Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986. Utlönd Ramma- samningur í Reykjavík? Haft er eftir háttsettnm vest- rænum stiórnarerindreka í gær að á Reykjavíkurfundi Reagans og Gorbatsjovs hafi leiðtogarnir komið sér saman um mikilsvert samkomulag hvað varðar.stað- setningu meðaldrægra kjarna- öauga í Asíú. Segir stjómarerindrekinn að í Reykjavík hafi náðst samkomu- lag um að í næsta afvopnunar- samningi stórveldanna, er gerður verði, skuli meðaldrægar kjarnaflaugar Sovétmanna, sem eru austan Oralfjalla, vera eins langt frá Japan og mögulegt er. Segír að í samningsdrögum stórveldanna frá Reykjavík, þar sem leýfðar eru hundrað sové- skar meðaldrægar fiaugar í Asíu, skuli þær staðsettar í kringum borgina Novosibirsk, rúmlega 4600 kíiómetra frá Tókýó, en borgin er í Austur-Síberíu, ura 2800. kílómetra austur af Moskvu. . - Ennfremur er haft eftir stjórn- arerindrekanum að engar sér- stakar kvaðir hafi verið lagðar á Bandaríkjamenn hvað varðar staðsetningu hundrað meðal- drægra flauga er Bandaríkja- mönnum yrði undir sömu skilmálum leyft að hafa i Norð- ur-Ameríku. Penina iroarkaöur VEXTIR (%) I hæst Innlén óverðttyggð Sparisjóðsbækur óbundnar 8-9 Ur Sparireikningar 3ja nrárr. lippsögn 8,5-10 Ab.Ur.VD 6 mán. uppsögn 9.5-13.5 Vh 12mán. uppsögn 11-t4 Ab Sparnaöur - tánsrettur Sparað i 3-5 mán. »-13 Ab Sp. f 6 mán. og m. 9-13 Ab Ávisanareikningar 3-7 Ab Hlaupareikningar .3-4 Ur.Sb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1 Allk G mán. uppsögn 2.5-3.5 Ur Innlán með sérkjönim 8-16 Innlán gengistryggð Bandarikjadaiur 5-7 Ab Sterlingspimd S.7S-10.5 Ab.Vb Vestur-þýsk mörk 3.5-4 Ab Danslíar krónur 7-9 Ib Útlán óverðtryggð Almennirvixlarfloiv.) 15.2S Allír Vioskiptavixlar(forv.)(1) ««• Allir Almenn skuldabréf(2) 15.5 Allir Viðskiptaskuldabréf(1) ««« Allir HlauparBÍkningar(vfirdr.) 15.25 Allir Útlán verðtryggð Skuldabréf Að 2.5 ánim 4 Allir Til lengri tima 5 Allir Útlán til framleiðslu Isl. krðnur 15 SDR 7.75 Bandaríkjadalir 7.6 Sterlingspund 11.25 Vestui-þýsk mörk 6 Spariskirteini 3ja áia 7 4ra ára 8.5 Sðra 9 Með vaxtmiðum(4 ár) 8.11 Gengistryggð(5 ar) 8.5 Húsnæðislán 3.5 Lifeyrissjóðslán 5 Dráttarvextir 27 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala 1509«ig Byggingavísítala 291 ttig Húsaleiguvisitala Harkk»4i3*/.1.okt HLUTABRÉF Söluverð að iokinni jöfnun m.v. 100 nafnvetðs: Almennartryggingar 111 kr. Eimskip 216 kr Flugleiðir 152 kr. Hampiðjan 131 kr. Iðnaðaibankinn 98 kr. Verslunarbankinn 87 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til upp- gjörs vanskilalána er 2% bæði á verð- tryggð og óverðtryggð lán. Skammstaf- anir: Ab = Alþýðubankinn, Bb=Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb — Samvinnubankinn, Ob = Útvegsbank- inn, Vb = Verslunarbankinn, Sp=Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peninga- markaðinn birtast í DV á fimmtudög- Sumaríeikar í Barcelona, vetrarleikar í Albertville Aiþjóða ólympíunefndin opinberar val sHt fýrir sumar- og vetrarleika árið 1992 Tugþúsundir íbúa Barcelonaborgar á Suðaustur-Spáni stigu trylltan stríðsdans á götum borgarinnar í gær og í gærkvöldi eftir að alþjóða ólymp- íunefhdin hafði opinberlega staðfest að borgin hefði verið valin sem vett- vangur sumarólympíuleikanna árið 1992. Tvísýnt var um val ólympíunefhdar- innar fram á síðasta klukkutíma, en meðal annarra borga er buðust til að halda leikana voru Amsterdam, París, Belgrad, Brisbane, Birmingham og Lillehammer. Þrisvar sinnum þurfti alþjóða ólympíunemdin að ganga til atkvæða til að fá endanleg úrslit. Næst á eftir Barcelona kom Paris og síðan Belgrad. Jean Ciaude Killy að þakka Vetrarólympíuleikarnir fyrir árið 1992 komu í hlut frönsku smáborgarinnar Albertville, átján þúsund manna borg- ar í Savoyhéraði er liggur við rætur Alpafjalla í Suðaustur-Frakklandi, skammt frá landamærum Frakklands og Sviss. Talið er að Frakkar geti helst þakk- að skíðakappa sínum, Jean Claude Killy, er meðal annars hlaut þrenn gullverðlaun á vetrarólympíuleikun- um árið 1968. Undanfarin fimm ár hefur Killy barist hatrammlega fyrir því að vetrarleikarnir komi í hlut Frakka og ferðast um heim allan til að tala máli Frakka og kynna aðstæð- ur í Albertville. í Albertville fara þó aðeins örfá atriði leikanna fram, en dreifa verður keppnisgreinum á milli nokkurra staða í sama héraði. Tugþúsundir ibúa Barcelona flykktust sigri hrósandi út á götur borgarinnar i gær eftir að úrslit atkvæðagreiðslu al- þjóða ólympiunefndarinnar voru kunn og staðfest að sumaiieikarnir yrðu haldnir í borginni árið 1992. Simamynd: Reuters Svíarsúrir Helstu keppinautar Frakka um vetra- rólympíuleikana voru Sviar er buðu skíðasvæði í borgunum Lillehammer, Falun og Are undir leikana. Mikil hátíðahöld höfðu verið undir- búin í Svíþjóð og þóttust Svíar nokkuð öruggir með sinn hlut áður en úrslit atkvæðagreiðslunnar voru opinberuð. Haft var eftir óánægðum sænskum embættismanni, eftir að úrslitin voru kunn, að ólympíunefndin hefði ákveð- ið að veita Frökkum yetrarólympíu- leikana sem nokkra sárabót sökum þess að Barcelona var hlutskarpari en París er vettvangur sumarleikanna var valinn. Vopnafundur i Limasol nugsiys Lögreglumenn í borginni Limasol á Kýpur gerðu í morgun upptækan heil- an gám af margs konar skotfærum og sprengjuvopnum er skipað hafði verið á land í Limasolhöfh, að því haft er eftir talsmanni lögregluyfirvalda á eynni. í gámnum fundust meðal annars nokkrir tugir fullkominna Katuysha sprengjuvarpa, sjálfvirkar vélbyssur og hundruð handsprengja af sovéskri gerð. Lögreglan í Limasol ákvað að ríða á vaðið og kanna innihald gáms- ins eftir ábendingu frá alþjóðalögregl- unni Interpol. Ekkert hefur verið gefið upp um áfangastað gámsins né hvaðan hann kom enhaft var eftir heimildum innan lögreglunnar að Líbanon hefði verið Hklegur áfangasta'ður hans. Amalskæruliðar halda Israelsflugmanni Haft er eftir vitnum, er fylgdust með því er ein flugvél ísraelska flughersins var skotin niður yfir Líbanon á fimmtúdag, að Amalskæruliðum hafi tekist að handsgjM einn af þrem úr áhöfn vélarinnar!israelsmenn höfðu fyrr skýrt frá því að sérstakri björgun- arsveit flughersins hefði með þyrlu tekist að bjarga tveim úr áhöfh vélar- innar skömmu eftir að hún var skotin niður á miðju landsvæði óvinarins. Lýstu sjónarvottar fanganum sem flugmanni Phantom F-4 vélarinnar er skotin var niður og sögðu hann nokk- uð særðan. Talsmaður Amalskæruliða staðfesti að liðsmenn sínir hefðu ísraelska flug- manninn í gæslu sinni. Haft er eftir ísraelskum embættismönnum síðdegis í gær að Amal skæruliðum sé best að sleppa flugmanninum sem fyrst, ann- ars megi þeir búast við hefndaraðgerð- um ísraelsmanna. í Chile EUefu manns, farþegar og áhöfn, fórust með herflugvél frá chileanska sjóhemum er hún steyptist til jarðar í fjalllendi í miðnluta landsins á miðvikudag. Sökum erfiðra leitarskilyrða, torfærs landslags og slæms veð- urs, fundu leitarflokkar ekki brak vélarinnar fyrr en síðdegis í gær, skammt fyrir norðan bæ- inn Cabiodo í Mið-Chile. Flugvélin var af gerðinni Casa C-212, sérstaklega ætluð til her- flutnihga og smíðuð á Spáni. Fílar og flóð- hestar í útiým ingarhættu? Veiðiþjófar í Afríkuríkinu Tansaniu hafa fellt yfir 3600 ffla og tæplega hundrað flóðhesta á ólöglegum veið- um í landinu á síðustu sjö árum, að því Shihata fréttastofan í Tansaníu segir í gær. Segir fréttastofan að yfir helmíngur dýra þessara tegunda, er báðar eru í töluverði útrýmingarhættu, hafi verið felldur í Selous þjóðgarðinum í suður- hluta landsins. Hefur fréttastofan það ennfremur eftir talsmanni þjóðgarðsins að bæði fílum og flóðhestum verði útrýmt í Tansaníu innan skamms nema gripið verði til hertra aðgerða gegn veiðiþjóf- um . í fréttinni segir að ekki verði gripið til árangursríkra gagnráðstafana gegn veiðíþjófum nema búnaður veiðívarða verði bættur til muna, þeim gefin fleiri og betri ökutæki til að halda uppi eft- irliti með víðlendum sléttum þjóðgarð- anna, auk þess sem nauðsyn sé á að vopna þjóðgarðsverði betur en hingað til hefur verið gert. Á undanförnum sjö árum telja stjórnvðld í Afríkuríkinu Tansaníu aðveiðiþjo- far hafi fellt yfir 3600 fíla í landinu, en þjóðgarðsverðir telja þá nú í mikilli útrýmingarhættu. Helst hirða veiðiþjófar skögultennur filanna er seljast fyr- ir hátt verö á sérstökum fílabeinsmörkuðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.