Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1986, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1986, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1986. MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1986. 25 Iþróttir íþróttir „Uppskerum eför margra ára erfiði" ■ sagði Guðmundur Steins- son, fyririiði Fram „Maður er auðvitað feikilega glaður. Nú er maður að uppskera eftir margra mánaða erfiði - já, það má jafnvel tala um margra ára erfiði, svo langþráður er þessu tit- ill fyrir okkur Framara. Og fyrir mig persónulega þá er þetta ólýs- anlegt því þetta er í fyrsta skipti sem ég verð íslandsmeistari. Ann- ars tekur það langan tíma að átta sig á þessu,“ sagði Guðmundur Steinsson, fyrirliði Fram. „Þetta ætti að verða okkur gott veganesti fyrir Evrópuslaginn. Þó við vitum næsta lítið um þetta pólska lið þá þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn. Við stóðum okkur vel í fyrra og ættum alveg að geta gert það aftur,“ sagði Guð- mundur. -SMJ • Kampavínið flaut i búningsherbergi Framara eftir leikinn gegn KR. Á myndinni gægist Pétur Ormslev ofan í bikarinn. Þórður Marelsson er til vinstri en fremst á myndinni er Jón Kristján Sigurðsson, dyggur stuðnings- maður Framliðsins og mikill knattspyrnuunnandi í áraraðir. • Pétur Ormslev og Guðmundur Torfason taka lagið og að baki þeim stend- ur Guðmundur Baldursson, markvörður Fram. Fögnuður Framara var gífurlegur en þess má geta að þeir Pétur og Guðmundur urðu á laugardag íslandsmeistarar i fyrsta skipti siðan þeir hófu að iðka knattspyrnu. DV-mynd Brynjar Gauti • Einhver frekjulegasti fjarkinn í Laugardalnum á laugardag. Menn misstu stjórn á sér i fagnaðarlátunum og lái þeim hver sem vill. Þessir svipmiklu menn á myndinni eru frá vinstri: Guðmundur Steinsson fyrirliði, Viðar Þorkelsson, Þorsteinn „Bylgja" Vilhjálmsson og Guðmundur Torfason. DV-mynd Brynjar Gauti. - sagði Pétur Ormslev „Þetta er ólýsanleg tilfinning að vinna titilinn núna loksins. Það má segja að tækifærið hafi komið upp í hendumar á okkur þegar Valsmenn klikkuðu í síðasta leik og okkur tókst að færa okkur það í nyt. Og við eigum þetta svo sann- arlega skilið, það er engin spum- ing,“ sagði Pétur Ormslev sem að vonum var í sjöunda himni eftir að vera búinn að vinna sinn fyrsta íslandsmeistaratitil. „Þetta var mjög erfiður leikur og KR-ingar sýndu það hér í dag að þeír em í hópi bestu liðanna í deildinni, sem eru að mínu mati Fram, Valur. Skaginn og KR. Okk- ur nægði jafntefli í dag og það er alltaf erfitt að koma til leiks þegar þannig er ástatt,“ sagði Pétur og bætti því við að þegar tölur úr leik Vals og Akraness hefðu verið lesn- ar upp hefðu leikmenn ósjálfrátt tekið kipp niðri á vellinum. -SMJ ÍPfl-Pp • Ásgeir Elíasson, þjálfari Framliðsins, með bikarinn ásamt þeim Guð- mundi Torfasyni og Guðmundi Steinssyni. Mikið álag hefur verið á Ásgeiri undanfarna daga og þvi ekki að undra að hann leyfði sér að brosa breitt þegar íslandsbikarinn var kominn í örugga höfn. „Þetta eru einhverjar erfið- ustu mínútur sem ég hef lifað. Safamýri hafði loksins verið inu áður. Hungrið í titilinn var tryggð á Laugardalsvelli á orðið óskaplegt og það mátti laugardag eftir leik Fram og glögglega sjá á leikmönnum, KR. Otrúlegur fögnuður braust stj órnarmönnum og stuðnings- út á meðal Framara eftir að mönnum Framliðsins á laugar- Islandsbikarinn hafði loks dag. Gífurleg spenna unnist, í 16. skipti, en Fram myndaðist á Laugardalsvelli varð síðast Islandsmeistari árið frá fyrstu mínútu. Margir vall- 1972. argesta mættu með útvarp á Enginn leikmaður Fram í dag völlinn því úrslit í leik Vals og hefur orðið meistari með félag- ÍA á Akranesi skiptu svo sann- arlega miklu máli. Bölvanlega leið stuðningsmönnum þeirra bláu er Valur náði forystu í leiknum en síðan lagaðist heilsan um stundarsakir er Akurnesingar náðu að jafna. KSÍ þurft að bregða sér í flug- ferð með bikarinn upp á Skaga en af því varð ekki. Framarar tóku við sigurlaunum sínum eftir leikinn gegn KR og segja má að fögnuður Framara hafi verið endurvakinn í gærkvöldi er þeir Guðmundur Torfason og Gauti Laxdal stálu senunni á Broadway. - sagði Þórður Marelsson „Þetta er minn þriðji titill en ekki sá síðasti, það er á hreinu,“ sagði Þórður Marelsson, sem vakti athygli fyrir stillta framkomu í búningsklefa Framara. Greinilega öllu vanur í þessum efhum en hann varð íslandsmeistari með Víking- um 1981 og '82. „Auðvitað er það öðruvísi til- finning að sitja á bekknum en eigi að síður er þetta stórkostleg upplif- un. Það má segja að það hafi verið meiri barátta í Víkingsliðinu á sín- um tíma en Framliðið nú hefúr fleiri góðum einstaklingum á að skipa. Á góðum degi er Framliðið óumdeilanlega besta lið íslenskr- ara knattspyrnu í dag,“ sagði Þórður. -SMJ • Þrír fyrirliðar Framliðsins í knattspyrnu. j miðjunni er Guðmundur Oskars- son, fisksali í Sæbjörgu, mikill Framari og fyrsti fyrirliði meistaraflokks, Baldur Schewing er til hægri en hann var fyrirliði meistarailokks áriö 1972 er Fram varð síðast islandsmeistari og Guðmundur Steinsson, fyrirliði Fram í dag, er lengst til vinstri. •Guðmundur Torfason hampar hér íslandsmeistarabikarnum eftir leikinn gegn KR á Laugardalsvelli á laugardag. Guðmundur náði ekki að skora í leiknum og þar með missti hann af nýju markameti. Metið eiga þeir Pétur Pétursson saman en það er 19 mörk. DV-mynd Brynjar Gauti Ef KR-ingar hefðu skorað á lokamínútunum gegn Fram hefðu þeir tryggt Valsmönnum titilinn og þá hefði formaður | að koma íslandsmeistarabik- . arsins í bækistöðvar Fram við • Eyjólfur Bergþórsson er búinn að bíða lengi eftir þvi að hefja ís- landsbikarinn á loft en tækifærið ieit dagsins Ijós á laugardag og „Olli“ var ekki seinn á sér frekar en venjulega. Eyjólfur, sem er aðstoðarþjálfari meistaraflokks, sést hér hefja sigurlaunin í átt til skýja og Framheimilið er i baksýn. DV-mynd S • Haraldur Steinþórsson, varafor- maður BSRB, er mikill Framari og dyggur stuðningsmaður liðsins í knattspyrnunni. Haraldur fagnaöi komu bikarsins í Safamýrina á laugardag og sést hér hampa hon- um með tilheyrandi stæl og stíl. DV-mynd S • Stuðningsmenn Fram fjölmenntu í félagsheimili félagsins að leik loknum. Flestir komu til að njóta góðra veitinga en aðrir til að láta raka sig. „Ég er búinn að bera þetta skegg síðan fyrir Reykjavíkurmót og hét því að raka mig ef Fram yrðí íslandsmeistari og við það verð ég að standa,“ sagði eigandi skeggsins, Kristinn Bjarnason, stór-Framari og aðstoðarfólk hans hélt snyrtingunni áfram. DV-mynd S • Þorgeir Astvaldsson, forstöðumaður rásar tvö, er mikill Framari og hann mætti að sjálfsögðu í Framheimilið að leik loknum. Á myndinni hampar Þorgeir bikarnum og nýtur við það aðstoðar ungs Framara. Er ekki annað að sjá en þeir félagar séu hinir hressustu enda vart ástæða til annars fyr- ir Framara þessa dagana. DV-mynd Brynjar Gauti • Halldór B. Jónsson, hinn létt- fætti formaður knattspyrnudeildar, sést hér skoða bikarinn. DV-mynd S • Ellert B. Schram, formaður Knattspyrnusambands íslands, afhendir Guðmundi Steinssyni, fyrirliða Fram, íslandsmeistara- bikarinn á Laugardalsvelli á laugardag. Félagar Guðmundar fagna i baksýn. DV-mynd Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.