, 100 þúsund á mánuði. Ofangreind fjölskylda náði þessum tekjum með því að hafa tvennar tekjur, algengar fyrirvinnutekjur og algengar kvennastarfatekjur. Aðrar fjölskyldur ná þess- um tekjum með því, að fyrirvinnan hefur svokallaðar hátekjur, um og yfir 100 þúsund krónur á mánuði. Hátekjur geta fengizt með ýmsu móti. Sum menntun getur fært einstaklingum slíkar tekjur, einkum ef þeir starfa ekki hjá hinu opinbera. Ennfremur leiðir ábyrgð í starfí oft til hárra tekna. Einnig aðstaða, sem kann að byggjast á fjölskyldutengslum eða klíkuskap. Ekki má heldur gleyma hinum mörgu, sem ná 100 þúsund króna vísitölutekjum með mikilli vinnu, yfir- vinnu, ákvæðisvinnu eða bónus. Þannig geta 65 þúsund króna grunnlaun hæglega orðið að 100 þúsund króna tekjum, án þess að menn telji sig vinnuþrælkaða. Þannig lifir meirihluti íslendinga góðu lífi, með 100 þúsund krónur eða meira á mánuði. Þeir gera það í krafti þess, að heimilistekjurnar eru tvennar eða af því að þær eru hátekjur vegna menntunar, ábyrgðar, að- stöðu eða mikillar vinnu. Þetta er höfuðþjóð landsins. Ekki getur fólk talizt fátækt, þótt vísitölutekjurnar náist ekki. Samkvæmt reikningsaðferðum Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD byrja fátæktarmörkin hjá hjónum með tvö börn við 60 þúsund krónur á mán- uði. Þar með er fjórðungur íslendinga fátækur. Kjararannsóknanefnd miðár við minni tekjur, enda veit hún sennilega betur en útlendingar, hvaða úrræði íslendingar hafa til að lifa. Hún telur fátæktarmörkin vera við 45 þúsund króna mánaðartekjur hjá vísitölu- fjölskyldunni margnefndu, hjónum með tvö börn. Þegar búið er að taka tillit til ýmiss mótvægis í kerf- inu, svo sem skattafrádráttar og barnabóta, lækkar tala hinna fátæku. Einnig þarf að taka tillit til skattsvika, því að margir vel stæðir smáatvinnurekendur og ein- yrkjar hafa aðeins sultarlaun á pappímum. Að öllu samanlögðu er ekki fráleitt að ætla, að um tíundi hver íslendingur búi við fátækt. Það er hin þjóð- in, sú sem ekki tekur þátt í velsæld meirihlutans. Þetta eru einkum einstæðar mæður og fjölmennur barnahóp- ur þeirra, en einnig margt aldrað fólk og öryrkjar. Bilið milli hins vel stæða vísitölufólks og hinna fá- tæku í landinu hefur breikkað á undanförnum árum vegna þess að launaskrið hefur í auknum mæli tekið við af kauptöxtum. Kaupmáttur greiddra launa hefur staðið í stað, en kaupmáttur taxta minnkað um fjórðung. Mikilvægasta réttlætismál nútímans og verðugasta stjómmálaverkefni næstu ára er að minnka þetta bil á nýjan leik, svo að við getum aftur státað af stéttleysi. Jónas Kristjánsson MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1986. Á að lögbinda lágmarkslaun? Forsætisráðherra þakkar efaa- hagsbatann hagstæðum ytri skilyrð- um þjóðarbúsins. Einnig aðilum vinnumarkaðarins sem gengu í hlut- verk ríkisstjómarinnar og mótuðu efiiahagsstefiiuna. Hagstæð staða þjóðarbúsins er líka fengin með því að lagðar vom þyngstar byrðar á þá sem síst skyldi. Launafólki, sem eingöngu íramfleytir sér af kaupt- öxtum, var gert að leggja fram fjórðu hverja krónu úr tým launaumslagi sínu. Af minnstum efiium lagði þetta fólk því í reynd fram stærstan skerf til þess góðæris sem nú ríkir - góð- æris sem þetta sama fólk les um í blöðunum, en finnur ekki í sinni eig- in buddu. Buddan besti mælikvarðinn Kaupmáttur atvinnutekna eykst um 8% að meðaltali á þessu ári seg- ir Þjóðhagsstofhun. - Verðbólgan verður innan við 10%, segir Stein- grímur. - En það skiptir auðvitað engu máli fyrir láglaunafólk, þó Steingrímur og Þjóðhagsstofiiun veifi þessum tölum, það virðist vera jafnerfitt að framfleyta heimilinu og eiga fyrir nauðþurftum og þegar Svavar var að reyna að réttlæta 130% verðbólgu árið 1982. Stað- reyndin er líka sú að kaupmáttur atvinnutekna eykst vegna gífurlegs vinnuálags, aukinnar atvinnuþátt- töku kvenna og þess að fólk þarf sífellt að leggja á sig meiri vinnu utan dagvinnutíma til að fleyta heimilunum. Kaupmáttur atvinnu- tekna eykst líka vegna launaskriðs (breyting á yfirborgunum og fríðind- um), sem að mestu fer framhjá láglaunafólki. Það gefur þvi einfald- lega villandi mynd að slengja fram einhveijum meðaltölum um aukn- ingu á kaupmætti atvinnutekna, því láglaunafólkið nýtur í htlum sem engum mæli launaskriðsins. Lág- launafólkið þarf því ekki á neinum tölum að halda frá Þjóðhagsstofnun eða Steingrími til að mæla lífskjör sín. Buddan er þeirra besti mæh- kvarði sem einfaldlega sýnir að sífellt er erfiðara að ná saman end- um. Hverjir bera byrðarnar? Og hverjir eru það svo sem í raun og sannleik hafa borið hitann og þungann af því að ná niður verð- bólgunni án þess að uppskera sjálfir betri lífekjör? - Fyrst og fremst er það verkafólkið - fólkið sem slítur sér út fyrir aldur fram með líkam- legri erfiðisvinnu og vinnuþrældómi í undirstöðuatvinnugreinum þjóð- félagsins. Það er líka obbinn af opinberum starfemönnum. Það eru elli- og örorkulífeyrisþegar. Og það eru hefðbundnar kvennastarfegrein- ar. Umhugsunarvirði 1 framhaldi af þessari niðurstöðu er tvennt umhugsunarvirði fyrir stjómvöld og verkalýðshreyfinguna. í fyrsta lagi hvers vegna er flótti hafinn úr hefðbundnum kvenna- starfegreinum og hvaða afleiðingar hefúr það fyrir atvinnulífið?Um það mun ég síðar fjalla á þessum vett- vangi. f öðm lagi. Hvað hefur leitt til þess að tekjuskiptingin er svo óréttlát í þjóðfélaginu? Atvinnurekendur ráða ferð- inni Óréttlætið í tekjuskiptingunni má að verulegu leyti rekja til þeirrar þróunar sem orðið hefúr í launa- og kjaramálum á undanfomum árum. Staðreyndin er sú að ákvörðunar- valdið um tekjuskiptinguna í þjóð- félaginu er í auknum mæli að færast einhliða yfir á atvinnurekendaborð- ið. Sífelldur barlómur atvinnurek- enda um að ekki sé hægt að hækka kauptaxtana em marldeysa því launaskrið (breyting á yfirborgimum KjaUaiinn Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður fyrir Alþýðuflokkinn og fríðindum) hefur orðið um 20% að meðaltali frá 1983. Það sýnir ein- faldlega að meira er til skiptanna, atvinnurekendur vilja bara fá að ráðskast með það að eigin geðþótta. Það segir okkur að í kjarasamning- um er aðeins tekin ákvörðun um hluta þess sem til skiptanna er. Stór hluti tekjuskiptingarinnar er ákvarðaður einhliða af atvinnurek- endum með þeim afleiðingum að láglaunahópamir sitja eftir. Þessi þróun og tihögun í kjaramálum hef- ur það síðan í for með sér að veikja samstöðu launafólks og verkalýðs- hreyfingarinnar. Vegna hvers? Vegna þess að þeir sem hafa aðstöðu til að semja um sín kjör sjálfir við atvinnurekendur hafa lítilla hagsmuna að gæta í al- mennum kjarasamningum, þar sem deilt er um örfa prósent á hungur- taxta láglaunafólks. Hagsmunir þeirra betur settu liggja í einhliða samningum beint við atvinnurek- endur um yfirborganir, duldar greiðslur og fríðindi. Hörð kjarabar- átta færir þeim lítið í aðra hönd. Þeir eiga orðið ekki samleið með láglaunafólkinu á hungurtöxtunum. Niðurstaðan er því þessi. At> vinnurekendum hefúr tekist; - að sundra verkalýðshreyfingunni og veikja samstöðu og baráttu- kraft launafólks - að ná fram einhliða ákvörðunar- valdi yfir stórum hluta tekjuskipt- ingarinnar í þjóðfélaginu - að viðhalda og auka á launamis- rétti kynjanna þar sem yfirborg- anir og fríðindi renna í miklu ríkara mæli til karla en kvenna - að halda niðri launum hjá verka- fólki og í hefðbundnum kvenna- starfegreinum - að koma á vinnuþrælkun í frysti- húsum vegna lágra launa og bói.usfyrirkomulags. Vitaverð þróun Þessi þróun mála er vítaverð því hún mun viðhalda lágum launum hjá stórum hópi fólks til frambúðar og hún mun viðhalda launamisrétti kynjanna. Spyrja má líka ef launa- hækkanir eru svo verðbólguhvetj- andi sem af er látið, hvers vegna er þá hægt að ná verðbólgu niður í 10%, þrátt fyrir 20% launaskrið (hækkun á yfirborgunum og fríðind- um) sl. 3 ár. Er það bara hækkun á hungurtöxtum láglaunafólksins sem er verðbólguhvetjandi, en ekki hækkun á aukagreiðslum til hinna betur settu? - Kemur launaskrið ekki fram í auknum tilkostnaði fyr- irtækjanna og hækkun á vöru og þjónustu? Hveijir gjalda þá fyrir launaskriðið? Kannski láglauna- hópamir? Skipt um hlutverk Verkalýðshreyfingin hefur ekkert svar átt annað við þessari þróun en að færa sig sífellt meira og meira inná verksvið löggjafarvaldsins. Verkalýðshreyfingin er tekin til við að semja lög í stað þess að semja um mannsæmandi laun fyrir lág- launafólkið. Þingmönnum eru síðan færðir tilbúnir lagapakkar frá aðil- um vinnumarkaðarins sem misjafn- lega nýtast láglaunafólki. Löggjafar- valdið þorir síðan ekki að breyta, bæta eða hrófla við þessum sending- um af ótta við að allt fari í bál og brand á vinnumarkaðinum. Spyrja má, er ekki rétt í þessari stöðu að löggjafarvaldið taki við hlutverki aðila vinnumarkaðarins og lögbindi mannsæmandi lágmarkslaun fyrir þá verst settu í þjóðfélaginu? Jóhanna Sigurðardóttir „Og hverjir eru það svo sem i raun og sannleik hafa borið hitann og þung- ann af þvi að ná niöur verðbólgunni, án þess að uppskera sjálfir betri lífskjör? - Fyrst og fremst er það verkafólkið - fólkiö sem slítur sér út fyr- ir aldur fram meö líkamlegri erfiðisvinnu og vinnuþrældómi í undirstöðuat- vinnugreinum þjóðfélagsins." „Staðreyndin er sú að ákvörðunarvaldið um tekjuskiptinguna í þjóðfélaginu er 1 auknum mæli að færast einhliða yfir á atvinnurekendaborðið. ‘ ‘

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.