Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1986, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1986, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1986. 27 Iþróttir Dansað fram á nótt á Húsavík - GvfúHegur fögnuður á Húsavík er Völsungur tryggði sér íslandsmeistaratitilinn í 2. deild •Donkova, heimsmethafinn í 100 metra grindahlaupi kvenna, tapaöi nokkuð óvænt fyrir löndu sinni í Crystal Palace í gær. Hún hefur sett þrjú heimsmet á keppnistímabilinu. Það var mikið um dýrðir ó Húsavík í gær eftir að heimamönnum varð ljóst að þeir væru orðnir Islandsmeistarar í 2. deild. Bikarinn var fluttur á Húsa- vík í skyndingu frá Akureyri enda óttu flestir von á því að KA yrði sigur- vegari í deildinni. Bæjarstjómin bauð liðinu í mat á hótelinu og síðan stóð til að það yrði ball út nóttina. Selfyssingar vom sterkari í leiknum til að byija með og leiddu í hálfleik 1-0. Það var Tómas Pálsson sem skor- aði mark Selfyssinga. í seinni hálfleik jafnaði Jónas Hallgrímsson með skalla fyrir Völsung. Skömmu síðar fiskaði Bjöm Olgeirsson víti fyrir Völsung sem Jónas skoraði ömgglega úr. Hann hefur skorað úr 22 vítaspymum í röð svo að ömggari vítaskytta þekkist varla. KA missti af titlinum Stefán Amaldsson, DV, Akureyri: Það vom mikil vonbrigði fyrir Akur- eyringa að missa af íslandsmeistara- titlinum í 2. deild. Sérstaklega sámaði mörgum að hann skyldi þurfa að fara til Húsvíkinga en sem gefur að skilja er mikill rígur ó milli þessara byggðar- laga. KA-menn geta þó ekki sakast við neinn nema sjólfa sig því þeir börðust lítið í leiknum gegn Víkingi. Þeir fengu þó óskabyrjun því þegar á 4. mínútu skoraði Tryggvi Gunnarsson sitt 28. mark í sumar. Hann á þó eftir að missa 11 mörk ef mörkin gegn Skallagrími verða strikuð út. Víkingar jöfhuðu í seinni hálfleik en þá skoraði Andri Marteinsson með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Atla Einarssyni. Sigurmark Víkinga skoraði síðan Bjöm Bjartmarz með skoti úr miðjum vítateig eftir sendingu frá Trausta Ómarssyni. Þetta var sanngjam sigur hjó Víkingum sem börðust mun meira í leiknum. Erlingur Kristjánsson var bestur hjó KA. Andri og Atli voru bestir Víkinga og Bjöm átti einnig ágætan dag. Þrátt fyrir tapið vom menn sæmi- lega ánægðir fyrir norðan með að vera komnir upp. Þeir verða með sama mannskap á næsta ári og setja sér það markmið að halda sér uppi. Njarðvíkingar steinlágu Það var greinilegt af leik Njarðvík- inga að þeir vom komnir með hugann í 3. deild. Það stóð ekki steinn yfir steini í leik þeirra og Þróttarar hefðu allt eins getað skorað helmingi fleiri mörk. Þeir létu sér þó nægja átta. Sig- urður Hallvarðsson og Sigfús Kárason skomðu þrjú mörk hvor en Sigfús hefur skorað 11 mörk í síðustu íjórum leikjum. Atli Helgason og Sverrir Brynjólfsson skomðu eitt mark hver. Gústaf með þrumufleyg Það var greinilegt af leik Siglfirð- inga og Einherjamanna að úrslitin skiptu litlu máli. Það eina sem gladdi augu áhorfenda var glæsimark Gúst- afs Bjömssonar en hann skoraði þriðja mark KS og sitt annað með skoti beint úr aukaspymu af 25 metra færi. Frið- finnur Hauksson skoraði eitt mark fyrir KS en þeir Ólafúr Ármannsson og Hallgrímur Guðnason skomðu mörk Einherja. Skallagrímur gaf Ekki varð af leik Skallagríms og ÍBÍ vegna þess að Borgnesingar gáfu leik- inn. Þetta getur haft alvarlegar afleið- ingar fyrir þá og er allt eins líklegt að liðið verði að leika í 4. deild á næsta keppnistímabili. Sektir þær sem liðið þarf að borga em þó í raun mjög litlar. Þetta hefur svo auðvitað áhrif á stöðuna í deildinni því Skallagrímur dæmist líklega til að tapa öllum leikj- um sínum með tölunni 0-0. Það verður til þess að markaskorarar deildarinnar missa spón úr aski sínum ef þeir missa mörkin sem þeir skomðu gegn Skalla- grími. -SMJ Steve Cram og Coe kvöddu með stæl - Edwin Moses vann sinn 119. sigur í 400m grindahlaupinu Torfæruhjólbarðar sem skila þérá leiöarenda Þessir hjólbarðar hafa verið marg- prófaðir við erfiðustu aðstæður og útkoman er stórkostleg. Þeir eru þrælsterkir og gripmiklir í torfæru- akstri en samt þýðir og hljóðlátir á malbiki. Fáanlegir á mjög hagstæðu verdi. Stærðir: 215/75 FM5 235/75 R 15 30x9.50 R 15 31x10.50 R 15 32x11.50 R 15 33x12.50 R 15 255/85 R 16 JOFUR NÝBVLAVEGI 2 • SÍMI 426m n . f f 1 „Ef veðrið hefði verið betra, verið meiri hiti, hefði ég getað bætt heims- metið,“ sagði breski stórhlauparinn Steve Cram í gærkvöldi eftir að hann hafði sigrað í míluhlaupi á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í Crystal Palace í London í gær. Cram ætlaði sér að reyna að bæta heimsmetið en það tókst ekki. Sebastian Coe, Bretlandi, var líka í essinu sínu, sigraði ömgg- lega í 800 metra hlaupinu ó mjög góðum tíma og með miklum yfirburð- um. Eftir mótið lýstu þeir Cram og Coe því yfir að þetta hefði verið þeirra síðasta alþjóðlega mót á keppnistíma- bilinu. Míluhlaupið var mjög skemmtilegt en sigur Cram þó aldrei í hættu. Ja- mes Mays frá Bandaríkjunum var í forystuhlutverkinu fyrri helming hlaupsins en þá var millitíminn 1:53,13 mín., betri tími en náðist í Osló í júní á síðasta ári er heimsmetið í mílunni var sett í Noregi. Þegar einn hringur var eftir af hlaupinu var Steve Cram enn í rólegheitum í miðjum hóp en Bretinn, Mark Rowland, var fremstur. Síðasta hringinn hljóp Cram afar vel og nánast án keppni og sigurinn var auðveldur og tíminn 1:49,49 mín. Coeá 1:44,28 mín. Sebastian Coe vann öruggan sigur í 800 metra hlaupinu og fékk tímann 1:44,28 mín. Heimsmet hans í greininni er nú orðið fimm ára gamalt og eitt elsta heimsmetið í frjálsusm íþróttum. • Sigurvegaramir í samanlagðri stigakeppninni á Grand Prix mótun- um, Donkova frá Búlgaríu og Said Aouita frá Marokkó riðu misfeitum hestum frá mótinmu. Donkova varð að sætta sig við ósigur í 100 metra grindahlaupinu. Landa hennar, Gu- inka Zagortcheva, sigraði ó 12,51 sek. en Donkova sem setti þrjú heimsmet í greininni í sumar hljóp á 12,55 sek. Heimsmetið er 12,26 sek. Aouita hljóp tvær mílur á 8:14,81 mín. og sigraði mjög örugglega. 119. sigur Moses í röð Enginn grindahlaupari kemst enn með tæmar þar sem Edwin Moses frá Bandaríkjunum hefur hælana. í gær keppti hann í 400 metra grindahlaupi á leikvanginum í Ciystal Palace og sigraði með miklum yfirburðum, kapp- inn fékk að vísu ekkert sérstakan tíma á hans mælikvarða, 48,73 sek. Þetta ....... . Verðiaunagripir og verðlaunapeningar í miklu úrvali $PORT\ v yA/ÉP ' í •Sebastian Coe var 119. hlaup Moses sem hann vinnur í röð og grindahlaupi hefur hann ekki tapað síðan árið 1977 eða í niu ár og hlýtur afrek- hans að vera einstakt. •Bretinn frægi Allan Wells sigraði naumlega í keppninni í 100 metra hlaup'i. Hann fékk tímann 10,31 sek. en Evrópumeistarinn Linford Christie varð annar á 10,33 sek. •f 400 metra hlaupi karla komu tveir Bandaríkjamenn hnífjafnir í mark. Báðir hlupu þeir Andre Phillips og Darrel Robinson á 45,00 sek. en Phillips var dæmdur sjónarmun á und- an. -SK FRAMLEIOI OG ÚTVEGA FÉLAGSMERKI PÓSTSENDUM Imebal Magnús E.Baldvinsson sf. VjLangholtsvegl m s»mi31199„/ fire$tone

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.