Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986. Fréttir Frfuselsmálið: Refsing lækkuð í eins árs fangelsi Hæstiréttur hefur dæmt í svokölluðu „Fífuselsmáli" og lækkaði rétturinn dóm sakadóms yfir sakbomingunum tveimur úr 3ja ára fangelsi í eins árs fangelsi. Mál þetta kom upp aðfaranótt Þor- láksmessu 1983. í íbúð i Fífuseli urðu átök milli tveggja manna og bróður annars þeirra. Hinir tveir yfirgáfu síð- an íbúðina án þess að gera sér grein fyrir að bróðirinn hafði látist í átökun- um. Hinn 16. janúar sl. dæmdi sakadóm- ur Reykjavíkur mennina í þriggja ára fangelsi og þóttu refsilækkandi ástæð- ur miklar þar sem ekki var um ásetningsbrot að ræða. Báðir aðilar áfrýjuðu málinu til Hæstaréttar og var þetta fyrsta málið sem Hallvarður Einvarðsson flutti þar sem ríkissaksóknari. Tveir dómarar Hæstaréttar, þeir Guðmundur Skaftason og Magnús Thoroddsen skiluðu sératkvæði þar sem þeir segja að með tilliti til ungs aldurs ákærðu og sakaferils fjtrir og eftir brotið sé rétt að refsing verði skilorðsbundin í fimm ár. Dóminn kváðu upp hæstaréttardóm- aramir Magnús Þ. Torfason, Guð- mundur Jónsson og Halldór Þorbjömsson auk hinna tveggja fyrr- Olíukaupasamningamir: Viðræður munu fara fram segir viðskiptaráðherra „Orð em til alls fyrst og þess vegna. munum við ræða við Sovétmenn um olíukaup, hver svo sem niðurstaðan verður. Jafnvel þótt við séum vonsvik- in yfir því hvernig síldarsamningarnir fóru þá megum við ekki blanda saman hinum aðskiljánlegu viðskiptasamn- ingum okkar við Sovétmenn. Þeir kaupa af okkur ull og ullarvörur, lag- meti o.fl. og þau viðskipti eru okkur mikilvæg. Við verðum því að halda ró okkar og ekki flana að neinu. En auð- vitað munum við beita þá þrýstingi. Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri viðskiptaráðuneytisins, er þegar kom- inn til Moskvu og á þar viðræður um öll viðskipti íslands og Sovétríkjanna en olíviðræðumar hefjast svo eftir helgina." Þetta sagði Matthías Bjamason við- skiptaráðherra þegar DV spurði hann hvemig bmgðist yrði við framkomu Sovétmanna í síldarsamningunum með tilliti til samninga um olíukaup sem hefjast á mánudaginn. Matthías benti ennfremur á að or- sökin fyrir því að Sovétmenn kaupa ekki af okkur verkaða síld í ár er sú að Norðmenn og Kanadamenn bjóða þeim síld á verði sem er fyrir neðan allt velsæmi. Matthías sagði enga leið fyrir okkur að selja Sovétmönnum síld á því verði. „Við höfum verið að ræða við þessar þjóðir um að standa saman í sölumál- unum með það fyrir augum að halda verðinu uppi. En svo í skjóli ríkis- styrkja svíkjast þær svona aftan að okkur. Við ráðum ekki við málið þeg- ar leikreglur eru svona þverbrotnar," sagði Matthías Bjamason. -S.dór Bankareikningi Bandalags jafnaðaimanna lokað: „ÆUum ekki að fjár- magna krataflokkinn - þrisvar skipt um skiá á skrifstofunni Starfsmenn Bandalags jafnaðar- manna hafa lokað bankareikningi Bandalagsins í Iðnaðarbankanum en á honum var 1,1 milljón króna. Frá þeirri upphæð dragast svo 360 þúsund krónur sem eru laun tveggja starfsmanna Bandalagsins. „Það er rétt að við lokuðum reikn- ingnum enda ætlum við ekki að fjármagna krataflokkinn. Jón Bald- vin verður að sjá um sitt,“ sagði Alfreð Guðmundsson í samtali við DV en hann á sæti i framkvæmda- stjóm Bandalagsins. „Við ætlum að halda starfsemi okkar áfram, erum að mynda kjör- dæmisráð og munum svo hella okkur af krafti út í kosningabaráttuna." Nokkur hasar hefur verið innan Bandalagsins vegna brottfarar þing- manna þess í Alþýðuflokkinn. Þannig hefur þrisvar verið skipt um skrá á dymar á skrifstofu flokksins í Templarasundi frá því á miðviku- dag í síðustu viku. Fyrst settu starfsmenn Bandalagsins nýja skrá á miðvikudaginn. Daginn eftir hafði verið skipt um skrá. A sunnudag var svo lögreglan kölluð til að taka skýrslu og enn önnur skrá sett á dyrnar. „...við vitum ekki hverjir skiptu um skrána fyrst en höfum ákveðna aðila gmnaða..." sagði Al- ffeð. Hvað varðaði launagreiðslumar, sem að framan greinir.til tveggja starfsmanna Bandalagsins, sagði Alfreð að ekki væri ágreiningur um greiðslu til Kristínar Waage en hins vegar vildi framkvæmdanefhdin að Karl Birgisson skilaði inn aftur sín- um launum og ef hann gerði það ekki færi málið lengra. „...við teljum að hann hafi ekki unnið af heilindum fyrir Bandalagið." sagði Alffeð. -FRI MGEflíJi hf. i gær meö Sjónvarpsáhorfendur stóðu í biöröð i húsakynnum Heimilistækja ruglaða afruglara sem þeir vildu fá afruglaða. DV-mynd GVA. Sjónvarpsnotendur Stöðvar tvö svekktir: Gallaðir afruglarar Fjölmargir sjónvarpsnotendur sem fjárfest hafa í affuglurum til að ná rugluðum útsendingum Stöðvar 2 vissu ekki sitt rjúkandi ráð skömmu eftir kvöldmat á fimmtudagskvöldið. Þá sendi Stöð 2 út fyrstu rugluðu dag- skrá sína og umræddir affuglarar komu ekki að neinu gagni. „Fólk hefur kvartað mjög en við vissum ekki í upphafi hvað hér var á ferðinni," sögðu talsmenn Heimilis- tækja hf. sem séð hefur um sölu á afruglurum fyrir Stöð 2. „Síðar’kom í ljós að héma var á ferðinni fram- leiðslugalli í kapli sem liggur á milli tækjanna tveggja sem mynda sjálfan afruglarann. Fólk getur komið og fengið þessu skipt og þá ætti allt að komast í lag.“ Heimilistæki hafa nú selt rúmlega 3000 afruglara og að auki liggja 2000 pantanir fyrir. Að sögn Hans Kristjáns Ámasonar hjá Stöð 2 skilja menn þar á bæ mjög vel gremju fólks en ekki sé við sjón- varpsmenn að sakast: „Mér er sagt að hver viðgerð kosti aðeins 20 krónur en það tekur tíma að koma þessu öllu í lag. Það ætti að nást um helgina," sagði Hans. „Þótt við vildum getum við ekki haldið áfram að senda dag- skrána út ótruflaða því það væri samningsbrot. Annaðhvort er að senda út truflað eða þá að hætta út- sendingum þangað til allt er komið í lag. Við kjósum að senda út tmflað frekar en ekki neitt.“ -EIR Þorvaldur Mawby, fyrrum framkvæmdastjóri og stjornarformaöur Byggung: Byggingaframkvæmdir á Islandi geðveiki „Mér yitanlega var ekki allt í kalda- koli hjá Byggung þegar ég hætti þar störfum í október í fyrra,“ sagði Þor- valdur Mawby, fyrrum ffamkvæmda- stjóri og stjómarformaður byggingas- amvinnufélagsins sem nú er nær því í upplausn vegna deilna stjómar og byggjenda. íbúar í fimmta byggingar- hluta við Seilugranda og Rekagranda hafa farið ffam á rannsókn á bókhaldi Byggung vegna bakreikninga sem þeir hafa fengið og nema samanlagt millj- ónum króna. „Það var alltaf ljóst að einhverjir bakreikningar kæmu ffam vegna þessa byggingahluta en að þeir næmu milljónum hvarflaði aldrei að mér,“ sagði Þorvaldur sem nú býr í Tulsa, Oklahoma í Bandaríkjunum og rekur þar fyrirtækið Mawby Constructions. I símtali við DV sagðist Þorvaldur leigja út byggingarmót, áþekk þeim L 9 / / / Þorvaldur Mawby rekur eigin bygg- ingarstarfsemi í Bandaríkjunum: - Á íslandi veit maður ekki hvað steypan kostar á morgun. DV-mynd GVA. er Byggung notar við framkvæmdir sínar, og væri í samstarfi við banda- ríska byggingaraðila. Hafi þeir nýve- rið lokið við smíði 150 íbúða sem þegar hafa verið afhentar eigendum. „Það er tvennt ólíkt að standa í byggingarframkvæmdum hér vestra þar sem verðbólgan er aðeins 3 pró- sent eða heima á Islandi þar sem maður veit ekki einu sinni hvað steyp- an kostar á morgun. Byggingarffam- kvæmdir á íslandi eru hrein geðveiki og þau vandræði sem Byggung stend- ur frammi fyrir núna eru af þrenns konar toga. í fyrsta lagi er það verð- bólgan, í öðru lagi lækkað markaðs- verð á íbúðum og í þriðja lagi allt of langur framkvæmdatími," sagði Þor- valdur Mawby og vildi ekki tjá sig frekar um Byggung-deiluna því vegna landffæðilegrar Qarlægðar hefði hann ekki haft tök á að fylgjast með henni. -EIR Síldaiverð lækkar Yfimefnd Verðlagsráðs sjávarút- vegsins ákvað í gær nýtt lágmarksverð á síld til frystingar og söltunar. Verðið er 6 krónur hvert kíló af síld sem er 30 sentímetrar eða stærri en 3 krónur á kíló fyrir minni síld. I þessari ákvörðun felst að meðaltali yfir 20% lækkun á hráefnisverði ffá síðustu vertíð. Óskar Vigfusson, fulltrúi sjómanna í ráðinu, lét bóka mótmæli sín. Þar segir hann að með þessari verðákvörð- un standi sjómenn frammi fyrir 42% kjaraskerðingu miðað við síðasta ár. Tengivagn valt á fólksbíl Tengivagn, fullur af sandi, valt á fólksbíl við Skildinganes 24 síðdegis í gær. Atburður þessi átti sér stað er verið var að losa sandinn úr tengi- vagninum en hann lenti einnig utan í bílskúrshurð og skemmdi hana. Eng- inn var í fólksbílnum sem er illa farinn eftir vagninn. -FRI Sjallinn sleginn Iðnaðarbankanum Jón G. Hauksson, DV, Akuxeyri: Iðnaðarbanki Islands hf. á nú Sjallann á Akureyri. Staðurinn var sleginn bankanum á nauðungar- uppboði í gær á 35 milljónir króna. Þetta var annað og síðasta upp- boðið. Elías I. Elíasson bæjarfótgeti tók sér tveggja vikna frest til að taka boðinu. Það er formsatriði. Sjallinn skuldaði Iðnaðarbankan- um um 60 milljónir. Þar af er innifalin skuld Sjallans við Ferða- málasjóð sem bankinn var í ábyrgð- um fyrir. Nokkur fjöldi kom fyrir forvitnis sakir á uppboðið í Sjallanum sem hófst 20 mínútur yfir 5. Uppboðið tók stuttan tíma, aðeins um 10 mín- útur. Spenna var í lofti. Gunnar Sólnes lögfræðingur bauð fyrst 23 milljónir fyrir hönd Landsbanka íslands. Næst bauð Benedikt Ólafsson lögfræðingur 31 milljón kr. fyrir hönd Samvinnu- trygginga en félagið á skuldabréf sem KEA átti upphaflega. Nú kom rúmlega mínútu þögn. Elías bæjarfótgeti spurði hvort ein- hver byði betur. Stutt þögn aftur en þá bauð Steingrímur Eiríksson, lögfræðingur Iðnaðarbankans, 35 milljónir. Það reyndist hæsta boð. Þegar Iðnaðarbankinn fær um- ráðin formlega yfir Sjallanum mun bankinn leita eftir kaupendum að honum. Fái bankinn yfir 60 milljón- ir fyrir Sjallann hefur hann engu tapað á lánum sínum til staðarins. Ingimar Eydal hljómlistarmaður var meðal viðstaddra á uppboðinu í gær: „Jú, jú, hér verður dúndr- andi stuð á dansgólfinu,“ sagði hann eftir uppboðið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.