Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986. Gestur fékk að finna fyrir því - Stella í orlofi frumsýnd í dag Ján G. Hauksson, DV, Akureyri: „Ég var allur lemstraður eftir myndina. Það var farið „illa“ með mig, ég fékk örugglega verstu útreið- ina, hlutverkið bauð upp á það. Georg, maður Stellu, fær að finna fyrir hlutunum. En það var óhemju- gaman að leika í myndinni. Það er harðduglegur og skemmtilegur hóp- ur sem stendur að henni,“ segir Gestur Einar Jónasson, 36 ára Akur- eyringur, blaðamaður á Degi og sá sem leikur Georg, eiginmann Stellu, í myndinni Stella í orlofi. Myndin verður frumsýnd klukkan tvö í dag, laugardag, í Austurbæjarbíói. Fjórum sinnum í ískalda ána Örugglega hin fjörugasta mynd, getur maður ímyndað sér. Og svo sannarlega fær Georg (Gestur Einar) að finna fyrir hlutunum. Við upptök- urnar henti hann sér fjórum sinnum ofan í Laxá í Kjós, ískalda, eiginkon- an Stella (Edda Björgvinsdóttir) kveikir óviljandi í honum um mittið, hann handleggsbrotnar á báðum og er í gifsi upp í krika mestalla mynd- ina. „Við upptökurnar var gifsið sett á mig á morgnana. Eftir það gat ég ekki hreyft hendumar. Eins og gefur að skilja gaf ég frá mér góða bunu á morgnana og hún varð að duga fyrir mestan part dagsins,“ segir Gestur Einar og hlær. Minningamar frá upptökunum í sumar leyna sér ekki. Beit í glasið og hellti „Ég gat ekki borðað sjálfúr með gifsið. En ég fann góða aðferð að lokum, ég beit í brauðsneiðarnar sem ég kom fyrir á borðbrúninni. Því næst beit ég í glasið og hellti ofan í mig. Maður kom sér upp alls kyns „trikkum“. Annað dugði ekki. Ef mig langaði til dæmis í vindil á milli upptaka notaði ég langan vír sem statíf fyrir vindilinn. Svona eftir á finnst mér þetta bara allt hið ljúf- asta, en ég játa að meðan á upptök- unum stóð var svolítið farið að reyna á þolrifin." Að sögn Gests Einars stóð ekki til samkvæmt handriti að hann lenti ofan í ískaldri ánni. Hann átti að detta af hestbaki og vera afvelta á bakkanum. Tvö böm áttu að koma honum til hjálpar. „Ég komst ekki upp af bakkanum og því kom ég með þá tillögu að láta mig gossa í ána. Eg sagði einfald- lega: eina leiðin er að ég fari í ána. Ég var tekinn á orðinu. En þegar ég þurfti að láta mig vaða í ána fjórum sinnum hugsaði ég alvarlega um það hversu sniðug þessi tillaga mín væri. Þetta var allt í lagi tvisvar, en í þriðja og fjórða sinnið var kuldinn farinn að gera alvarlega vart við sig.“ Hjónin Stella og Georg (Gestur og Edda) í pásu frá upptökum. Ekki annað að sjá en vel fari á með hjón- unum. Gestur Einar lætur sig gossa með tilþrifum í ískaida ána. Þetta gerði hann fjórum sinnum og fékk koníaksflösku frá Umba-konum fyrir. Guðrún Þorvarðardóttir vefur Gest um „miðjuna". Ekki veitir af, í myndinni kveikir Stella óviljandi í Georg, manni sinum, og auðvitað um mittið. Morgunninn hófst með því að koma gifsinu fyrir. En áður gaf Gestur Einar frá sér góða bunu sem varð að duga fyrir daginn. DV-myndir ýmsir. Brann um „miðjuna“ - Nú verður Georg fyrir því að Stella, eiginkona hans, brennir hann um „miðjuna“. Tók það sinn toll? „Ekki svo. Þetta er allt óvart hjá Stellu. Georg dettur í spýtnastafla og á grenitré heima hjá þeim. Hann fær flísar í rassinn, svo ekki verður um villst. Hún fer að sjálfsögðu að hjálpa eiginmanninum og byrjar að plokka. En Stella er ekki alveg nægilega nærgætin, hún er með logandi sígar- ettu f munnvikinu. Þegar hún hellir spritti yfir rasskinnar Georgs kippist hann þetta líka litla við og rekur upp ofsaleg öskur. Hún missir sígarett- una með skelfilegum afleiðingum, það logar í „öllu á miðjunni". Sem betur fer tekst að slökkva í honum. Það er pantaður sjúkrabíll og þegar verið er að bera Georg á sjúkrabörunum dettur hann úr þeim og handleggsbrotnar á báðum. Og svoleiðis var ég út alla myndina, í gifsi á báðum og allur vafinn um mittið. Ég fékk reyndar örlítið brunasár eftir herlegheitin og smá- skrámur eftir gifsið.“ Allt á útopnu viö upptökur. Laddi á víst rosalega takta i myndinni. Hann leikur eitt aöalhlutverkið. Hér er hann á góöri stundu með Stellu (Eddu Björgvinsdóttur).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.