Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1986, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1986, Blaðsíða 18
18 Menning MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1986. KENNSLA í SÆNSKU OG NORSKU Í STAÐ DÖNSKU Á GRUNNSKÓLASTIGI. Skólárið '86-'87 verður sænska og norska kennd í eftirfarandi skólum í Reykjavík: SÆNSKA Árbæjarskóla Breiðholtsskóla Hagaskóla Hvassaleitisskóla Langholtsskóla Seljaskóla ölduselsskóla NORSKA Árbæjarskóla Hagaskóla Langholtsskóla Seljaskóla Æfingadeild K.H.Í. Nemendur sem ekki geta sótt kennslu í þessum skól- um sækja áfram kennslu í Miðbæjarskólanum. Einnig verður kennt í Kópavogi og Hafnarfirði. Nem- endur, sem ekki hafa innritað sig enn, eru beðnir að hafa samband við skrifstofu Námsflokkanna í símum 12992 og 14106. MJÓLKINA HEIM ÞIÐ SEM HALDIÐ STÓR HEIMILI OG SINNIÐ DAGLEGUM HEILBRIGÐISÞÖRFUM UNGRA SEM ALDINNA ÆTTUÐ EKKI LENGUR AÐ ÞURFA AÐ ROGAST HEIM AF MARKAÐI MEÐ PLASTPOKA ÞUNGAÐA MJÓLK OG ÖÐRUM MJÓLKUR- AFURÐUM. KAUPMAÐUR, SEM HÓF VERSLUN 1960, ÆTLAR AÐ SELJA YKKUR MJÓLKURVÖRUR OG SENDA HEIM. SENDIR VERÐA 12EÐA FLEIRI LÍTRAR EFTIR ÞÖRFUM, ANNAÐHVORT Á TIL- TEKNUM DÖGUM VIKUNNAR EÐA DAGLEGA. AFGREITT VERÐUR BEINT FRÁ MJÓLKURSTÖÐ SAMKVÆMT SAMKOMULAGI SVO ÞEIR SEM NJÓTA 3-4 LÍTRA Á DAG ÆTTU ALLTAF AÐ HAFA FERSKA NÝMJÓLK i SKÁPNUM. AÐ LOKNUM UNDIRBÚNINGI OG GERÐ SAMNINGA VIÐ VIÐ- SKIPTAVINI MUN DREIFING HEFJAST. ÁRÍÐANDI ER AÐ ÞEIR SEM ÁHUGA HAFA Á VIÐSKIPTUM GEFI ÞAÐ TIL KYNNA STRAX. EKKERT VERÐUR HÆGT AÐ GERA í MÁLINU NEMA UNDIRTEKTIR SÉU GÓÐAR. SÖLUVERÐ VERÐUR ÞAÐ SAMA OG í VERSLUNUM AL- MENNT. - SENDIÐ PÖNTUN - VINSAMLEGA LÁTIÐ VITA UM VIÐ- SKIPTIN SVO AÐ GERA MEGI SAMNING Á EFTIRFARANDI FORSENDUM YÐAR: □ ÉG MUNTAKAVIÐ ÖLLUM SENDINGUM SEM SAMIÐ ER UM, ENDA VERÐA ÞÆR BORNAR AÐ DYRUM ÍBÚÐAR MINNAR. MUN ÉG ÞÓ HEIMILA AÐ ÞÆR VERÐI SKILDAR EFTIR Á TILTEKNUM STAÐ í HÚSI MÍNU SÉ ENGINN HEIMA. □ ÉG GET AFTURKALLAÐ AFGREIÐSLU HVAÐA DAG SEM ER MEÐ TILKYNNINGU UM SÍMA DAGINN FYRIR AFGREIÐSLUDAG. □ ÉG MUN HEIMILA GREIÐSLU V. VIÐSKIPT- ANNA AF HÁLFU GREIÐSLUKORTAFIRMA EÐA GERA ANNAÐ SAMKOMULAG VIÐ SELJ- ANDA UM GREIÐSLUR. ÆTLAÐ ER AÐ MARGIR MUNI VILJA SENDINGU EINU SINNI EÐA TVISVAR í VIKU OG HLÝTUR i.Þ.M. FYRST UM SINN AÐ FARA EFTIR AÐSTÆÐUM OG SVÆÐUM HVAÐA DAG VIK- UNNAR AFGREITT VERÐUR OG Á HVAÐA TÍMA DAGS. MEST VERÐUR VÆNTANLEGA AFGREITT SNEMMA DAGS OG ÞÁ EINNIG SÍÐLA, Þ.E. MILLI 16 og 20. SÖLUSVÆÐIÐ ER ÞÉTTBÝLIÐ Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ÖLLU, Þ.E. REYKJAVÍK, KÓPAVOGUR, GARÐABÆR OG HAFN- ARFJÖRÐUR, EF TIL VILL SUÐURNES SÍÐAR. LÁTIÐ VITA AF YKKUR, NOTIÐ TIL ÞESS ÚRKLIPPU HÉR AÐ NEÐAN. MJÓLKURPÓSTURINN PÓSTHÓLF 8743, 128 REYKJAVÍK SiMI 22575 ..........................................kllppið Irá............................................ SENDANDI: HEIMIU ..................................... SÍMI ....................................... MJÓLKURPÓSTURINN PÓSTHÓLF 8743 128 REYKJAVÍK □ ÉG HEF HUG Á VIÐSKIPTUM Ævintýrin gerast enn Þorsteinn Thorarensen gefur út Grimms ævintýri Þorsteinn Thorarensen flíkar hinni nýju útgáfu sinni af Grimms ævintýrum. Ljósmynd Oskar Om Það væri synd að segja að Þor- steinn Thorarensen, sá ötuli bókaút- gefandi, væri mikill sölumaður. Upp á DV kom hann blaðskellandi fyrir nokkrum dögum og hampaði papp- írskilju sem hann var að gefa út, féllst á að láta taka af sér mynd, var svo horfinn með kiljuna þegar ein- hverjum datt í hug að spyrja hann um málavexti. Stuttu seinna kom í ljós að bókin var fyrsta bindi Grimms ævintýra í nýrri þýðingu Þorsteins sjálfs og með skýringum hans. Henni-fylgir svo snælda með upplestri hans á völdum sögum úr ævintýrunum. En hvað gengur Þorsteini til að gefa út Grimms ævintýri á nýjan leik? Komið var á símasambandi við útgefandann. „Allt fiá því að ég var bam hefur mér verið hlýtt til þessara ævintýra og mig heíúr lengi langað að gera eitthvað fyrir þau. Amma mín sagði mér söguna af Öskubusku áður en ég lærði að lesa og bætti þá inn í hana ljóðlínunum úr Mjaðveigu Mánadóttur. Síðan las ég þýðingar Theódórs Ámasonar og er mikill aðdáandi þeirra þótt ég þýði á annan veg en hann gerir.“ Þorsteinn ræddi síðan um þjóð- sagnaþýðingar almennt. „Til þess að geta þýtt þjóðsögur verður maður að setja sig inn í þjóð- sagnakenndina, sem ég kalla. Maður má alls ekki ætlast til þess af þjóð- sögum að þær lúti sömu lögmálum og skáldsögur. Þær krefjast nefni- lega sífeOdra útúrdúra, bæði hvað efni og stíl varðar. Maður verður að vera á sífelldu varðbergi fyrir þessu.“ Nú vom hin upprunalegu Grimms ævintýri oft ansi harðhnjóskuleg, svo mjög að seinni tíma kynslóðir felldu burt ýmis þeirra í útgáfúm og breyttu öðrum. DV innti Þorstein eftir viðhorfi hans til hins upphaf- lega texta. María mey var hefnigjörn. „Ég nota alltaf frumgerðina, ann- að kemur ekki til greina. En svo er ég líka á því að ævintýri standi ekki í stað. Þau taka breytingum í tímans rás og ég lagfæri þau til nútímamáls þegar mér þykir þörf á því. 1 þýðingu minni tek ég einnig tillit til íslenskr- ar þjóðsagnahefðar, nota orðatiltæki og viðkvæði úr henni. Jú, satt er það. Á síðustu öld fannst mörgum, þ.á.m. Bretum, Grimms ævintýrin fremur grimmileg. Sjálf María mey er til dæmis látin vera bæði hefhi- og refeigjöm. Því breyttu menn ævintýrunum eða sneru þeim yfir á tæpitungu. En í dag ættu Grimms ævintýrin ekki að særa nokkra manneskju." Þorsteinn hefúr síðan valið fjölda grafískra myndskreytinga frá 19. öld til fylgdar ævintýrunum og bætir við skýringum frá eigin brjósti og úr þjóðsagnafræðum sem hann kynnti sér sérstaklega í Þýskalandi. Og uppáhaldsævintýri Þorsteins sjálfe? „Það er Öskubuska. Ég held að ekki sé til yndislegra ævintýri í öll- um þjóðsagnabókmenntunum." -ai Reykás Malarás Lækjarás Vesturás Rauðás lÉÉl Frjálst.óháÖ dagblaö Afgreiðslan, Þverholti 11, simi 27022.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.