Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986. Ferðamál Vetrardagar í öðru umhveifi Nú hafa velflestir aðilar, sem feröa- þjónustu stunda innanlands, lagt sumarverðið til hliðar og ákveðið vetrarverð. Yfirleitt þýðir þessi breyting töluverða lækkun á allri. þjónustu. Nú er til dœmis unnt að fljúga landshorna á milli, komast í annað andrúmsloft, dveljast á hótel- um yfir helgi eða lengur á mun lœgra verði en hægt var í sumar. Helgartil- boð vetrarins eru hafin. Til upplýsingar er hér birt helgar- verð á flugi og gistingu til hinna ýmsu staða á landinu. Verð er iniðað við tveggja manna herbergi og að farið sé á föstudegi og aftur til baka á sunnudegi, eða gist í tvær nætur, sem er lágmarksdvöl. Um 17-18 pró- sentum dýrara er fyrir einn mann í herbergi. Tilgreint verð gildir yfir- leitt þar til í byrjun janúarmánaðar 1987. Á öllum þeim stöðum sem nefndir eru er hægt að lengja dvölina í allt að tvær nætur, koma á fimmtudegi og fara á mánudegL Tilgreint er verð fyrir hverja aukanótt sem gist Til Reykjavflair Frá Akureyri Ef gist er á Hótel Loftleiðum eða Hót- el Esju kostar flug, gisting og morgun- verður 5.359 kr. Aukanótt kostar 995 krónur. Á Hótel Borg kostar helgar- pakkinn það sama en morgunverður er ekki innifalinn. Helgarferðin er aðeins dýrari ef gist er á Hótel Óð- insvéum, þá kostar hún 5.559 kr. og 6.169 kr. ef gist er á Hótel Sögu. Þetta á einnig við þegar komið er til Reykja- víkur frá öðrum stöðum á landinu en hcr verður aðeins getið um lægsta verðið. Svokallaðar menningarferðir og skemmtiferðir til Reykjavíkur og til Akureyrar hefjast fljótlega og verða þær eitthvað dýrari en venjulegar helgarferðir. Frá ísafirði Helgarferðin kostar 5.135 kr. Auka- nótt 995 kr. Frá Egilsstöðum Helgin kostar 6.489 kr. Aukanótt 995 kr. Frá Vestmannaeyjum Helgarpakkinn kostar 4.176 kr. Auka- nótt 995 kr. Reykjavík. Frá Reykjavík Til Akureyrar Hægt er að velja á milli 5 gististaða á Akureyri. Verðið er á bilinu frá 4.269 kr. til 5.559 eftir því hvar gist er. Auka- nóttin er frá 350 kr. til 876 kr. Morgunverður er ekki innifalinn í þessu verði og um er að ræða herbergi bæði með og án baðaðstöðu. Til Húsavíkur Helgarferðin með gistingu á Hótel Húsavík kostar á bilinu 4.070 kr. til 4.420 kr. Aukanóttin kostar um 350 krónur. Isafjörður. Til Isatjarðar Flug og gisting á Hótel ísafirði kostar 4.595 kr. Aukanótt kostar 725 kr. Morgunverður er ekki innifalinn. Til Vestmannaeyja Helgarferðir á vetrarverði til Vest- mannaeyja hefjast í kringum fyrsta vetrardag. Gist er á Hótel Gestgjafan- um og kostar ferðin 4.177 kr. með morgunmat. Aukanóttin kostar 995 krónur. Nú eru í gangi svokallaðar Eyjaferðir til Vestmannaeyja og munu þær halda áfram, a.m.k. út nóvember. -KB Egilsstaðir. Til Egilsstaða Um tvo gististaði er að ræða og kostar helgarferðin frá 5.399 kr. og upp í 6.199 kr. Aukanóttin er á bilinu frá 450 kr. til 850 kr. Morgunverður er ekki innif- alinn. Til Hafnar í Homafirði Helgarpakkinn til Hornafjarðar kost- ar á bilinu 4.664 kr. til 5.014 kr. Verðið á aukanóttinni er á bilinu 350 kr. til 525 kr. Gist er á Hótel Höfn. Morgun- verður er ekki innifalinn. Akureyri. Vestmannaeyjar. Hornafjörður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.