Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986. Þeir komu út úr Höfða, þung- búnir ó svip. „Ég held þú hafir ekki viljað annan fund,“ sagði Rea- gan. „Við höfum ennþá tíma,“ svaraði Gorbatsjov. „Nei, það höf- um við ekki.“ Að þessu mæltu snaraði Reagan sér inn í bifreið sina og ók á brott. Löngum og erf- iðum leiðtogafundi var lokið. Að því er einn aðstoðarmanna Reagans segir voru þetta síðustu orðaskipti forsetans og Sovétleið- togans á Reykjavíkurfundinum. Leiðtogarnir stóðu tómhentir eftir að hafa verið nær stærra sam- komulagi um afvopnun en menn höfðu óður gert sér vonir um. „Forsetinn var reiður þó hann hefði fulla stjórn á skapi sínu,“ sagði einn ráðgjafinn um Reagan eftir lokafundinn. „Ég hef aldrei fyrr séð þennan svip á forsetan- um,“ er haft eftir öðrum. Gorbatsjov tortrygginn Bandarískir embættismenn hafa sagt eftir fundina að ágreiningur- inn um varnarvopn hafi verið eins og skuggi yfir viðræðunum en að menn hafi verið sammála um að ýta því til hliðar og freista þess að Gorbatsjov og Sévardnadse ganga saman út úr Höfða. Stjörnustriðið gerði út af viö samningana, sögðu þeir. Reykjavíkurfundurinn Bak við læstar nó samningum um önnur mál fyrst. Það var á hádegi á sunnudag sem samningamenn gerðu sér grein fyr- ir því að ekki næðist saman um geimvopnin. „Ég gaf bandarísku þjóðinni há- tíðlegt loforð og má ég hundur heita ef ég gef geimvarnaáætlunina eftir,“ sagði Reagan við ráðgjafa sína. Gorbatsjov snupraði Reagan ekki aðeins fyrir stjörnustríðsáætlunina heldur líka fyrir tilboð hans um að Bandaríkin veittu Sovétmönnum aðgang að niðurstöðum geim- varnarannsóknanna. „Ég vil ekki eiga neinn þátt í þessu,“ er Gorbatsjov sagður hafa svarað. „Ég trúi því ekki að þið munið deila þessum rannsóknar- niðurstöðum með okkur. Þið viljið ekki einu sinni veita okkur aðgang að einföldustu tækniþekkingu." Þreyttir og áhyggjufullir Aðstoðarmenn Reagans hafa sagt að forsetinn hafi verið hálfringlað- ur og ráðþrota yfir kröfum aðalrit- arans um breytingar á samningn- um frá 1972 sem kveður á um bann við gagneldflaugakerfum. Um þó yfirlýsingu Gorbatsjovs að geim- varnaáætlunin ylli óstöðugleika sagði Reagan við menn sína: „Ég skil ekki af hverju hann heldur það. Það er bara ekki rétt.“ Bandarísku embættismennimir, Shultz utanríkisráðherra, Nitze, sérfræðingur Bandaríkjastjórnar í vigbúnaðarmálum, og Kampel- mann, aðalsamningamaðurinn í Genf, voru auðsjáanlega mjög þreyttir undir lok viðræðnanna í Reykjavík. Og sovésku samninga- mennimir voru sjáanlega líka bæði áhyggjufullir og örþreyttir. Þegar Nitze yfirgaf Höfða í síð- asta skipti stoppaði hann augna- blik á tröppunum til að að kveðja einn samningamann Rússa, Sergei Akhromeyey, yfirmann sovéska herráðsins. „Ekki kenna mér um,“ mun sá sovéski hafa svarað kveðj- unni, „ekki kenna mér um.“ Allt eða ekkert Þeir urðu fjónr, fundir leiðtog- anna, samtals ellefu klukkustund- ir. Reagan og Gorbatsjov funduðu í litlu herbergi í Höfða með fagurt útsýni yfir sundin blá. Venjulega sátu einnig þessa fundi utanríkis- róðherrar beggja aðila, túlkar og rítarar. Á annarri hæð hússins funduðu vinnunefndirnar. Þeirra markmið var að þrengja þann skoðanamun sem var til staðar milli stórveld- anna í upphafi fundar. Nefndirnar störfuðu alla laugardagsnóttina og fram ó sunnudagsmorgun. Sér- fræðingunum tókst á ótrúlega skömmum tíma að að koma sér niður á samkomulagsdrög sem undraði meira að segja þó sjálfa. „Við náðum meiri árangri á þess- um síðustu tuttugu og fjórum tímum en samtals á síðustu sex árum,“ sagði einn í vinnunefndinni bandarísku eftir næturfundinn. Fljótlega kom í ljós að Sovétmenn vildu allsherjar samkomulag um afvopnun sem tæki einnig til geim- varnaáætlunar Reagans. „Þeir vildu fó allan pakkann eða ekkert," er haft eftir ónafngreind- um embættismanni. „Þeir gerðu okkur það ljóst að annaðhvort yrði samið um geimvopn og varnir eða ekkert samkomulag yrði gert.“ Meðan á sunnudagsfundinum stóð fór Reagan reglulega upp á næstu hæð og ræddi við sérfræð- inga sína. í einni ferð sinni sagði hann við vinnunefndina: „Þetta átti bara að vera undirbúnings- fundur. Við eigum ekki að vera í þessum viðræðum." Gjörbreytt staða Vinnunefndirnar komust að sam- Vonbrigðin leyna sér ekki í svip leiðtoganna þegar þeir kveðjast fyrir framan Höfða eftir að viðræöur sigldu í strand. komulagi um meðaldræg kjarn- orkuvopn. Samið var um að hvor aðili skyldi eiga eitt hundrað kjarnaodda. Sovétmenn hefðu sín- ar flaugar í Asíu og Bandaríkja- menn sínar flaugar í Bandaríkjun- um. Allar meðaldrægar flaugar yrðu ó brott frá Evrópu. Sovétmenn hafa eitt hundrað og sjötíu SS-20 flaugar í Asíu, samtals fimm hundruð og þrettán kjarna- odda. Lengi vel stóð í stappi með Asíuflaugarnar því sovésku sér- fræðingarnir voru ekki tilbúnir til að samþykkja svo mikla fækkun í Asiu. „Við ræddum þetta fram og til baka en Sovétmennirnir voru al- gjörlega ósveigjanlegir,“ sagði einn Bandaríkjamannanna. „Það var engin hreyfing á þessum málum fyrr en á sunnudagsmorguninn þegar Gorbatsjov stormaði inn og sagði við Reagan: „Allar flaugar burt úr Evrópu, við höldum eftir hundrað SS-20 flaugum í Asíu og þið hundrað í Bandaríkjunum. Við vorum alveg forviða. Þarna vorum við búnir að sitja alla nóttina og gekk hvorki né rak en nú var allt í einu komin upp gjörbreytt staða. Trúum á stjörnustríðsáætl- unina Eftir því sem leið á viðræðurnar og fleiri hindrunum var rutt úr vegi urðu Bandaríkjamennirnir bjartsýnni á að einnig tækist að leysa ágreininginn varðandi stjörnustríðsáætlunina. „Við byggðum miklar vonir á þeim ár- angri sem við höfðum smám saman náð,“ sagði einn embættismann- anna. „En Sovétmenn stóðu fastir á því að annaðhvort yrði samið um allt eða ekkert." Á sunnudagsmorgninum snerust viðræðurnar mestan part um samn- inginn um bann við gagnvopna- kerfum fró 1972. Eins og fram hefur komið vilja Bandaríkjamenn túlka samninginn vítt eins og það er kall- að. Þeir telja samninginn ekki útiloka að Bandaríkin geri þær rannsóknir og tilraunir sem geim- varnaáætlunin krefst. Sovétmenn túlka samninginn hins vegar þröngt og vilja einskorða tilraunir við rannsóknarstofur. Á þessu stranda viðræðurnar loks. „Við hefðum getað samþykkt ýmsar tillögur og við reyndum. En við gátum ekki samþykkt tillögu sem hefði gert út af við geim- varnaáætlunina. Hefðum við samþykkt þessa tillögu hefði hún ekki bara frestað geimvarnaáætl- uninni, eins og Sovétmenn halda fram, hún hefði drepið hana, og við trúum á þessa áætlun," sagði einn bandarísku sérfræðinganna. Þegar Reagan og Gorbatsjov yfir- gáfu Höfða, éftir að viðræðurnar höfðu siglt í strand, þustu banda- rísku embættismennimir út í glugga til að horfa á þá fara. „Get- ur þú séð hvernig forsetinn er á svipinn?" spurði einn þeirra starfs- bróður sinn. „Harður" var svarið. -VAJ SYNING A TRESMIÐAVELUM KYNNUM NÝJU DÍLABORVÉLINA FM51B MIKIÐ ÚRVAL AF NOTUÐUM TRÉSMÍÐAVÉLUM OPIÐ LAUGARD. KL. 9-16 OG SUNNUD. 13-16. IÐNVÉLAR & TÆKI, SMIÐJUV. 28. S. 76100.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.