Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1986, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1986, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1986. 31 ■*' Reyndar fengu þingmenn aldrei að sjá þetta frumvarp því það var aldrei lagt íram. Þess í stað lét Sverrir dreifa skýrslu meðal þingmanna á næstsíð- asta degi þings, 22. apríl, þar sem tíundaðar voru ýmsar tillögur um breytingar á lögum Lánasjóðsins. Voru tillögumar mjög í ætt við þær sem viðraðar höfðu verið í fjölmiðlum frá áramótum og sem Sverrir hafði nefht „getsakir“. í upphafi skýrslunn- ar greindi menntamálaráðherra frá því að ekki hefði náðst samkomulag um nýtt frumvarp um Lánasjóðinn vegna andstöðu framsóknarmanna. Þingmenn tóku illa í skýrslu ráð- herra. Töldu sumir það óvirðingu við þingið og eins Lánasjóðinn að skýrsl- unni skyldi dreift fyrirvaralaust og tekin til umræðu án þess að þing- mönnum gæfist tóm til að kanna innihald hennar. Aðrir töldu tillög- umar ótækar. Fékk skýrsian litla umfjöllun. Hugmyndir Sverris um breytingar á lögum Lánasjóðsins náðu því ekki fram að ganga á síðasta þingi. Fengu þær vægast sagt dræmar undir- tektir. Um miðjan maí bámst síðan þær fregnir að samtök námsmanna ætluðu að stefna menntamálaráðherra vegna reglugerðarinnar frá því í janúar um frystingu námslána. Á blaðamanna- fundi með fulltrúum Stúdentaráðs, SÍNE, BÍSN og Iðnnemasambandsins kom fram að samkvæmt lögum frá 1982 um námslán og námsstyrki er skýrt kveðið á um að námslán skuli nema 100% af framfærslukostnaði námsmanna. Átti þetta að taka gildi 1. janúar 1984 en var frestað um eitt ár með lánsfjárlögum 1984. Sögðu stúdentar að um þessar mundir væru námslánin um 20% undir þessu marki vegna ákvörðunar ráðherra í janúar að lánin miðuðust við reiknaða fram- færslu í september 1985. Þá vöktu stúdentamir athygli á annarri reglu- gerð ráðherra frá því í apríl um að námslán erlendis ættu að miðast við gengisþróun á íslandi, en í lögum er gert ráð fyrir að miðað sé við fram- færslukostnað þar sem námið er stundað. Töldu fulltrúar námsmanna að báðar reglugerðimar brytu í bága við lög. Menntamálaráðherra afturkallaði báðar reglugerðimar í júní en það breytti engu fyrirætlunum náms- manna. Þegar síðast fréttist unnu tveir lögfræðingar að álitsgerð og undir- búningi málsins fyrir hönd stúdenta. Önnur mál námsmanna Af öðrum afskiptum Sverris af mál- efnum stúdenta má nefna þá ákvörðun að veita fólki á fyrsta námsári lán úr Lánasjóði íslenskra námsmanna og afhema þar með reglugerð fyrirrenn- ara síns, Ragnhildar Helgadóttur, um að fyrsta árs nemar ættu ekki rétt á láni. Þá ákvað Sverrir nýlega að skylda alla þá sem fá námslán til að vera aðilar að hagsmimasamtökum stúdenta, BlSN og SÍNE. Ragnhildur Helgadóttir afnam þessa skylduaðild á sínum tíma. Aðspurð um hvað henni fyndist um þessa ákvörðim mennta- málaráðherra svaraði hún: „Valdið er Sverris.“ Loks má geta þeirra mjög svo um- deildu ráðstafana að veita ekki námslán til þeirra sem hyggjast stunda BA eða BS nám erlendis ef talið er að unnt sé að stunda hliðstætt nám hérlendis. Tillaga þess efhis var borin firam i stjóm Lánasjóðsins og sam- þykkt af menntamálaráðherra í júní. Með þessu er komið í veg fyrir að ís- lendingar geti stundað nám við háskóla í Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada, en það em fyrst og fremst skólar í þessum þrem löndum sem gera kröfu til greiðslu skólagjalda. Kvikmyndasjóður efldur En svo að vikið sé að öðrum málum: í marsmánuði ákvað Sverrir Her- mannsson að beita sér fyrir 10 milljóna króna lántöku til Kvikmyndasjóðs. Sjóðnum höfðu verið veittar 16 millj- ónir króna á fjórlögum, en ráðherra taldi það allt of lágt. 1 blaðaviðtölum sagði Sverrir að sjóðurinn hefði átt að fá 48 milljónir króna samkvæmt lögum. 26 milljónir væm því ekkert of mikið fyrir sjóð af þessu tagi. Ekki var þó með öllu ljóst hvemig að lántökunni skyldi staðið. Sverrir sagðist hafa rætt við Þorstein Pálsson fjármálaráðherra, sem þá var staddur erlendis, og að hann hefði fallist á þessa málsmeðferð. Um síðir var þó hætt við að taka lán og aukafjárveit- ing fengin og sjóðurinn efldur - fyrir utan fjárlög. I júlí var síðan greint frá því að menntamálaráðherra hygðist festa kaup á húsnæði undir Kvikmyndasjóð og Kvikmyndasaih íslands. Eru kaup þessi enn í athugun og mun ráðherra hafa sérstakan augastað ó húseigninni Laugavegi 24 þar sem nú er hljóm- plötuverslun Fálkans. Ekki er vitað hvemig ráðherra ætlar að fjármagna kaupin, hvort hann ætlar að fara fram á fjárveitingu, aukafjárveitingu, eða hvort hann ætlar að sló lón. Það yrði þá ekki í fyrsta sinn sem ráðherra sniðgengur fjárveitinganefhd til að afla sér fjár til sérstakra áhugamála. Eða eins og hann sagði í viðtali við Morgunblaðið síðastliðinn fimmtu- dag: „...en ég hef ekki þurft að kvarta því fjármálaráðherra hefur tekið málaleitan minni einstaklega vel þeg- ar ég hef þurft að sækja um aukafjár- veitingar vegna ákveðinna verkefiia." Þjóðarbókhlöðuskattur í aprílbyrjun lagði menntamálaráð- herra fram stjómarfrumvarp um sérstakan eignaskatt til fjáröflunar fyrir Þjóðarbókhlöðuna. Var kveðið svo á um að lagður skyldi 0,25% eigna- skattur á þann eignarskattsstofii manna, sem er umfram 1,6 milljónir króna, í þrjú ár eða frá 1987 til 1989. Sagði Sverrir í viðtali við Morgun- blaðið að hér væri ekki um nýja skattheimtu að ræða, þar sem sá sér- stakieignarskattur, sem frumvarpið gerði ráð fyrir, væri með sama sniði og ætti að gefa sér sömu tekjur og eignarskattsauki samkvæmt lögum m. 48/1985, sem lagður var á eignarskatts- stofii gjaldárin 1985 og 1986. „Nýi skatturinn" var því einfaldlega að leysa annan eldri af hólmi. Gert var róð fyrir að skatturinn myndi afla 120 milljóna króna á ári, það er 360 milljónum króna á ólagn- ingartímanum, og að með þeim fjármunum yrði unnt að ljúka bygg- ingu bókhlöðunnar á þremur árum. íslenskumaður í febrúar undirritaði menntamóla- ráðherra þrjór reglugerðir byggðar á nýjum útvarpslögum. Er þar að finna ákvæði um að öllu erlendu sjónvarps- efni skuli fylgja íslenskt tal eða neðanmálstexti á íslensku. Það skal þó ekki eiga við þegar í hlut eiga er- lendir söngtextar eða þegar dreift er viðstöðulaust um gervihnött efih sem sýnir atburði er gerast í sömu andrá. Segir jafhframt að í síðargreindu til- viki skuli að jafnaði fylgja kynning eða endursögn þular. Ákvæði þetta gerir það að verkum að mjög lítið verður um það að al- menningur á íslandi geti tekið beint við sjónvarpsefhi erlendra gervi- hnatta. Bannað er að taka við frétta-, fræðslu- og skemmtiefni sem ekki hef- ur verið þýtt á íslensku. Tónlistar- þættir og beinar útsendingar eru það eina sem fólki er leyft að horfa á, en beinar útsendingar eru aðeins brot af efhi gervihnattarásanna. Svipað ákvæði í nýrri reglugerð um Ríkisútvarpið, sem menntamálaráð- herra samþykkti í júlí, skapar vissa erfiðleika, til dæmis fyrir íþróttadeild sjónvarpsins. Ekki er leyfilegt að sýna ensku knattspymuna eða aðra erlenda íþróttaþætti án þýðingar. Því fylgir aukin vinna sem sumum finnst óþarfi og jafnvel til skaða. Fjórir skólar lagöir niður Öllu starfsfólki þriggja hússtjómar- skóla var sagt upp störfum frá og með 1. júní síðastliðinn og starfsemi þeirra lögð niður. Vom það skólamir að Varmalandi, Laugum og Laugarvatni. Ennfremur var öllu starfsfólki Núps- skóla sagt upp störfum og starfsemi þar lögð niður í að minnsta kosti eitt ár. Gripið var til þessara aðgerða í spamaðarskyni. I blaðaviðtali nefndi menntamálaráðherra sem dæmi um lélega aðsókn að hússtjómarskólun- um að ó liðnum vetri hefðu aðeins sjö námsmeyjar verið í skólanum á Laug- arvatni, en að hið nýja og stóra húsnæði skólans rúmaði áttatíu nem- endur. Aðstandendur skólana voru að von- um óánægðir með þessar aðgerðir. Var kvartað yfir því að ekki hefði verið haft samráð við heimamenn eða með- eigendur skólanna. Þeir hefðu verið famir að undirbúa kennslu næsta vetrar og fregnimar komið þeim á óvart. Skólanefird hússtjómarskólans á Laugarvatni sá sig hins vegar til- neydda til að leiðrétta ummæli ráðherrans í fyrmefndu blaðaviðtali. Benti nefridin á að 23 stúlkur hefðu stundað nám við skólann fram að jól- um og sextán eftir áramót. Þá var á milli 50 og 60 nemendum annarra skóla á Laugarvatni veitt heimilis- fræðsla við hússtjómarskólann á síðasta vetri. Hvað stærð skólans snerti vildi nefndin taka fram að hann væri ætlaður 54 nemendum, en ekki áttatíu, þó svo aldrei hefði verið lokið við bygginguna. Auk þess hefur stór hluti skólans verið leigður öðrum skólum um árabil. Dregið úr framlagi til skólaakst- urs Fyrir nokkrum vikum lýsti mennta- málaráðherra því yfir að við gerð næstu §árlaga hygðist hann leggja það til að framlag ríkisins til skóla- aksturs, dagvistunarmála og mötu- neyta yrði lækkað úr 230 milljónum króna í 25 milljónir. Gat hann þess jafhframt að auka þyrfti tekjustofha mirrni sveitarfélaga til þess að þau gætu sinnt þessum verkefnum án §ár- stuðnings frá ríkinu. Sveitarstjómarmenn bmgðust hinir verstu við þessum j'firlýsingum og sögðu tillögur ráðherra vera „hreint kjaftshögg á dreifbýlið". Þingmenn Framsóknarflokksins lýstu því yfir að þeir tækju ekki þátt í flytja þessi verk- efni til sveitarfélagana nema að tryggt væri að tekjur kæmu á móti og að þjónustan versnaði ekki. Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra benti reyndar á að við undirbúning fjárlaga í sumar hefðu verið skipaðar tvær nefhdif sem áttu að fjalla um hvemig flytja mætti verkefrii frá ríki til sveit- arfélaga. Aftur á móti hefðu nefhdim- ar ekki getað hafið störf fyrr en í september vegna þess að menntamála- ráðherra hefði dregið að tilnefna fulltrúa sína. Yfirlýsingar hans kæmu því úr hörðustu átt. En mál þetta er á frumstigi og engan veginn vist hvemig því lýkur. Þó er ljóst að það á eftir að valda miklum deilum og átökum á komandi vikum og mánuðum. Umdeildar stöðuveitingar Áður hefur verð minnst á þær deil- ur sem spruttu af skipan Mattíasar Viðars Sæmundssonar í stöðu lekt- ors við Háskóla íslands. Þetta var ekki eina stöðuveiting menntamála- ráðherra sem olli deilum á árinu. Staða prófessors í læknisfræði Um síðustu áramót skipaði Sverrir Hermannsson frumumeinafræðing í stöðu prófessors í réttarlæknisfræði við Háskóla íslands. Staðan var auglýst laus til umsóknar i fyrrahaust. Þrír sóttu um og taldi meirihluti dómnefhdar að frumufræð- ingurinn væri einn hæfur til starfans. Minnihluti dómnefiidar áleit alla óhæfa. Á deildarfundi í læknadeild var tekið undir sjónarmið minnihluta dómnefndar og mælt gegn því að nokkur þremenninganna yrði ráðinn. Menntamálaráðherra var síðan sent bréf skömmu fyrir jól og honum gert ljóst að læknadeild Háskólans væri andvíg því að frumufræðingurinn yrði skipaður í stöðuna. Lagt var til að staðan yrði auglýst aftur. En Sverrir skipaði í stöðuna í óþökk læknadeild- ar og frumufræðingurinn var gerður að prófessor í réttarlæknisfiæðum þó svo hann hefði enga reynslu í rétt- arkrufningum. Enda var ráðinn aðstoðarmaður til að sjá um þann þátt starfans og mun það einsdæmi. Staða skólastjóra Myndlista- skólans í lok júlí setti menntamálaráðherra Bjama Daníelsson, skólastjóra Mynd- lista- og handíðaskóla íslands, þvert ofan í vilja skólamálaráðs Reykjavík- ur. Að beiðni ráðherra tók skólamála- ráð afstöðu til umsækjenda um stöðuna og féllu atkvæði þannig að Torfi Jónsson, sem verið hafði settur skólastjóri Myndlista- og handíða- skólans í fjögur ár, hlaut fjögur atkvæði en einn fulltrúi sat hjá. Þrátt fyrir það skipaði ráðherra Bjama í stöðuna. Af því tilefni lét Einar Há- konarson, fyrrum skólastjóri Mynd- lista- og handíðaskólans, hafa eftir sér: „Ég skil ekki af hverju ráðherra tekur ekki tillit til vilja fræðsluráðs í Reykjavík, ekki síst þar sem borgin greiðir tæpan helming kostnaðar við skólann.“ Og Bragi Ásgeirsson, kenn- ari við Myndlista- og handíðaskólann, skrifaði harðorða grein í Morgun- blaðinu í ágúst þar sem sagði meðal annars: „Framkoma ráðherra í þessu máli...ber vott um vanþekkingu og yfirlæti, grófa vanþekkingu á málefn- um skólans og myndlistarskóla yfir höfuð. Jafnframt hefur hann sýnt skólamálaráði óvirðingu svo og borg- aryfirvöldum, sem bera kostnað af ^ skólanum að nær helmingi.“ Helgarpósturinn kom með þá sk\T- ingu á stöðuveitinguni að Bjami væri tengdasonur þingmanns Sjálfstæðis- flokksins. Staða skólastjóra í Garði í ágúst setti menntamálaráðherra Eirík Hermannsson skólastjóra við Grunnskólann í Garði á Suðumesjum, enda þótt meirihluti fimm manna skólanefhdar mælti með Einari V. Arasyni sem kennt hafði við skólann t um skeið. Alls vom sex umsækjendur um stöð- una og hlaut Einar þrjú atkvæði, Eiríkur tvö. Báðir vora taldir vel hæf- ir til starfans en Einar hafði ekki full kennsluréttindi á borð við Eirík. Gerði skólanefndin sér þvi sérstakt far um að útskýra afstöðu sína fyrir embættis- manni i menntamálráðuneytinu og var bent á að Einar væri kennari við skólann, þekkti því vel allar aðstæður og nyti vinsælda foreldra og nemenda. Menntmálaráðherra rökstuddi hins vegar ákvörðun sína með því að annar umsækjandinn hefði full kennslurétt- indi, hinn ekki. Staða æskulýðsfulltrúa Um síðustu mánaðamót bárust '' fregnir af því að Sverrir hefði skipað flokksbróður sinn, Erlend Kristjáns- son, í stöðu æskulýðsfulltrúa ríkisins þrátt fyrir að fjórir af fimm fulltrúum æskulýðsráðs hefðu lagst gegn skipun Erlends og mælt með öðrum manni í stöðuna. Töldu fjórmenningamir að Erlendur væri óhæfur til starfans, meðal annars vegna ófullnægjandi timgumálakunnáttu. Erlendur hafði gegnt starfi æskulýðsfulltrúa til bráðabirgða frá áramótum. Engu að síður var álitið að hér væri um pólit- íska stöðuveitingu að ræða. Hvað næst? Og við hverju má búast af hálfu ráð- ^ herra á næstunni? Heimspekideild Háskóla íslands greiddi nýlega atkvæði um umsækj- endur í stöðu lektors í heimspeki. Þrír menn sóttu um stöðuna, þeir Michael M. Karlsson, Erlendur Jónsson og Hannes H. Gissurarson. Atkvæði féllu þannig að Michael fékk 27 atkvæði, Erlendur níu og Hannes ekkert. Þrír seðlar vora auðir. Dómnefiid, sem skipuð var til eð leggja mat á hæfni umsækjenda, áleit þá Michael og Erlend hæfa til að gegna stöðunni eins og hún var aug- lýst, Erlend með fyrirvara þó. Hannes _ Hólmsteinn Gissurarson var dæmdur' óhæfur til að gegna stöðunni. Það er síðan í valdi Sverris Her- mannssonar menntamálaráðherra að skipa í stöðuna. Valdið er Sverris. -EA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.