Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986. Þeir bestu austantjalds í sumar efndu Sovétmenn til um- fangsmikilla flotaæfinga á hafinu norður af Japan. Þrátt fyrir að æf- ingarnar hafi verið leynilegar og óviðkomandi haldið í hæfilegri f]ar- lægð þá er vitað að fjöldi herskipa og kafbáta var þar og að æfingamar voru með þeim mestu sem haldnar hafa verið á sjó hin síðari ár. Flotinn safnaðist saman á flóanum milli Kamtsjatka skagans og Síberíu. Tilgangurinn var að þjálfa flotann í að verja svæðið þar sem kjarnorku- kafbátar með langdrægar eldflaugar eiga að athafha sig á stríðstímum. Frá þessum stað er gert ráð fyrir að skjóta flaugum að vesturströnd Bandaríkjanna. Vaxandi fiotaveldi Með flotaæfingunum var og verið að gera umheiminum ljóst að Sovét- menn hafa homið sér upp öflugum Kyrrahafsflota sem ekki verður gengið fram hjá þegar herstyrkur þeirra er metinn. Þetta er árangur uppbyggingar sem staðið hefur undanfama tvo ára- tugi. Það er verið að breyta Kyrra- hafsflota Sovétmanna úr þunnskip- aðri strandgæslu í alvömflota sem hægt er að beita i hemaði. Flotauppbygging Sovétmanna breytir mati Vesturlandabúa á víg- stöðunni á Kyrrahafi. Hernaðaryfir- völd í Bandaríkjunum og Japan telja að í allt eigi Sovétmenn nú um 830 fleytur á Kyrrahafi. Til samanburðar má geta þess að í sjötta flota Banda- ríkjanna á Kyrrahafi eru um 70 herskip. í sjötta flotanum er saman kominn nánast allur herstyrkur Bandaríkjamanna á Kyrrahafi. í flota Sovétmanna eru auk hefð- bundinna herskipa nýtískulegar sprengjuflugvélar, kafbátar búnir kjarnorkuflaugum og fullkomnustu orrustuþotur Sovétmanna. Yfirráðasvæði Bandaríkja- manna Tii þessa hefur Kyrrahafið lengst af verið talið yfirráðasvæði banda- ríska flotans. Bandarískir hemað- arsérfræðingar segja að þrátt fyrir vaxanda flotastyrk Sovétmanna þá hafi Bandaríkin og bandamenn þeirra enn undirtökin á Kyrrahaf- inu. Mörg skip Sovétmanna eru sögð of lítil og veikburða til að ástæða sé til að óttast að raunverulegur flota- styrkur Sovétmanna sé í samræmi við fjölda skipa. Sérfræðingamir segja að Banda- ríkjamenn hafi yfirburði í tækni og geti þar að auki bætt um 160 skipum við flotann á Kyrrahafi með stuttum fyrirvara. Eru það skip úr þriðja flot- anum sem staðsettur er við vestur- strönd Bandaríkjanna. Samt sem áður er erfitt að horfa fram hjá að floti Sovétmanna hefur vaxið hröðum skrefum síðustu ár og flotauppbyggingin helst í hendur við önnur hemaðarumsvif Sovétmanna í Austur-Asíu bæði á landi og sjó. Þetta hefur beint athyglinni að markmiðum stjómarinnar í Kreml með vaxandi umsvifum á þessu svæði. Við Cam Ranh flóann í Víetnam hafa Sovétmenn verið að breyta fyrr- um flotastöð Bandaríkjanna í upplýsinga- og njósnamiðstöð til að fylgjast með herstyrk andstæðinga sinna í Suðaustur-Asíu og á hafinu þar í kring. Komið hefur fram ótti meðal ríkistjóma landanna við vest- anvert Kyrrahaf um að Sovétmenn hafi undanfarið fjölgað kjamorku- flaugum sem eru í skotfæri við Peking, Tokyo og Seoul. Ný stefna Gorbatsjovs Herstyrkur Sovétmanna í Asíu hef- ur bætt þeim upp takmörkuð áhrif á sviði efnahags- og stjómmála. Gor- batsjov hefur sagt að Sovétmenn fiskveiðisamning við Sovétmenn þar sem þeim verði veittur réttur til að nota hafnir á eyjunum og koma upp aðstöðu til fiskvinnslu í landi. Malcolm Fraser, forsætisráðherra Ástralíu, hefur sagt að þannig samn- ingar séu ekki til annars en að gulltryggja vaxandi hernaðarumsvif Sovétmanna á sunnanverðu Kyrra- hafi. „Þeir munu vissulega byrja á fiskvinnslu," er haft eftir Fraser, „en við hana bætist fljótlega aðstaða til viðgerða á skipum og flugvöllur til að flytja áhafnir fiskiskipanna að og frá eyjunum. Hvað vantar þá til að kalla megi vinnslustöðina herstöð." Kyrrahafsfloti Sovétmanna er sá stærsti sem þeir halda úti og hefur þrefaldast síðustu tvo áratugina. Þegar haft er í huga að við hann hafa bæst skip sem búin eru kjama- vopnum þá hefur máttur flotans vissulega gert gott betur en að þre- faldast. í Kyrrahafsflotanum em nú m.a. tvö flugmóðurskip af Kiev gerð. Talið er að 130 kafbátar tilheyri flot- anum þar. Það er svo gott sem sami fjöldi og Bandaríkjamenn eiga alls. Á heimaslóðum Kafbátunum er flestum haldið inni á Okhotskflóanum þar sem heræf- ingamar, sem getið var um í upphafi, fara fram. Talið er að í kafbátaflotan- um séu ekki færri en 48 kafbátar búnir langdrægum eldflaugum sem hægt er að senda á skotmörk í Bandaríkjunum. Flest sovésku herskipin em stað- sett mjög nærri ströndum heima- landsins. Þc ber við að þau birtast á fjarlægum slóðum svo sem á Suður- Kínahafi. Vitað er að flotastöðin við Cam Ranh flóa hefur verið stækkuð eftir að Bandaríkjamenn yfirgáfu hana árið 1975. Þar hafa Sovétmenn nú mikilvæga flotastöð. Því er sýnt að Sovétmenn hafa fengið eitthvað fyrir sinn snúð eftir að hafa stutt stjóm Víetnams ríkulega. Fyrst eftir að Sovétmenn settust að við Cam Ranh flóann var aðstað- an þar notuð fyrir kaupskipaflota þeirra. Síðar var tekið til við að byggja upp flotaaðstöðuna. Fyrir skömmu var talið að á þessum stað hefðu Sovétmenn að jafnaði 25 her- skip, fimm kafbáta, 16 stórar sprengjuflugvélar, 14 ormstuþotur og 8 könnunarflugvélar. Þetta hefur allt bæst við síðan árið 1979 því þá var enn ekki farið að bera á liðssafn- aði við Cam Ranh. Cam Ranh og Da Nang Stöðin í Cam Ranh þjónar sem mótvægi við stöðvar Bandaríkja- manna á Filippseyjum. Sama hlut- verki gegnir bækistöð sovéska flughersins við Da Nang. Stöðvar Bandaríkjamanna á Filippseyjum eru innan seilingar frá þessum stöðv- un. Það sama gildir um suðurhluta Kína. Flotastöðin í Cam Ranh kann einnig að koma að notum við liðs- flutninga til Indlandshafs. Fari spenna vaxandi á þessu svæði er sovéski flotinn mun betur stað- settur í Cam Ranh en ef hann er allur gerður út frá Vladivostok. Öflugur floti í Víetnam getur hæglega lokað siglingaleiðum frá Persaflóa til Jap- an og Bandaríkjanna og þannig komið í veg fyrir flutninga á olíu. Þrátt fyrir að stækkun Kyrrahafs- flota Sovétmanna veki mesta athygli þá verður einnig að hafa í huga að síðustu ár hafa þeir einnig verið að byggja upp aðstöðu fyrir flugher sinn á Kurileyjum norðan Japan. Eyjun- um náðu Sovétmenn í síðari heims- styrjöldinni af Japönum og hafa ekki ljáð máls á að skila þeim aftur. Hemaðarsérfræðingar í Banda- ríkjunum og Japan hafa áætlað að í allt hafi Sovétmenn um 500 þúsund hermenn í Asíu. Það er fjórðungur alls mannafla í Sovéska hemum. Þeir bestu af flugmönnum sovéska ffotans eru reiöubúnir aö mæta þeim bestu frá Bandaríkjunum. Sovétmenn ætli sér í framtíðinni að ganga á hlut Bandaríkjamanna á Kyrrahafi. í það minnsta er ljóst að Bandaríkjamenn em ekki lengur án samkeppni á svæði þar sem þeir hafa til skamms tíma verið einráðir. „Ég efa að herstyrkur okkar sé nægilegur á Kyrrahafinu," er haft eftir Mike Mansfield, sendiherra Bandaríkjanna í Japan. „Enn er okkur þó ekki ógnað en ógnunin er nú hugsanleg.“ Kiribatieyjar Umsvif Sovétmanna á Kyrrahafinu hafa beint athyglinni að svæðum sem áður voru ekki talin hemaðarlega mikilvæg. Eitt þessara svæða er Kiribartieyjaklasinn. Það er mikill grúi smáeyja suður undir miðbaug. I heild er svæðið um 3 milljónir fer- kílómetra. Næsta fáir jarðarbúa hafa á þessu svæði við litlar vinsældir eyjaskeggja. Þeir voru því uppnumd- ir yfir kurteisi Sovétmanna sem buðu fé fyrir veiðiréttindin. En þótt hér séu ekki miklir hagsmunir í húfi þá hefur fiskveiðisamningur Kiribati- manna við Sovétmenn valdið nokkr- um taugatitringi í Washington. Hinn ungi forseti Kiribatieyja, Ier- emia Tabai, hefur sagt að ótti Bandaríkjamanna við að þegnar hans hafi ánetjast hjá Sovétmönnum sé með öllu ástæðulaus. Ríkin hafi aðeins gert með sér „viðskiptasamn- ing“. Hitt er þó eftirtektarvert að Sovétmenn hafa aldrei áður samið um fiskveiðar við Kyrrahaferíki. Meira en túnfiskur Áhyggjur Bandaríkjamanna stafa af því að þeir óttast að Sovétmenn hafi áhuga á ýmsu öðru á Kiribati- Vel má þó vera að ekkert sérstakt búi að baki fiskveiðisamningnum við Kiribatimenn. Það þykir þó ekki trú- legt þegar haft er í huga að Sovét- menn hafa verið að gera hosur sínar grænar víðar á Kyrrahafseyjum og boðið efnahagsaðstoð. Víðast hvar hefur boðum Sovétmanna ekki verið tekið en ekki alls staðar. Nokkur Kyrrahaferíki hafa aflétt banni við siglingum sovéskra her- skipa í landhelgi í þeirri von að hafa mætti nokkrar tekjur af skipunum, komi þau að landi. Aðeins fiskveiðisamningar Fyrir fáum mánuðum komst á stjómmálasamband milli Vanuatu og Sovétríkjanna. Vanuatu er eyja- klasi sem áður var nefndur Nýju Suðureyjar. Nú hefur verið gefið í skyn að til standi að Vanuatu geri Sovéski flotinn sækir fram á Kyrrahafinu hafi vanrækt Austur-Asíu og þá framtíðarmöguleika sem þar eru fyr- ir hendi. Viðleitni Sovétmanna til að auka við herstyrk sinn þar þykir benda til að stefnunni hafi verið breytt og að í framtíðinni eigi eftir að fara fleiri sögum af áhuga Sovét- manna á Austur-Ásíu. Sókn Sovétmanna á svæðinu þykir einnig eftirtektarverð fyrir það að á sama tíma er allt á huldu um framtíð bandarískra flotastöðva á Filippseyj- um og rétt þeirra til að hafa skip búin kjarnorkuvopnum á hafinu þar í kring. Þessar staðreyndir benda til að heyrt þessara eyja getið. Flatarmál þurrlendis í eyjaklasanum er ákaf- lega lítið og eyjarnar snauðar af öllum auðæfum ef frá eru talin auðug túnfiskmið í hafinu í kringum þær. Bretar réðu fyrir Kiribatieyjunum þar til fyrir sjö árum að þær fengu sjálfstæði. Bretar nefndu þær Gil- bertseyjar. Fáum ríkjum hefur þótt eftir nokkru að slægjast á þessum eyjum. Þó kom þar fyrir ári að Sovét- menn keyptu rétt til túnfiskveiða fyrir 16 skip við eyjarnar fyrir litlar 60 milljónir króna. Þar með var frið- urinn úti. Bandaríkjamenn hafa veitt túnfisk eyjum en rétti til að veiða nokkra túnfiska. Með túnfiskbátunum er hægt að mæla dýpi og jafnvel að finna auðæfi á hafsbotni. Við það bætist að um þúsund mílum norður af Kiribati eru Marshalleyjarnar þar sem Bandaríkjamenn hafa prófað eldflaugar. Ef til vill er þessi ótti við 16 sov- éska túnfiskbáta ástæðulaus. Samt sem áður verður ekki fram hjá því litið að Sovétmenn eru að efla flota sinn á norðanverðu Kyrrahafinu og hafa öflugar flotastöðvar í Víetnam. Því væri ekki undarlegt þótt þeir litu hýru auga til eyja á Kyrrahafinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.