Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1986, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1986, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1986. 39 King Kong á slökkvibíl Slökkvibíllinn í Grímsey er rauður Wartburg. Ekki þykir hann með tilkomumestu slökkvibílum landsins. Á toppnum er þó blikkljós og í skottinu eru nokkur hand- slökkvitæki. >að er Alfreð Jónsson, King Kong, fyrrum oddviti og nú flugvallarstjóri sem nú ekur bílnum. Sést hefur til W art- burgsins á 100 kílómetra hraða eftir flugbrautinni við að reka fugla. Alfreð fékk nafnið King Kong þegar hann bjó á Siglu- firði í gamla daga en þá var hann þekktur skíðamaður. Maðurinn er fremur lágur vexti og alls enginn King Kongíútliti. Laufdal kaupir á Húsavík Systursonur Ólafs Laufdal skemmtanakóngs, Guðlaugur nokkur Laufdal, hyggst opna skemmtistað síðar í þessum mánuði á Húsavík. Skemmti- staðurinn mun heita Lauf- skálinn og verða í eigu hlutafélags og verður Guð- laugur stærsti hluthafinn. Ólafur Laufdal er ekki sagð- ur standa að rekstri eða vera á nokkum hátt tengdur hin- um nýja skemmtistað á Húsavík. Hvalinn fugl Feykir á Sauðárkróki spurði vegfarendur í spum- ingu dagsins í nýjasta tölu- blaði sínu hvort þeir hefðu borðað meira hvalkjöt en áð- ur? „ Nei, ég borða ekki spör- fugla af trúarástæðum," var eittsvarið. Gott svar og skrýtinn fugl, kaninan, eins og einhver sagði einhvern tímann. Jónas Jónasson. Flóttamenn Nokkur flótti lista- og menntamanna hefur verið frá Akureyri síðustu vikurnar. Nú vilja allir suður til Reykja- víkur og sumir lengra. Á meðal þeirra sem hafa flutt era hjónin Signý Pálsdóttir, fyrrum leikhússtjóri, og Ólaf- ur H. Torfason útvarpsmaður, hjónin Jónas Jónasson út- varpsstjóri og Sigrún Sigurð- ardóttir úrvarpsmaður, Ragnar Lár myndlistarmaður, Edvard Fredriksson tónlistar- maður, Oliver Kentis selló- leikari, Tryggvi Gíslason skólameistari, hjónin Jóhann Pálsson, umsjónarmaður Listigarðsins, og Hrafnhildur Jónsdóttir útvarpsmaður og hjónin Soffia Guðmundsdóttir tónlistarmaður og Jón Haf- steinn Jónsson menntaskóla- kennari. Völsungar Völsungar á Húsavík eru komnir í 1. deild í knatt- spymu. Ríkir nú slík stemmn- ing og sigurvíma í bænum að menn hallast nú helst að því að Völsungar hafi orðið heimsmeistarar. Bjöm Olgeirsson er fyrirliði Völsunganna og þykir hann bæði snjall í tali og í fótum. Á sigurhátíð Völsungs flutti hann tölu sem byrjaði Sandkom Tryggvi Gislason. svona:„Ég er orðlaus....ég er orðlaus... og hef því ekkert að segja.“ Sverrir styrkt- ur Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra kom á fót mikilli mennta- og menn- ingarhátíð, svonefndri M- hátíð, á Akureyri í júní sl. Akureyringum þótti þetta hinn mesti höfðingsskapur í Sverri sem upp á sitt eindæmi ákvað að halda hátíðina. En nú era reikningar famir að streyma úr menntamálaráðu- neytinu. Þá hefurbæjarstjóm Akureyrar þegar samþykkt styrk upp á 150 þúsund krónur til menntamálaráðuneytisins vegna hátíðarinnar. En fyrir lá reikningur frá ráðuneytinu upp á 330 þúsund krónur. Áð- ur hafði bærinn lagt 350 Sverrir Hermannsson. þúsund krónur til hátíðarinn- ar hans Sverris. Semsé, allt í allt 500 þúsund í M-hátíðina. Video-gotterí Mikil samkeppni er á milli videoleiga á Akureyri þessa dagana, enda leigumar í bæn- um 13 talsins. Fyrst rottuðu leigumar sig saman og hækk- uðu verð á spólu í útleigu úr 150 krónum í 180. Hafði verðið þá ekki hækkað í 15 mánuði. En nú era flestir komnir á sína braut aftur og allt morar í tilboðum. Sumir bjóða einn og hálfan lítra af Pepsi frítt séu teknar tvær spólur, aðrir einn bamaís fritt með bama- spólu. Jafnframt lækkar hver ís um 20 krónur við leigu á hverri spólu. Sat ég og át ég og horfði á video... Sjó-bisness „ Það fer enginn á sjó fyrir þetta verð,“ sagði í fyrirsögn í Degi nýlega þegar blaðið ræddi við Sverri Leósson, út- gerðarmann loðnuskipsins Súlunnar á Akureyri, um lækkun loðnuverðs um 20% frá því í fyrra. Viðtalið var aðalfréttin á forsíðu. í sama blaði á bls. 3 var önnur loðnufrétt og líka rætt við Sverri. Þar sagði hann að Súlan væri komin með 6000 tonn af loðnu og að hann væri mjög ánægður með það enda hefði siglingaleiðin styst veru- lega. Páll valda- mikill „ Ég hef endanlegt vald,“ sagði í fyrirsögn í Helgarpóst- inum í yfirheyrslu yfir Páli Magnússyni, fréttastjöra á Stöð 2, nýju sjónvarpsstöðinni á dögunum. Og þá vitum við allt um það. Umsjón: Jón G. Hauksson. Við bjóðum þér Brother CE 60 á skrifstofuna. Brother CE 60 hefur flesta kosti mun dýrari véla. Reynslan hefur verið frábær og viðgerðahlutfall undir 1%. Verð aðeins kr. 36.500,00. Brother CE 60 er rafeindaritvél með körfuhjóli og er tengjan- leg við tölvur. • Leiðréttingaminni ein lina og lyk- ill fyrir endurstaösetningu. • 3 ieturgerðir og síbylja á öllum lyklum. • Hraðalykill til baka og háltt bil til baka. • Tugadálkastillir (ómissandi fyrir reikningaskrift). • Sjálfvirk undirstrikun og sjálfvirk miðjustilling. Lykill fyrir jofnun a hægri spassiu (t.d. dagsetningu). Eins árs ábyrgð. 10% staö- greiðsluafsláttur. Greiðslukjör: kr. 20.000,- út og afgangur á 4 mán- uðum. Eigum einnig AXID, skóla- ritvéiina sem er númer 1 á óskalistanum. Borgarfell hf.r Skólavörðustíg 23r sími 11372 Góðan daginn NÁMSKEIÐ í KERAMIK eru að hefjast að Hulduhólum, Mosfellssveit. Upplýsingar í síma 666194. Steinunn Marteinsdóttir. Eftirtaldar greinar eru i boði á haustönn 1986, ef þátttaka leyfir: TUNGUMÁL: íslensk málfræði og stafsetning. Islenska fyrir útlendinga (1. einu sinni í viku 80 min., 2. tvisvar í viku 60 mín., 3. tvisvar í viku 80 mín., 4. framhalds- flokkur). Danska 1 .-4. flokkur. Norska 1 .-4. fl. Sænska 1.-4. fl. Enska 1.-6. fl. Þýska 1.-3. fl. Þýska sam- talsfl. Italska 1.-4. fl. ftalskar bókmenntir. Spænska 1 .-4. fl. Spænskar bókmenntir. Spænska samtalsfl. Franska 1 .-4. fl. Portúgalska. Hebreska. Gríska. VERSLUNARGREINAR: Vélritun. Bókfærsla. Tölvu- námskeið. Stærðfræði (grunnskóla- og framhalds- skólastig). VERKLEGAR GREINAR: Sníðar og saumar. Mynd- mennt. Formskrift. Postulínsmálun. Myndvefnaður. Leikfimi. NÝTT: NÁMSKEIÐ í MYNDBANDAGERÐ (video). Danska, sænska og norska fyrir 7-10 ára börn, til að viðhalda kunnáttu þeirra barna sem kunna eitthvað fyrir í málunum. I almennri deild er kennt einu sinni eða tvisvar í viku, ýmist 2, 3 eða 4 kennslustundir í senn í 11 vikur. Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla, Laugalækjarskóla, Gerðubergi og Árseli. Námskeiðsgjald fer eftir kennslustundafjölda og greiðist við innritun. ATHUGIÐ: Félög og hópar sem óska eftir kennslu í einhverri grein geta farið þess á leit aö Námsflokkarn- ir haldi námskeið um efnið og verður það gert svo fremi sem hægt er. INNRITUN fer fram 17. og 18. sept. kl. 17-20. Kennsla hefst 29. sept. Auglýsing á deiliskipulagstillögu. Rauðarárholt: Reitur Timburverslunar Árna Jónssonar. Með vísan í skipulagsreglugerð frá 1. sept. 1985, grein 4.4., er hér með auglýst deiliskipulag á staðgr.r. 1.242.0, sem afmarkast af Laugavegi, götu vestan Þjóðskjalasafns, Brautarholti og Mjölnisholti. Uppdráttur, greinargerð og líkan eru til sýnis hjá Borg- arskipulagi, Borgartúni 3, í fjórar vikur frá og með föstudeginum 12. september til föstudags 10. október 1986. Þeir sem þess óska geta kynnt sér deiliskipulagið og gert athugasemdir. Reykjavík, 12. september 1986, Borgarskipulag Reykjavíkur, Borgartúni 3, 105 Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.