Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986. 15 Bróðurparturinn af landhernum í Asíu er við landamæri Sovétríkjanna og Kína. Þar á móti hafa Kínverjar um eina og hálfa milljón hermanna. Öflugir á landi Talið er að Sovétmenn hafi um 80 flugvélar af gerðinni Backfire í Asíu. Þeim er hægt að fljúga mjög lágt þannig að þær sjást illa í radar. Fyr- ir vikið er talið að Kíhverjar geti ekki varist árásum þeirra. Þessum vélum má og fljúga langt út á Kyrra- hafið. Þær eru búnar flugskeytum sem hæfa skotmörk í allt að 200 mílna fjarlægð. Þessu til viðbótar hafa Sovétmenn komið fyrir meðaldrægum eldflaug- um af SS 20 gerð í Asíu. Japanir segja að flaugarnar séu ekki færri en 165 og hefur þeim verið fjölgað allra síð- ustu ár. Þannig verða vaxandi umsvif Sov- étmanna í Asíu í tölum talin. Annað mál er síðan með áhrifin. Af hálfu Bandaríkjamanna er litið á þessa þróun sem ögrun við hagsmuni þeirra. Caspar Weinberger, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, varaði Sovétmenn við því þegar hann var í Japan nýverið að þeir hefðu „farið út fyrir þau mörk í hernaðar- uppbyggingu sem telja mætti að kæmi að notum við varnir ein- göngu." Síðustu misseri hafa ríki við Kyrrahaf svarað umsvifum Sovét- manna í sömu mynt. Á næstu árum á að fjölga skipum í Kyrrahafsflota Bandaríkjamanna um 10%. Þau skip sem fyrir eru hafa verið búin betri vopnum. Bandaríkjastjórn hefur og hvatt bandamenn sína, sérstaklega Japani, til að fylgja fordæminu og efla herstyrk sinn. Einkum er lögð áhersla á að Japanir styrki stöðu sína á hafinu vestan við eyjarnar. Þar um verður sá floti sem Sovét- menn hafa í Vladivostok að fara bæði á leið sinni suður á Kyrrahafið og norður um. Standa ekki jafnfætis Þeir sem gagnrýna Bandaríkja- stjórn fyrir að leggja aukna áherslu á varnir við Kyrrahaf segja að her- styrkur Sovétmanna þar sé stórlega ofmetinn. Þeir segja að veikleikar sovéska flotans séu miklir þrátt fyrir að skip hans séu mörg. Skipin séu sum hver orðin mjög gömul og úrelt. Litlu breyti þótt reynt hafi verið að endurbyggja nokkur þeirra. Sagt er og að sjóliðar séu illa þjálfaðir. Mörg skipanna eiga sér langa sögu bilana. Á árinu 1984 sást t.d. til Sov- étmanna þar sem þeir drógu logandi kafbát til hafhar. Bandaríkjamenn hrósa sér af að eiga bestu flugsveit í heimi. Hana hafa áhugamenn um kvikmyndir fengið að sjá í myndinni Top Gun - Þeir bestu. Sovétmenn viðurkenna að sjálfsögðu ekki að þeirra bestu menn standi Bandaríkjamönnunum að baki. Enn verður þó sennilega bið á að Sovétmenn geri sína menn ódauðlega í kvikmynd. Viðurkennt er að flotastöðin við Cam Ranh sé vel í sveit sett en þó sé sá galli á gjöf Njarðar að hún sé langt frá höfnum í Sovétríkjunum. Fyrir vikið eigi Bandaríkjamenn auðvelt með að einangra hana ef þurfa þykir. Þeir bestu Þá eru Bandaríkjamenn taldir hafa mikla yfirburði í lofti á Kyrrahafs- svæðinu. Þar hafa þeir sex flug- móðurskip með samtals um 500 flugvélum. Á móti hafa Sovétmenn aðeins tvö skip illa búin. Nefnd á vegum Bandaríkjastjórnar hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sovétmenn muni ekki á næstu áram ná að verða umtalsvert flotaveldi. Helsta verkefni sovéska flotans sé að gæta kjarnorkukafbátanna sem allajafha eru nærri ströndum heima- landsins. Því eigi Sovétmenn lítið erindi út á úthöfin með herskipa- flota. - Embættismenn í Japan og Ástralíu hafa bent á að vaxandi floti Sovét- manna, hvort sem hann hefur stækkað eins mikið og sagt er eða ekki, sé fyrst og fremst ætlað póli- tískt hlutverk. Þessir segja að tíl- gangur Sovétmanna sé fyrst og fremst að kanna hvar þeir standi og fá skýrt fram viðhorf Kyrrahafsríkja gagnvart Sovétríkjunum. Þótt sovéski flotinn hafi ekki yf ir mörgum flugvélum að ráða víð Kyrrahafið þá er talið víst að þær standi fyrir sínu. „Ég held að ógnunin frá Sovét- mönnum sé ætluð fyrir friðartíma fremur en ófrið," er haft eftir japön- skum sérfræðingi í varnarmálum. Ef það er erfitt að meta hernaðarlega stöðu Sovétmanna á Kyrrahafi þá er ekki síður vandasamt að meta pólitísk áhrif af hemaðarumsvifum þeirra. Uppbót Margir sérfræðingar álíta að Sov- étmenn langi til að vinna það upp með glæsilegum flota sem þeim hefur mistekist að ávinna sér með dipló- matískum aðferðum. Hvergi í lönd- unum við Kyrrahafið hafa Sovétmenn umtalsverð pólitísk og efnahagsleg áhrif. Það er miklu fremur að þeir hafi fjarlægst þessi lönd eftir innrásina í Afganistan og árásina á kóresku farþegaflugvélina. Sovétmenn halda þó góðum sam- skiptum við Norður-Kóreu, Víetnam og styðja stjórnirnar í Kambútseu og Laos. En allir þessir bandamenn eru fremur baggi fyrir Sovétmenn en að þeir hafi hagnast svo nokkru nemi á viðskiptunum við þá. Og þessi lönd standa þeim langt að baki þar sem efnahagsþróun er örust við Kyrra- hafið. Skipti Sovétmanna við ríkin þar sem efhahagsþróunin er örust er aftur á móti hverfandi lítil ef þá nokkur. Bandaríkjamenn hafa aftur á móti víðtæk viðskipti við þessi lönd þrátt fyrir að nokkuð hafi borið á tog- streitu milli þeirra á síðustu misser- um. Undanfarin tíu ár hafa viðskipti Bandaríkjamanna við Kyrrahafs- lönd þrefaldast. Á sama tíma standa Sovétmenn algerlega utan við við- skipti við þessi lönd. Vitað er að Gorbatsjov hefur áhuga á að breyta þessu. Um það vitnar m.a. ræða sem hann hélt í Vladivostok nýverið þar sem hann minnti á að Sovétríkin eru líka Asíuríki. Nýjar áherslur Þessi yfirlýsing hefur orðið að eins konar tákni fyrir breytta utanríkis- stefnu Sovétmanna enda allt gert til að koma ræðunni á framfæri. Hingað til hefur utanríkisstefnan miðast við Evrópu í aðalatriðum. Nú hafa Sov- étmenn opnað austurgluggann. Ef til vill átti það að gefa ræðunni meiri þunga að hún var flutt í Vladivostok, bækistöð Kyrrahafs- flotans. Það þykir þó kaldhæðnislegt að um höfnina þar fer hverfandi lítið af varningi þótt staðurinn liggi vel við verslun. En allt um það þá talaði Gorbatsjov um samvinnu við ná- grannana en ekki herstyrk Sovét- manna á staðnum. I þessari sömu ræðu boðaði hann fækkun í herliði Sovétmanna í Afg- anistan, að vísu óverulega, og óskaði eftir samningum við Kínverja um gagnkvæma fækkun í landamæra- herjum ríkjanna. Þá endurtók hann gamalt boð um eins konar Helsinki- sáttmála fyrir ríki við Kyrrahaf. Sovétmenn hafa leitað eftir meiri viðskiptum við Japani. Er talið að það fari saman við áhuga Gor- batsjovs á að auka afköst í sovésku efnahagslífi. Til að ná markmiðum sínum heima fyrir gæti japönsk tækniþekking komið að góðum not- um. Sévardnadse fór í opinbera heimsókn til Japan í upphafi árs og vildi greinilega að sambúðin við Jap- ani batnaði frá því sem var á tíma Gromykos. Vandræði hjá Bandaríkja- mönnum Þá er það talið til vitnis um að Sovétmenn langi að vingast við Jap- ani að nýlega leyfðu þeir nokkrum japönskum fjölskyldum að vitja grafa ættingja sinna á Kurileyjum. Slíkt hefur ekki gerst árum saman. Atvik eins og þessi vekja meiri at- hygli fyrir þá sök að á sama tíma er ýmislegt á huldu um stöðu Banda- ríkjanna við Kyrrahaf. Þar má nefna að óvissa ríkir um framtíð flotastöðvanna á Filippseyj- um. Samningurinn við Filippseyinga um þessar flotastöðvar rennur út. árið 1991. Corazon Aquino hefur að vísu sagt að hún leggist ekki gegn veru Bandaríkjamanna á eyjunum en engu að síður er vitað að þeir mæta þar vaxandi aðstöðu. Banda- rísk hernaðaryfirvöld segja að ekkert geti komið í staðinn fyrir að- stöðuna á Filippseyjum. Þó að sumir efist um þá fullyrðingu þá yrði engu að síður mjög kostnaðarsamt að byggja upp nýja aðstöðu í staðinn fyrir þá sem gæti tapast á Filippseyj- um. Þá hefur sambúð Nýsjálendinga og Bandaríkjamanna farið versnandi vegna banns þeirra við að skip með kjarnorkuvopnum komi til hafnar á eyjunum. Nokkur ríki við sunnan- vert Kyrrahaf hafa fylgt í fótspor Nýsjálendinga og lýst yfir sams kon- ar banni. Virðingarleysi við banda- menn Telja verður að Bandaríkjamenn geti sjálfum sér um kennt að sambúð- in við ýmis Kyrrahafsríki hefur farið versnandi. Bandaríkjamenn hafa undanfarið talið sig eiga stuðning þessara ríkja vísan og lítið hirt um að rækja samvinnuna við þau. Við þetta bætist að bandarísk útgerðar- fyrirtæki neita allajafha að greiða gjald fyrir fiskveiðar í landhelgi þessara ríkja. Þannig var ástandið við Kiribatieyjar þegar eyjaskeggjar seldu Sovétmönnum fiskveiðiréttindi þar. Nú eru þess þó ýmis merki að Bandaríkjamenn ætli að breyta stefnu sinni í fi?kveiðimálum og borgi eftirleiðis fyrir fiskveiðileyfi í landhelgi annarra ríkja. Þetta kann þó að vera of seint því Sovétmenn eru hinir liðlegustu í samningum um fiskveiðar á þessu svæði og borga vel. Alvara þessa máls hefur orðið Bandaríkjamönnum ljós eftir að þeir fóru að huga að flotauppbyggingu Sovétmanna á Kyrrahafinu. Þeir ótt- ast greinilega að samningar um fiskveiðar séu aðeins upphafið að sókn Sovétmanna út á Kyrrahafið. Þýtt/GK HAUSTLAUKAUTSALA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.