Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1986, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1986, Blaðsíða 44
44 MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1986. •* Sviðsljós Fallegustu stúikurnar á landinu visuöu leikmönnum inn á völlinn og báru fánana með reisn. DV-myndir S leiknum sjálfum var hart barist enda mikið i húfi. Hér kljást fyrirliðarnir Atli Eðvaldsson og Patrcik Battiston og draga hvorugur af sér. DV-mynd Bj. Bj. Albert Guðmundsson, einn landsliðsdrengjanna frá 1946 og fyrsti atvinnu- knattspyrnumaður íslands, tekur við rós úr hendi Ellerts B. Schram, formanns KSÍ. Glæsileg veisla án eftirréttar Miðvikudagurinn var stór dagur í augum margra. í marga daga hafði verið að búa um sig spenna hjá fólki. Sjálfir Evrópumeistaramir og þeir 3ju bestu í heimi áttu að vera gestir á Laugardalsvelli og etja kappi við íslenska landsliðið. Eftirvæntingin var prðin mikil og víða varð lítið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Hvarvetna var sama umræðuefnið uppi á ten- ingnum: Hvernig heldurðu að fari? Á engum var að heyra að menn óttuð- ust gestina þó að lið þeirra væri stjömum prýtt. Islendingar em hætt- ir að fara á völlinn með hálfúm huga og vona að leikurinn tapist nú ekki stórt. í dag trúa menn á sigur og flestir spádómar sem bámst DV til eyma vom jákvæði r fyrir landann, ósjálfrátt hvarflaði því að sumum sú speki að enginn væri spámaður í sínu föðurlandi. „Enga svartsýni, við tök- um þá,“ sagði kunningi blaðamanns og vatt sér í föðurlandið. Fólksstraumurinn ætlaði aldr- ei að enda Á völlinn var komið snemma enda eins gott til að ná sér í stæði. Mann- fjöldinn var gífurlegur og aldrei virtist fólkstraumurinn ætla að enda. Þama stóð maður innan um 13.757 aðra áhorfendur og néri hendumar af ákafa, horfði á leikmennina hita upp og velti komandi leik fyrir sér. Veislan var hefjast og sífellt streymdu fleiri veislugestir á hátíð- arsvæðið. Forrétturinn hófst rétt fyrir klukk- an 18 með því að þær kempur, sem spiluðu fyrsta landsleik Islands í knattspymu 1946, gengu inn á völl- inn og vom hylltar af mannfjöldan- um en þeir vom heiðursgestir á leiknum. Sjálfsagt hafa einhveijir þeirra orðið ungir í anda og óskað sér að vera aftur komnir í stutt- buxumar og geta tekið þátt í að tuska Fransmennina til. Fyrsti landsleikurinn var annars við Dan- mörku og tapaðist 0-3 á gamla Melavellinum og þá fengu menn hársnyrtingu fyrir leik. Gómsætur aðalréttur Þegar gömlu refimir vom horfnir á braut, gall við margraddað öskur. Aðalrétturinn var á leiðinni með til- heyrandi skreytingum. Fremstar í flokki og fánaberar vom fegurðar- drottningamar Gígja Birgisdóttir og Þóra Þrastardóttir en á eftir þeim gengu leikmennimir og dómaratríó- ið. Þjóðsöngvamir vom leiknir og þjóðarstoltið braust fram í tæplega 14.000 íslendingum og um 50 rauð- vínssvelgjum. Leikurinn hófst og var stór- skemmtilegur og spennandi. Sjaldan hafa aðrar eins kræsingar verið bomar fram fyrir hungraða knatt- spymuaðdáendur og ekkert óþurftar útlendingamark var þess valdandi að mönnum svelgdist á. Okkar menn stóðu sig vel og gáfu biskvídrengjun- um ekkert eftir og voru jafnvel nær því að skora. íslenskt mark hefði verið eftirrétturinn á annars frábær- an leik. Það kom ekki í þetta skipti en kemur næst. Ef landsliðið heldur áfram á sömu braut getur það reynst hvaða liði sem er skeinuhætt og hver veit nema kannski sé það ekki svo fjarlægur draumur að einhvem tím- ann komumst við áfram og getum kyijað „Við erum bláir, við erum hvítir“. Að minnsta kosti virðumst við vera jafngóðir og Frakkar sem urðu í 3. sæti í heimsmeistarakeppn- inni í Mexíkó.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.