Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Page 11
LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986. 11 Með hverjum heldurðu? Þegar maður horfir á íþrótta- keppni í sjónvarpi, fylgist með kosningabaráttu í útlöndum eða fær fregnir af stríðsátökum einhvers staðar úti í heimi kemur ævinlega að því að maður fer að halda með einum eða öðrum - næstum því ósjálfrátt og án nokkurrar áþreifan- legrar ástæðu. I fyrravetur var ég til að mynda staddur í Lundúnum og horfði þar á billjardkeppni í sjón- varpinu fyrir hreina tilviljun og áður en ég vissi af var ég farinn að halda með einum keppandanum án þess að þekkja á honum haus né sporð. Eins minnist ég þess að í bandarísku forsetakosningunum á fimmta og sjötta áratugnum var maður að nafrii Stevenson í framboði fyrir demókrata og skítlá í hverjum kosn- ingunum á fætur öðrum. Alltaf hélt ég samt tryggð við hann og tók það ákaflega nærri mér þegar ég las það löngu, löngu síðar að þessi Steven- son hefði aldrei verið til neins nýtur nema til að halda gáfulegar ræður sem enginn nennti að hlusta á. í enska boltanum halda menn með ólíkustu liðum. Til að mynda heldur ótrúlegur ijöldi með Ulfunum sem nú spila í fjórðu deild og vinna varla leik. í sumar birtist frétt um það í DV að góðar líkur væru á því að félagið yrði lagt niður. Blaðamaður- inn, sem skrifaði fréttina, átti fótum fjör að launa undan æstum mót- mælum íslenskra aðdáenda. Með Davíð en móti Golíat Hér á Islandi skiptust menn í tvo hópa með Aquino og Markosi á Filippseyjum þegar sá slagur stóð yfir. Menn eins og Pinochet og Castro eiga íslenska aðdáendur og ennþá er hægt að finna fólk sem hefur leynda aðdáun á þriðja ríkinu. Ekki er gott að vita hvað veldur þessari ólíklegu og óvæntu fylgi- spekt með keppendum (Aa frambjóð- endum sem manni koma í rauninni ekkert við. Af hverju fer ókunnugur íslendingur skyndilega að draga taum stjómmálamanna sem eru honum víðs fjarri? Hvers vegna í ósköpunum veldur það spenningi eða eftirvæntingu hvort þessi eða hinn sigrar eða tapar í alþjóðlegri tenniskeppni eða hvort einhver popphljómsveit kemst á toppinn eða ekki? Ekki breytir það neinu í lífi okkar sjálfra, ekki höfúm við hags- muna að gæta, ekki þekkjum við þessa aðila persónulega. Sumir hafa vit á því að halda með þeim sem er sterkastur fyrirfram. Muhammed Ali átti marga aðdáend- ur, Liverpool er vinsælast allra fótboltaliða, Reagan á ótalda stuðn- ingsmenn. Og svo eru hinir sem sífellt halda með þeim sem eru minnimáttar, hlakka yfir því þegar sá sterki tapar, skemmta sér kon- unglega þegar goðið fellur af stallin- um og stökkva hæð sína þegar Davíð vinnur Golíat. Ég sat með manni einn laugardagseftirmiðdag í haust framan við sjónvarpið og rallbílamir geystust áfram á skjánum og þulur- inn lýsti komu sigurstranglegustu bifreiðarinnar. Þessi maður hló af ógurlegum innileik þegæ- bíllinn endasentist út af veginum. Ég spurði hann hvort hann væri áhugamaður um rall. Nei, blessaður vertu, ég hef mestu skömm á þessari íþrótt. Samt var gleði hans ósvikin þegar óhappið henti meistarana. Þú meinar Stalín Halldór í Steypustöðinni skrifar bráðskemmtilegar blaðagreinar þeg- ar sá gállinn er á honum. Ein slík birtist í Morgunblaðinu í vikunni. Þar segir Halldór meðal annars: Ég er yfirleitt endemis klaufi í pólitík. Ég studdi séra Bjarna, Gunnar og Pétur i forsetakosningunum, ég studdi íhaldið í Kópavogi við síðustu kosningar til bæjarstjómar með þeirri hörmulegu niðurstöðu að vinstri vítahringurinn stórefldist. Þó ég gæti þyrði ég varla að styðja Eykon opinberlega þar sem ég vil honum vel... Halldór heldur með Eykon alveg eins og ólíklegasta fólk er að halda með hinum eða þessum frambjóð- andanum í prófkosningum Sjálf- stæðisflokksins nú um helgina. Maður fær yfir sig skæðadrífu af bæklingum og blaðaauglýsingum þar sem fram kemur að hálf þjóðin og meira til er á bak við hvern og einn frambjóðanda. Þetta er eigin- lega komið út í það að skoða hver heldur með hverjum frekar en hitt, hveijir séu í framboði. Það er líkast því að frambjóðendur standi og falli með því hverjir halda með þeim, svo ekki sé nú talað um alla meðmæ- lenduma og stuðningsmennina sem láta taka af sér hópmynd til fram- dráttar þeim sem þeir styðja. Halldór í Steypustöðinni er sennilega eini íhaldsmaðurinn sunnan heiða sem þorir ekki almennilega að lýsa sig fylgismann af ótta við að fella fram- bjóðandann sinn! Ellert B. Schram En ef það er í tísku að halda með einhveijum í prófkjörum þá er það nú aldeilis að menn halda með stór- veldunum, ekki síst þegar fulltrúar þeirra gera svo lítið að heimsækja okkur. Ég man eftir því, þegar Fisch- er og Spasský tefldu hér um árið, að ég var staddur í fjölskylduboði þar sem einni frænku minni varð á að segja að hún héldi með Spasský. Þá hrökk upp úr Gunnari föður- bróður: Hu, hu, þú meinar Stalín. Lengi á eftir var þessi frænka okkar litin tortryggnisaugum og grunuð um vinstrivillu. Sjónvarpssjarmi Afstaðan til austurs og vesturs hefúr ávallt jafngilt svörtu og hvítu: annaðhvort ertu með eða á móti, annaðhvort ertu kommi eða ekki kommi. Þess vegna vandaðist málið heldur betur þegar Karpov og Kasp- arov áttust við - báðir rússneskir og í beinan karllegg af Stalín komnir ef marka má sannkristna íhalds- menn. Þó er ekki frá því að fleiri hafi hallast að Kasparov af því hann rífur kjaft gagnvart kerfinu meðan Karpov er sagður krjúpa í duftið fyrir flokknum - sem sannar að örlög manna eiga sér skýringar í hlutum sem eru víðsfjarri skákborðinu og taflmennskunni. Þeir geta jafrivel eignast fylgismenn sem aldrei hafa kunnað mannganginn. Þegar þeir Reagan og Gorbatsjov boðuðu komu sína hingað til lands fór ekki á milli mála að Reagan var okkar maður áður en tilstandið hófst. Vinsæll maður, Reagan, bæði vestan hafs og austan, og þar að auki var hann búinn að leysa bæði hvaladeiluna og Rainbowmálið og Islendingar hættir við að slíta stjórnmálasambandi við Ameríkana. íslendingar héldu með Reagan. En svo kom fundurinn sjálfui’ og fréttimar af því hvemig fór. Reagan hélt suður á Völl og sagði fimmaura- brandara en Gorbatsjov efndi til blaðamannafundar. Og þá snerist dæmið við. Allir luku lofsorði á frammistöðu Gorbatsjovs og höfðu mörg orð um friðarvilja hans, frjáls- hTidi. hreinskilni og geðþekka framkomu. Og Reagan var að sama skapi hallmælt fy’rir stífni og þver- móðsku. Hann er elliær. kallinn. sagði maðurinn á götunni. heldur dauðahaldi í stjörnustríðsáætlunina og situr ennþá fastur í kalda stríð- inu. Nú voru Rússamir allt í einu orðn-’ ir góðu bömin. friðarins menn. og íslenskur almenningur hafði nýja mynd af rússneska biminum og kommunum í austri. Almenningur hélt með Gorbatsjov, það fór ekki á milli mála. Gorbatsjov í prófkjör Ekki er því að neita að heldur voru þetta óvænt endaskipti á friðar- viljanum. Sovétríkin hafa vígbúist í Evrópu af miklu kappi og eiga marg- faldan vígbúnað á við Vesturveldin. Sovétríkin hafa þverbrotið Helsinki- sáttmálann um slökunarstefnuna í mannúðar- og mannréttindarmálum. Sovétríkin halda fólki í hálfgerðri gíslingu í sfnu eigin landi. Sovétrík- in standa í styrjöld í Afganistan og hafa í rauninni ekki ljáð máls á neinni tilslökun í afvopnunarmálum nema með afarkostum. Vamarliðið á íslandi er hemaðarleg nauðsyn, ekki síst fyrir þá sök að allt um- hverfis landið sveima sovéskir kafbátar, búnir kjamorkueldflaug- um. En svo kemur Gorbatsjov í sjónvarpið okkar, býður af sér góðan þokka og fómar höndum vfir óbil- gimi Reagans og viti menn: Rúss- amir em eins og englar af himni sendir og allir hrópa húrra fyrir frið- ardúfunni frá Rússíá. Mann rekur í rogastans. Er hægt að strika yfir fortíðina og kasta syndunum aftur fyrir sig með því einu að koma huggulega fram í sjón- varpi? Er hægt að fá fólk til að halda með sér fyrir það eitt að brosa og vera sætur á skerminum? Skiptir þá engu máli hver revnslan er af fym samningum. fyrri ófremdum og svín- aríi liðinna ára? Sovéskir borgarar þurfa að bíða árum saman til að komast úr landi. flokkurinn njósnar um skoðanir þeirra, kerfið heftir réttindi þeirra. þjóðir Varsjárbanda- lagsins verða að sitja og standa eins og Kremlverjum þóknast. En svo kemur Gorbi með leikþátt og Vest- urlandabúar falla í stafi vfir þessum göfuga manni sem gengur ekkert nema gott til. Maður er jafnvel far- inn að halda að Gorbatsjov næði öruggu sæti ef hann bvði sig fram í prófkjörinu hjá íhaldinu! Með þeim sem vinnur Ekki veit ég hvemig færi fynr Halldóri í Stevpustöðinni ef dæma ætti Evjólf vin minn Konráð eftir frammistöðu í sjónvarpi. svona í beinu framhaldi af brillíansinum hjá aðalritaranum. Maður hefúr stund- um á tilfinningunni að Evkon sé með krónískan magakrampa þegar hann situr þar fyrir svörum. Þó vita flestir sem til þekkja í pólitíkinni að Eyjólfur er manna ágætastur og er með flekklausan feril. Og svo er um fleiri sem nú er sjálfsagt að kjósa. Þeir eiga það yfir höfði sér að fólk hætti við að halda með þeim út á útlitið. Já. ljótt.er það. Annars þarf Reagan ekki að kvarta, hálfáttræður maðurinn, með þennan líka sjarma. Hann setti bara sjarmann of seint í gang þegar hann hafði viðdvöl hér á íslandi og lét Gorba stéla frá sér senunni. Það var nóg til þess að íslandsmaðurinn fór að halda með Rússunum þegar mest á reið í áróðursstríðinu sem manni skilst að sé orðið mikilvægara heldur en hin stríðin. Já, það er ekki tekið út með sæld- inni að vera í sviðsljósinu. Einhvem veginn verður að fá fólk til að halda með sér. Sama gildir um stórveldin og kappliðin og poppstjömurnar. Allt byggist á því að fá fólk til að halda með sér. Ég hef heyrt gott ráð við þessu. Þegar heimsmeistara- keppnin í fótboltanum stóð sem hæst í sumar spurði ég veraldarvanan góðkunningja minn um það með hverjum hann héldi. Hann svaraði að bragði: Þeim sem vinnur. Ellert B Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.