Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Síða 9
LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986. 9 DV Ferðamál Æfingar á staðnum Flugfarþegar eiga ekki margra kosta völ að teygja úr sér á löngum flugferðum. Flugvélar eru langsam- lega oftast frekar þröngar vistarver- ur og svo pakkaðar af fólki að ekki gefst tækifæri til mikillar hreyfing- ar. Þess vegna hefur einhver hug- vitssamur áhugamaður um líkamsrækt fundið upp líkamsæfing- ar einmitt fyrir flugfarþega. Þetta eru átta æfingar sem gott er að notfæra sér í næstu flugferð. 1. Æfingar í sætinu Ágætis upphitunaræfingar. Not- aðu einfaldar, jafnar hreyfingar og eins marga vöðva líkamans og frek- ast er unnt. Stígðu í tæmar og lyftu hælunum eins hátt og þú frekast getur. Um leið skaltu rétta úr hand- leggjunum og beygja þá til skiptis og mgga þér fram og aftur í sætinu samtímis eins og þú værir á gangi. Gerðu þessa æfingu i þrjár mínútur. 2. Lyftu þér upp á tærnar Þessi æfing eykur blóðstreymið til fótanna. Sittu með olnbogana á hnjánum, beygðu þig fram á við og þiýstu öllum líkamsþunganum á hnén. Stígðu í tæmar með hælana eins hátt og þú getur. Láttu hælana síga og lyftu tánum frá gólfinu. End- urtaktu æfinguna þrjátíu sinnum. 3. Axlaæfingar Endumæra liðamót og slaka, á axlavöðvunum. Hreyfðu axlimar varlega og með jöfnu millibili líkt og í stóra hringi bæði fram á við og aftur á bak. 4. Höfuðhreyfingar Örva blóðrásina til hálsliðanna og efsta hluta hryggjarins. Snúið höfð- inu eins langt til hægri og mögulegt er. Kinkið nokkrum sinnum kolli. Snúið síðan höfðinu til vinstri og Það er ekki nógu gott að eyða flugtimanum i að borða og lesa skemmtiblöð. Notið timann og gerið líkamsæfingar. Opið hús - Háskóli íslands Munið opna húsið í Háskóla íslands á morgun, sunnu- dag, frá kl. 10-18. Alls verða 19 byggingar opnar. - Allir velkomnir. Háskóli íslands. ''/'V/M \ Utboð - vegagerðin Snjómokstur Vegagerð rikisins óskar eftir tilboðum i snjómokstur á eftirtöldum vegum: 1. Norðurlandsvegur, Akureyri - Kross (45 km). 2. Norðausturvegur, Kross - Húsavík, (44 km). 3. Norðausturvegur, Auðbjargarstaðir - Kópasker (60 km). Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri og Húsa- vík frá og með 20. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 3. nóvemb- er 1986. Vegamálastjóri. kinkið kolli. Endurtakið þessa æf- ingu sex sinnum. 5. Beygjur fram á við með magann inn Örva þarmastarfsmi og auka blóðrásina. Dragðu magann eins vel inn og mögulegt er. Beygðu efri hluta líkamans fram á við um leið og þú lyftir fótunum upp af gólfinu eins hátt og þú getur. Láttu síðan tæmar aftur nema við gólfið, slak- aðu á magavöðvunum óg reistu líkamann aftur. Endurtakið þrjátíu sinnum. 6. Handasnúningur Endumærir hendumar. Snúið höndunum og teygið úr fingrunum. Slakið á í eðlilegri handa- og fingra- stöðu. Endurtakið fimmtán sinnum. 7. Fótahreyfingar Endumæra ökklana. Hreyfið fæt- uma í eins stóran hring og gólfrýmið leyfir. Þetta er mjög góð fótaæfing. Endurtakið hana fimmtán sinnum. 8. Hnén upp að olnboga Örvar blóðrásina. Lyftu til skiptis hægra og vinstra hné alveg upp að öndverðum olnboga. Endurtakið fimmtán sinnum hvorum megin. Einnig fyrir framan sjónvarpið Það væri kannski ekki úr vegi að notfæra sér þessar líkamsæfingar þegar við sitjum fyrir framan sjón- varpið. Það er enginn vandi að stirðna þar rétt eins og þegar flogið er í háloftunum í þröngu flugvélar- sæti. En líkamsræktarráðunum fyrir flugfarþega lýkur á því ráði að þegar komið sé í flughöfhina sé ráðlegt að bera farangurinn sinn sjálfur. Þann- ig verður að taka heilmikið á og reyna á vöðva sem sjaldan em not- aðir. Og við liðkumst ekki aðeins heldur eyðir þetta einnig hitaeining- um og hverjum veitir af þvi? A.Bj. VEITIR FULLKOMIÐ ORYGGIIVETRARAKSTRI Öruggari akstur á ísilögðum vegum. Gott veggrip í brekkum Góðir aksturseiginleikar á með lausum snjó. ójöfnum vegum. Stöðugleiki í hálku. Góðir hemlunareiginleikar við erfiðar aðstæður. ' Goodyear vetrardekk eru úr sérstakri gúmmíblönd' með munstri sem gefur dekkinu mjög gott veggrip Goodyear vetrardekk eru hljóðlát og endingargóð. LEIÐANDI í VERÖLD TÆ.KNIÞRC Goa HEKLA HF Laugavegi 170-172 Sími 28080 695500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.