Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÚNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr. Verð í lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Þoka á 400 síðum í annað skipti í röð hafa höfundar fjárlagafrum- varpsins sýnt lesendum þess þann sóma að birta aftast tvær fróðlegar skrár um aukafjárveitingar. Hins vegar er gengið þannig frá skránum, að óþarflega erfitt er að átta sig á, í hvaða skyni fénu er varið. Sem dæmi má nefna, að í fremri skránni kemur fram, að veitt hefur verið hálfri milljón króna aukalega til „byggingar íþróttamannvirkja“. Til þess að átta sig á, hvað þetta er, þarf að fara í síðari skrána, sem raðað er á allt annan hátt, í tímaröð í stað málaflokkaraðar. Með þessari fyrirhöfn er hægt að komast að raun um, að þetta er styrkur til eins íþróttafélags. Ennfremur, að ríkið hefur aukalega styrkt hótelin á Húsavík og ísafirði um hálfa níundu milljón króna og Áburðarverk- smiðjuna um hvorki meira né minna en 170 milljónir. Þetta eru bara örfá dæmi um 150 aukafjárveitingar ársins. Ef markmiðið með birtingu skránna er að auð- velda þingmönnum, blaðamönnum og öðru áhugafólki að skilja ríkisfjármálin, væri aðgengilegra að sameina þær í eina skrá, sem skýrði innihald fjárveitinganna. Enn er verið að fela liði í fjárlagafrumvarpinu. Sem dæmi má nefna sérstakt gæludýr ríkisins, Lífeyrissjóð bænda. í atriðisorðaskrá er vísað til hans í kafla fjár- málaráðuneytis. Þar kemur fram, að verja eigi 34 milljónum króna til þessa nauðsynjamáls á næsta ári. Ætla mætti, að þar með væri öll sagan sögð. Kunnug- an mann og þjálfaðan í lestri fjárlagafrumvarpa þarf til að átta sig á, að Lífeyrissjóður bænda á samkvæmt frumvarpinu einnig að fá 22 milljónir króna hjá land- búnaðarráðuneytinu undir liðnum: „Stofnlánadeild“. Enn má leita í 400 blaðsíðum frumvarpsins og fínna, að samkvæmt því á þessi vinsæli sjóður að fá 112 millj- ónir króna hjá viðskiptaráðuneytinu undir liðnum: „Niðurgreiðslur á vöruverði“. Samtals fær sjóðurinn því 168 milljónir, en ekki 34, svo sem gefið er í skyn. Tveir aðrir forgangssjóðir eru lífeyrissjóðir alþingis- manna og ráðherra. I fj árlagafrumvarpi nu fyrir ári mátti með lagi fínna, að 33 milljónum króna átti í ár að verja til þeirra undir liðnum: „Uppbætur á lífeyri“. Þetta er ekki lengur hægt í nýja frumvarpinu. Á þessu sviði eykst þoka frumvarpsins, enda er senni- legt, að einstæð gjafmildi fjárlagafrumvarpsins í garð hinna fátæku lífeyrissjóða alþingismanna og ráðherra sé orðin að slíku feimnismáli, að hennar megi ekki einu sinni geta lengur í skýringum aftarlega í bókinni. Enn eitt þokudæmið felst í styrkjum til flokkspóli- tískrar blaðaútgáfu. í einni línu frumvarpsins er 16 milljónum varið „til blaðanna“ og í annarri línu 10 milljónum „til útgáfumála“. í þriðju línunni er fjármála- ráðherra heimilað að kaupa 250 eintök af hverju blaði. Þannig er reynt að dylja, að samtals eiga þessir styrk- ir að nema 32 milljónum króna á næsta ári. Ekki er síður athyglisvert, að 250 eintaka kaupin eru jafnan heimildarákvæði, sem koma ekki fram í niðurstöðu- tölum, þótt þau séu fastur kostnaður ríkisins. Spyrja má einnig, hvers vegna ýmsir merkustu liðir frumvarpsins eru settir fram án krónutalna í heimild- arákvæðum. Ennfremur, hvers vegna niðurgreiðslur á búvöruverði eru settar á viðskiptaráðuneytið í trássi við leiðbeiningar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Þetta eru dæmi um, að á 400 síðum fjárlagafrum- varpsins er víða - og sumpart í auknum mæli - fremur reynt að dylja sannleikann heldur en að upplýsa hann. Jónas Kristjánsson Reagan kom og fór með derhúfu, arfleifð sinni trúr. Afl, þor og yfirráð Nokkur þúsund sjómílum vestan við okkur er langur rani af hörðu bergi sem einhvemtíma í fymdinni hefur mðst úr iðrum jarðar með ógurlegum drunum og hristingi; á nú í hörðu stríði við aðgangsharðan sjávarbotn sem kemur með frekjy úr vestri og veitir landinu viðnám svo yfirborðið krumpast og hrúgast upp í óteljandi fellingar með til- heyrandi braki og brestum. Sjálft kom landið úr austri og er á vestur- leið og hefur skilið eftir sig djúpa gjá fulla af vatni og glatað megin- land. Reyndar er rangt að tala um rana; slíkt orð er alltof mjóslegið til að lýsa til fullnustu því landflæmi sem hér um ræðir; þó minnir það óneitanlega á rana á köflum þar sem það teygir sig heimskautanna á milli, úr kulda norðursins yfir svækju miðbiksins í kulda suðurs- ins: Heimsálfan Ameríka. Yfirleitt er nú samt venja að líta á þessa víð- áttu sem tvær heimsálfur sem tengjast með mjóu eiði og kallast hin syðri vitanlega Suðm-Ameríka en hin Norður-Ameríka. Það er sú síðamefhda sem ég ætla að gera að umræðuefni í dag. Raunar ætla ég að afinarka efnið enn frekar og ræða aðeins um eitt af ríkjum þessarar álfu, nefnilega Bandaríki Norður- Ameríku. Júnætidsteitsoffameríka er ekki gamalt bandalag, litlu eldra en Reykjavíkurborg en drottinn minn dýri - svo miklu voldugra! Saman- sett úr hálfu hundraði fylkja og byggt fólki hvaðanæva úr veröld- inni, hvítum, svörtum, gulum, rauðum, stórmennum, smámennum og meðalmönnum með derhúfur. Fyrir um 200 árum hröktu hvítir innflytjendur undir stjóm Georgs Washingtons af höndum sér upp- vöðslusama nýlenduherra austanaf Englandi og lýstu yfir stofnun Bandaríkja Norður-Ameríku. Nú er þetta ríki stórveldi. Gæfan hefur vissulega brosað við því; það hefur vaxið og dafnað og hagur þess hefur jafnan staðið með blóma; þegnana hefur dreymt fagra drauma og marg- ir þeirra hafa ræst, drauma um fatæka sveitadrengi sem hefjast til æðstu metorða, um olíubrunna í Texas, saumnálar í Alabama, gull í Alaska, drauma um auð og yfirráð. Fyrir sosum einsog hundrað árum í talfæri Kjartan Ámason vom byssubófar dáðustu hetjur þessa ríkis, kaldir kallar sem þorðu að sýna öðrum föntum í tvo heimana og björguðu konum og bömum und- an rauðleitum villimönnum sem vom að gera sér rellu útaf fáeinum skikum lands. Þetta vom menn sem óttuðust ekkert en sváfu þó alltaf með annað augað opið, vom engum háðir nema sjálfum sér, treystu eng- um nema sér og stóðu aldrei í þakkarskuld við nokkum lifandi mann. Við þekkjum þessa kalla, við höfum svo oft séð þá ljóslifandi heima í stofu, sprautandi blýkúlum í allar áttir; sjálfetæðir menn með vel smurðar byssumar sínar í belt- inu. Þegar þessir garpar liðu undir lok tók við ný kynslóð byssubófa; byssumar þeirra vom margfalt af- kastameiri en afar þeirra höfðu átt og farartækin vélknúin. Þetta vom auðugir kappar, ríkmannlega klæddir og ilmuðu vel og nutu ótta- blandinnar virðingar: Þeir þorðu - they had the guts! Og enn stigu nýj- ar hetjur framá sjónarsviðið; að þessu sinni í einkennisbúningi hers- ins; dáðadrengir sem sigldu um úfinn sjá, flugu um loftin blá og óðu eld og brennistein til vamar mannkyn- inu. Þeir sáu það í hendi sér að til að lækka rostann í öskrandi aríum og valdagráðugum Japönum væri aðeins eitt ráð: að smíða gríp nokk- um með góðan fallanda, litla fyrir- ferð og feiknalegt afl. Að smíðinni lokinni fleygðu þeir gripnum í haus- inn á japanskri alþýðu og sjá: veröldin stóð á öndinni og óvinurinn gafet skilyrðislaust upp. Styijöldinni lokið og kominn á friður en þessi friður var ólíkur þeim sem áður ríkti; það var ógnarfriður. í krafti sprengjunnar var þetta unga ríki orðið eitt hið voldugasta í viðri ver- öld. Og stóm strákamir í austri vildu ekki vera minni hetjur og fóm að töfra fram ámóta fagran grip - og kapphlaupið var hafið. Það stendur enn, því miður, því var næstum lokið um síðustu helgi í túninu heima. Þeir kallar sem ráða mestu um örlög heimsins vom hárs- breidd frá því að friðmælast; þessi sem kom að austan hafði uppi fögur fyrirheit. sem hann gat ekki staðið við en haim mætti með góðan vilja og er að því leyti ólíkur íyrirrennur- um sínum öllum; hinn mætti með hugrekki forfeðra sinna á herðunum og þorði að neita freklegum friðar- umleitunum kollegans. Þama endurspeglaðist menningararíúr heillar þjóðar í einu neii: „Við erum stór og sjálfstæð og treystum engum; þó það nú væri að við legðum geim- inn undir okkur líka - við viljum verja okkur og ykkur - hinn frjálsa heim - sömuleiðis!" En nú bregður svo við að enginn er eftir sem vill berjast og enginn skilur lengur hvað á að berjast um. Það má kannski einu gilda, draumurinn um auð og völd er það sem skiptir máli, hetju- dáðimar, frelsunaráráttan. Allir þessir eiginleikar em samþjappaðir af ofurkrafti í nýjustu hetju um- ræddrar álfu, hetju sem samanrekið illa talandi vöðvabúnt að nafni Syl- vester Stalladóni hefiir skapað í því skyni að ala á fordómum og ofbeldi - ímynd hins sjálfstæða, tortryggna einfara. Já, þeir komu í túnfótinn heima, þessir miklu kallar, til að ræða fram- tíð veraldarinnar, annar bæði heils- aði og kvaddi með virðingu og þakkaði fyrir sig, hinn bara kom og fór með derhúfu, arfleifð sinni trúr, sjálfstæður, sterkur og stendur ekki í þakkarskuld við nokkum lifandi mann. Ég dáist að slíkum trúnaði við hefðimar og græt. Til hamingju, Rambó forseti! Kjartan Ámason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.