Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Side 2
2 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986. Fréttir 2. Gamli kiricjugaröurinn viö Suö- urgötu. Nýlega var ráðist á gamla konu i garðinum og gerö tilraun til aö nauðga henni. Arásarmaöur- inn er fundinn og situr í gæsluvarö- haldi. 3. Miklatún. Þar hafa nokkrar likamsárásir veriö geröar og ástæöa til að vara viö þeim stað. 1. Hljómskálagarðurinn. Fyrir nokkrum dögum var ungri konu nauögaö á þessu svæöi. Nauögarinn er ófundinn. 4. Öskjuhlíö. Þar hafa menn verið á ferö sem sýnt hafa ýmiss konar kynferöilegt áreiti. Nauðgarar undir smásjá - aukið eftirlit á hættulegustu stöðunum í Reykjavík Það virðist vera liðin tíð að fólk geti gengið óáreitt um borgina og án hræðslu við árásir. Á ákveðnum svæð- um í borginni heíur gengið yfir alda nauðgana og árása. Nýjustu nauðgunartilfellin gerðust með stuttu millibili, annars vegar var ung kona fómarlamb árásar í Hljóm- skálagarðinum og hins vegar 54 ára gömul kona í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu. „Eftirlit verður hert á ákveðnum svæðum, þar sem líkamsárásir hafa verið nokkuð tíðar. Þetta fer strax í gang. Hljómskálagarðurinn verður sérstaklega vaktaður, hann er dæmi um stað sem er sérlega hentugur til svona iðju, stór garður og lítil umferð. Kirkjugarðurinn við Suðurgötu verð- ur undir eftirliti. Þar virðast árásir og nauðganir hafa verið framkvæmdar á hvaða tíma sólarhrings sem er, jafnvel á hábjörtum degi. Eftirlit með Miklat- úni verður einnig hert, þó ekki hafi eins mikið borið á líkamsárásum þar,“ sagði Bjarki Elíasson yfirlögreglu- þjónn. Þótt Öskjuhlíðin hafi ekki verið nefnd í upptalningu Bjarka Elíassonar er mjög algengt að þar séu menn á ferð sem haft geta í frammi ýmiss kon- ar kynferðilega áreitni, leyst niður um sig buxurnar og sýnt á'sér kynfærin, gert tilraun til nauðgunar eða sýnt aðrar furðulegar tilfæringar. Það ber því að vara fólk, aðallega konur, við þeim svæðum sem hér hafa verið nefnd. „Það er ákveðin áhætta fólgin í því að ganga einn að nóttu til um svæði þar sem umferð er lítil. Það er þó eng- inn ástæða til að gera of mikið úr hættunni. Reykjvík er þrátt íyrir allt róleg og elskuleg borg miðað við er- lendar borgir," sagði Bjarki. TVeir slasaðir sjómenn af norsku skipi sóttir; Þyrlan varð eldsneytislaus yfír skipinu Slysavamafélaginu barst í fyrrinótt beiðni um aðstoð af 6800 tonna norsku flutningaskipi, Tinnes, þar sem það var statt suðsuðaustur af Vestmanna- eyjum. Tveir sjómenn á skipinu, 1. stýrimaður og vélamaður, voru alvar- lega slasaðir eftir að skipið hafði fengið á sig brotsjó þannig að þeir köstuðust til í brúnni. Vamariiðinu var strax gert viðvart og beðið um þyrlu frá því en hún komst ekki af stað vegna slæms veðurs á þeim slóðum er skipið var, 10 vindstig vom að sunnan og úrhellisrigning, og lægði ekki fyrr en upp úr hádeginu í gær. Um þrjúleytið var þyrlan komin ið skipinu sem þá var í um 100 sjó- nílna fjarlægð frá Vestmannaeyjum. /om tveir sjúkraliðar um borð í þyrl- mni og sigu þeir niður í skipið. Þá far þyrlan orðin eldsneytislítil og var Lkveðið að Herkúlesvél á leið frá Bret- andi gæfi þyrlunni eldsneyti. Kom ferkúlesvélin á staðinn um þrjúleytið. . v meðan á þessu stóð sveimaði hjálp- rvél þ}Tlunnar, ein af P-3 kafbátavél- ■ m vamarliðsins, yfir skipinu. Þyrlan beið síðan meðan sjúkralið- amir komu hinum slösuðu fyrir á sjúkrabörum en það gekk mjög erfið- lega vegna mikilla meiðsla stýri- mannsins. Þurfti Herkúlesvélin að gefa þyrlunni aftur eldsneyti eftir að sjúkrabörumar vom hífðar um borð en áður en sjúkraliðamir vom teknir aftur í þyrluna. Þyrlan flaug síðan með þá slösuðu á Borgarsjúkrahúsið og kom þangað um kvöldmatarleytið. Höfðu þyrlu- flugmennimir þá verið á lofti í tæpa 8 tíma samfellt og staðið sig frábær- lega vel við erfiðar aðstæður en á þessum slóðum vom 7-8 vindstig og rigning. Báðir sjómennimir em skaddaðir á hrygg, stýrimaðurinn þar að auki handleggsbrotinn og vélamaðurinn rifbeinsbrotinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar var ekki kölluð út í þetta verkefni þar sem flug- menn hennar höfðu ekki fengið nauðsynlega hvild eftir leitina við Víf- ilfell. -FRI Sjómennimir bornir úf úr þyrlunni við Borgarspitalann í gærkvöldi. DV-mynd: S.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.