Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1986, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1986, Blaðsíða 48
FRETTASKOTIÐ Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt - hringdu þá í síma 62-25-25 Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1986 Piltur sá sem handtekinn var í kjöl- far brunans á Laugavegi 171 hefur játað að hafa kveikt í húsinu. Eldur- inn kom upp seint á föstudagskvöld- ið og var húsið aleida er slökkviliðið kom að. Um klukkustund tók að ráða niðurlögum eldsins. Pilturinn, sem handtekinn var, sást koma út úr húsinu skömmu áður en eldsins varð vart. Var hann handtekinn áður en slökkviliðið kom á vettvang. -FRI Forseta- Htari sækir um prestakall „Ég hef alltaf stefnt að því að fara í prestsskap, en hvort það verður nú er ómögulegt að segja þar sem kosn- ingamar eru ekki fyrr en 12. október," sagði Halldór Reynisson forsetaritari í samtali við DV. Halldór, sem í íimm ár hefur starfað sem forsetaritari, er einn fiögurra umsækjenda um prestakallið Hruna i Hrunamannahreppi. „Auðvitað geri ég mér vonir um að komast þama að, en eins og ég sagði óður get ég ekkert sagt um þetta fyrr en kosningar em yfirstaðnar," sagði t Halldór. Samkvæmt upplýsingum DV stend- ur jafnvel til að fella niður embætti forsetaritara eins og það er í dag og færa það inn í utanríkisráðuneytið. -KÞ 1 1 m _ M — mMmSSSm mini. v b—wk m. F TRÉSMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR HF., IÐAVÖLLUM 6, KEFLAVIK. SÍMAR: 92-4700-92-3320. LOKI Rótarinn hjá Yoko Ono Band er Ijóshærður! Ólafur Ragnar tekur við fnðawerðlaunum úr hendi Yoko Ono: Mild og yfiiveguð ii „Mér þótti ákaflega ánægjulegt og fróðlegt að hitta og ræða við Yoko Ono sem er ein af goðsagna- persónum minnar eigin kjmslóðar. Við sátum saman til borðs og rædd- umst við meira og minna í þrjár til fjórar klukkustundir," sagði Ölafur Ragnar Grímsson sem nýverið tók við friðarverðlaunum úr hendi Yoko Ono fyrir hönd samtakanna Global Action er hann hefur veitt forstöðu á undanfömum árum. Friðarverð- launin em veitt af samtökunum Betri heimur og tilgangurinn að vekja athygli á nýjum leiðum sem gert geti veröldina betri og mannlíf farsælla. I stjóm þessara samtaka sitja auk Yoko Ono, Jimmy Carter, fyrrum forseti Bandaríkjanna, Ted Tumer, eigandi NCC, stærstu sjón- varpsstöðvar í veröldinni, Gro Harlem Brundtland, forsætisráð- herra Noregs, og kvikmyndaleikar- amir Jack Lemmon og Shirley MacLaine svo einhverjir séu nefnd- ir. Verðlaunafhendingin fór fram í Waldorf Astoria hótelinu í New York og veislustjóri var þjóðlaga- söngvarinn John Denver. „Þetta er eitt af örfáum skiptum sem Yoko Ono kemur opinberlega fram og mér virtist hún vera mildari og yfirvegaðri en ég átti von á. I samræðum okkar varð mér ljóst að Yoko er mjög vel heima í alþjóða- málum og virðist fylgjast vel með. Hins vegar er Ijóst að hér fer kona með erfiða lífsreynslu að baki sem dregið hefur sig inn í skel sína eftir morðið á eiginmanni sínum, John Lennon." - Rædduð þið eitthvað um ísland? „Það var nú ekki mikið en hún sýndi óhuga. Hún vissi um náttúruf- egurðina hér á landi, hreina loftið og vatnið," sagði Ólafur Ragnar Grímsson. -EIR Yoko Ono og Olafur Ragnar Grímsson á Waldorf Astoria hótelinu í New York. Veðrið á morgun: Þurrt og bjart austan- lands Á morgun verður vestlæg átt á landinu. Skúrir verða ó vestanverðu landinu en þurrt og bjart austan- lands. Hiti verður á bilinu 6 til 11 stig. á Breytingar a namslanum: j Samkomu- lag um | tvenns konar lán í nefhd stjómarflokkanna, sem fjall- að hefur um hugsanlegar breytingar á lögum um lánasjóð námsmanna, er samkomulag um að framvegis verið veitt tvenns konar lán. Annars vegar vaxtalaus lán og hins vegar lán sem beri almenna vexti. Gert er ráð fyrir að samkomulag geti orðið milli stjóm- arflokkanna um frumvarp sem sent verður menntamálaráðherra í næsta mánuði. Hugmyndir nefndarinnar snúast um að námslón upp að 11 til 1200 þúsund krónum á námstímanum verði vaxta- laus eins og námslán hafa verið fram til þessa. Þessi upphæð samsvarar um 4 til 5 ára námi einstaklings. Lán umfram þessa upphæð beri síðan vexti og jcdhframt verði ákveðið þak á lán- veitingum, t.d. um 2 milljónir. Rétt er að taka fram að engar endanlegar ákvarðanir hafa verið teknar um þess- ar upphæðir er hér hafa verið nefridar og ekki hefur verið ákveðið hvaða vexti lánin muni bera. Þá er samkomulag um að innheimta 1% lántökugjald af námslónunum og er því ætlað að standa undir kostnaði við lánasjóðinn. Einnig eru hugmynd- ir um að breyta ferðastyrkjum í lán en fram til þessa hafa þeir verið hrein- ir styrkir. Þó eru hugmyndir irrnan nefndarinnar um að auka almennt styrkveitingar til námsmanna. Vel kemur til greina að sá námsmaður, sem hefiir fengið hámarkslán, eigi kost á styrkjum til að ljúka sínu námi. í nefhdirmi eiga sæti þeir Friðrik Sophusson og Tryggvi Agnarsson fyrir Sjálfstæðisflokk og Haraldur Ólafsson og Finnur Ingólfeson fyrir Framsókn- arflokk. -APH Egilsstaðir: 4 tgnssiauii. Skotfærum stolið á í Brotist var inn í kaupfélagið ó Egils- stöðum um helgina og þaðan stolið skotfærum og sjónauka. Atburðurinn ótti sér stað aðfaranótt laugardagsins. Þjófurinn hafði ó brott með sér, auk sjónaukans, fjóra pakka af 22 cal. riff- ilskotum. -FRI Akranes: r a Kappakstur endaði með klessu Kappakstur tveggja bifreiða eftir Vesturgötunni ó Akranesi á sunnu- dagskvöld endaði með því að annarri bifreiðinni var ekið aftan ó bifreið, sem ók á undan ökuþórunum, með þeim afleiðingum að tvennt var flutt á sjúkrahús. Talið er að bifreiðamar hafi verið komnar á 80-100 km hraða er árekst- urinn varð en annar bíllinn skall aftan á bifreiðina ó undan eftir að hafa flog- ið yfir hraðahindrun ó götunni. Annar bíllinn er gjörónýtur eftir óreksturinn og númerin voru klippt af báðum. r A Meiðsli þeirra sem flutt voru á sjúkra- 4g| hús eru ekki talin alvarleg. -FRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.