Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986. Fréttir Þrettán ára drengur í Garðinum fær skattheimtuseðil í fjórða sinn: Skuldin orðin 316 þúsund Sk Þrettán ára drengur úr Garðinum á í miklum erfiðleikum við skattayfir- völd sem segja hann skulda 316.097 krónur. Hefur hann staðið í stappi vegna þessa máls í hátt á annað ár en þrátt fyrir loforð yfirvalda um að kippa málinu í lag halda álagningars- eðlarnir áfram að koma inn um bréfalúguna. Forsaga þessa máls er sú að í janúar á síðasta ári komst stráksi á þann ald- ur að fá úthlutað nafnnúmeri. Skömmu síðar barst houum skatt- heimtuseðill þar sem hann er sagður skulda 221.699 í opinber gjöld eins og DV sagði frá á sínum tíma. Faðir hans hafði samband við bæjarfógetann í Vestmannaeyjum sem sent hafði álagningarseðilinn. Kom í ljós að drengnum hafði verið úthlutað nafn- númeri nýlátins manns og af þvi stafaði ruglingurinn. Var lofað að kippa þessu í lag. En í júlí í fyrra endurtók sig sama sagan nema hvað skuldin hafði hækk- að í 251.341. Enn hafði faðirinn samband við bæjarfógetann og enn var lofað að kippa þessu í lag. Um áramót- in síðustu fékk drengurinn svo bréf frá hagstofustjóra þar sem honum var úthlutað nýju nafnnúmeri. Hann væri beðinn að afsaka þessi óþægindi en nú væri málið endanlega úr sögunni. Það er þó aldeilis ekki úr sögunni. Við síðustu álagningu fékk drengur- inn enn á ný skattheimtuseðil látna mannsins. Nú var skuldin orðin 305.543 krónur. Enn hringdi faðirinn í bæjarfógetann og enn var lofað að kipþa malinu í lag. Steininn tók þó úr nú í vikunni þeg- ar drengurinn fékk bréf frá yfirvöldum þar sem honum er tjáð að búið sé að flytja dánarbú látna mannsins á heim- ilisfang hans. Og vegna skuldseigl- unnar sé nú skuldin komin upp í 316.097 krónur. -KÞ Maður er að gefast upp - segir faðir drengsins „Þetta er orðið tómt rugl. Maður er að gefast upp á þessu. Símtölin vegna þessa máls eru orðin ófá," sagði faðir drengsins úr Garðinum, í samtali við DV. Hann sagði að þegar hagstofustjóri hefði sent þeim bréfið og sagt að búið væri að láta strákinn fá nýtt nafnnúm- er hefðu þau haldið að málið væri þar með úr sögunni. „Tveimur síðustu stöfum nafnnúmersins var breytt úr 43 í 51. Kannski hefur það ekki dugað til að leiðrétta þennan misskilning," sagði pabbinn. „Bréfið sem við fengum núna í vik- unni, um það að dánarbú látna mannsins hefði verið flutt á okkar heimilisfang, kom frá Vestmannaeyj- um, en þar bjó sá látni. Þegar ég hringdi þangað kannaðist enginn við að þetta bréf hefði verið sent þaðan, þótt póststimpillinn væri þaðan, svo ég er alveg hættur að botna í þessu máli. Það er eins og þessir menn kunni ekki á tölvurnar sem þeir vinna á," sagði faðirinn. ,7T, SPRENGJU- BILASYNING Laugardag og sunnudag kl. 14-17 g&iismmmi«i«ft!ffMBi NISSAN SUNNY '87 vetður algjör sprenging á bfSamarkaðnum. Þeir eru loksins komnir og seljast eins og heitar lummur -----------'----------:------:-----:—:——---- 3ja dyra, 5 dyra og 4ra dyra sedan. Nissan Sunny Hatchback LX 1,0 5 dyra 4 gíra....................................343.000,- Nissan Sunny Hatchback LX 1,3 S dyraSgíra....................................364.000,- Nissan Sunny Hatchback SLX 1,5 3 dyra 5 gíra...................................394.000,- Nissan Sunny Hatchback SLX 1,5 5 dyra 5 gíra........... .......................399.000,- Nissan Sunny Hatchback SLX 1,5 3 dyra 5 gíra m.aflstýri ..........................409.000,- Nissan Sunny Hatchback SLX 1,5 5 dyra 5 gira m. aflstýri..........................414.000,- Nissan Sunny Hatchback SLX 1,55 dyra sjálfsk...................................428.000,- Nissan Sunny Hatchback SLX 1,5 5 dyra sjálfsk. m.aflst............................442.000,- Nissan Sunny Sedan LX 1,3 4 dyra 5 gíra........................................364.000,- Nissan Sunny Sedan SLX 1,5 4 dyra 5 gíra.......................................395.000,- Nissan Sunny Sedan SLX 1,5 4 dyra 5 gira m.aflstýri..............................410.000,- Nissan Sunny Sedan SLX 1,5 4 dyra sjáifsk.......................................424.000,- Nissan Sunny Sedan SLX 1,5 4 dyra sjálfsk. m.aflstýri.............................438.000,- Nissan Sunny Wagon LX 1,5 5 gíra.............................................431.000,- Nissan Sunny Coupe LX 1,5 5 gíra..............................................430.000,- Nissan Sunny Coupe SLX 1,5 5 gíra ............................................465.000,- Komið og kynnist hinum frábæru NISSAN SUNNY INGVAR HELGASON HF. Sýningarsalurinn/Rauðagerði, simi 33560.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.