Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Side 7
LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986. 7 Fréttir Finnur Geirsson, hagfræðingur Verslunarráðs, gagniýnir ríkisstjómina: Tveim milljörðum kastað á glæ með niðurgreiðslum ólíklegt að samanlaet köst-_ „Ekki er ólíklegt að samanlagt köst- um við á glæ með niðurgreiðslum á verði vöru og þjónustu um það bil 5% af heildarútgjöldum ríkisins," sagði Finnur Geirsson, hagfræðingur Versl- unarráðs, á ráðsteíhu Félags við- skiptafræðinga og hagfræðinga um fjárlögin og efhahagslífið. „I fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 1.090 milljónum króna í niður- greiðslur á landbúnaðarvörum, 145 milljónum króna í niðurgreiðslur á rafmagni og þessu til viðbótar er 720 milljónum króna varið til að greiða niður útfluttar landbúnaðarvörur. Samtals eru þessar niðurgreiðslur ná- lægt tveim milljörðum króna," sagði Finnur. „Það má ljóst vera að útflutnings- bætur eru beinn kostnaður fyrir þjóðarbúið. Einhverjir kynnu að segja að öðru máli gegndi um niðurgreiðslur til inn- anlandsneyslu; þar væri eingöngu um tilfærslur að ræða frá skattgreiðend- um til neytenda, sem nytu góðs af lægra vöruverði en ella. Þar að auki, ef við göngum út frá því að tekjulágt fólk borgi hlutfalls- lega lága skatta og eyði hlutfallslega miklu í niðurgreiddar vörur, væri hægt að halda þvi fram að um „æski- Iegar“ tekjutilfærslur væri að ræða. Þeim sem aðhyllast þessa röksemd- arfærslu sést yfir þá staðreynd að niðurgreiðslumar hafa neikvæð áhrif á framleiðsluhættina. Þær gera það að verkum að framleiðandinn þarf ekki að gæta fyllstu hagkvæmni; hon- um er tryggt ákveðið verð fyrir afúrðimar og hann kemst hjá því að hlíta því aðhaldi sem markaðsverð- myndun veitir og framleiðendur í frjálsri samkeppni þurfa stöðugt að taka tillit til. Það er ekki gott að átta sig á því hvað það óhagræði kostar, sem niður- greiðslumar valda á framleiðsluhátt- um. Eina vísbendingu má þó nota að því er landbúnaðarafurðir snertir: Það er staðreynd að framleiðendur óniður- greiddra búvara em fyllilega sam- keppnisfærir við framleiðendur niðurgreiddra búvara. Þetta gefur til kynna að verði niður- greiðslur afnumdar og verðmyndun gefin frjáls þyrfti verð ekki að hækka á hefðbundnum búvörum. Með öðnun orðum; sjálf upphæð niðurgreiðslanna kemst ef til vill næst þvi að gefa til kynna hverju við fóm- um. Þegar betur er að gáð má því halda fram að niðurgreiðslumar komi neyt- endum alls ekki til góða heldur einungis framleiðendum. Þær em til- færsla frá skattgreiðendum til fram- leiðenda en ekki neytenda," sagði Finnur Geirsson. Norðurland eystra: Halldor er líklegastur Jón G. Haukssan, DV, Akureyri; Halldór Blöndal þingmaður er al- mennt talinn verða i 1. sæti prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra sem fram fer í dag. Bjöm Dagbjartsson þingmaður er tal- inn líklegastur til að hreppa 2. sætið. Átta em í framboði, sex Akureyring- ar og tveir úr Þingeyjarsýslu. Prófkjö- rið stendur yfir aðeins í dag. Það hófst kl. 10 i morgun og verður lokið kl. 20 í kvöld. Nokkrar getgátur hafa verið um það hver hreppi 3. sætið í prófkjör- inu. Tvö nöfn heyrast oftast nefnd, þau Tómas Ingi Olrich og Margrét Krist- insdóttir. -KMU VINNUM s GUÐMUNDUR H. GARÐARSSON HEFUR REYNSLU OG ÞEKKINGU Á ATVINNU- LÍFEYRIS- OG LAUNAMÁLUM Reynsla og þekking úr atvinnulífinu á að vera undirstaða starfa á Alþingi. Með frumkvæði í lífeyrismálum hefur Guðmundur H. Garðarsson eflt stöðu aldraðra, lífeyrisþega og öryrkja. LIFEYRISÞEGAR! LAUNÞEGAR! Miklu máli skiptir að lífeyris- og tryggingakerfið verði endurskoðað. Það krefst þekkingar! Starfsreynsla í þágu launþega hefur mikla þýðingu við mótun jákvæðrar stefnu Alþingis í atvinnu- og launamálum. Þar er reynslan mikilvæg! Veljum reyndan mann til starfa! Stuðningsmenn Guðmundar H. Garðarssonar. SIÁLFSTÆÐISFLOKKURINN - FLOKKUR ALLRÁ STÉTTA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.